Morgunblaðið - 10.05.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 10.05.1973, Síða 28
28 MORGIJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1973 Eliszabet Ferrars: Ssmísríls i daurisnn Og hann tók að segja Dalziel frá hugmyndum sínum í sam- bandi við mjólkurflöskuna. Dalziel greip fram í fyrir hon um. — Hvers vegna hefði hún átt að þegja yfir öllu, sem hún kann að hafa vitað? — Það getur verið, að hún hafi bara ekki áttað sig á því. — O, hún hefði áreiðanlega áttað sig á þvi, ef hún hefði séð einhvern ráðast á Margot. — Það er ekki víst, að hún hafi séð það. Eí til vill hefur hún aðeins séð éinhvern þarna, sem talinn var hafa verið annars staðar, eða eitthvað þess hátt- ___U- matur rauö og ar. Eins og ég var að segja, ef börnin hafa tekið flöskuna. . . En nú var aftur gripið fram í fyrir Paul, og í þetta sinn var það Roderick, sem kom yfir mat jurtagarðinn og ruddist gegnum girðinguna með Jane á hælum sér. Þau staðnæmdust bæði og gláptu á lögreglumennina, en svo sneri Jane við og tók til fótanna, með hendurnar fyrir munninum. Roderick horfði á eftir henni, órólegur, en gekk svo nokkur skref nær. — Hver er þetta? spurði hann hásum rómi. — Bernice Applin, sagði Paul. — Nú. . . ein af þeim, sagði Roderick. — Ég mundi í yðar sporum fara á eftir konunni yðar, sagði Paul. — Hér hafið þér ekkert að gera. Roderick stóð kyrr. — Hvers vegna var hún . . ? — Ég hugsa, að hún hafi séð eitthvað, sagði Paul. — Hún var að flækjast hérna kringum hús ið á laugardagsmorgun, og kann að hafa séð, hver kom hingað þá með ungfrú Dalziel. Brian var nú kominn til þeirra. — Eða, hver ekki kom, sagði hann. — Roderick, ef þú ætlar ekki að gæta Jane, þá ætla ég að gera það. — Já, þakka þér fyrir, sagði Roderick, sem var enn ekki bú- inn áð átta sig, og þegar Brian þaut gegnum skarðið í girðing- unni, spurði hann: — Hvað átti hann við með þessu, hver hefði ekki komið? — Hver hefði ekki komið hingað með ungfrú Dalziel, sagði Paul. — Ég held hann haldi að hún hafi komið hingað ein síns liðs, komið öliu þessu fyrir, sem við sáum, og farið síð an burt. Eða hann læzt að minnsta kosti halda þetta. — Nei, sagði Roderick tor- trygginn. — Því getur hann ekki trúað. — Jæja, hann var nú næstum búinn að sannfæra Rakel um það, sagði Paul. — Nei! sagði Roderick hátt og röddin skalf. — Jane sagði það líka, eða eitthvað svipað. Þið haldið því öll fram, að Margot hafi orðið vitskert. Þið segið það mín vegna. Svo hafi hún komið aftur og myrt telpuna, af þvi að hún hafði séð til hennar. Skiljið þið ekki, að það er þetta, sem 'þið eruð að halda fram? — Ekki ég, sagði Dalziel þurr lega. — Ég held ekki, að þetta tvennt standi í neinu sambandi hvort við annað. Þetta reynist áreiðanlega vera ósköp alvana legur glæpur. — Alvanalegur! Guð minn góður! sagði Roderick, og það setti að honum krampakenndan hroll. — Ég á við, að þetta er á borð við það, sem maður les um í blöðunum daglega, sagði Dal- ziel. — Þú ert tilfinningalaus dóni sagði Roderick. — Kannski, sagði Dalziel. — Já, það er ég sjálfsagt. — Það hefur Margot líka sagt. — Já, þvi trúi ég, sagði Dal- ziel. — En hverjir eru að koma þarna? Foreldrar telpunnar? Þá er okkur betra að hypja okk í þýóingu Páls Skúlasonar. ur. Þetta er fjölskylduathöfn. Hann gekk burt og Roderick