Morgunblaðið - 18.04.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 18. APRlL 1973 Guðrún Ólafsdóttir — Minning Fædd 9. júli 1899. Dáin 8. apríl 1973. 1 dag verður Guðrún Ólals- dóttir borin til moldar frá Þjóð- kirkjunni í Hafnaríirði. Guðrún var fædd á Álftanesi, en ólst upp í Hafnarfirði og þar átti hún heimili æ siðan. Foreldrar hennar voru Ólafur Þorkelsson skipstjóri og kona hans Herdís Hannesdóttir. Ólafur dó langt um aldur fram árið 1917, en Her dis komst á tíræðisaldur. Árið 1924 giftist Guðrún Eyj- ólfi Kristinssyni. Hann er ætt- aður úr uppsveitum Árnesþings, en búsettur hefur hann verið öll sin manndómsár í Hafnarfirði. Sjómennska varð hans ævistarf rrieðan aldur og heilsa leyfði. Sjó mannsferli sínum lauk Eyjólfur sem togaraskipstjóri. Eyjólfur og Guðrún eignuðust sex börn. Fimm komust á legg og eru þau þessi: Ragnheiður, Ólaf- ur, Þórunn, Eyrún og Inga Maja. ÖM hafa þau löngu staðfest ráð sitt og eiga böm og eizta dótt- irin barnabörn. Ættbogi þeirra t Eigiinimaður mirm, Jón Bjarnason, bifvélavirki, Skúlagötu 76, aindiaðist 17. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Eggertsdóttir. Eyjólfs og Guðrúnar er þvi orð inn ærið stór. Guðrún átti eina systur á lífi. Hún er Þórhiidur, ekkja Páls Sigfússonar togaraskipstjóra í Reykjavík. Mikil og einlæg vin- áttubönd tengdu þær systur til hinztu stundar. Oddrún Þorkelsdóttir föður systir Guðrúnar, dvelst nú í sjúkraheimili í Hafnarfirði, hátt á tíræðisaldri. Oddrún var fyrr um húsvörður Alþingishússins. Hún varð fyrir þeim meinlegu örlögum að lifa bæði einkason og tengdadóttur bamlaus. Guð- rún gleymdi ekki þessari föður- systur, þegar hún stóð sem hrörn uð þöll þorpi á. Daprast nú dag- ar þessarar öldnu konu, þegar heimsóknum Guðrúnar er lokið. Heimili þeirra Eyjólfs og Guð- rúnar var lengst af á Selvogs- götu 2. Handan við götuna átti föðursystir Eyjólfs, Sigríður Grímsdóttir, sitt heimili. Sig- ríður hafði misst mann sinn, Þórð Þórðarson, í miklu sjóslysi skömmu eftir að þau Eyjólfur og Guðrún stofnuðu til hjúskap ar. Sigríður átti fyrir tíu börn- um að sjá, flestum þá í ómegð. Allur þessi systkinahópur svo og makar þeirra minnast Guðrúnar með miklúm trega, því að vinátta hennar var ætíð fölskvalaus. Glaðlyndi hennar, hlýja og um* burðarlyndi verður löngum í minni haft. Hún var aufúsugest- ur, hvort sem að steðjaði sorg eða gleði. Jón Á. Gissurarson. í dag verður lögð til hinztu hvílu frú Guðrún Ólafsdóttir, Selvogsgötu 2, Hafnarfirði. t Eigmmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SNOflRI GUÐMUNDSSON, bakarameistari, Hverfisgötu 61, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum 16. apríl. Guðný Ótafsdóttir, böm, tengdadætur og bamaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, SIGURGEIRS ARNARS SIGURGEIRSSONAR. Sigurgeir Kristjánsson, Pernilla Olsen og systkini. t Eíginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Selvogsgötu 2, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 18. april (d. 13.30. — Blóm afþökkuð. Eyjólfur Kristinsson, Ragnheiður Eygló Eyjóffsdóttir, Þórunn Eyjólfsdóttir, Eyrún Eyjólfsdóttir, Inga María Eyjólfsdóttir, Ólafur Eyjólfsson. t Við sendum öllum þeim einlægar þakkir, sem sýndu okkur aamúð sína með kveðjum, góðhug og hlýjum handtökum við fráfafi hjónanna GRÉTU ÞÓR ARIN SDÓTTUR og ENGILBERTS KOLBEINSSONAR skipstjóra, sem fórust með Sjöstjörnunni 11. febrúar siðastliðinn. Aðstandendur. Hún fæddist á Hliði á Álfta- nesi 9. júlí 1899, dóttir hjónanna Herdisar Hanniesdóttur, ættaðrar af Álftanesi og Ólafs Þorkels- sonar stýrimanns. Hann átti ætt- ir sínar að rekja austan úr Grimsnesi (Bergsætt). Guðrún ólst upp i Hafnarfirði, oft við fremur þröngan kost, eins og algengt var um aldcimóta bömin. Faðir hennar dó meðan hún var enn barn að aldri, en móðir hennar vann oft hörðum höndum til að hafa ofan í sig og börnin sín fjögur. 