Morgunblaðið - 10.04.1973, Side 23
MORGUNBLA£>IÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973
23
burðum. Hún lét hinar broslegu
hliðar fylgja, — gerði óspart að
gamni sinu. Ekki er ósennilegt
að sá hæfileiki hennar að sjá
björtu hliðar tilverunnar hafi
gert henni margar erfiðar stund
ir bærilegri.
Hún var þakklát tilverunni
fyrir þá hamingju, er hún bjó
við. Hamingjurikt hjónaband,
barnalán einstakt og góða heilsu.
Fyrr á árum átti hún við heilsu
leysi að stríða, en eftir þvi sem
árin liðu varð heilsan betri. Oft
ræddi hún um þær breytingar,
er höfðu orðið á lífi hennar.
Breyting frá fátækt, basli og erf
iðleikum til bjargálna, — og þá
heilsufarslegu breytingu, sem átt
hafði sér stað.
Anna var prýðilega máli far-
in. Hún átti auðvelt með að ná
tökum á áheyrendum, — talaði
rösklega og af tilfinningahita.
Árið 1971 lét Anna af for-
mennsku i Verkakvennafélag
inu, en því starfi gegndi hún frá
1968. Við formennsku tók dótt-
ir hennar Sigurrós. Fyrir at-
beina þeirra kvenna er þekktu
til dugnaðar og kappsemi Sigur
rósar fékkst hún til að gefa kost
á sér til formannskjörs. I fyrstu
var hún í nokkrum vafa um það,
hvort hún ætti að taka starfann
að sér. Hún hafði kynnzt þvi á
heimili foreldra sinna, hve starf
þetta var erilsamt og oft á tíð-
um vanþakklátt. En hún var,
eins og móðir hennar mjög sann
færð um hlutverk verkalýðs-
hreyfingarinnar og þörf þess að
liðsmenn hennar tækju til hendi.
Henni var tekið fagnandi strax
á fyrsta aðalfundinum. Hún
hlaut yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða við kjör formanns og hóf
hún þegar störf af þeirri einurð,
sem henni var lagin.
Það var aðdáunarvert, hve
mjög áhugi hennar var brenn-
andi og hve sjálfstæð hún var
í skoðunum og athöfnum öllum.
Hún hafði líkt og móðir hennar
starfað í fiskvinnslu við svokall
að „bónuskerfi", — þeim var því
öðrum fremur ljóst hve gallað
það kerfi var. Því var það mik-
ið áhugamál þeirra að
breyta því og bæta, með það
fyrir augum að auka jöfnuð inn
an kerfisins og hlutdeild starfs-
fólksins í afrakstri vinnunnar.
Endurskoðun tímamældrar
ákvæðisvinnu i frystihúsum
hófst er Sigurrós tók við for-
mennsku í Verkakvennafélaginu
og er það skoðun mín, að hún
hafi átt hvað drýgstan þátt í
því að verkalýðshreyfingin fór
að sinna þessum þáttum samn-
ingagerðar meira en áður. Það
var oft gaman að starfa að samn
ingagerð með Sigurrósu. Hún var
hörð af sér og orðum hennar
fylgdi sannfæring, sem hafði sín
áhrif.
Það er greinilegt að konur í
Keflavík og Njarðvíkum mátu
þær mæðgur mikils. Undir þeirra
forystu óx Verkakvennafélagið
mjög félagslega og styrkur þess,
sem samningsaðila var meiri en
nokkru sinni fyrr. Keflvísk
verkalýðshreyfing stendur í mik
illi þakkarskuld við þær. Miss-
ir hreyfingarinnar er mikill og
verður skarð þeirra mæðgna
vandfyllt.
Sigurrósu var ljóst að styrk-
ur verkalýðshreyfingarinnar er
mjög undir því kominn, að afl
hennar á pólitíska sviðinu sé
virkt. Hún ræddi oft um þá póli
tísku sundrung, sem ríkir meðal
vinstri manna i landinu, — hve
örðugt það er að fylkja liði
verkalýðshreyfingarinnar til
starfs í þá veru, að gera þjóðfé-
lagið réttlátara. Hún aðhylltist
iafnaðarstefnu í þjóðfélagsmál-
um og lagði sitt á vogarskálina
í þeim efnum. Þau hjón Sigur-
rós og Guðmundur voru óvenju
samhent. Studdi Guðmundur
konu sína með ráðum og dáð í
starfi hennar, enda sjálfur þátt-
takandi í störfum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Var heimili
þeirra eins og þau sjálf
hlýtt og stóð mönnum opið. Við
hjónin, sem áttum svo góða sam-
vinnu við þær, þekktum þær svo
vel, þökkum samfylgdina. Við
biðjum góðan Guð að styrkja
eftirlifandi maka, börn og aðra
ættingja i þungum harmi. En eft
ir situr minningin um góðar kon-
ur, sem hvergi lágu á liði sínu,
þar sem þeiri a var þörf.
