Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 2
2 MORGU'NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 19T3 SIGLINGAR Fyrr á tímnm þótti sjáKsagt að sigla á seglskipum enda var ekki iini aðra farkosti að ræða ef inenn ætluðu að fara sjóleið- ina. Tímarnir hafa breytzt og seglskipin vikið fyrir vélskip unum. Þé hafa seglskip og segl- bátar aldrei horfið af sjónarsvið inu. Krlendis eru siglingar mjög vinsart keppnlsiþrótt og einnig sigla menn miklð sér til gamans og heilsulrótar. Það virðist hafa verið útbreiddur misskiiningur meðal fólks, að þegar minnzt er á sigl- ingar, sé eingöagu átt við kapp- siglingar. Eitt er víst, að menn læra betur að stjórna seglbát séu þeir í keppni, en undir öll- um kringumstæðum er íþróttin skemmtileg. Hér í Reykjavík er starfandi Siglingaldúbburmn Brcrikey, sem var stofnaður fyrir S árnm af nokkrum áhugamönn- um um siglingar. Höfðu þeir k.vnnzt siglingaíþróttinni hjá ÆlskuIýSsráði Reykjavíkur og erlendis. Markmið klúbbsins er að efla siglingar sem hollt og skemmtilegt tómstundagaman, jafnt sem hörku keppnisíþrótt. Frá landfræði- og veðurfars- legu sjónarmiði er aðstaða til sigiinga hér á iandi góð. Eða veit nokkur til þess, að á Is- landi sé mikið um logn og heið- skírt veður? Við höfum einnig Skemmtilegt tómstundagaman en jafnframt erfið íþrótt Siglingar ern skemmtilegt tómstundagaman. ■ 2075 TeikiHiig wf hinu nýja húsi siglingaklúbbsins Brokeyjar en það áað rísa í Nauthólsvík. Kostitaður «r áætlaður í kringum 1 miltjón króna. Opið til kl. 8 í kvöld HAGKAUP Skeifan 15 þá sérstöðu meðal annarra þjóða, sem stunda siglingar, að sumar- dagamir eru langir og þess vegna geta menn með góðu móti iðkað siglingaíþróttina langt fram á kvöld. Víðast hvar er- lendis verða menn að láta sér nægja að sigla um helgar og í sumarleyfum. Nú á tímum, þeg- ar frístundir manna hafa auk- izt, er hvatt til aukinnar líkams- ræktar og útivistar og ástæða er til að benda á siglingar sem heppilega íþrótt fyrir fólk á öll- um aldri, jafnt fyrir konur sem karla. Sigla má frá vori til hausts en á veturna dunda menn við að endurbæta eða setja sam- an nýja báta. Velja má um ýmsar gerð- ir báta, þá minni smiða menn oftast sjálfir eftir teikningum og klassareglum ef bátamir eiga að standast mál í keppnum. Þessir bátar eru tiltölulega ódýrir og er fljótlegt að smíða þá. I>á koma stærri bátar, sem sigla má langt á haf út eða milli landa. Þessir bátar eru nú til da.gs oft ast smíðaðir úr plasti og er mesta úrvalið í Bretlandi og á Norðurlöndunum. Þær bátategundir, sem íslenzk ir siglingamenn hafa mestan áhuga á eru: Int. Fireball, Flipp- er Skow og Mirror. Fireball er teiknaður af Bret- anum Peter Milne og hefur á siðustu árum náð miklum vin- sældum og er nú siglt á honum I 68 löndum, sem gerir hann að útbreiddustu bátategund í heimi. Um það bil 10.000 Fire- ba/il-bátar haiia nú verið smíðaðir. Fineball er léttur 2 manna bátur 80 kg að þyngd með 3 seglum og geysi hraðskreiður. Hér á landi eru 9 bátar. Flipper er tiltölulega