Morgunblaðið - 13.05.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1.3. MAl 1973 17 GÍSLl J. ÁSTÞÓRSSON EINS OG MÉR SÝNIST Hvar á að geyma hólkinn? Blöðin herma að það hafi verið af diplómatískum ástæð um sem þeir Nixon og Pompi- dou völdu Island til fundar- haida sinna uim neastu mán aðamót. Nixon mátti með engu móti láta sjá sig í París af því hann er eitthvað upp á kant við þá frönsku, og Pompidou þorði ekki fyrir sitt litla líf vestur um haf af ótta við að verða álitinn Kana sleikja. Eitthvað svipað var ástatt með þá fyrir síðasta fund sem fyrir vikið var hald inn suður á Bermúda ef mig misminnir ekki. Báðir voru mieð diplómaitilsfcanj hundshaus þá sem nú. Og Bermúda er eins og ísiand með svo litl- um stórveldisbrag að jafnvel gikkslegustu þjóðhöfðingjar þykja ekki setja ofan þar þó að þeir séu dálltið manneskju legir hvor við annan. En diplomatisku dyntunum mun þó alls ekki linna með komu mikilmennanna hingað. Hvor á að ganga fyrr í fundarsalinn svo að dsemi sé nefnt og hvor á að sitja á hægri hönd Kristjáni þegar hann ryður í þá steikinni? Ekki að furða þó að ráðuneyt isstjórar séu gráir og guggn- ir og forsetaritarar tali um að hengja sig. En mætti ekki leysa þetta með þvi að láta forsetann sitja til borð í hringekju? Blöðin segja líka að hér verði varla þverfótað fyrir er lendum pólitimönnum sem eigi að uppræta Araba og þess háttar lýð sem hefur það fyrir sið að kála mikilmenn- um. Það er alitaf uppi fótur og fit að koma þessum heið- ursmönnum undir græna torfu þar sem þeir eru á ferð rétt eins og þegar mest geng- ur á hjá okkur í sláturhús- unum. Þessir einkaspæjarar rnikil mennanna eiga lika að rann- saka hvar hægt sé að hola þeim niður án þess að allt hverfið verði samstundiis fullt af timasprengjum. >eir eiga líka að fínkemba þjón- ustuliðið, hvort það sé nokk- uð fúlmannlegt. Mér finnst það ólíklegt og efast um að mikilmenni hitti annars stað- ar gæflyndara fólk, jafnvel á Bermúda. En ef ég væri þjónn um þessar mundir eða jafnvel þerna þá mundi ég ekki vera mikið á stjái með fiðlukassa til dæmis í návist þessara herra. Ég kann ekki við að nefna símahleranir í sambandi við þessta merku heimsókn: ein hver kynni að taka það til sin. Símahleranir munu samt þykja sjálfsagðar þar sem svona stórmenni eru á ferð. Það er sagt að þegar það var líflegast í bækistöðvum demo krata i Watergate fyrir for- setakosningarnar í fyrra, þá hafi McGovern garmurinn varla getað opnað svo glugga að hann fengi ekki samstund is stöðvarsón. Ég er staðráðimn i að missa ekki af frönsku spæjurunum. Satt að segja kæri ég mig kollóttan um það hvort ég sé Nixon eða Poppa: ég er löngu búinn að fá mig belg- fullan af nefinu á öðrum (sem er eims og fiskgoggur með hettusótt) og svo af bros- inu á hinum (sem er eins og á lævísum blöðrusel). Aftur á móti kváðu frönsku spæj ararnir ekki eiga sinn líka. Franskur almenningur kall aði þá górillurnar i tíð De Gaulle, enda meiri á þverveg inn heldur en á lengdima og mannýgir eftir þvi. Amerísku spæjararnir verða ef ég þekki þá rétt af allt öðrum toga spunnir. Am- erískir lífverðir eru til að byrja með nánast alltaf snoð- klipptir. Það er einhver tízka hjá FBI. Þeir eru lika ævim- lega með afskaplega góðmann legan svip, svo drengilegan og ærlegan að maður mundi ekki hika við að kaupa af þeim notaðan bíl, blindandi. Þeir eru landi sínu til sóma, ef þið skiljið hvað ég á við. Maður sér þá oft á