Morgunblaðið - 10.05.1973, Side 10

Morgunblaðið - 10.05.1973, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1973 Góðar dagleg- ar æfingar Myndirnar skýra sig næst- um sjálfar. 1. Fyrir háls og hnakka. Höfð- inu lyft og iátið síga niður aftur 10 sinnum. 2. Fyrir handleggina. Handlegg ir i axlar hæð, teygðir aftur og í hring 12 sinnum. Það má gjarnan halda á einhverju í höndunum. 3. Einnig fyrir handleggina. Standið gleitt og teygið hand leggi eins hátt og hægt er 10 sinnum til hvorrar hliðar. 4. Fyrir barminn. Handleggir eiga að vera beinir aftur og þeim sveiflað upp eins iangt og hægt er 10 sinnum. Hald- ið á kefli eða öðru i höndum. 5. Fyrir mittið. Fætur eiga að ■ vera saman og handleggir beint upp. Handleggir og búkur sveigðir til beggja hliða, ails 20 sinnum. 6. Fyrir allan likamann. Hend- ur spenntar fyrir aftan hnakka, fótleggjunum lyft og svo iátnir síga hægt niður. Hnén eiga að vera bein. Æf- ingin gerð 10 sinnum. 7. Fyrir bakhlutann. Hjólað af krafti 20 sinnum. 8. Fyrir magavöðva og bak- hluta. Hvoriim fótlegg lyft 6—10 sinnum. 9. F.vrir fótleggi og læri. Hvor- um fótlegg iyft 10 sinnum. Hvort á upptökin? Það eru ef til vill til ein- hverjar einfaldar konur, sem álíta, að eiginmaðurinn sé sá, sem á upptökin, ef til ærlegs rifrildis kemur. En það er vist ekki rétt, ef marka má rannsóknir sérfræðinga. At- ferlisfræðingar telja, að það sé sárasjaldan, sem karlmað- urinn stofni til illinda við konu sína. Meira að segja er það álit mannfræðinga, að það sama megi segja um for- feður okkar allt aftur til frummanna. Karlmaðurinn á að hafa sett sér frá fyrstu tíð að reyna að halda friðinn, annað gæti haft hættu í för með sér, því að ein vinsæl- asta aðferðin við að útkljá deilumál, að slást, ætti ekki vel við í samskiptum kynj- anna. Ef sú aðferð hefði ekki verið viðhöfð, er ekki víst, hvað hefði orðið um kven- fólkið. Þessi „innbyggða" var- færni karlmannsins, er sögð fyrir hendi enn í dag. Það er hins vegar bent á, að þá sjaldan að karlmaðurinn hefur orðasennu við konu sína, sé það af því að hún sé þá búin að velgja honum ær- lega undir uggum með nöldri. En það hefur ef til viil verið nær eina vopn konunnar í gegnum aldirnar! Frönsk - ítölsk matargerðarlist Frakkar eru enn álitnir standa mjög framarlega í mat argerð eins og þeir hafa gert um aldir. Það er kunnugt, að Katrín af Medici, sem gift- ist Henry II. í Frakklandi á 16. öld, kom með ítalska mat- sveina með sér til hirðarinn- ar og kynnti þar nýja rétti. Þá mun t.d. hafa verið í fyrsta sinn borinn fram sæt- ur ábætisréttur í lok máltið- ar við frönsku hirðina. Ital- irnir bökuðu pie, tertur og „vandbakkelse“ og bj uggu til ís, Frökkunum tii mikillar ánægju. Ekki leið á löngu, þar til heimamenn fóru að nota eigið hugmyndafiug við ábætisgerð og árangurinn hef ur sannarlega orðið þekktur meðal sælkera heimsins. Heimanmundur Katrínar af Medici hefur orðið okkur til mikillar ánægju, en kannski ekki alltaf til góðs, ef út í hitaeiningarnar er farið. Hér er svo góð frönsk upp- skrift af pie-botni. Pie % tsk. salt, 6 matsk. kalt smjörlíki 2 bollar hveiti 6 matsk. smjör, kalt 4 matsk. ískalt vatn Salt og smjörlíki sett út i hveitið, mulið saman. Smjör i þunnum flögum hnoðað upp í, vatninu dreypt á og hnoð- að saman. Flatt út milli vax- pappirslaga varlega og nægir þetta í tvo botna af venju- legri stærð. Þökin á Snæf ellsnesi EFTIR ÓLA TYNES Þegar ég var á ferð um Snæfells- nes nú fyrir skömmu, kom ég við á þrem stöðum, Hellissandi, Ólafsvík og Grundarfirði. Þar er atvinnulíf í miklum blóma eins og sagt er í tylli- dagaræðum og þar hafa komið á land milljónaverðmæti frá áramót- um. Þar komu líka á land milljóna- verðmæti á síðasta ári og árið þar áð ur og árið þar áður. Það er sem sagt hægt að ganga út frá því að á Snæfelisnesi búi dugnaðarfólk og að það sé nauðsynlegt að þar sé vel bú- ið Það hlýtur þvi að vera nokkuð áhyggjuefni að allir þessir staðir eiga í erfiðleikum, jafnvel alvarleg- um erfiðleikum sem munu ágerast á næstu árum ef ekkert verður gert tii að bæta þar úr. Ég heimsótti nokkur helztu atvinnufyrirtækin á þessum þrem stöðum og þar