Morgunblaðið - 29.04.1973, Síða 12

Morgunblaðið - 29.04.1973, Síða 12
----------------------------------- ----——— ----------«J. MORGUInBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1973 „Þeir lof uðu að taka af okk- ur landið og þeir tóku það...“ EFTIR MARGRÉTI R. BJARNASON „Hvítii mennirnir gáfu okkur mörg loforð, fleiri en ég fæ munað, en þeir héldu aldrei nema eitt þeirra; I»eir lofuðu að taka af okkur land- ið og þeir tóku það.“ Svo er haft eftir einum af hinum sögufrægu foringjum Sléttu-Indíán- anna í Bandaríkjunum. Mahpina Luta hét hann á tungu feðra sinna og var af Oglala ætt, einni af sjö ættum Teton Sioux ættflokks- ins. Nafn hans þýddi „Rauða ský“ og æviferill hans spannaði og spegl- aði áratuga átakasögu þjóðar hans og evrópskra innflytjenda i Amer- iku. „Rauða ský“ var ennþá á barns- aldri, þegar Andrew Jackson, Banda- ríkjaforseti, leiddi í lög árið 1834, að Indiánar skyldu eiga allt land vest an Mississippi-fljóts. Rúmlega fertug ur háði hann sigursæla baráttu gegn ágengni hvítra manna á sléttulönd- in i Kansas og Nebraska og haust- ið 1868 reið hann sém sigurvegari eftir tveggja ára strið inn í virki hvítra herforingja í Laramie og gerði friðarsamninga í sextán liðum við Sherman, hershöfðingja. Tveim- ur árum síðar heyrði hann af vör- um sjálfs Bandarikjaforseta i Was- hington, hvernig hinir hvitu samn- ingamenn höfðu blekkt hann til að skrifa undir allt annað en hann taldi um samið. Upp úr 1870 var „Rauða ský“ setzt ur að með fólk sitt á Indíánasvæði, sem stjórnin hafði afmarkað í norð- vesturhluta Nebraska. Þaðan fylgd- ist hann með því, er helgustu lönd ættbálks hans, „Svörtu hæðirnar" svonefndu i Dakota, urðu gullæði hvíta mannsins að bráð, þrátt fyr- ir einörð mótmæli hans sjálfs og harða baráttu yngri Indíána undir forystu stríðsforingja á borð við unga Oglala ofurhugann Tashun ko Witko — „Baldna fola“ og Tot amka Yotanka — „Sitjandi naut“ foringja Hunkpapasættar Teton Si- oux Indiána. Eftlr margs konar niðurlægingu af hálfu hvítra manna hraktist „Rauða ský" frá Nebraska til Dakota og sett tet að lokum ásamt fólki sinu að í Pine Ridge, sem athygli heimsins hef ur beinzt að undanfarið vegna at- burðanna í Wounded Kneé. Þar llfði hann að sjá mörg loforð svikin og fleiri samninga fót- um troðna og.fólk hans var æ ofan i æ beitt þvingunum tii að láta und- an hvitum aðkomumönnum, sem stöð ugt þrengdu að Indíánunum á alla vegu. En þrátt fyrir allt taldi hann alltaf vænlegra að reyna samninga en gripa til vopna gegn ofurefli og mætti hvita mannsins, sem hann sjálf ur þekkti öðrum Indíánum betur eft- ir að hafa ferðazt langar leiðir með „jámhestunum" — járnbrautarlest- •arlestum — og séð bæði Washington og New York. Fyrir vikið hiaut hann ámæli sér yngri manna, sem heldur vildu berjast blóðugri baráttu fyrir tilverurétti sínum, þó að vonlítil væri, og flykktu sér þvi undir merki „Baldna fola" og „Sitjandi nauts", meðan þeirra naut við. En „Rauða ský“ átti eftir að frétta dráp þeirra beggja og taka við sveit- um fylgismanna þeirra sem eft- ir voru, og áttu nú ekki í önnur hús að venda — og hann átti líka eftir að taka við þeim fáu, sem lifðu af fjöldamorðin í Wounded Knee, þar sem síðasti striðsforinginn, „Stóri fót ur“, var drepinn, þá nær dauða en lífi af lungnabólgu og blóðuppgangi — og með honum á þriðja hundrað hrjáðar og varnarlausar manneskj- ur, að meirihluta konur og böm. Þetta fólk hafði ætlað að leita skjóls hjá „Rauða skýi“, eftir að fokið var í öll önnur og öll ráð höfðu bmgð- izt, síðast sjálfur „draugadansinn" — en það var trúardansæði hálfgert, sem greip um sig um þessar mundir, sprottið af þeirri kenningu manns nokkurs, er kallaður var Wowoke Paitue