Kari Steinar Guðnason.
1 dag fylgjum við tii hinztu
hvildar, kærri vinkonu okkar og
móður hennar, þeim Sigurrósu
Sæmundsdóttur og önnu Péturs
dóttur, er létust af slysförum að-
fararnótt þriðjudagsins 3. apríl.
Er við hjónin heyrðum þessa
harmafregn setti okkur hljóð,
en vegir Guðs eru órannsakan-
legir. Sissa mín, eins og við vin-
ir þínir kölluðum þig, við eigum
bágt með að trúa því að þú sért
horfin yfir móðuna miklu, þú
sem varst svo ung og lífsglöð.
Þú sem áttir svo mörg áhuga-
mál, sem þú hlakkaðir til að
framkvæma. Oft ræddum við
saman um þau mál, sem
þér voru svo hjartfólgin, —
verkalýðsmálin. Þá fundum við
óbilandi trú þína á hugsjónir
verkalýðshreyfingarinnar og
nauðsyn þess að félagslegt rétt-
læti nái fram að ganga. Við
þekktum og hjálpsemi þína og
það hversu barngóð þú varst. Þú
áttir mjög gott með að umgang-
así börn. Þú tókst lika oft að
þér að gæta þeirra, og var það
eftirtektarvert hve mjög börn
sóttu til þín, — þau fundu þá
hlýju, — þann kærleika, sem mót
aði þig svo mjög. Þökkum
við þér sérstaklega þá hjálp-
semi er þú sýndir okkur í þess-
um efnum. Við, sem eftir lifum
eigum bágt með að skilja að þú
skulir vera kölluð á brott í
blóma lífsins, — aðeins 34 ára
gömul. Minningin um góða konu
mun geymast i hjörtum okkar,
elsku Sissa mín. Við minnumst
allra ánægjustundanna er við átt
um heima hjá ykkur hjónunum
og dætrum ykkar. Þótt við sem
þekktum mannkosti þína eigum
um sárt að binda, er harmur eig-
inmanns og dætra sárastur. Við
vottum þeim okkar dýpstu sam-
úð og biðjum Guð að styrkja
þau. Jafnframt vottum við Sæ-
mundi og börnum >hans dýpstu
samúð okkar hjóna.
Helga og Ebbi.
ÞAÐ er oft erfitt að lýsa tilfinn-
ingum sínum með orðum og þær
stundir koma í lifi manns sem
slíkt er með öllu ógerlegt. Þann-
ig var minum tilfinningum var-
ið er ég frétti Mt þeirra önnu
föðursystur minnar og Sigurrós
ar dóttur hennar.
Kvaddar burt svo skyndilega,
S.gurrós i árdegi lífsins frá eig-
inmanni og tveim ungum dætr-
um og Anna enn á góðum aldri
frá eiginmanni, bömum, tengda-
börnuim og barnabömum. Maður
spyr Hann sem öllu ræður. Var
þetta ekki of mikið, of skyndi
legt? Svarið verður aldrei nema
eitt. Hann gaf svo mik'ð. Hann
gaf okkur þessar góðu konur
sem skilja eftir sig svo margar
og fagrar minningar, sem nú eru
huigigun i harmi.
Hugurinn leitar tii baka, þeg-
ar ég var ungur piltur að hefja
sjómennsku með sonum þínum
og eiiginmanni Anna mín og
tengdasyninuim Guðmundi,
manni Sigurrósar. Ég kom á
heimili þ'tt á Árskógsströnd við
Eyjafjörð, meðan þið bjugguð
þar og naut þinnar alkunnu gest
risni og hlýju.
Örlögin höguðu því svo, að við
hittumst oft á næstu árum á
ýmsum stöðum. Þú að salta og
ég að veiða. Þær urðu margar
ánægjustuindirnar sem við átt-
um þá saman, því aldrei var svo
mikið að gera að þú ekki bak-
aðir pönnukökur eða igæddir
mér á heimabökuðum kökum,
þegar ég heimsótti þig i bragg-
ann. Yfir kaffinu var margt
rætt og skyldleikinn þróaðist í
órjúfandi vináttu.
Til þín var alltaf gott að leita
og vissi ég til að samstarfskon-
ur þinar á þessum árum leituðu
jafnan til þín ef eitthvað var
að og litu á þig sem sjálfkjör-
inn foringja í sínum hagsmuna-
málum. Það var þvi ekki und-
arlegt eftir að þið fluttuzt bú-
ferlum t'l Kefliavíkur að þú vald
ist til forystu í verkakvennafé-
laginu. þar. Þú varst alltaf svo
ákveðin og hreinskilin, mála-
fylgjumanneskja sem munaði
um þar sem þú lagðir hönd að.
