Morgunblaðið - 24.03.1973, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973
Hálfrar
klukkustundar
„plat“ í sjónvarpinu
Eglll Eðvarðsson upptöku
stjórl í lista- og skemmti-
deild og aðstoðarmaður hans,
Elisabet Benediktsdóttir
ásamt myndveljara, Ijósa-
meistara, stúdíóstjóra og
tæknimanni við langt borð,
hlaðið tækjum og tökkum. Á
vegg fyrir framan þau voru
fjöldamargir sjónvarpsskerm
ar og stór klukka. Hljóðmeist
arinn Vilhjálmur Þór Gísla-
son hefur aðsetur sitt í sér-
klefa inn af stjórnherberg-
inu.
Á meðan ég beið eftir því
að upptaka hæfist, spurði
ég Egil, hvaða undirbúningur
hefði farið fram áður. Egill
benti mér þá á að tala við
Jónas R. Jónsson, sem sér um
efnisval þáttarins. Hann tjáði
mér að það tæki hann allt
að tvær vikur að finna
skemmtikrafta í þáttinn og
æfa atriðin. — Hvert atriði
er sérsamið fyrir þáttinn og
það fer oft langur tími í að
útvega íslenzka texta við lög-
in og sulla saman bröndur-
um, sagði Jónas.
Þá er komið að skipulags-
þættinum, Eftir að Jónas hef-
ur valið efni í þáttinn, útbýr
Egill „grindina" að þættinum
og leggur hana fyrir fund
með tæknimönnum sjónvarps-
ins. Og eftir að öll fram-
kvæmdaratriði lokaupptök
unnar hafa verið rædd, ákveð
in og raðað niður, fer vélin
fyrst í gang.
Hljóðmeistari Vilhjálmur
Þór Gíslason sagði að upp-
taka á undirspili í söngatrið-
um þáttarins, hefði farið fram
í 3 daga í siðastliðinni viku,
og að þá upptöku hefði
Marinó Ólafsson annazt. —
Það sparar okkur óhemju
En hálftíma glens og gam-
an fyrir sjónvarpsáhorfendur
er annað og meira fyrir þá,
sem vinna að gerð og undir-
búningi þáttarins. Reyndar
er erfitt fyrir Ieikmann að
gera sér grein fyrir þeirri
gífurlegu vinnu, sem liggur í
gerð hálftíma þáttar, og sjálf
sagt eru margir, sem lítið
hafa hugsað um þau mál.
Hvernig fer upptaka fram,
og hve lengi er verið að taka
upp þátt sem Kvöldstundina?
Til að fá svör við þessum
spurningum og geta gefið hér
sæmilega lýsingu á því, sem
gerist, var ég viðstödd upp-
töku kvöldstundarinnar, sem
fram fór síðastliðinn þriðju-
dag.
Ég mætti kl. 10 á þriðju-
dagsmorgun i upptökusal
sjónvarpsins á Laugavegi, þar
sem undirbúningur fyrir upp
töku stóð sem hæst. Salurinn
er aðeins 300 fm og ótrúlega
lítill miðað við þá viðamiklu
þætti, sem þar hafa verið
teknir upp. í nær miðjum
salnum hafði hringpalli verið
komið fyrir, og á þessum palli
komu skemmtikraftar kvöld-
stundarinnar fram. Pallurinn
var í fullu samræmi við smæð
salarins, aðeins 3 metrar að
rúmmáli, og það hvarflaði að
mér sem snöggvast, er ég leit
á hann, að líklega væri erf-
itt að dansa ballett á svo
litlu svæði. Það kom þó í ljós
síðar, að slíkt var vel fram-
kvæmanlegt.
1 lofti salarins eru fjölmarg
ir Ijóskastarar og loftviftur
og á gólfinu fyrir framan
pallinn stóðu þrjár voldugar
myndavéiar og ein hljóðvél
með hátalara. í litlu herbergi
til hliðar við salinn sátu þau
Mynd úr upptökusal. Myndavélarnar þrjár og hljóðtækið beinast að hringpalliinim, þar sem
verið er að kynna skemmtikraftana tvo, sem sjást einnig á pallinum.
Sviðsstjórinn, Guðnuindur Guðjónsson getur líka verið al-
varlegur.
Níunda Kvöldstundin er á
dagskrá sjónvarpsins í kvöld,
kl. 20.50. Nafnið „Kvöld-
stund í sjónvarpssal“ gefur
til kynna, að sjónvarpsáhorf-
endur eigi von á glensi og
gamni og geti í því tilefni ylj
að sér við þá hugsun að
hlusta á skemmtilega tónlist
og hlæja sig máttlausa að
orðheppnum brandaraköll-
um.
— Það er ekki vanþörf á að bæta aðeins við varalitinn, sagði snyrtidama sjónvarpsins.
í næstu upptöku gengur þetta.
Egill Eðvarðsson upptökustjóri lista- og skemmtideildar
ásamt Elísabetu Benediktsdóttir, aðstoðarupptökustjóra.