Messias, að hann væri Krist- ur endurborinn og til jörðu kominn ásamt þeim Indíánum, sem fall- ið hefðu í baráttunni fyrir því, að halda löndum sinum, til þess að gera vald hvíta mannsins að engu og sjá til þess, að allt yrði eins og var fyrir komu hans til Ameríku — eða jafn- vel ennþá betra. Síðasta háim- strá sigraðrar þjóðar. Frá því tjaldið féll eftir atburð- ina í Wounded Knee, 29. desember 1890 — lokaþátt átakanna milli frum byggja N-Ameríku og hvita manns- ins, sem tók af þeim landið með skefjalausri ágengni, svikum og of- beldi, hafa afkomendur „Rauða skýs“ og fólks hans sofið sanmköll- uðum Þyrnirósarsvefni í Pine Ridge. Hvarvetna í Bandaríkjunum hafa orðið gifurlegar framfarir á öllum sviðum en í Pine Ridge eins og öðr- um Indíánabyggðum amerískum, hef ur lífið nánast staðið í stað. Þessi svæði og fólkið þar hafa gersam- lega gleymzt, meðvitað eða ómeðvit- að. Samfélagið hefur sáralitið hirt um Indíánana nema helzt til að hafa af þeim gaman sem hverju öðru forn- sögulegu fyrirbrigði. Fram eftir öllu voru helztu afskiptin takmörkuð við viðleitni hvita mannsins til að ná af þeim þvi, sem þeir áttu enn eftir af sæmilegum löndum. Það er fyrst á siðustu árum, sem opinberir aðilar. hafa farið að spyrna þar við fótum og þá vaknað til meðvitundar um, að við svo búið mætti ekki leng- ur standa. Kunnugir halda því fram, að tæp- ast sé nokkurs staðar innan Banda- ríkjanna jafn mikla fátækt, jafn átak arílegt umkomuleysi og vonleysi að finna og í Pine Ridge. Þar hafast nú við um ellefu þúsund manns af Ogl- ala ætt Sioux Indlána, þar af um 3000 vinnufærra manna og helming- ur þeirra eigrar um án atvinnu. 54% þeirra hafa ekkert starf árið um kring og 70% eru atvinnulausir yfir vetrarmánuðina. Meira en helmingur er á ríkisstyrk en meðaltekjur, að honum meðtöldum, eru undir þús- und dollurum á mánuði, sem er langt undir viðurkenndu örbirgðarmarki og ennþá lengra undir marki meðal- tekna, sömuleiðis um helmingi lægra en meðaltekjur Indíána í Bandaríkj- unum yfirleitt. Fjölskyldulíf í Pine Ridge er víða 1 ólestri og heilsufar bágborið. Víða vantar vatn og rafmagn og langar vegalengdir þarf að fara eftir hvers kyns þjónustu. Karlmennirnir, sem áður fyrr voru stríðsmenn, veiði menn, forsjá og verndarar kvenna og barna, hafa glatað hlutverkum sín um og engin fengið í staðinn. Kon- urnar hafa eftir sem áður sínu móð- urhlutverki að gegna, þær hafa hug- ann við að reyna að halda lífinu í börnunum sínum og sá litli atvinnu- rekstur sem er á þessum slóðum, að- allega gerð minjagripa og þess hátt- ar, byggir frekar á vinnuafli kvenna en karla. Þeir eru sigraðir menn og stolt þeirra brotið, sjálfsvirðing þeirra engin orðin, enda sjálfsmorð hvergi sögð jafn tíð og ofdrykkja aimenn meinsemd. Hvítir menn beita húsdýrum sínum enn sem fyrrum á beztu landsvæði Indíánanna gegn smánarleigu, sem um er samið fyrir milligöngu Indí- ánamálastofnunarinnar í Washing ton. Hvítir menm halda bezt launuðu störfunum á svæðimu og þeim, sem til þarf mesta menntun, því að í þeim efnum eru Indíánarn- ir ekki samkeppnisfærir — 70% kenn ara eru hvítir og 81% barna Indíána hætta námi eftir að gagnfræðaskóla sleppir. Blandaðir Indiánar — Eyeska á Sioux máli — oftast afkomendur hvítra embættismanna, sem hafa tek ið sér Indíánakonur, eru mun betur settiir en hreinir eða hreinni Indíán- ar; þeir eru betur menntaðir, betur launaðir og efnaðri, þar sem þeim hefur gengið betur að semja sig að siðum hvítra manna og þeir notið tengslanna við þá. Enda eru oft vær- ingar milli þeirra og annarra Indí- ána, sem segja, að hálfhvítir emb- ættismenn lifi á vesöld þeirra. Aðstaða Indíána í Bandaríkjunum, sem nú eru taldir nær 800.000 sam- tals, stendur