frétta- myndum lafmóða á eftir bil forsetans þegar hann er að láta múginn hylla sig og/eða kasta i sig fúleggjum. Þeir eru lærðir í að drepa menn með frethólkum. Þeir ganga með þá í innanávasanum þar sem við geymum greiðuna eða í buxnastrengnum eins og Humphrey sálugi Bogart. Ég veit ekki hvort þeir frönsku eru eins bvssuglaðir. Einhver sagði mér að þeim fyndi'st langtum skemmti- legra að snúa fólk úr. Mér hefur heyrzt á fjöl- miðlunum að við Islendingar ættum að vera rígmontnir yf- ir yfir þvi að þeir Nixon og Pompidou skuli ætla að leyfa okkur að stjana við sig í stað þess að kássast tii dæm is upp á Dyakana á Borneó eliegar að slá sér út gistingu hjá Chavante-Indíánunum í frumskógum Brasilíu, sem eins og kunnugt er þykjast vera kappklæddir þegar þeir eru búnir að sletta á sig fikju blaðinu. En kannski spæjararnir hafi harðneitað að fara. Eftir lýsingunni að dæma er naumast til svo stórt fikju blað i allri Suður-Ameríku að það hefði dugað þeim frönsku. Og hvar hefðu blessaðir góðmannlegu Kanastrákamir átt að geyma hólkinn sinn? lavikurhöfn. hennar, birtist í einu virtasta blaði Bretlands, Observer, grein þar sem þessi sama landhelgis- gæzla og starfsmenn hennar eru lofaðir á hvert reipi og þeim m.a. hælt fyrir snilldarliega sjó- mennsku, eins og komizt er að orði. Það er engum vafa undir- orpið, að starfsmenn landhelgis- gæzlunnar hafa vakið aðdáun erlendira sjómanna og unnið starf sitt með prýði við harla erfiðar aðstæður, m.a. ónógan skipakost, enda hlustaði rikis- stjómin ekki á ósfcir þingmanna Pjálfstæðisiflokksins á sinum tíma þess efnis að efla lamdhelgis- gæzluna með því að aufca skipa- kost hennar. Það er þvi ekki und arlegt, þótt starfsmemin landlhelg- isgæzlunnar og sjómenn á is- lenzkum fiskiiskipum gagmrýni nú harðlega stefnu ríkisstjórnar- innar í landhelgismálum. Á sama tíma og menn, sem bera titla þingmanna og vamþingmanna, skýra frá því á prenti, hvað að sé í útbúnaði og störfum landhelgisgæzlunnar, m.a. hvaða byssur séu óvirkar o.s.frv. — og segjast gera það í skjóli þess að Bretum séu kunn- ar allar veikar hliðar í störfum gæzlunnar — segir fyrmefnt stórblað að Isdendingar hafi raun verulega unnið landhelgis- deiluna með hæfni starfsmanna landlielgisgæzlunnar á varðskip unum — og auðvitað þrátt fyrir stefnuleysi rikisstjómarinnar. Engu er Mkana en grein- ar þeirra, sem flíka þingmanna- og varaþingmannatitlunum og brezka blaðamannsins við Ob- server hafi víxlazt: flestum hefði þótt eðlilegra 'að greinar Islend- iinganna hefðu birzt í Observer, en grein brezka blaðamannsins i iislenzku blaði. Vafalauist má finna ýmislegt að yfirstjóm dómsmáliaráðherra og afsfciptum hans af landlhelg- iisigæzlunni, en haon á þakkir sfcilið fyrir að leggja á það áherzlu, að koma verði í veg fyriir slys á mönnum eða maran- sfcaða í átökum á miðunum. Is- lendingar eru efciki víga- þjóð. Þeir óska þess einungis að fá að Mfa óáreittir í landi sínu. Og þeir krefjast þess að erfend um veiðiþjófum og ránsmönnum haldist ekki uppi að ræna frá þeirn llifsbjörginni í hafinu um- hverfiis landið. AM't verðu-r að gera til að koma 1 veg fyrir það, ekki sízt þegar slkýrslur liggja fyrir þesis efnis, að ránismennim ir hafa beinlinis hagnazit á út- færslu landiælginnar. Brezkir landhelgisbrjótar og veiðiþjófar styðjaist þvi miður við heimsku- tegan ðtta misvit.uirra stjómmála manna heima fyrir. Og þvi mið- ur er utanríkiisráðhenra