Morgunblaðið - 01.06.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1973 11 i ~i----IIMBMTIliir lÉi........r......1 Hluti áhorfendahópsirLS sem f.vlg:dist nieð j>eg-ar Pompidou fór frá Laufásveginum. sinma erindum sem bamíka- — Velkominn Franthaid af bls. 3. blikkandi ljós og mátti þar í miiðju kertna Citroenbifreið Frakklandsforseta. Aftast fór hins vegar sjúkrabifreið, þvi Pompidou hefur átt Við van- heil'su að sitríða að undanfömu. Herra Kristján Eldjárn kom eininiig út til móts við forseta Frakkiands og ræddust þeir við nokkra stund á tröppum Bessa- staða, með aðstoð túlks. Beniti herra Kristján Eldjárn, franska forsetanum á útsýniið frá Bessa- stöðum og virtist segja honum stuttlega eitthvað um það. GESTALISTINN í»að voru al'ks 26 gestir í veizlu forsetahjónanna. Það voru for- setar Bandaríkjanna og Frakk- lands, WiMiam Rogers, utanríkis ráðherra Bandaríkjanna, Michel Jobert, utanríkisráðherra Frakk- lands, George Shultz, fjármálaráð herra Bandaríkjanma, Valery Gis card d’Estaing, fjármálaráðherra Frakklands, Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, Einar Ágústsson, utanríkiisráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, mennta- málaráðherra, Lúðvík Jósepssom, sjávarútvegsráðherra, Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs þings, Pétur Thorsteinsson, ráðuneytis- stjóri, dr. Henry Kissimiger, ráð- gjafi, Frederick Irwimg, sendi- herra, John Irvin, sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, Edu ard Balladur, ráðuneytisstjóri, Geoffrey de Courcel, sendi'herra, Haraldur Kröyer, sendiherra, Philippe Benoist, sendiherra, Jaques Kosciusko Mo.rizet, sendi herra, Alexander Haig, fúlltrúi Bandaríikjaforseta, Ronald Ziegl- er, blaðafullitrúi Bandaríkjafor- seta, Jeam-Barnard Raimond, ráðunautur og Denis Baudouin, ráðunautur. Forseti Islands sat fyrir öðr- um borðsendanum og hafði Pompidou, sér á vimstri hönd en Nixon á hægri hönd. Prú Hall- dóra sat fyrir himum endanum og hafði Will'iam Rogers, sér á vinstri hönd en Miohel Jobert sér á hægri hönd. FRÖNGT Á ÞINGI Þrjátíu ljósmyndurum og fréttamönnum yar leyft að fara í gegnum salarkymmim til að taka myndir, meðan gestir og gest- gjafar ræddust við I móttökusaln um á Bessastöðum og svo fengu tólf að fara i gegn síðar þegar setzt hafði verið að borðum. Það sem kannski fyrst vakti athygli var að borðsal'uriinn var svo lít- i'1'1 að þar hefði varla komist fyr- ir einn einasti gestur í viðbót. Öryggisverðir forsetanna höfðu aðsetur í skrifstofu forseta Is- lands og hafa einhverjir þeirra sýnilega verið þreyttir, því a.m.k. einn svaf fram. á henduir sér í stól. ÁTÖK ÚTI FYRIR 1 sambandi við þá fréttamenn sem inngöngu fengu kom til stympinga milli lögreglunnar og nokkurra franskra fréttamanna sem ekki fengu að fara inn. Frönsku fréttamennimir út- skýrðu að þeir þyrftu að fá að hafa með einn ljósamann fyriir sjónvarpsmyndavélamar, annars væri all't unnið fyrir gýg. Lögreglan sagði hins vegar að það fengju aðeins fjórir Frakkar að fara inn og það skipti engu máli hvort þeir hefðu ljós eða ekki. Frakkarniir urðu mjög æst- ir við þetta og hófust stymping- ar milli eins þeirra og eins lög- regluþjóns, en yfirmenn á staðn um bundu fljótlega enda á þær og var Hannes Jómsson, blaða- fuMtrúi ríkisstjórnarinnar feng- inn tiil að -miðla málum. Urðu sættir á þá leið að bæði fransk- ir og bandarískir sjónvarpsmenn fengu að hafa einn ljósamann með sér. En úti fyrir biðu aðrif frétta- menn og öryggisverðir í opnum bíl og reyndu með stríðsdansi og hoppum að halda á sér hilta. — Barnabod Framhald af bls. 9. sem menn sæju svo fræga menn út um stofugluiggann heima hjá sér. Hún sagði að sér fyndist forsetinn líta mjög elliLega út, — eða ölliu held'ur veik’.'uiega. Kvaðst Renata hafa séð hann fyrir niOkkrum árum í Þýzkalandi, þar sam hann hefði verið að stjóri. Það hefði verið miikill rnunur að sjá hann þá og nú. Loks sagði Renata, að nú væri hún í óða önn að fletba í gömíiu skólabókiunum sínuim til að rifja upp írönskuna, því hún ætlaði sér að reyina að fá leyfi hjá frönsiku örygg- isvörðunum til að senda dóttur sína með blóm til fior- setans áður en hann fiaari á morgun. Á blaðamannafiindinum síðdegis í gær. Henry Kissinger og Ziegler blaðafulltrúi Bandaríkja- forseta. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. — Bandaríkja- stjórn vill Framhald af bls. 12. yfirlýsingiar um meginsjónarmið. Hvort fram skuli fara fundir Nixons forseta og annarra evr- ópskra stjórnmálaleiðtoga verð-s ur ákveðið, þegar árangur þeirra viðræðna, sem fnam eiga að fara annars staðar, liggur fyrir. En hvemig sem fer, þá mun Nixon forseti fara til Evrópu til þess að eiga þar viðræður á tvíhliða grundvelli við hina ýmsu stjóm málaieiðtoga þar. Varðandi verzílunarviðskipti samlþykktu báðir aðilar, að unn- ið skyldi að þeim í samvinnu og í jákvæðum anda. Varðandi pen- ingamál gerði franski forsetinn ítarlega grein fyriir sjónarmiðum sfinum ag Nixon forseti sam- þykkti að ihuga þau af mikilli gaumgæfni og skilningi. Forset- arnir tveir voru sammála um það, að hagsmunir ianda þeirra fari saman og að eini ágreining- urinn milli þjóðanna nú felist i þvi, með hvaða hætti bezt megi ná sameiginlegum markmiðum. Þetta var kjami viðræðnanna i dag. Auk þeinra málefna, sem ég hef þegar talið upp, ræddu florsetarnir stuttlega um Suð- austur-Asíiu og löndin fyrir botni Miðjarðairhafsins, en þau málefni voru rædd miklu ítar- iegar á fundi utanrikisráðherr- anna. Á miorgun hyggjast þeir Nixon forseti og Pompidou for- seti ræða samskipti á tvíhliða gruindveili milili Bandaríikjanna og Frakklands og við erum saainfærðir um, að þær viðræð- ur miuai'u einlkennast af þeim sama jákvæða og vimgjarnlega anda, sem rikti svo augljóslega í dag. Kissinger svaraði síðan ýms- um spurningum blaðaman'na og var þá fyrst spurður að því, hvenœr för forsetans til Evrópu væri fyrirhuguð og svaraði þá, að það væri I endaðan október eða í byrjun nóvember. Þá var hann spurður að því, hvort f'undur helztu stjómmála- leiðtoga V-Evrópu væri kominn undir því, að Pompidou forseti gæti komið fram fyrir hönd hinna stjórnmáialeiðtoganna nú. — Það er augljóst, að Pompi- dou forseti kemur fram fyrir hönd Frakikla'nds, svaraði Kiss- inger, — en það er jafn augljóst, að gagnsemi slíks fundar æðstu mamna er komin undir vilja helztu stjómmálaforingja til þess að halda sl'íkan fund. En við Baindaríkjamenn höfum al'lt- af laigt áherz'ju á það, að slífkur fundur væri ekki martomið í sjálfu sér. Það, sam við álítum nauðsynlegt, er að fram fari umræður um framtið Atlants- hafsbandalagsins og samslkipti Atiantshafsbandalagsríkjanna. — Fyrsta Skrefið í þessu skymi var að kanna með hvaða hætti þau skoðanaskipti gætu farið fram. Þessum álanga hefur verið náð í meginatriðum. Næsti þáttur- inn ætti að vera að ökikar mati framikvæmd þessara viðræðna. Kissinger sagði, að fundir forsetanna um daginn hefðu ekki mótazt af þrætugirni. Þeir hefðu ekki verið nein samfella deiliumála. Þar hefðu einungis toomið fram sjómarmið beggja aðila og það hefði verið tilgang- urinn. — Sem dæmi má nefna, sagði Kissinger, — að við þelkikj- um þann á'greining, sem er riikj- andi varðandi peningamálin en ég tel að við stefmum báðir að traustu gjaideyriskerfi. Kissinger sagði að nolkikur ágreiningur hefði verið um þau mál sem ætti að ræða eða hvort leiðtogarnir ætt'u að binda sig við ákveðna dags'krá í þeim viðræðum sem væru framundan á þessu ári. Hins vegar væri ágreiningurinn ekki eins mikill og látið hefði verið í veðri vaka og áfram miðaði í samlkomulags- átt. Að sögn Kissingers ræddu for- setannir um gru-ndvallaratriði fremiur en að reyna að leysa hvert einasta vandamál. Hann kvaðst telija að Frakkar skilidu betur en áöur að ekíki vekti fyrir Ban'daríkj'unU'm að nota einn ákveðinn málafloklk til að knýja fraim tilslaikanir í öðrum mála- flok'ki. Fremur væri ætiunin að ræða hvert einstakt mál fyrir sig og kanna skyldleiika þeirra. Hann sagði að tekizt hefði að semja viðunandi starfsáætlun svo að nú væri hægt að kanna þau mál sem Bandari'kin vildu Jleggja flyrir bandalagið. Eftir ætti því að koma í ljós hvort samikomulag rikti