var alls staðar sömu sögu að segja: skortur- inn á vinnuafli er svo mikill að það hefur stórlega háð starfsemi fiskiðju veranna. Á vertíðum þyrpist alltaf töluvert af aðkomufólki í verstöðvamar og það hefur líka bjargað þeim um margra ára skeið. Nú vil ég alls ekki halda því fram að það sé óhagkvæmt að vinnuaflið færist til eftir þvl sem þörfin krefur, þvert á móti. En sá vinnukraftur sem nýtist bezt á þess- um stöðum er heimafólkið og þá er- um við loks komin að kjarna máls- ins. Það vita allir að þeir sem búa úti á landi, í smáþorpum, njóta alls ekki sömu þjónustu og þæginda ög þeir sem búa í þéttbýliskjörnum. Þar er heldur ekki sama fjölbreytni á vinnumarkaðinum og því hefur orð- ið sú óheillaþróun að ungt fólk flyzt í stórum stíl til ,,stórborganna“. Það er okkur þvi miður gersam- lega um megn að bæta svo úr að lífsskilyrðin geti orðið þau sömu, t.d. á Hellissandi og i Reykjavík, en mér virtist af viðtölum við menn þarna á nesinu að það þyrfti alls ekki svo mikið til. Kristinn Kristjánsson, sveitarstjóri á Hellissandi, sagði við mig að eitt af allra verstu vanda- málum Sandsins væri húsnæðisskort- ur og það væri fyrst og fremst hann sem stæði í vegi fyrir þvi að staður- inn stækkaði. Árni Emilsson, sveit- arstjóri, 1 Grundarfirði tók í sama streng. Ég talaði við þá sitt í hvoru lagi en svör þeirra voru á sama veg. Báð ir töldu — og fannst eðlilegt — að fólk hikaði við að flytjast þangað og þurfa að demba sér beint út í að byggja einbýlishús til að hafa þak yfir höfuðið. En báðir voru hins vegar sannfærðir um að ef húsnæði væri fyrir hendi væri til nóg af fólki sem vildi flytjast þangað til að fylla það. En það er margt sem stendur í veginum. Tekjumöguleikar lítilla sveitarfélaga eru litlir, en verkefnin gegndarlaus. Það háir heldur ekki svo litið að litlir staðir hafa yfir- leitt ekki verktaka. Grundarfjörður er nú búinn að næla í einn og í sum- ar er vonazt til að hægt sé að byggja tíu íbúðir á einu bretti auk þess sem 6—8 einstaklingar hafa sótt um lóðir. En það eru peningamálin sem alltaf eru erfiðust og þeir sem byggja úti á landi eiga ekki nándar nærri sömu möguleika á lánum og þeir sem byggja t.d. í Reykjavík. Núverandi kerfi virðist ekki vera nálægt því nógu gott til að hægt sé að hjálpa til við uppbyggingu staða sem allir eru sammála um að séu þjóðinni lifsnauðsynlegir, á þann hátt sem þeim hentar bezt. Vandamálin eru sjáifsagt mismun- andi eftir því hvert litið er, en á Snæfellsnesi virðast menn sammála um að það sem einna helzt vantar er íbúðarhúsnæði til þess að bæim- ir þar geti stækkað og eflzt. Vegna eldgossins i Vestmannaeyj- um er nú fyrirhugaður stórfelldur innflutningur á tilbúnum húsum er- lendis frá og jafnframt hefur ís lenzkt fyrirtæki lýst þvi yfir að það sé fullkomlega fært um að framleiða hús af þessu tagi. Helztu kostir eru þeir að verðið er lægra en á stein- steypuvígjunum sem mest eru byggð hér og það er mun fljótlegra að koma þeim upp. Nú vil ég alls ekki leggja til að húsunum sem eru flutt inn vegna Vestmannaeyja, verði „skikkað" tvist og bast út um landsbyggðina til að bæta úr vandamálum hennar. Þar er svo mikið félagslegt vanda- mál við að etja að það verður ekki leyst nema í samræmi við óskir Vest- mannaeyinga sjálfra. Hins vegar væri hægt að gera sam bærilega áætlun tii að bæta úr vanda bæja sem skortir ibúðarhús- næði. Nú segja sjálfsagt einhverjir að Reykjavik yrði þar efst á listan- um og það er kannski rétt, en Reykjavik hefur líka um margra ára skeið notið slíkra forréttinda að þótt erfiðleikar hennar séu miklir, hlýtur nú að mega hugsa um aðra. Það myndi líka leysa mörg vanda- mál, ef hægt væri að fá fleira fólk til að setjast að úti á landi. Þetta er ekki nein tilraun til að leysa vandamál landsbyggðarinnar á einu bretti, enda hafa mér hæfari menn unnið að þeim um árabil og sjálfsagt orðið töluvert ágengt. En á mikium framieiðslustöðum þar sem fátt eða ekkert hindrar vöxt og viðgang eins mikið og húsnæðisskortur, ætti að vera hægt að gera eitthvað sniðugt á ekki alltof löngum tíma. ÞAÐ ER r 1 \ L. SVOH MARGT..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.