yfirleitt langt að baki aðstöðu blökkumanna þar. En það mun ekki sízt hafa verið fyrir áhrif frá jafnréttisbaráttu blökkumanna, að Indíánamir eru farnir að gera há- værari kröfur um betra lif. Og geti einhverjir aðilar i bandarisku sam- félagi gert kröfur á hendur rikinu, eru það Indíánar, því að hver af öðr um voru ættflokkar þeirra ginntir til að gefa upp lönd sin og flytjast tll hinna afmörkuðu Indíánabyggða gegn því, að þar yrði þeim séð fyrir nægu lífsviðurværi. „Faðirinn mikli" í Washington ætlaði að sjá um, að þessi börn hans þyrftu ekki að líða skort. Stjómin átti samningum sam- kvæmt að sjá þeim fyrir matvælum og öðrum vistum — og skotfærum til veiða, en býsna oft varð á þvi mis- brestur, að þeir samningar væru haldnir og iðulega var þeim beitt í þvingunarskyni — engar vistir fyrr Mahpiiia-luta („Rauða ský“). For- ingi Oglala Teton Sioux Indíána. en skrifað væri undir hina eða þessa nauðungarsamningana. Nú er veifct til Pine Ridge svæð- isins um 10 milljónum dala árlega og hafa fjárveitingar til mái- efna Indíána almennt verið tvöfald- aðar í stjórnartíð Nixons forseta sl. fjögur ár. Ástandið hefur því eitt- hvað batnað. En eins og svo oft ger- ist, þar sem fólk hefur lengi búið við kröpp kjör en eygir vonarneista um bjartara líf, hefur óþolinmæðin far- ið hraðvaxandi —- fólkið vill sjá neist ana verða að báli, svo að úr rætist sem fyrst. Nú herma Indíánar meðal annars upp á Nixon kosningaloforð- in, sem hann gaf þeim um að gagn- ger endurskoðun skyldi fara fram á menntamálum Indíána — en lítið hef ur orðið úr ennþá. 371 samningur hefur verið svikinn á Indíánum, segir Russell Means, for sprakki þeirra félaga úr amerísku Indíánahreyfingunni, sem stóðu fyr- ir töku smáþorpsins Wounded Knee 27. febrúar sl. og héldu þvi i 37 daga. Því ævintýri virðist nú lokið —- Russell Means, hefur verið flutt- ur í járnum t:I Wasihimgitan með þvi loforði þó, að þar muni hann fá að tala við fulltrúa stjórnarvalda án milligöngu Indíánamálastofnunarinn- ar, sem er sár þyrnir i augum Indi- ánanna í Pine Ridge. Sömuleiðis hafa öldungadeildar- þingmenn Suður Dakota heitið þvi að gangast fyrir heildarrann- sókn á máium bandariskra Indíána, stöðu þeirra og samningsgerðum um dagana. Standi þeir við það má vænta þess, að taka Wounded Knee hafi borið nokkum árangur, þótt einsýnt megi telja, að lítt verði sinnt flestum þeim kröfum, sem þar voru fram settar af hálfu Indiána. Bandarísk stjórnvöld munu aldrei ljá máls á stofnun sjálfstæðs Indi- ánaríkis né skila Indíánum löndum, sem af þeim hafa verið tekin um dag- ana. Þau munu heldur ekki — þó ekki væri nema fordæmisins vegna — veita þeim uppgjöf saka, sem stóðu að töku Wounded Knee, gerðu vopnaða uppreisn, enda voru þar í flokki menn, sem eiga veru- legan afbrotaferil að baki, þótt aðr- ir hafi haft hreinan skjöld fyrir ut- an e.t.v. aðrar aðgerðir Indíánahreyf ingarinnar, svo sem töku Alcatraz- eyjar um árið og innrásina í Indána málastofnunina í Washington. Á hinn bóginn er þess að gæta, að meðal annars vegina Víetnamstríðsins, hef- ur bamdarísika þjóðin orðið næmari en áður fyrir flisunum i eigin aug- um. Og hafi með atburðum undan- farinna vikna tekizt að vekja hana tii meðvitundar um þá þakkarskuld, sem hún stendur í við Indíána og þá hneisu, sem það er henni, svo auð- ugri og velmegandi þjóð, að láta þá lifa við sllka örbirgð og umkomu- leysi — og takist að vekja Indíána almennt til meðvitundar um, að þeim beri íhlutun og aðild að bandariska nægtasamfélaginu, gæti svo farið að Wounded Knee markaði aftur þátta- skil í lífi bandarískra Indíána. fndíánum tekin fjöldagröf i Wounded Knee 29. desember 1890.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.