Morgunblaðið - 18.04.1973, Síða 13

Morgunblaðið - 18.04.1973, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1973 13 Aöalfundur Alþýðubankans; Heildarinnlán jukust um 61% Gautaborg; Misnotkun áfengis færist neðar í aldursflokkana AÐALFUNDUK Alþýðubankans h.f. var haldinn laugardaginn 14. apríl í Súlnasal Hótel Sögn og sátu fundinn um 300 hluthafar. Fundarstjóri var Hannibal Valdi marsson, félagsmálaráðherra, en fundarskrifarar Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunar mannafélags Reykjavíkur og Snorri Jónsson, varaforseti Al- þýðusambands fslands. Formaður bartkaráðs, Hermanin Guðmundsson, flutti skýrslu um stairfsemi bankans árið 1972. Kom fram í skýrslu hans, að starfsemi Alþýðubankans vex jafnt og þétt, en frá stofnun bankanis fyrir tæpum tveimrnr áir um hafa innstæður í bankanum nálegia þrefaldazt. 1 fréttatil'kynningu frá bank- anum segir m. a.: Heildarinn- lián bankans námu í árslok 1972, 451,6 millj. kr. og höfðu hælkkað á árinu um 171 rnillj. kr. eða um tæpt 61%. Var aukningin öil í spariinnlánum sem hækkuðu á árinu um 173,5 miHj. kr. eða urn 73,4%. Heildarútlán bankans námu í árslok kr. 331,4 millj. og var úflánaaukning á árinu 119,5 millj. kr. eða 56,4%. 1 skýrslu formanns kom fram að bankinn hefur nú fengið heim ild til að stofna og reka veð- deild, en banikamálaráðherra, Lúðvík Jósepsson, hafi daginn fyrir aðalfundinn, gefið út reglu gerð um þetta efni. Flutti for- maður ráðheiranum séirstakar Öruggara stjórnunar- form og betri þátttaka DAGANA 31. marz og 1. apríl var haldin fulltrúaráðstefna Iðn- nemasambands fslands og mættu þar 68 fulltrúar frá aðildarfélög- um sambandsins víðs vegar að af landinu. Á ráðstefnunni var fjallað um kjaramál, iðnfræðslu og félags- mál auk ýmissa annarra atriða. Kjaramál iðnnema eru nú i eins konar millibilsástandi, en í haust verður væntanlega gengið I gerð nýrra samninga um lág- markslaun iðnnema. Ráðstefnan lagði í því sambandi áherzlu á að kjör iðnnema yrðu til um- ræðu um leið og kjör hinna lægst launuðu i samningavið- ræðum þeim, sem væntanlegar eru milli Alþýðusambands Is- lands og atvinnurekenda. Félagsmál Iðnnemasambands- ins eru nú i endurmótun og voru ræddar á ráðstefnunni ýmsar skipulagsbreytingar og starfsað- ferðir samtakanna. Miða þessar breytingar að öruggara stjórn- unarformi og betri félagslegri þátttöku. Einnig var fjallað itar- lega um þátttöku iðnnema í 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. 1 lok ráðstefnunnar voru gerð- ar tvær breytingar á stjórn sam bandsins og fjallað var um land- helgis- og fiskveiðimál. Stjórn sambandsins skipa nú: Rúnar Bachmann formaður, Jón Ragnarsson varaformaður, Guð- rún Björk Hauksdóttir ritari, Vil berg Sigurjónsson gjaldkeri og meðstjórnendur: Þorbjörn Guð- mundsson, Magnús Oddsson, Sig urður Ársælsson, Haukur Harð- arson, Magnús Kristinsson, Ein- ar Guðmundsson, Birgir Bene- diktsson, Erlingur Viggósson o" Jens Andrésson. Stjórn I.N.S.f þakkir fyrir velvild hans í þessu máli. Jón Hallsson, bankastjóiri, lagði fram og skýrði endurskoð- aða reikninga bankans. Innborg að hlutafé hækkaði á árinu um 12,0 millj. kr. og nam í árslok 25,8 miHj. kr. Staðan gagnvart Seðlabanka hélzt góð allt árið og námu imnstæður við hann 101,0 miHj. kr. um áramótin þ. a. nam bundin innstæða 89,3 miHj. kr. Óskar Hallgrímssoin, banka- stjóri, geirði girein fyrir hinini nýju regiugerð um veðdeild Al- þýð'ubankains svo og t'llögu um breytingu á samþykktum baink- ans. Var sú tillaga sam.þykkt ein- róma. Saimkvæmt reglugierðinm og breytingum sem gerðar voru á samiþykktum bankans verður hlutverk veðdeildar'ninar að styðja menningiarlega og féiags- lega starfsem: verkalýðshreyf- ■ingarinnar. Bankaráð, varamenn i það, svo og endurskoðendur bankans, voru endurkjörnir einróma, en þær stöðúr eru skipaðar sem hér segir: Bankaráð: Hermann Guðmunds son, Einar Ögmumdsson, Bjöm Þórhallsson, Jóna Guðjónisdóttir, Markús Stefánsson. Varamenn i bankaráð: Daði Óiafsson, Herdís ólaifsdóttir, Hilmar Guðlaugsson, Hiilmar Jómsson, Snorri Jónsson. Endurskoðendur: Bjöm Svan- bergsson, Steindór Ófafsson. Á aðalfundnum kom fram mikíll og eindreginn áhug' á mál efnum bankans og fyrir frekiari eflingu hans. f BORÁS í Svíþjóð hafa tveir 13 ára drengir nú viðurkennt morð á 16 ára gamalli stúlku. Drengirnir höfðu farið í verzlun og keypt sér 6 flöskur af sterk- um bjór, sem þeir svo drukku, og létu áhrifin ekki á sér standa. Báðir höfðu á sér hnifa, og er þeir mættu stúlkunni, datt þeim í hug að ræna hana og stungu hana jafnframt til bana. Stúlk an var aðeins með 40 sænskar krónur á sér (rúml. 600 ísl. kr.). Ef þeir hefðu ekki getað keypt bjórinn, hefði þessi atburður aldr ei orðið. Mikið hefir verið rætt um þetta í Sviþjóð. „Misnotkun áfengis færist nú mjög neðar í aldursflokkana, Oig við vitum um fjölda barna og unglinga, sem neyta áfengis," segir Elis Regner, geðlæknir við Barna- og unglingageðsjúkra- húsið í Gautaborg, í sambandi við þennan sorglega atburð. „Unglingum finnst þeir þvingaðir og ófrjálsir við eðlileg skilyrði, en undir áhrifum áfengis finnst þeim þeir frjálsari og sleppa þá gjaman öllum hömium. Gera þeir þannig oft þá hluti, er þeim í eðlilegu ástandi hefði þótt bet- ur ógerðir. Ofbeldi o.g glæpir yfirleitt eiga flestir rætur sínar að rekja til áfengisneyzlu," segir læknirinn að lokum. (Fréttatilkynning frá Áfengisvarnaráði).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.