Morgunblaðið - 03.04.1973, Side 11

Morgunblaðið - 03.04.1973, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APREL 1973 11 ÞEGAR minn gamli vinur, Bjom Pálsson, flugmaður, hefur nú farið sína siðustu ferð — yfir móðuna miklu — hljóta að rifjast upp margar minningar, svo. mikill persónuleiki var hanh. Okkar fyrstu kynni voru, þegar hann var bílstjóri hjá Kleppsspítalanum. Þá sat ég mörg kvöld í herbergi hans og við urðum ágætis vinir. Fljótt komst ég að því, hvert hugur hans stefndi, því að oft var hann með myndir af flug- vélum fyrir framan sig og ræddi mikið um þennan farkost, sem heillaði hann mjög. Ég minnist þess, að hann bjó til líkan af flugvél, sem harm skar út með vasabnífnum sínum. Það fór ekki á milli mála, að flugið var hans hugsjón, enda fór það svo, að það varð aðalævistarf hans. Það lýsir ef til viU mannkost- um hans bezt, að hann tók sér fyrir hendur að stunda sjúkra- flug, og eru áreiðanlega ótalin þau mannslif, sem hann hefur bjargað með dugnaði sinum og áræði, glöggskyggni og gætni við erfiðar aðstæður. Ég fullyrði, að enginn islenzk- ur flugmaður hefur bjargað eins möirgum mannslífum og Bjöm Pálsson og veit að öll þjóðin kveður þennan góða dreng með miklum söknuði og trega með þakklæti fyrir störf hans. Sjálf- ur kveð ég hann með hjartans þakklæti fyrir góða viðkynn- ingu. Far þú í friði, kæri vinur, friður guðs sé með þér og hafðu þökk fyrir vel unnin störf i þágu alþjóðar. Ég sendi konu hans, börnum, systkinum: og öðrum ættingjum ’-ranar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhann Þórólfsson, Týsgötu 8. VINARKVEÐJA Björn Pálsson flugkappi er dáinn fyrir aldur fram, aðeins 65 ára gamall, eftir óvenjulega litrika ævi og eftir persónuleg afrek, sem hafa fyrir löngu skipað honum sess meðal beztu og mikilhæfustu sona þjóðar sinnar. Hann hafði líka hlotið virðingu og þakklæti meiri en flestir menn, og það að verðleik um. Fáir munu þeir vera, sem beinlínis hafa bjargað jafnmörg um mannslifum og hann með áræði, vitsmunum, dugnaði og æðruleysi. Bn nú er ég að minnast með sáfrum trega vinar míns. Marg- oft höfum við farið saman i flug vélum hans og við misjafnar að stæður. Það er hart og okkur finnst það ósanngjamt, að þessi mikli og reyndi flugmaður skuli farast á milli Akureyrar og Reykjavikur, eftir allar þær ótölujegu svaðilfarir, sem hann hefur komizt kiakklaust úr. Vinátta okkar hjóna við Bjöm og Sveinu var mjög náin og jókst stöðugt með árunum. Þá vbiáttu og mörgu ánægjulegu samverustundir fáum við nú ekki héðan af fullþakkað. Það. leið öllum vel í návist Bjöms. Lífsgleði hans var mikil: „Það er svo gaman að lifa, bara að vera til“ var oft viðkvæði hans. Jafnvel þó að oft bjátaði á og erfiðleikar steðjuðu að á ýms an hátt, og ekki virtist alltaf jafnbjart framundan ura atvinnu og afkomu, þá var Bjöm alltaf í sama jafnvæginu og gat miðlað öðrum, þannig að menn sann- færðust um, að allt mundi ganga vel. Jákvæð lífsviðhorf og af- staða gagnvart mönnum og mál- efnum var einkenni Bjöms. Samheldni og gestrisni Sveinu og Björns var óvenjuleg og hlýj aði vinum þeirra um hjartaræt- ur. Qg nú er hann horfinn um sinn. 