Morgunblaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973 15 Egill Eðvarðsson, upptökust jóri uppi á palli að athuga mál- in. Myndarar og sviðsteiknari bera saman bækur sínar. mikla vinnu við lokaupptök- una að taka tónlist upp áður. Vilhjálmur sagði, að söngur hefði einnig verið tekinn upp áður í nokkrum atriðum, og í þeim tilvikum „mæmuðu" söngvarar aðeins í lokaupp- töku, (mæma er að líkja eftir sönig með vörum). GUÐMUNDUR „REDDAR“ ÖLLU Upptaka er að hef jast. Egill athugar að allt sé til- búið til upptöku í sjónvarps- sal og myndatökumenn og hljóðmeistari fara á sinn stað og sviðsstjórinn, Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari gefur skemmtikraftinum, sem á að koma fram i þessu atriði góð og heilladrjúg ráð. „Allt klárt,“ kallar Guð- mundur. Egill biður ljósa- meistarann að athuga Ijósin og Elísabet athugar, hvort myndsegulband sé tilbúið fyr ir upptöku. Svarið er játandi, og Elísabet tilkynnir að hálf mínúta sé í upptöku. . . 15 sek. . . 5 . . . og nú. Egill gefur merki og hljóðmeistari stillir tónlistina inn í salinn. Söngvarinn gengur fram á sviðið og hefur söng. Á með- an dansar Guðmundur sviðs- stjóri og dillar sér á gólfinu fyrir framan pallinn til að losa dálítið á taugaspennu söngvarans. — Guðmundur er alveg snillingur í að fá fólk til að koma eðlilega fram og hann hefur bjargað mörg- um upptökum með þessum lát um, hvíslaði einhver að mér, um leið og Guðmundur hopp- aði upp. Á skermunum fyrir framan Egil upptökustjóra koma fram myndir frá myndavélun um þremur í salnum. Egill horfir gaumgæfilega á mynd- irnar og velur eina og eina i senn, sem myndveljari still- ir beint inn á myndsegulband ið. . . Taktu nú nærmynd á 3, segir Egill .. . prófíl á 2 . . . þétt inn á hann núna . . . nneigja sig, svona. . fímt. Upptöku er -lokið. En Egill er ekki ánægður. — Endirinn var léiegur, segir hann og gefur smá hlé. Elísabet skrifar niður hve lengi upptakan stóð, Egill ráðfærir sig við starfsmenn- ina í salnum og söngvarinn ráðfærir sig við Rögnu, sminkdömu. Eftir smástund hefst svo upptaka á ný, og söngvarinn kemur aftur fram á pallinn. Þessi síðari upp- taka er næstum nákvæmlega eins og sú fyrri, nema hvað Guðmundur sviðsstjóri dillar sér heldur meira nú, og söngvarinn syngur ögn hærra. Egill gefur skipanir út í sal til Guðmundar og myndatökumanna og velur myndir. Eftir 3 mín. 23 sek. er upptöku nr. 2 lokið og Eg- ill tilkynnir að þessi standi, þ.e. ekki fleiri upptökur á þessu atriði. — Báðar upp- tökurnar fara inn á myndseg ulbandið en sú betri verður notuð, sagði Egill. I þetta at- riði sem tekur 3 mín. 25 sek. í útsendingu fór næstum klukkutími í æfingar og upp- töku. En Egill sagði að oft tæki þriggja mínútna upp- taka mun lengri tíma. 1 salnum sat Jónas og fylgdist með að atriðin kæm- ust til skila eins og þau voru æfð. — Varakipringur og ójafnvægi á milli raddar og hljóðs getur eyðilegt heila upptöku, sagði hann. Að þessu atriði loknu kom næsti skemmtikraftur inn i salinn í fullum skrúða og upptaka á öðru atriði hófst. 1 kvöldstundinni í kvöld eru alls 17 atriði, sem tekin eru upp á um 32 klukkustund um, þar með talin hljóðupp- taka. Að vísu eru atriðin ekki tekin upp í sömu röð og þau eru í útsendingu, því eft ir að upptökurnar hafa verið færðar inn á myndsegulband ið ráðfærir Egill sig við starfs menn myndseguldeildarinnar sem síðan raða saman bútum og stytta eftir skipun Egils. Samsetning og stytting á myndsegulbandinu er miðuð við hálfrar stundar útsend ingu. Og nú má segja, að ég sé búin að opinbera „platið" í sjónvarpinu, eins og einhver komst að orði við mig. á.k. i mrn ,sí ’fSmm i f 1 • ■ §>M%m * ' * * ... í’ Tríóið „Lítið eitt“ sér um kynningu á skemmtikröftum í kvöidstundinni í kvöld. Hér sjá um við tvo liðsmenn ír-ósins ásamt sviðsteiknara .ióni Þóris n .y -I »n ' ;* R ’ inssyni. Upptökustjórnarherbergi: Egili velur myndir frá skermunum, en myndin, sem birtist á skermi (st.út) fer inn á mynd egulbandið. RaBhús — Keflavík Til sölu nýlegt raðhús að Greniteig 25. Húsið er til sýnis í dag, laugardag:nn 24. marz, kl. 3—5. Tilboð óskast. — Réttur áskilinn til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Mallorka 2. — 15. maí ódýr öryrkjaferð Beint þotuflug til Palma, Mallorka. Gisting í fyrsta flokks íbúðum í Magaluf. 14 daga ferð, verð frá kr.: 15.900,00. Allar nánari upplýsingar í símum 41760, 40810, 71278. DRAUMUR í STEREO Fjöldi manns á ekki aðra ósk heitari en að eignast vönduð hljómflutningstæki, t.d. útvarp með öllum hugsanlegum bylgjum, eða plötu- spilara, eða stereo magnara með fallegum há- tölurum, eða segulband (kasettu) sem hægt V er að hafa í bíl, bát, tjaldi, eða fallegri hand- f tösku, eða segulband í fallegum harðviðar- • kassa sem sómir sér vel í stássstofunni og hefur ekta stereo hljóm og stereo upptöku. I En vandinn var alltaf sá, hvað ætti að kaupa t af öllum þessum tækjum, og hvar ætti að ^ kaupa þau. VANDINN ER LEYSTUR. Hjá okkur getur þú séð ALLAR ÓSKIR þínar rætast. Við bendum á: STEREO-magnari Tútvarp 2x35 watts á kr. 33.800. STEREO-magnara 2x25 watts á kr 13.900 STEREO-heyrnartól frá kr. 695. Verzlunin GELLIR Garðastræti 11 sími 20080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.