ranglaði á eftir honum. En Paul stóð kyrr og horfði á Applinhjónin koma eftir stígn um. Maðurinn var á undan, flýtti sér og hrasaði í öðru hverju spori. Eirahver hvell, óskiljanleg orð streymdu af vör um hans. Andlitið var náfölt af skelíingu, og augun störðu eins og sjónlaus. Konan kom þung- lamalega á eftir honum, með Fred Harper við hlið sér. Hún var kápulaus, en aðeins í bóm- ullarslopp utan yfir óhreinum kjólnum. Hún var í flókaskóm með loðkanti og óð í þeim for- ina á stignum. Gráa hárið var vafið innan í hárnet. Á andliti hennar sást enginn svipur, fyrr en hún var rétt komin að liki dóttur sinnar, enda þótt augun störðu á blett inn, þar sem Berniee lá, en þá var eins og ólundarlegi svipur- Málverk eftir Gunnlaug Scheving. Tvö stór málverk eftir Gunnlaug Scheving til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Málverk — 9587". Við Mávahlíð Til sölu við Mávahlíð 3ja herb. rúmgóð rishæð í góðu lagi. Teppi á stofu og gangi. Geymsluloft yfir íbúð- inni. Eignahlutdeild í þvottahúsi í kjallara. HÚSAVAL, Skólavörðustíg 12 Sími 24647, kvöldsími 21155. velvakandi Veivakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Nýliðar í umferðinni Einn nýfiuttur til meg- inlandsins skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég er nýfluttur hingað til höf uðborgarinnar, ekki þó af eig- in ósk heldur fyrir grimm ör- lög. Ég hafði bílinn minn með mér og var í fyrstu nokkuð hikandi við að fara með hann út á götur borgarinnar. Þó gerði ég það og hugsaði mér bara að gera eins og hinir hag- vönu. En ég komst fljótt að því, að það var ekki einhlít regía. Svo fór ég að kynna mér betur umferðarlög- in, hvað mætti og hvað mætti ekki, hvað væri „réttur“ og hvað ekki. — Eftir þá athugun fór ég að velta þvi fyrir mér, hvort nokkur lagabókstaf- ur væri brotinn oftar en um- ferðarlögin. Ég er t.d. viss um að ekki líður sú mínúta að hraðaákvæðin séu ekki brotin og það af fjölda bílstjóra. Ef til vill er það af þvi að þau ákvæði eru óraunhæf — ég get ekki dæmt um það. Ég veit ekki hvort það eru lögbrot, en skelfirag brjóta margir þá reglu að aka ekki lúshægt eftir vtostri ak- rein þar sem tvær akreinar eru á götu, eins og t.d. Hringbraut toni. Hraðaaksturinn er þó verri. Hjá sumum bílstjórum (aðallega þeim yngri) er etos og himinn og jörð séu að far- ast, ef þeir komast ekki áfram, jafnvei við hin lélegustu akst- ursskilyrði. Ekki furða þó illa fari stundum. 0 Að gefa réttinn Og þá er það rétturton. Sum ir virðast alltaf „steia" honum sjái þeir sér færi á, þó held ég að það sé mikill minnihluti. Aðrir virðast alltaf hik- andi, eins og þeir viti ekki hvort rétturton er þeirra eða ekki. Kannski er þetta bara meðfædd varkámi, og er ekki nema gott eitt um hana að segja fari það ekki að valda töfum og að nokkru leyti óöryggi í umferðinni — þar er nauðsyn- legt. að vita, hvað á að gera. — Ég kæri mig ekkert um að mér sé gefinn réttur, sem ég á ekki, en á hinn bóginn vil ég fá að halda minum rétti þar sem ég á hann. Færu allir eft- ir þessu, væri þetta ekkert vandamál. Mér eru enn ljósar takmark- anir minar hvað akstur í borg- inni snertir og þess vegna beiti ég enn athyglinni til hins ýtr- asta, akstur hér er ekki kom- inn upp í vana hjá mér. Ég vona þó að ég verði aldrei eins kærulaus og ýtinn