'i ( , Það er ekki vist að aliir hafi hugsað út i þátt Sveinu, hennar mörgu andvökunadur, þegar hún beið milli vonar og ótta, með an Bjöm var i hættulegum flug- ferðum til þesis að reyna að bjarga mannslifum. Bjöm vax mjög trúaður og viss um áframhald lifsins. En lífið héma hjá okkur, sem eft- ir lifum um skeið, er miklu fá- tækara eftir að hann er horfinn sjónum. Við höfum ekki ennþá áttað okkur á þessu og alls ekki sætt okkur við það. Langmest- ur harmur er þó kveðinn að Sveinu, börnum þeirra og bama börnum. Við hugsum til þeirra, en það er fátækleg huggun. Friðrik Einarsson. Kæri Bjöm. AÐEINS fáeinar línur frá okkur Flugþjóniustumöninum, gömlum og nýjum. 1 þessu bréfi verða engar sögur sagðar, þær yrðu of langar og margar. Sveitungi þinn, skáldmæltur, kemst svo að orði, að. nefna megi nafnið hans, ef litið liggur við. Þitt nafn þurftu margir að nefna og iiá oft mikið við. Þeirra vanda tókst þér oftast að leysa. Óblauðari mann þekktum við engan, en teljum alla. Að sjálfsögðu hefur lokabaráttan verið hörð, en hana verða allir að heyja. Davíð Stef- ánsson kemst þannig að orði: Hún hafði gleymt þeim gæfudísin, en nú var að hamast og höggva ísinn. Ef hann væri brotinn og burtu laminn, var ku'ggurinn laus við klakahaminn. Svona fátæklegt tilskrif er hvorki fugl né fiskur, en þó til- raun til að votta þér og þinum inniiegar þakkir fyrir samver- una á liðnum árum. Megi þessi ógaifuvetuir taka skjótan endi og vorið fæðast. Þess óskum við allir. Flugþ.j ónustumenn. E'lífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur út og austur, einstaklingur, vertu nú hraustur. Dauðinn er hreinn og hvitur snjór, hjartavörðurinn gengur rór ; og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir, annt um oss, aumingja jörð með þungan kross ber sig það ailt í ljósi lita, lífið og dauðinn, kulda og hita. Jónas Hallgrímsson. Björn Pálsson er horfinn vin- um simim. Hann óttaðist ekki dauðann, en þjónaði lífinu af karlmetnnsku og æðruleysi. í dimrau fór hann marga erfiða för og kom ávallt aftur, þótt biðin væri stundum löng. En við bíðum ekki lengur. Hann er gengirm hið dimma fet. Sú ferð má ekki verða öðrum erfiðári en hönum sjálfum. Lífsgleði hans á að lifa. Kvaddur er góður viiiur, elskulegur faðir og ágætur eig- inmaðuir. Við hjón sendum þér, góða Sveina, dýpstu samúð okkar og vottum minningu Bjöms virð- ingu okkar. Gréta, Tryggvi. „Islands varst þú óskabarn" kvað Grimur Thomsen um Jón- as Hallgrimsson „listaskáldið góða“. 1 dag kveðjum við Bjöm Pálsson, flugmann, sem hvarf svo snögglega og hörmulega af sjónarsviðinu. Um áratugi hef- ur hann verið óskabam og ást- mögur þjóðar sinnar. Líf hans var helgað því starfi að bjarga sjúkum og særðum samborgur- um sínum. Saga Bjöms er ein merkasta saga flugmanns á fs- landi. Hann mátti heita sjálf- menntaður, að minnsta kosti lærði hann fag sitt að mestu ut- an skóla. Afrek Bjöms Pálssonair sem sj úkra flugmarms verða ekki rak in hér, en öll sú saga væri efni í heila bók og er alþjóð kunrr. Það mátti segja að hann þekkti hvern blett á fslandi. Mörg sjúkraflug hans voru sem ótrú- leg ævintýri m.a. hættulegar Grænlandsferðir. Stundum lenti hann á túnbletti við billjós eða luktarljós, en alltaf var sama öryggið