Morgunblaðið - 10.04.1973, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973
Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjórl Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjórl Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, símí 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80.
Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.
essa dagána eru alþingis-
menn óvenju önnum
kafnir. Þingfundir eru haldn-
ir á kvöldin og föstudaga og
laugardaga, en venjulega eru
þingfundir einungis frá
mánudegi til fimmtudags. Ef
undan er skilin afgreiðsla
fjárlaga í desember hefur
þetta verið býsna rólegt þing,
enda lítið um stórmál frá rík-
isstjórninni, sem hafa þurft
afgreiðslu við. En nú bregður
skyndilega svo við, að ráð-
herrarnir henda hverju mál-
inu á fætur öðru inn í þingið
og krefjast afgreiðslu þeirra
á nokkrum dögum. Fyrirætl-
an þeirra er nefnilega sú, að
senda þingið heim fyrir
páska.
Sú spurning vaknar auðvit-
að, hvers vegna ríkisstjórn-
inni er svo mjög í mun að
losna við þingið fyrir páska,
þegar höfð er í huga sú stað-
reynd, að fjölmörg síðbúin
stórmál hafa verið lögð fyrir
þingið síðustu daga, sem
krefjast verulegrar umræðu
og skoðunar þingmanna. Þá
er einnig rétt að rifja upp, að
Eysteinn Jónsson, forseti
sameinaðs Alþingis, hefur á
undangengnum árum verið
talsmaður þess, að þingið ætti
að standa lengur á ári hverju
en tíðkazt hefur og á þeim
grundvelli hafa einnig verið
rökstuddar þær miklu launa-
hækkanir, sem alþingismenn
hafa fengið á undanförnum
misserum.
Enda þótt heimsending Al-
þingis nú fyrir páska, þegar
svo stendur á sem nú, sé aug-
ljóslega í andstöðu við þær
skoðanir, sem Eysteinn Jóns-
son hefur manna mest túlkað
um þinghaldið er þó augljóst,
hvers vegna ríkisstjórninni
ér svo mikið í mun að þing-
menn pakki saman og hverfi
til síns heima eftir rúma viku.
Ástæðan er einfaldlega sú, að
svo miklir brestir eru komnir
í samstarf þeirra þriggja
flokka, sem að ríkisistjórnánni
standa, að hún getur nánast
engu stóru máli komið í gegn-
um þingið með tilstyrk þing-
manna stjórnarflokkanna.
Ríkisstjórnin hefur algjör-
lega gefizt upp við að ráða
bót á hríðversnandi ástandi í
efnahagsmálum þjóðarinnar
í samráði við Alþingi og hún
óttast mjög, að Alþingi taki
fram fyrir hendur hennar og
ákveði að senda málflutn-
ingsmann til Haag. Þess
vegna er það fyrirætlan rík-
isstjórnarinnar að losa sig
við þingið og stjórna með
bráðabirgðalögum næsta
hálfa árið eða fram á haust
í von um, að með því móti
megi henni takast að berja í
brestina og komast yfir þá
erfiðleika, sem hún á nú í.
Augljóst má vera, að við
þessi vinnubrögð er ekki
hægt að una. Alþingi verður
að fá nægan tíma til þéss að
fjalla um þau fjölmörgu mál-
efni, sem liggja óafgreidd og
sem kastað hefur verið inn í
þingið að undanförnu. Þá er
það einnig eðlileg krafa til
ríkisstjórnarinnar, að hugs-
an.legar ráðstafanir í efna-
hagsmálum verði ekki
ákveðnar með bráðabirgða-
lögum, heldur verði þær
teknar til meðferðar á Al-
þingi. Ennfremur er ljóst, að
svo mikill skoðanaágreining-
ur er um það, hvort flytja
eigi mál íslands í Haag eða
ekki, að nauðsynlegt er að
umræður fari fram um það á
Alþingi og þingið taki
ákvörðun um, hvort svo verð-
ur gert eða ekki. Þegar allt
þetta er haft í huga er ljóst,
að það er hið mesta óráð, ef
fallizt verður á þau áforrn
ríkisstjómafrinnar að senda
þingið heim fyrir páska og
þess verður að vænta, að
þingmenn taki ráðin af rík-
isstjórninni í þessu máli eins
og þeir hafa gert í fjölmörg-
um öðrum málum á þessu
þingi.
Það eru óviðunandi vinnu-
brögð í lýðræðisríki, að rík-
isstjórn komist upp með að
velta vandamálunum á und-
an sér án þess að um þau sé
fjallað með eðlilegum hætti
í þinginu og sendi þingið
heim áður en tímabært er, til
þess að losna við þau póli-
tísku vandamál, sem í því eru
fólgin fyrir ríkisstjórmna, að
þingið sitji. Þess vegna verð-
ur að vænta þess, að stjórnar-
andstæðingar á Alþingi
spymi hér hraustlega við fót-
um.