5. júlí 1924 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Eyjólfi Kristinssyni skipstjóra i Hafn- arfirði og eignuðust þau 6 börn, sem öll nema eitt lifa móð- ur sína. Það má með sanni segja að Guðrún var hamingjukona. Hún átti góðan mann, hún sá bömin sín vaxa upp og verða að sér- legu sómafólki. í hendi Guðs, er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. Matth. Jochumsson. Þetta vers úr hinum göfuga sálmi þjóðskáldsins okkar finnst mér lýsa bezt hvað Guðrún var sterktrúuð kona. Mér er það í bamsminni þegar Gunna var að tala um fólk, sem löngu var far- ið héðan úr þessum heimi rétt eins og það væri hér enn. Hún var sannfærð um að lífið héldi áfram þó þessari jarðvist væri lokið í bili. Æðrulaus tók hún jafnan mótlæti, sterkari í trúnni við hverja raun. Guðrún var eftirminnileg ÖM- um, sem henni kynntust, aMtaf var hún kátust af öMum, hinn dMlandi hlátur hennar hafði aMt af sín góðu áhrif. Mér finnst daufara yfir Hafn- arfirði þegar Gunna frænka er flutt úr húsin i sinu á Selvogs- götu, ég er sannfærð um endur- fundi og það ekki sízt vegna þess hvað þú sagðir mér af þinni reynslu. Hafðu mikla þökk fyrir góða samleið. Þín frænka Sirrý. Kvcðja frá tengdabörnum EUi, þú ert ekki þung anda Guði kæmm. Fögur sál er ávaUt ung undir silfurhærum. Þessar Ijóðlínur koma í hug- ann, er minnzt er Guðrúnar Ól- afsdóttur. Hún var til hinztu stundar leitandi sál, rómantísk í sinni og hlúandi að öllu lifi í kringum sig. Guðrún fæddist að Hliði á Álftanesi, dóttir hjónanna Ólafs Þorkelssonar, stýrimanns, og Herdísar Hannesdóttur, sem síðar áttu heima að Kirkjuvegi 13, Hafnarfirði. Sautján ára missti hún föður sinn og reyndi þá á dugnað hennar, þar sem hún var elzt fjögurra systkina. Næstu ár vann hún ýmis störf, sem jafnframt reyndust drjúgur undirbúningur fyrir hús- móðurstarfið. Árið 1924 gekk hún að eiga eftirlifandi eig inmann sinn, Eyjólf Kristinsson, sem um áratuga skeið var stýri- maður og skipstjóri, og áttu þau eftir það heima að Selvogsgötu 2, Hafnarfirði. Þau eignuðust sex böm, fimm dætur og einn son, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa eina dætranna, sem var af ar bráðþroska og efnilegt barn, aðeins þriggja ára að aldri. For- eldrar Evjólfs voru á heimili þeirra til dánardægurs og lét Guðrún sér mjög annt um þau. Þannig er í fáum orðum um- gjörðin um líf konu, sem að mörgu var mjög sérstæður per- sónuleiki og minnisstæður öMum, sem henni kynntust. Hlutverk sjómannskonunnar er margþætt og oft örðugt, en þvi skilaði Guðrún með miklum ágætum. Heimilið var fjölmennt og gestkvæmt, og þar leið ÖM- um vel, enda hjónin fágætlega samhent. Á heimilinu var ríkj- andi hlýja og gestrisni. Þar hljómaði söngur á gleðistundum og samheldni fjölskyldunnar var tM fyrirmyndar. Húsfreyjunni var eðliiegt að vera veitandi og til hennar sóttu margir uppörv- un og huggun, en eigin þreytu, sjúkleika og sorg fól hún fyrir öðrum. Hún var ávallt glaðlynd og hláturinn hjartanlegur, en undir bjó mikil alvara lífs- reyndrar konu. Guðrún naut lítiMar skóla- göngu, svo sem að Mkum lætur, en var samt sannmenntuð og þroskuð. Hún var söngvin og tónelsk. Hún las mikið, einkum ljóðabækur og