Morgunblaðið - 03.04.1973, Page 1
32 SIÐUR OG 8 SIÐUR IÞRÖTTIR
78 .Ibl. 60. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 3. APRlL 1973
x Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Joe Cahill, fyrrverandi yfirmaður írska lýðveldishersins í Belfast, var handtekinn fyrir síð-
ustu helgi um borð í flutnínga skipinu Claudia, sem var að koma nieð farm af smygluðum
vopnum til Norður-írlands. Claudla er skráð á Kýpur og það var þekktur vopnasali, sem hafði út-
vegað Cahiii töluvert magn af vopniun og skotfærum. Hann hefur sagt lögreglunni að þetta
sé fyrsti farmurinn frá honum, sem reynt hefur verið að koma til N-Iriands. Á myndinni veif-
ar Cahili til Ijósmyndara úr lög- reglubifrelð sem flutti hann í fangelsi.
Fundur Thieus og Nixons:
Aðstoðin við Suður-
Vietnam efst á blaði
Wa.shington, 2. apríl, AP.
THIEU, forseti Suður-Vletnam,
kom til tveggja daga viðræðna
íslandi
hjálpað í
Luxem-
borg
Frá C. M. Thorngren,
Luxemborg í gær.
SÉRSTAKAR aðgerðir eru
hafnar i Luxemborg til hjálp-
ar Vestmannaeyingum vegna
náttiiruhamfaranna í Heima-
ey. Loftleiðir hafa lengi stuðl-
að að nánu sambandi Luxem-
borgar og íslands og nú vilja
Luxemborgarar sýna á ýmsa
lund samstöðu sína með ís-
lendingum. Baráttunefnd i
Luxemborg hefur nú samein-
að alla krafta sem vilja rétta
hjálparhönd og stofnað fs-
landssjóð.
Þá hefur til dæmis fyrir-
tækið ,,Rosenst':el“ hrundið
af stað stórfelldri sölu á is-
enzkri vöru og renmur
aliutr hagnaðurinn í sjóðiinn.
Meðal gesta við opnun sölu-
vikunnar var heiðursræðis-
maður íslands, Camille
Hellinck.
Alla þessa viku erw seldar
Lslenzkar uiiarvöru.r og kera-
mik og matur frá íslamdi.
Auk þess hefur verið efnt til
islenzkra máltíða með reykt-
nm lax og kaviar og allur
ágóði hefur rumnið í sjóðinn.
í Luxemborg búa að minnsta
kosti 200 Islendingar og þar
af starfa margir hjá Loftleið-
um.
viff Nixon forseta í dag og var
tekið á móti honum með mikilli
viðhöfn. í stuttri ræðu sem
hann flutti við komuna, færði
hann bandarisku þjóðinni þakkir
þjóðar sinnar, fyrir þær fórnir
sem færðar voru í Vietnam. Og
sagði að vegna þeirra gæti Suð-
ur-Vietnam nú staðið eitt og
varizt, áji bandarískra hermanna.
Ólíklegt er talið að gefnar
verði nema alimenmar upplýsingar
rnn fund forsetanna tveggja
þegar honurni lýfcur á morgun,
St.j órnmál as érfræð i n,g a r eru þó
ekfci í nokfcrum vafa um að efst
á dagslkránnii verði hvaða aðstoð
Bandarífciin haldi áfram að veita
Suður-Vietnam.
Thieu, mun sjálfsagt reyna að
fá Nixon til að gefa áfcveðin lof-
orð, en bandaríski forsetinn
verðmr líklega tregur til að gefa
nokkrar opimberair tryggingar.
Þetta þýðir ekki að Nixon hygg-
iist minnka stuðming við Thieu,
heldur verður hanm að horfast í
augu við að þi’ngiið roun ekki þola
nein loforð sem gset.u gefið
minnsta tilefnd tll að afskipti
Banidaríkj anrna af Suður-Vietnam
ykjust á ný.
Póstrán
í London
London, 2. april NTB.
PÓSTRÆNINGJAR höfðu
um 600 þúsund sterlings-
pund upp úr krafsinu þegar
beir sprengdu upp peninga-
skáp pósthúss nokkurs í Lom
don um helgina. Þetta er næst
stærsta póstrán i sögu Bret-
lands, á eftir lestarráninu
mikla fyrir tiu árum. Þá náðu
ræningjarnir 2,5 milljón sterl
ingspundum. Viðtæk leit er
hafin að þessum nýju þjóf-
um, en enn hefur lögreglan
ekki hugmynd um hverjir
þar voru að verki.
Kosygin í Svíþjóð:
Brandt í sögu-
lega heimsókn
til ísraels
Jerúsalem, 2. april AP.