Þú varst alin upp við harð-
ræði i æsku og nauzt ekki mdk-
illar skólamenntunar, en með-
fæddar gáfur voru rikulegar, og
þú kunnir að hagnýta þér skóla
lífsins og hafðir mikla og við-
sýna þekkingu á hinum margvis
legustu málum.
Þú kunnir að gleðjast með
glöðu'm og voru fáir þér snjaH-
ari i ræðu í glöðum hópi. Þér
var og lagið að koma fram hugs-
unum þínum, bæði í bundnu
máli og óbundnu, eins og þín
hinzta kveðja til föður mins ber
gott vitni um.
Þið mæðgurnar voruð mjög
samrýndar og var Sigurrós þér
í mörgu lík, hún var félags-
hyggjumanneskja sem alltaf var
reiðubúin að berjast fyrir mál-
stað og hag þeirra sem minna
máttu sin, enda tók hún upp
merki þitt í forystu verka-
kvenna í Keflavik þegar þú
dróst þdig í hlé.
Guðmundur minn og Sæmund-
u*r, ég veit að sorg ykkar og
fjölskyldna ykkar er mikil, en
þið eigið líka fagrar minn'ngar
harmi gegn.
Guðbjörg amma, við systkinin
og fjöliskylduir okkar biðjum
Guð að styrkja ykkur og styðja
nú og um ókomin ár.
Pétur Sigurrtsson.
ÞRIÐJUDAGINN 3. apriil al.
barst mér sú harmaifregn, að þá
um nóttina hefðiu láifiat af slys-
förum mæðgurnar Anna Péturs-
dótti.r, Melteiigi 22, Keflavík, gift
Sæmunidi Benediktssynd og Sig-
urrós Sæmundsdótúir, Aðalgötu
16, Keflavík, gift Guðmundl
Mariassyni.
Ég sem þessar linur riita, áttt
þvi lámi að fagna að fá tæki-
færi til að kyninast þeiim mæðg-
um i gegnum sitarf miitt í verka-
lýðshreyfinigunni, þar sem þær
störfuöu einnig, fyrst Anna en
síðan Sigurrós, sem formenn
Verkaikvennaféiags Keflavíkur
og Njarðvlkur.
Anna hafði hætt formennsku I
félaiginu að eigiin ósk vorið 1971.
Þar sem formannsstarf í stótt ar-
félagi verðiur alloft nokkuð eriii-
samt, og Anna búiin að starfa
sem formaður félagsins í mörg
ár, baðst hún undan endurkjöri.
Hún treysti sér ekki lengur tiH
að sinna starfinu með þeim
brag, sem hún taidi að þyrfti og
baðsit því undan endurkjöri, og
kemur þar fram f.rekar öðru hin
eimlæga afstaða hennar tíi þesis
trúnaðarstarfs sem henni var
þar falið.
Það iftraust sem félagar henn-
ar í verkakvennafélaginu báru
til hennar, kom kannski ekki
sízt í Ijós þegiair þær kusu dótt-
ir hennar til að taka við for-
mainnsstarfinu af henmi.
Mér kemuir í hug mál^hátt-
urinn „Sjaldan feliur epilið ítngt
frá eiikinni“ og kemur mér í kug,
að þær verkakonur, sem vori á
þessum fundi hafi hafit þann
málshátt í huga þegar þær kusi
dóttur hennar sem formann fé
lagsins, enda kom það brátt i
ijós, að þar höfðu þær vaiið
réti.
Það kom fljótt í ljós, að Sigur-
rós var veil til forystu Xallin,
einlægur verkalýðssinni, sönn og
öfgalaus i aiiri framkomu og
hélit ávaillt á málefmum félaga
sinma með þeim hættí að vera
sér, félögum sínum og félagd
ti vegs og virðimgar, enda voiru
henni þökkuð störfin með því
að hún var einróma endurkjörin
formaður á siðaista aðalfundi fé-
lagsins sem var haildinn nú fyr-
ir stuttu síðan.
Sigurrós eða Sissa eiins og þú
varst venjulega kölluð af kunn-
ingjuim þínum, mig liangair til að
senda þér kveðju mírna yfir móð-
una miklu, senda þér þakkir fyr-
'r hin aiMt-O'f si tu'ttu en góðu
kynni.
Ég hið góðan Guð að gefa þér
þamm frið sem öMium er betri,
frið þesis sem hefir lagt sitt af
mörkum til að beeta og fegra
mainnílifiið, eimis oig þú ieitaðist
Franihald & bU. 28.
Páskaegg f yrir
fjölskylduna:
Skidaferd med
Flugf élagi íslands
til Akureyrar
og isafjaröar
Bjóðum hjónum, fjölskyldum, námsmönnum og hópum sérstök vildarkjör.
Kynnið yður sérfargjöld Flugfélagsins.
Allar upplýsingar veita ferðaskrifstofurnar og Flugfélagið.
FLUCFÉLAC /SLAJVDS
ÞJÓNUSTA - HRAÐI - Þ/JEGINDI
- X- '