og snilldin. Það var eins og æðri hönd stýrði vit und hans. Fjölmargir sjúkling- ar neituðu að fljúga, nema Björn Pálsson sæti sjálfur við stýrið. Þessi orð skulu ekki vera fleiri um vin minn Björn Páls- son, flugmann. En ævi hans og þrekraunir einnig endalokin minna á einn frægasta landkönn uð Norðmanna, Roald Amund- sen. Amundsen hafði marga hildi háð við pólasvæðin í norðri og suðri, en síðasti björgunarleið- angur hans endaði þannig, að auðnin skilaði honum ekki aft- ur. Yfir óbyggðum endaði Bjöm og félagar hans sína sið- ustu ferð. Þjóðin var harmi sleg in og syrgir nú einn af sínum beztu sonum. Hjálmtýr Pétursson. Margir hafa átt því láni að fagna, að eiga Bjöm að vini, og þá gjaman að einkavini. Sam- skipti hans við aðra voru ein- læg og blátt áfram. Allar skoð- anir hans, mannviti gæddar, voru svo hreinræktaðar, og af honum stafaði einhver ólýsan- leg hlýja. Þar var oft gott fyr ir kælda sál að oma sér. — Bjöm Pálssom var sannkall- aður mannvinur. Hvemig má afbera þá raun að sjá af slíkum manni? Mér hef ur oft verið það umhugsunar- efni hver væri leyndardómur sál arlegrar og líkamlegrar hreysti hans, og það vildl svo til, að Bjöm gaf mér skýringu siðast er við áttum tal saman, og hún var einföld. Sannleikurinn er sá, sagði hann, að ég er hamingju- saanur maður og nýt hvers dags, sem ég lifi, og þá verða engin vandamál til. Eyrr en varði hefur hann í fullu fjöri kvatt þennan heim Ég get fyllzt þakklæti fyrir góð ar stundir, og von um endur- fundi, eins og staðföst lífsskoð- un hans boðar, en bið Guð að varðveita og hugga dásamlega tengdamóður mína og böm henn ar. Kjartan Borg. Það eru ekki aðeins vin- ir Bjöms Pálssonar, sem syrgja með fjölskyldu hans nú. Vafa- lítið hafa fáir íslending- ar gengið ósnortnir til náða mánudagskvöldið 26. f. mánað- ar, þegar vitað var, að flugvél- ar Björns væri saknað. Við höfum notið vináttu Bjöms og fjölskyldu hans um árabil og haft tsekifæri til að fylgjast með, sérstaklega á fyrstu árunum, þegar hann hóf starf sitt við sjúkraflug. Þá var hann á vakt allan sólarhring- inn allt árið og alltaf þurfti ein hver að vera heima til að svara í síma. Við sáum hann leggja efna- hagslega veiferð sína og sinna í hættu hvað eftir annað til þess að afla nauðsynlegra tækja fyr- ir þá tegund flugs, sem hann stundaði. Það renna upp i huganum ótal ferðir Björns, sem famar voru á ófull’komnum vélum án fjar- skiptatækja og með svo stuttu flúgþoli, að hann varð að lenda á túnum og melum á leið sinni til þess að hella bensinlögg á geymana úr brúsum, sem reidd- ir voru með. Björn bjó alla ævi að þeim harða skóla, sem hann gekk í á þessum árum. Hann öðlaðist þekkirigu á landi og veðurfari, sem dugði honum í ótöldum flug ferðum við erfiðar aðsfæður. Það er á engan hallað að flestra dómi, þó að sagt sé, að Björn hafi vefið állrd flugmanna kunn ugastur landinu. Fyrir tæpúm tuttugu árum eignáðist Björn flúgvél af gerð- inni Cessna 180. Það var tæki, sem gerði honum fært að marg- falda þá þjónustu, sem hann hafði veitt áður og færa hana út fyrir landsteinana. Við höfðum áhyggjur af Bimi í fyrsta Græn landsflugi hans á eins hreyfils vél, en íerðin gekk vel og tvö mannslíf bættust