WILLY Brandt kanslari fer í op
inbera heimsókn til ísraels 7.
júní, fyrstur vestur-þýzkra kansl
ara, að því er ísraelska stjórnin
tilkynnti í dag.
Heimsóknim var ráðgerð i
fyrra, en opimberlega var henni
frestað vegma málþófs þess í
sambandsþinginu er leiddi til
þingkosninganna, þótt almenmt
sé talið að morðin á ísraelsku
landsliðsmönnunum ellefu á
Olympiuleikuoum í Miinchem
hafi leitt til þess að heimsókn-
imni var frestað. Israelsku stjórm
inni gramdist að þremur hermd
arverkamönnum Svarfa septem-
ber var sleppt úr haldi eftir að
félagar þeirra rændu flugvél
Lufthansa og héldu þeim, sem
voru um borð, í gíslingu.
Heimsókn Brandts markar
merkileg þáttaskil í sambúð
lamdanma. Siðan Davið Bem-Gur-
ion hófst hamda um að græða
sárin eftir Gyðingaofsóknir nas-
ista fyrir tveimur áratugum og
skaðabótasamningur var umdir-
ritaður, hafa Vestur-Þjóðverjar
látið rúmlega tvo milljarða doll-
ara af hendi rakna til fólks, sem
lifði af hörmum-gar fangabúð-
anma og til israelsku stjórnar-
imnar. Stjómmálasambamdi var
komið á 1965 þrátt fyrir óeirðir
og háværar deilur á þingi.
Ýmsir telja að Brandt hafi ver
ið boðið af því hann barðist gegn
nasistum og var sæmdur friðar-
Willy Brandt
verðlaunum Nóbels. Þótt þýzkur
kanslari hafi ekki áður komið i
opinbera heimsókn ti-1 ísraels
kom Brandt þangað áður en
hann tók við embætti og Komrad
Adenauer fór til ísraels eftir að
hann iét af embætti. Talið er að
frú Goldu Meir forsætisráðherra
verði boðið að endurgjalda heim
sókmina i haust.
Barizt um her-
stöðvar í
Kambódíu
Phnom Penh, 2. apríl, AP.
ÞRJÁR hersveitir stjómarhers
Kambódíu urðu i dag að hörfa
frá herstöðinni í Chambak, sem
er tæpa 50 kilómetra fyrir sunn-
Ekki ósamkomulag um
mikilvæga málaflokka
an höfnðborgina Phnom Penh.
Snemma í morgiin hófu hersvelt
ir kommúnista stórskotahrið á
herstöðina og héldu henni uppi
i sex khikkustundir.
Þegar henni loks linnti voru
fimmtiu stjórnarhermenn failn-
ir. Kommúnistar gerðu einnig
árásir á tvæi aðrar herstöðvar,
en stjórnarsveitunum þar tókst
að hrinda þeim. Þessar þrjár her
stöðvar eru skammt hver frá
annarri. Kommúnistar hafa tölu
vert herlið á þessum slóðum og
er húizt við frekari árásum á
herstöðvar stjórnarhersins á
næstunni.
Stokkihöimi, 2. apríl NTB.
ALEXEI Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, kom i fimm
daga heimsókn tii Sviþjóðar í
dag. Geysilegur öryggisvörður
var á flugveUinum í Stokklióimi
þegar flugvél Kosygins lenti og
nienn sem höfðu kontið þar til
að mótmæla meðferðinni á Gyð-
ingtim í Sovétríkjiinum komust
iivergi nálægt gestinnm.
Kosygin og Olof Palme, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, hófu
viðræður aðeins nokkrum klukku
stundum eftir að sovézki forsæt
isráðherrann kom til landsins.
Taiið er að efst á dagskrá hjá
þeim sé viðskiptasamband la-nd-
anna. Viðskipti þeirra mirunkuðu
nokkuð á síðasta ári og báðir að
ilar vilja auka þau á ný. Meðal
annars hefur verið rætt um að
Sviþjóð kaupi gas frá Sovétrikj-
unum, sem verði flutt með píp-
um í gegnum Finnland.
Kosygin sagði við komuna að
Svíþjóð og SovétríkLn væru ekki
ósammála um nein mikilvæg
mál og spurningin um frið og
minni spennu i heimimum væri
meðal mikilvægustu mála sem
fjaliað yrði um í viðræðum leið-
togamna.
Forsætisráðherraoiir tveir
snæddu hádegisverð með Gustaf
Adolf, konungi, en héldu svo við
ræðumum áfram. Meðan Kosygim
er í Sviþjóð mun hamn skoða
iðjuver þar o-g fara í veiðitúr.
er 32 siður og 8 siður
iþróttir. Meðal efnis:
Fréttir 1-2-3-30-32
Leikjhúsuimsögn 16
Þingfréttir 17