HVERS VEGNA VILL STJÓRNIN
L0SNA VIÐ ÞINGIÐ?
Dagrún Kristjánsdóttir:
Sjáandi sjáið þér ekki
og heyrandi he yrið þér ekki
Það hefur alltaf verið ríkur
þáttur í eðli manna að sjá ekki
annað en það sem þeir vilja sjá
— eða heyra ekki annað en þeir
vilja heyra og skilja ekki nema
það sem kernur þeim bezt. Þessi
eiginleiki heíur komið skýrt í
ljós hjá ýmsum þessa síðustu
daga.
Ég hef aldrei orðið þess vör
að neitt gott leiddi af þvi að
snúa sannleikanum við, rang-
túlka orð eða gerðir annarra og
snúa seglum eftir vindi, eins og
margur virðist gera, —- viljandi
eða óviljandi.
Af þvi getur aðeins leitt það
eitt að þeim er þetta gera er
aldrei treystandi, jafnvel þó að
svo vilji til að stundum hrjóti
þeim satt orð af vörum. Margt
illt hefur af því hlotizt að vera
ekki sannleikanum trúr og sjálf
um sér.
Viðbrögð og skilningur sumra
á framtakssemi húsmæðra í Hús
mæðrafélagi Reykjavíkur og ann
arra reykvískra húsmæðra — að
mótmæla endalausum verðhækk
unum og verðbólgu — er vægast
sagt mjög undarlegt fyrirbæri.
Það skilningsleysi sem lýsir
sér í orðum andstæðinga okkar
er af því tagi að varla er hægt
að láta sér detta í hug að það
stoði neitt að rökræða málið,
því þeir eru fyrirfram ákveðnir
í því að sjá ekki, heyra ekki og
skilja ekki. 1 stað þess að fara
með rétt mál og hafa rétt eftir,
taka þeir það til bragðs að
hreyta ónotum í húsmæðrastétt
landsins, og viðhafa um hana
óviðurkvæmileg og mjög óhefl-
uð orð, rangtúlka og fara með
bein ósannindi.
Það er venja þeirra sem vita
sig röngum megin, að grípa til
fúkyrða og smánaryrða, en
þeirra eigin skömm er mest, er
það gera. Ég hygg að húsmæð
ur séu ákaflega þakklátar fyr-
ir það að vera kallaðar „ríkar
kerlingar" og sagt að þær séu
með „hrein fíflalæti" og „bros-
legt brambolt" þegar þær geta
ekki lengur þolað þá stefnu sem
nú ríkir í verðlagsmálum og auð
sjáanlega er beint að heimilun
um fyrst og fremst.
Það liður ekki svo dagur að
ekki séu auglýstar nýjar verð-
hækkanir á nauðsynjavörum
heimilanna. Nokkur dæmi: Kjöt
fars hækkar um 20 kr. kg, vínar-
pýlsur um 31 kr. kg, bjúgu um
16 kr. kg, kæfa um 20 kr. kg.
Ekki þarf að minna á verð-
hækkanir á öðrum landbúnaðar
vörum 1. marz.
19. marz er auglýst verð á
fiskbollum og fiskbúðingi i dós-
um, heildós af bollum kostar nú
kr. 79, og hálfdós 53 kr. Fisk-
búðingur heildós 110 kr. og hálf
dós 65 kr. Kaffi hækkaði um
10% fyrir 1. marz, smjörlíki um
5%. Hækkanir á hita og raf-
magni um 20%, hækkun afnota-
gjalda sjónvarps og útvarps
26—34%, — svona mætti lengur
telja, en líklega nægir þetta til
að sanna að verðhækkunarskrið-
an er á fullri ferð, og ekki sýni
legt að hún hægi á sér fyrst um
sinn.
Er það ekki sjáifsagður og
eðlilegur hlutur að reyna að
spyrna við fótum, þegar svo er
komið að það er oftast nýr verð
miði kominn á vöruna þegar
næst er keypt? Og hver er út-
koman þegar farið er að huga
að öðrum nauðsynjum heimil-
anna, eins og rafmagnstækjum,
húsbúnaði, búsáhöldum, ljósa-
tækjum, hreinlætistækjum og
hreiniætisvörum, rúmfatnaði og
búnaði í því sambandi. Þetta
virðist allt vera álitin lúxusvara
því tollurinn er frá 80% og oft
ar þó 100%. Hverju sætir
þetta?
Það er mjög auðskilið. Það er
ekkert heimili sem kemst af án
þessara vara, — hvorki í sveit
né kaupstað, þess vegna er það
svo tilvalið til að afla ríkinu ör-
uggra tekna, að setja hæsta toll
inn á nauðsynjarnar.