í þann stóra hóp, sem hann hafði átt þátt í að bjarga fram að því. Bjöm var rólyndur maður. Hann gaf sér tíma til að litast um og sá margt á sinni leið, sem hann festi á filmur. Árangurinn varð myndasafn, sem hefur glatt og á eftir að gleðja marga. Björn var mikill gæfumaður og sá verndarengill, sem honum fylgdi, hefur verið nálægur, þeg ar hann fékk Sveinu Sveins- dóttur. Heimilisbragurinn hjá þeim var einstakur. Vinum var fagnað ekki síður óboðnum en boðnum, og aldrei heyðist falla styggðaryrði. Björn sá börn sín fjögur eign ast maka og öll voru þau búin að gera hann að afa. Það er gott til þess að vita að afkom- endum Björns fjölgi, þvi seint verður of mikið af mönnum með hans eiginleikum. Sár er hamurinn að sjá á eftir Birni í fullu starfsþreki og biðj um við Guð að milda Sveinu og börn.unum sorgina við fráfall hans. Ingibjörg Skiiladóttir, Karl Eiríksson. Um fulla tvo áratugi hafa all- ir Islendingar, komnir til vits og ára, þekkt nafn Björns Páls- sonar, flugmanns, og fjöldi manns hefur þegið af honum hjálp í erfiðleikum — oft á neyð arstundu. Oft var hann eina von in um líf sjúklings og enginn veit, hve mörgum hann hefur orð ið til bjargar. Þakkláta vini mun hann hafa eignazt i hverju byggðarlagi. Nú ríkir söknuður um a.llt Island. Kynni okkar Björns voru ekki mikil. Þau hófust á Eiðum vetuirinn 1925—‘26, þar sem við vorum báðir við nám, þó sinn í hvorri deild en herbergisfélag- ár. Vináttuböndin, sem margir bundu þar, hafa réynzt traust, og þó að leiðir okkar Bjöms skildu, og við hefðum ekki mik- ið saman að sælda i seinni tið, vorum við alltaf gömlu Eiðafé- lagarnir, þegar fundum bar sam an. Það síðasta, sem ég frétti af honum (áður en öríagaförin var farin), voru þau orð, er hann hafði við einn bekkjarbróður sinn, að hann biði tækifæris að ná til sín Eiðavinum til þess að njóta með þeim góðra minninga. Það tækifæri gafst honum ekki. Bjöm vakti ekki sérstaka eft- irtekt á Eiðum, en hahn rækti nám sitt og tók mjög gott próf. Eitt var þó í fari. hans alláber- andi. Hann var mjög opinn fyr- ir öllum nýjungum — öllu ævin týralegu. Var þar að þró- ast innra með honum sú tilfinn- ing, sem síðar ýtti honum út á flugbrautina og upp I háloftin? Eftir Eiðaárin lá leið Bjöms í Samvinnuskólann. Ekki er mér kumvugt um, að hann hafi eftir það stundað verzlunarstörf eða unnið að kaupfélagsmálum. Um 1930 verður hann bílstjóri hjá ríkisspítölunum og er það fullan áratug. Síðan stundar hann bygg ingaviruTU nokkur ár. En jafn- hliða þessum störfum er hann við flugnám og fær í hendur fyrsta sólóskírteini, sem gefið er út hér á landi, 1939, þá rúm- iega þrítugur að aldri. Árið 1949 fer hamn sitt fyrsta sjúkraflug, og tveim árum siðar hefur hann sjáilfstætt starf á eigin flugvél. Það kom fljótt i ljós, að þörfin var mikil og því jókst starfsem- in. Síðast voru vélamar fjórar og fastir starfsmenn fimm. Bjöm er liðlega fertugur, þeg ar hann hefst handa um sjúkra fluig. Hann hefur áþreifanlega sannað, að „allt er fertugum fsért“. Sérfræðin er mikils met- in nú, og ekki vil ég neita nauð- syn hénnar. Éins er hitt talið mikils vert, að menn séu þjálf- aðir til framtíðarstarfa á ung- um aldri. Líf og starf