bækur um trú- t Otför eiginmanns míns, MAGNÚSAR GUNNARSSONAR, Artúnum, Rangárvöllum, er lézt 13. þ. m., fer fram frá Oddakirkju, laugardaginn 21. apríl klukkan 2 eftir hédegi. Auðbjörg Guðlaugsdóttir. t Inniliegar þakkiir fyrir auð- sýnda samúð og viináttu við andilét og útför móður okkar, temigdamóður og ömimu, Elísabetar G. Kolbeinsdóttur. Rannveig T. Grundtvig, Sigríður Tómasdóttir, Ólafur Tómasson, Þóra Guðmnndsdóttir, Óskar Sigtirðsson og bamabörn. t Hjaírtainilegar þakkir fyrir aiuðsýnda samúð við andlát og jarðarför eilsku iiitla sonar okkar og bróður, Guðmundar Böðvarssonar, Ásvallagötu 16. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Lyngáss, iæknum og starfsMði bamiaispí'tala Hrinigsins fyrir frábæra um- önnuín. Anna Guðmundsdóttir, Böðvar Indriðason, Þórunn Bima Böðvarsdóttir, Kristín Böðvarsdóttir, Ólöf Ása Böðvarsdóttir. og dulfræðileg efni, enda ein- læglega trúuð og oft mátti á henni skilja, að. hún hefði orð ið fyrir þeirri reynslu, sem skóp henni vissu um, að dauðinn værí ekki endalok alls, heldur miklu fremur upphaf. Við tengdabömin erum þakk- lát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Guðrúnu Ólafsdótt- ur og njóta samfylgdar hennar, sem varð skemmri en við vænt- um. Faðmur hennar var ætíð op- inn fimmtán barnabörnum og einu bamabarnabarni, sem nutu ástríkis hennar og umhyggju í ríkum mæli, og í uppeldi þriggja barnabamanna átti hún mik inn þátt. Að leiðarlokum er söknuður vina og aðstandenda mikiM og því meiri sem kynnin voru nán- ari. Einkum er söknuður eftir- lifandi eiginmanns sár. En það er huggun í harmi, að eftir lif- ir dýrmæt minning um konu, sem með lífi sinu var lýsandi fyrir- mynd um gæzku, lífsþrótt og trú artraust — þá eiginleika, sem gerðu henni kleift að standast sem bjarg allar bylgjur og hol- skeflur lífsins. Blessuð sé minn- ing hennar. Sigurður Hailur Stefánsson. I dag verður jarðsett frá Þjóð kirkjunni í Hafnarfirði frú Guð- rún Ólafsdóttlr. Hún fæddist að Hliði á Álftanesi 9. júM 1899 og lézt á Landspítalanum 8. apr il síðastliðinin. Guðrún var dóttir hjónanna Herdísar Hannesdóttur og Ólafs Þorkelssonar skipstjóra. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 13, hér í bæ, börn þeirra voru fjögur og var Guðrún elzt þeirra. Ekki eru mér frekar kunnar ættir Guðrúnar, en móður hennar og systur tvær þekkti ég vel, þær eru Elín Ólafsdóttir sem gift var Einari Sigmundssyni frá Hamraendum. Hún fórst af slys- förum á bezta aldri og Þórhild- ur Ólafsdóttir er gift var Páli Sigfússyni skipstjóra og er hún ein eftir þeirra systkina, bróðir þeirra systra, Þorkell Ó1 afsson lézt ungur að árum. Guðrún giftist frænda mínum Eyjólfi Kristinssyni skipstjóra 5. júlí 1924 og bjuggu þau mest allan sinn búskap að Selvogs- götu 2. Það hús reisti Eyjólf- ur ásamt föðui sínum og bróður, sem báðir eru látnir. Nú þegar leiðir skilja, og Guð rún er horfin sjónum, vinum og vandamönnum verður mér hugs að tU æskuára minna, en okkar fyrstu kynni hófust er ég var aðeins lítill drengur en hún í blóma lífs sins, ekki munu þau kynni hafa verið nein tilviljun, / Framhald á bls. 25 t Hugheitar þakikir fyrir auð- sýnda viné*tu vtið amdlát og jarðarför Jóns Bergmanns Guðmundssonar. Systldnin. t Þökkum hjartafiflega auð- sýnda saimúð við andiát, minninigairaitihöfn og útiför Bjarna Guðmundssonar, bónda frá Hörgsbolti. Guðmundur Bjamason, Bjamheiður Brynjólfsdóttir og vandamenn. SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14 sími 16480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.