Breta, Sir Alec Douglais Hame, í þess- um flofclki. Af fréttas'tofufregn urn að daama lét hann orð falla um hekrasiku Islendinga, sem verða áneiðamlega ekki til þesis að flýta fyrir lausn landhe'lgis deilunnar eða ýta undir óskir Is- lendinga að semja við þá hroka- gikki, sem stinga svo mjög í stúf við hefðbumdna frægð Neðri mál stofumnar brezku. Vega úr launsátri að forsætisráðherra Vart hefur það farið fram hjá dómsmálaráðherra, sem jafn- framt er forsætisráðherra lands- ins, hvernig sumir samráðherrar hans og málgögn þeirra hafa veg ið að honum úr launsátri vegna útfærslu landhelginnar. Sjávar- útvegsmálaráðherra, sem ertend blöð kalla gjama „kommúnist- ann Lúðvík Jósepsson“ rær að þvi öllum árum að koma mistök- um, sem ríkisstjómin í heild ber ábyrgð á, yfir á dómsmálaráð- herra einan, enda er Lúðvík kumn ur að því að taka málið af utan- ríkisráðherra, þegar hann ræðir landhelgisdeiluna, og það í allra viöurvist, og reyna þanniig m.a. að sanma sinu fólfci, að hann sé meiri kappi en aðrir og Al- þýðubandalagið sfceteggara í landhelgLsmálum en samstarfs flokkamir í ríkisstjóm, efclki siízt Framsóknarflokkuirinn. Nú síð- ast stundl hann þvi upp í al- þjóðar áheym, að taka yrði er- lendan togara og var auðvitað undanskilið að einhverjir vond- ir menn — þ.e, dómsmálaráð- herra — hetfðu fram að þessu kornið í veg fyrir það. Þessi áróð ursherferð kommúnista hefur haft einhver áhrif I þá átt að boma öllum mistökum, sem orðið hafa í sambandi við útfærslu landhelginnar, á Framisófcnar- flökkinn, og þá einfcum forsæt- isráðhema, Olaf Jóhannesson, sem virðist ekfci gera sér grein fyrir þessari hættu, enda hefur hann oft sagt sjálfur, að hann „hafi veirið svo bamalegur að halda" þetta og hitt — eims og hann hefur komizit að orði við ótrúlega mörg tælkifæri. En allir hugsandi menn vita, að kommún istar og Lúðvík Jósepsson bera ekki síður ábyrgð á öllum mis- tökum ríkisstjórnarinnar í sam- bandi við útfærslu landhelginn- ar en aðrir, sem að stjórninni standa, þeir geta emungis firrt sig ábyrgð með því að hverfa úr rí'kisstjóm. Þetta vita ailir, sem hafa meira vit en Sir Alec tal- aði um, þegar hann veik að Is- tendingum í þingræðu sinni í Neðri málstofunni — en það er yfirgnæfandi meirihiuti íslenzku þjóðarinnar, þó að brezki for- sætisráðherrann og Lúðvík Jós- epsison haldi annað. Brandt og landhelgin 1 nóvember s.l. hitti blaðamað- ur Morgunblaðsins Willy Brandt, kanslara Vestur-Þýzfca- lands í Bonn og spurði hann um landheligisdeiluna. Kan'slarinin sagði þá og birtust. ummæli hans 1 Morgunblaðinu: „Við munum gera allt sem í okkar valdi stend ur til þess að samkomulag náist um landheligismálið. Ég vona, að samkomulag muni násit milli Is- lendinga og Vestur-Þjóðverja. Við erum reiðubúnir að leggja okkur alla fram til að svo verði.“ Spyrja má, hvers vegna rifcis- stjóm Mands hefur ekki reyrat að hafa samband við Willy Brandt sjálfan, þegar vitað er um þessa aifetöðu hans? Hvers vegna hefur verið látið undir höf uð leggjast að leysa iandhelgis- deiluna við Þjóðverja, fynst kanislarinn er svo jákvæður 1 garð okkar Islendinga sem um- mæli hanis bera vott um — og einamgira þannig Breta. Menn, sem haía hvorfci vit né þrek tH að ræða við Willy Brandt, eru elcki færiir um að sitja i rífcis- stjórn Islands, því síður að hægt sé að treysta þeim til að bera ábyrgð á framtíð íslenzku þjóð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.