Björns Páls sonar undirstrikar þó ekki þessa kenningu. Og vel get ég trúað því, að fjölbreytni í störfum á fyrri hluta ævinnar hafi orðið honum til þess þroska, sem kom sér vel, er hann mörgum sinn- um síðar þurfti að taka skjótar ákvarðanir og beita öilu þreki sínu til að sigrast á vanda og örðugleikum. Það mun öilum gott að geta stundum verið sinn eig- in „læknir, lögfræðingur, prest- ur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur“, en það verður sá sem í uppeidi og á yngri árum venst fjöibreyttum störfum og kemst ekki hjá því að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð. 1 slikan skóla gekk Bjöm Pálsson, og próf tók hann mörg á ferðum sínum og sum þung. Áreiðanlega tefldi Bjöm oft á tvær hættur. Sumir töldu hann glanna. Munur er á glannaskap og dirfsku, en þar er þó mjótt mundangshófið og því naumast hætt að draga mörk á milli. „Gæfa fylgir djörfum". Dirfsku Bjöms Pálssonar fylgdi gæfa. Einhver sagði, að það væri lík- ast því sem hann fyndi á sér, hvað væri óhætt og hvað ekki. Svo hefur verið sagt um fleiri. Hvað í því felst, vitum við ekki. Er kannski um að ræða auka- skilningarvit, sem lítt eða ekki starfar hjá almenningi? En að því slepptu getum við nefnt trú hans á nauðsyn starfsins, hug- prýði og sjálfstraust. Og eitt er enn. Ég þekki ekki konuna hans né börn (að Amheiði undanskil inni, en við höfum verið sam- kennarar um nokkur ár), en mér finnst allt benda til þess, að Bjöm hafi verið hamingjusamur í einkalífi sínu — að konan hafi verið honum til halds og trausts svo að skipt hafi sköpum. Það þarf sterka konu og stillta vel til þess að geta tekið því með jafnaðargeði, að maður hennar leggi margoft út í tvisýnu — I lífshættu — vegna annarra. En þar kom að lifi lauk, og það án fyrirvara. Uppi á miðju hálendi íslands var endamark- ið. Oft hafði Bjöm sigrað öræf- in í tvísýnum leik, en þau áttu síðasta leikinn. „Brjánn féll en hélt velli.“ Hér þarf aðeins að setja Björn fyrir Brjánn. Svo sem kunnugt er, var hann ekki einn. Þama varð eitt af stóru slysunum á þessu mikla slysaári, sem enn hefur þó að- eins lagt 1/4 að baki. Hér er „harmur mikill og þungur". Guð styrki þá, sem syrgja og sakna. Ég bið konu Björns og böm þeirra að fyrirgefa þessi fátæk- legu orð mln. Líklega hefði ég ekki látið þau frá mér fara, ef ég hefði ekki verið til þess hvatt ur af nokkrum saméiginlegum vinum okkar Bjöms, Eiðamönn- um. Og frá okkur fylgja inni- legar saimúðarkveðjur. Eiríkur Stefánsson. 100 þús. kr. gjöf NÝLEGA var Krabbanieinsfélagi íslands afhent 100 þús. kr. gjöf frá aðstandendum Sólveigar heit innar Jónsdóttur frá Ljárskóg- um. Einnig barst félaginu ánægju- leg gjöf frá Pétri Maack Þor- steinssyni, sem tekið hafði þátt í námskeiði aðventista og Krabbameinsfél. Isl., sem haldið var fyrir fólk, sem langaði til að hætta að reykja. Pétur kom fram í sjónvarpsþætti í þessu sambandi og voru honum greidd ar 3 þúsund krónur fyrir það. Sagðist Pétur fséra Krabbameins félaginu þessar krónur með sér- stakri ánægju. Vert er að geta þess, að Pétur hefur staðið sig með stakri prýði i reykingabind indinú. Frétt frá Krabbameinsfélagimi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.