nýr bát ur teiknaður af Dananum Peter Bruun. Hefur útbreiðsla hans orðið gífurleg á skömmum tíma. Flipper er búinn til úr plasti og er til í um 6.000 eintökum, flest- ir eru á Norðurlöndum. Mirror er teiknaður af Jack Holt og er lítill fjölskyldubátur. Er hann sérstaklega auðveldur í meðförum, ódýr og auðveldur í smíðum. Mirror má bæði nota, sem segl- og róðrabát enda er hann ekki nema um 50 kg að þyngd. Mirror kostar um 30.000 kr. með öllum útbúnaði. Er hann fáanlegur hérlendis ósamsettur hjá Siglingasambandi Islands. Hinir bátarnir eru nokkru dýr- ari. Ofangreindir bátar eru allir útbúnir með rríikil loftrúm og því ósökkvanlegir, enda hefur það verið stefna Siglinga- sambandsins að viðurkenna ekki báta, sem ekki fullnægja þessum öryggiskröfum að fullu. Auðvelt er að rétta þessa báta við ef þeim hvolfir, en það er gert með þvi að snúa stefninu upp í vind- inn og einn af áhöfninni notar kjölinn sem vogarstöng og bát- urinn réttir sig við. Þróun tækja og búnaðar til siglinga hefur verið ör á síðari árum og er óhætt að segja, að fáanlegt er mjög gott úrval full- kominna hluta, svo sem öryggis- tæki, klæðnaðuir og allt er varð- ar mastur, segl og bát. Það er mikilvægt að menn gæti fyllsta öryggis i öllu er varðar siglingar. Nauðsynlegt er að menn séu syndir áður en lagt er út á seglbát og þó að þeir séu vel syndir er skylda að klæð- ast flotvesti í öllum tilvikum. Eitt brýnasta verkefni Sigl- ingaklúbbsins í dag er að koma sér upp aðstöðu, þar sem sigl- ingamenn geta geymt báta sína, lagfært þá, skipt um föt, farið í bað á eftir siglingu og sinnt ýms um félagsmálum. Borgaryfirvöld hafa sýnt þessu máli mikinn stuðning og hefur klúbbnum verið úthlutað svæði fyrir starfsemina í Naut- hólsvík, en þar e<r aðstaða ákjós anleg til siglinga. Samþykkt hef ur verið teikning af klúbbhúsi og er i því bátageymsla, bún- ingsklefar, böð, snyrting og setu stofa. Er ekki að efa að á bak við þessa ákvörðun býr einlæg- ur samhugur og áíhugi siglinga- manna og borgaryfirvalda að koma upp aðstöðu fyrir þessa íþróttagrein hér á höfuðborgar- svæðinu. Fyrir svo ungan klúbb sem Brokey, er þetta mikið átak og því ærið starf fyrir höndum. Klúbburinn þarf á nýjum og áhugasömum félögum að halda og eru félagsmenn reiðubúnir að gefa allar upplýsingar um sigl- ingar eftir því sem þeir geta. Stjórn klúbbsins skipa: Ragn- ar Guðmundsson (formaður), Ari Bergmann Einarsson, Bjarná Bogason og Sigurður Einarsson. Grimnes 85,90 metrar FYRSTA meiriháttar frjáls- íþróttamótið í Noregi fór fram á Bislettleikvanginum í Osló um helgina. Þar kastaði Björn Grim nes spjótinu 85,90 metra og átti 4 köst yfir 80 metra. Audun Gars hoi hljóp 100 metra htaup á 10,4 sek. og Arne Kvalheim sigraði í 5.000 metra hlaupi á 13:41,2 mín. Annar var ungur hlaupari, Olsen að nafni sem bætti sinn bezta tíma úr 14:38,6 mín. í 13:56,0 mín. 1 hástökki sigraði Leif Ro- ar Flkun, stökk 2,09 metra og Tormod Lislerud kastaði kringl- unni 58,60 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.