um grundvall- armarkmið. Við höfum aldrei sagt að við viissum núnia hver hin sameigin- legu markmið væru. Við höfum sagt að þörf sé á að reyna að skýrgreilna þau og finnia aðferð tid að kanna þau. 1 þessu held ég að okkur hafi nokknð miðað áfram, sagði Kissioger. Aðspurður um horfur á sam- komulagi um meginreglur, sagði Kissliriiger að bíða yrði efltir nið- urstöðum aif viðræðum, sem væru að hefjiast um landvam/ir, viðskipti og tvíhHða viðrseðum Bandaríkjanina Við Frakka og aðtrar Evrópuþjóðir. Við teljum það vera sameig- imlega hagsmurá að hefjast hianda. Við miunium hefjast handa af allvöru í þeim anda að ekkert það sem við komum fram með hafi noMcra þýðingu nema því aðeins að bandamenn okkar í Evrópu styðjii það fúslega, sagði Kissilmger. Við ætlum ekki að hefjast handa á þeim grundvelli að við vi'tum bezt og til þess að grafa undan einingu Evrópu heldur til þess að efla 'hana, bætti hann við. Hann ítrekaði að Bandaríkja- menn teldu sig ekki bundna af ákveðinni dagskrá eða tímasetn ingu ti'l þess að ná samkomulagi um þau aitriði sem þeir hefðu áhuga á. Aðspurður um horfur á fundi æðsitu manna Evrópu og Ame- riku sagði Kissinger að þær kæmu betur í ljós í jútí þegar nokkrar þeirra umræðna sem væru á döfinni yrðu haldnar. Hann vildi ekki útiloka að „topp fundur“ yrði haldinn í haust, en kvað of snemmt að segja nokkuð um það. Kissiniger kvað áhuga Banda- rikjamanna á toppfundi byggjast á árangri viðræðnanma sem væru framundan, að Frakkar væru eitt hvað tregari, en Bretar og Þjóð- verjar nær sjónarmiðum Banda- ríkjamanna. Hins vegar kvað hann Bandarílkin ekki vilja þjarka um boppfund, hvort halda ætti slikan fund færi eftir því hvort gagn yrði af honum. Kissinger var inntur nánar eft ir meginregTum Atlantishafsyfir- lýsingarinnar, sem hann sagði aö undirbúningsviðræður hefðu far ið f.ram um Við nokkur lönd, en sagði að þær mundu skýrast: þeg ar viðræðurnar um þessi mái væru kominar lengra á veg. Hann kvaðst telja iíklegt að væntanlegur toppfundur yrði sjáiifstæður, en ekki á vegurn NATO eða EBE, en tök fram að það hefði etoki verið ákveðið. Hann lét í ljós undrun á spurn- inigum um mál sem hefðu ekid verið ákveðin. Hamn sagði að viðræður um toppfundimn yrðu sennilega haldnar við aðildair- lönd NATO og EBE. Pólitiskar viðræður sagði hann að faaru fram eftir diplómatískum leið- um, viðræður um viðskipti og varnir innan hlutaðeigandi sa*n taka. Auk þess yrðu tví'hliða við ræður og svo væri uppi hug- mynd um fund aðstoðarutanrík- isráðherra. Ziegler blaðafuHtrúi hafði áð- ur sagt að Kiissinger gæti svwr- að tveimur spumingum að lokum og er hér var kornið sagði hamn „Þakka ykkur kaariiega fyrir". Bn þá kom fram fyrirspum firá Mabthíasi Joharunesscn ritstjóna: Sp. — Þér hafið talað um stór- veldin, en þér hafið ekki minrrzt á smáríkin. Núna eruð þér á ís- landi. I fyrsta lagi, veiit fonsett Bandaríkjanna að Bretar eiru að skjóta íslandi út úr NATO og hvað ætlar hamn að gera í því? Ég er frá stærsta blaðinu á 1»- landi. Dr. Kissinger: Ég Skildi spum- inguna, sem hljóðaði, skilja Bandaríkin að skothríð .... Sp. — Nei, .... rikisstjóm yð ar að Bretar séu að skjóta Is- landi út úr NATO vegna fram- ferðis þeirra á íslandi og hvað ætla Bandaríkjamenn að gera við því? Dr. Kissinger: Bandarikin gera sér grein fyrir viðsjánum sem eru milli Bretlands otg Is- lands eLmmitt um þessar mundir. Forsetanum gafst færi á að ræða þetta mál í gær við forseta yð- ar, forsætisráðherra og utanrik- Lsráðherra sem gerðu mjög góða grein fyrir málstað íslendinga og mjög skelegglega. Ég tel að það sé ékki viðeig- andi í tilefni heimsóknar sem ec farin til Islands í þeim tilgaingi að ræða við Frakka, að Banda- ríkin taki formlega afstöðu til þessarar deilu. En ég vil taka fram að okkur þykir sárt að tvær góðar vinaþjóðir okkar eiga í þessari deilu, að við vonum ein læglega að hana verði hægt að leysa í bróðerni og að við mun- am gera okkar bezta til þess að stuðla að jákvæðri lausn. Þar með lauk blaðamamna- fuindi Laust fyrir kl. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.