og „þeir vönu“. Q Náunginn ekki til fyrirmyndar Þau ráð vii ég gefa mönnum, sem eins er ástatt um og mig, að kynna sér vel umferðarregl urnar og aðlaga sig síðan að umferðinni eftir beztu getu. En það er hættulegt að gera þar rangt í þeirri einlægu trú að rétt sé að farið. Við getum ekki lært af náunganum á götunni. Til þess gerir haran alltof marg ar vitleysur. En snúum okkur svo að hto- um gangandi vegfaranda. Hann er að mínu viti ekkert betri en bílstjórarnir. Hvaða hemja er það t.d. að vaða út á umferðar- götu án þess að líta til hægri eða vinstri — kannski i dimmviðri? Eða að hlaupa að merktri gangbraut og þeytast út á hana þvert fyrir bíl. Slíkt fólk hugsar ekki fyrst um líf og limi. Sá gangandi þarf að sýna aðgæzlu engu síður en stjórnandi bílsins. Þú verður að fyrirgefa, Vel- vakandi góður, hvað þetta er laust í reipunum, en vona samt að þú birtir eitthvað af þvi. Einn nýfluttur til meginlandsins." £ Miðasala og pappírs- skrjáf í kvikmynda- húsum Sveinn Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Mér datt í hug að skrifa þér vegna nokkurs, sem hefur lengi farið í mínar fín- ustu taugar. Þannig er mál með vexti, að við hjónto höfum gaman af því að fara í kvikmyndahús stöku stonum. Venjulega hringjum við og látum taka frá miða, nema þegar við erum alveg viss um að fá miða á síðustu stundu. Gallinn er bara sá, að miðana þarf að sækja löngu áður en sýningin hefst og þarf þá ann- aðhvort að gera sérstaka ferð til þess, eða þá annað okkar þarf að fara á undan. Tilgang inn með þessu fyrirkomulagi get ég bara ekki skilið. Það hlýtur að vera sama fyrir kvik myndahúsin hvort miðarnir eru geymdir þar til kortéri fyrir sýningu, ef miðamir eru svona eftirsóttir á annað borð. Og úr þvi að ég er nú á ann að borð að gera kvikmyndahúj að umræðuefni, þá ftonst mér ekki úr vegi að minnast á ann- að, sem er l'ika alveg að fara með minar finu taugar, en það er hið margumrædda og óþol- andi sellófanpappírsskrjáf þeg ar kvikmyndahúsgestir eru að hakka í sig gotteri. Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki haft í öðruvisi um- búðum ? Með kierri þökk fyrir birt- inguna. FASTEIGNAEIGENDUR ATHUGIÐ: að við bjóðum útborganir allt að Sfaðgreiðslu fyrir eftirtaldar eignir: Einbýlishús, fullgert eða í smíðum, í Kópavogi, Garðahreppi eða Breiðholti. Raðhús, fokhelt i Kópavogi eða Breiðholti. Raðhús, tilbúið undir tréverk, staðsetning ekki atriði. Einbýli eða raðhús á einni hæð, helzt tilbúið undir tréverk. Kaupandi getur látið 2ja íbúða hús í Kópavogi í skiptum ef vill. 4ra—5 herb. sérhæð, helzt í Vogum eða Heimum. 3ja—4ra herb. íbúð sem mest sér, með bílskúr eða rétti. 3ja herb. íbúð, helzt í austurbæ. Einnig fjölda annarra eigna af ýmsum stærðum. Hafið samband við okkur sem fyrst. FASTEIGNIR & FYRIRTÆKI Njálsgötu 86, símar 18830 og 19700. Opið 9—7, kvöldsími 71247. Sölustj.: Sig. Sigurðsson byggingam. Bílar til sölu 1. Benz vörubíll 1513. 2. Benz fólksbíll 190 '63. 3. Benz 280 S, 1969. 4. Benz 220, 1970. 5. Benz 230, 1968. 6. Opel Caravan 1967. 7. Willys-jeppi 1963. 8. Opel Record 1965. Útvega einnig allar gerðir bifreiða og vinnuvéla frá Vestur-Þýzkalandi. Sími 30995. Uppl. næstu daga að Langholtsvegi 109 jarðhæð. Sveinn Jónsson."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.