Alveg það sama gildir um mat
vöruna sem mest er keypt, hún
er dýrust, — hún er nauðsyn-
leg, og þess vegna mestur gróða
vegur að hækka hana í verði
meira en annað. Hingað til hef
ég álitið að húsmæður í sveit
þyrftu Hka hagsmuna að gæta
til jafns við húsmæður í kaup
stöðum landsins og væri þess
vegna ekki sama um það hvort
varan væri dýr eða ódýr. Þess
vegna kemur mér það undarlega
fyrir sjónir þegar þær koma
fram með mótmæli gegn því að
við reynum að beita áhrifum
svo að varan lækki í verði sem
þær þurfa jafnt á að halda.
Hver eru rökin fyrir þeim mót-
mælum? Þau að einhvers staðar
þurfti að byrja og áð landbún-
aðarvörur urðu fyrstar á listan
um?
Ástæðan fyrir því var aug
ljós. Landbúnaðarvörur hækk-
uðu svo gífurlega að þess eru
engin dæmi fyrr né síðar. Þessi
hækkun fyllti bikarinn og kom
af stað þeirri mótmælaöldu sem
beint er gegn öllum hækkunum
á nauðsynjum. Það er skýrt tek-
ið fram i fundarsamþykktinni
að fundurinn mótmæli harðlega
öllum verðhækkunum og þeirri
óðaverðbólgu sem þeim fylgir.
Það ætti ekki að þurfa að taka
það fram að það er einmitt
vegna þess að landbúnaðarvör-
ur eru með hollustu fæðuteg-
undum okkar íslendinga að við
Dagrún Krist.jánsdóttir.
viljurn mótmæla því að þær,
ásamt öllum öðrum hollum fæðu
tegundum, séu sprengdar svo
upp í verði, að fáir geti veitt
sér þær. Við viljum mótmæla
því að þær fæðutegundir sem
gefa mesta líkamlega hreysti og
eru ómissandi fyrir hvert heim-
ili séu verðlagðar sem lúxus-
vara, sem fólk með venjulegar
tekjur verður að neita sér um.
Það hiýtur að vera augljóst að
það er enginn ábati fyrir selj-
andann að verðið sé svo hátt á
vörunni að enginn geti keypt
hana, það gildir jafnt um allar
nauðsynjavörur. Seljandinn
hlýtur að græða á því að sem
flestir kaupi og að sem mest sé
keypt, en því er hægt að ná að-
eins með því að verðið sé viðráð
anlegt fyrir venjulega fjöl-
skyldu.
Það er þetta sem Húsmæðra-
félag Reykjavíkur er að berjast
fyrir, en ©kki það að bændur
eigi ekki og þurfi að fá sann-
gjarnlega fyrir sína vöru. Þetta
er hvorki árás á bændur né hús
mæður í sveit, — þó að ráðherr
ar og vikapiltar þeirra gerðu
bæði klaufalega og spaugilega
tilraun til að láta líta svo út.
Mér þykir bara leitt að húsmæð
ur úr hreppum Árnessýslu
skyldu láta draga sig hingað
suður á föls'kum forsendum og
láita kaffiboð ginna sig — hver
skyldi annars hafa borgað kaff-
ið? Og ferðirnar?
Fyrirsögn í Tímanum 22 marz:
„Broslegt brambolt". Ég vil að-
eins gera svolitla athugasemd
við þennan ágæta leiðara blaðs-
ins og einnig beina þeim til-
mælum til höfundar hans að
hann fari sem skjótast til lækn-
is og láti bora upp á sér eyr-
un, því heyrnardeyfa virðist há
honum á hæsta stigi. Þar stend-
ur meðal annarra merkilegra
staðhæfinga „að ein þessara
íhaldskvenina kom fram í sjón-
varpinu í íyrrakvöld og lýstí
röksemdunum fyrlr þessari her-
ferð. Þær voru þær einar, að
félagsskapurinn væri á nióti þvi
yfirleitt að landbúnaðarvörur
hækkuðu i verði.“
Ég sagði aftur á móti að til-
gangur okkar væri sá að mót-
mæla öllum verðhækkunum,
ekki aðeins landbúnaðarvörum.
Síðan segir orðrétt „Að vísu
varð talsmaður valkyrjanma að
viðurkenna það í sjónvarpinu
að i staðinn fyrir landbúnaðar-
vörur, yrðu þær að kaupa vörur
sem væru miklu dýrari og alls
ekki eins hollar heimilismönn-
um.“ Þetta eru einnig hrein
ósannindi: Við spurningu frétta
manns um hvað ég vildi benda
húsmæðrum á að kaupa í stað-
inn, sagði ég orðrétt að ég gæti
ekki bent á neina sérstaka vöru
því að allt væri dýrt og mér
fyndist ekkert betra að kaupa
annað sem væri dýrara og óholl
ara. Með því vildi ég benda
húsmæðrum á að láta sig vanta
vöruna — en fara ekki að
Framhald á bls. 21