Morgunblaðið - 09.06.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.06.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1973 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. C'regnir, sem berast frá * Brússel, benda til þess, að æðstu forsvarsmenn At- lantshafsbandalagsins vinni nú ötullega að því að fá Breta til þess að hverfa á brott með flota sinn af íslandsmið- um. Vitað er, að Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsiris, hefur mjög beitt sér í málinu síðustu daga með margvíslegum hætti og talið er, að hann muni næstu daga eiga mikil- vægar viðræður við háttsetta stjómmálamenn í aðildar- ríkjum bandalagsins í því skyni að skapa skilyrði til lausnar landhelgisdeilunni. Ljóst er, að í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalágsins ríkir skilningur á stöðu íslands í landhelgismálinu og vilji til þess að reyna að leysa deil- una. Á fundi varnamálaráð- herra bandalagsríkjanna í fyrradag kvöddu vamamála- ráðherrar Noregs og Dan- merkur sér hljóðs utan dag- skrár í byrjun fundarins og skoruðu á brezka vamamála- ráðherrann að kalla brezku herskipin heim án skilyrða. Utanríkisráðherra Noregs heldur því fram, að Luns, framkvæmdastjóri, ré þeirr- ar skoðunar, að fyrsta skref- ið eigi að verða heimköllun brezka flotans. Af fyrstu viðbrögðum í Brussel er ljóst, að vinsam- leg afstaða ríkir þar í garð íslands og íslenzks málstað- ar. En að sjálfsögðu verður að gefa Atlantshafsbandalag- inu nokkurt svigrúm til þess að athafna sig í málinu. Það er vissulega alveg rétt, sem sagði í forystugrein Tímans í fyrradag: „Gangur mála hjá alþjóðastofnunum er yfirleitt þannig, að meðferð þeirra tekur sinn tíma, jafnvel þótt um aðkallandi mál sé að ræða. Glöggt dæmi um þetta eru vinnubrögðin hjá Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna er ekki ósann- gjamt, þótt Nato sé ætlaður einhver tími til að koma fram þeirri kröfu íslendinga að fjarlægja brezku herskipin úr íslenzku fiskveiðilögsög- unni, en fyrr geta íslending- ar ekki tekið þátt í neinum viðræðum um bráðabirgða- samninga við Breta.“ Það er, Þórarinn Þórarins- son, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, sem með þessum orðum vill vara við of miklu bráðlæti í garð At- lantshafsbandalagsins og ber að fagna því, ekki sízt vegna þess, að af hálfu einstakra talsmanna ríkisstjórnarinnar hafa verið settar fram ósann- gjarnar kröfur um, að At- lantshafsbamdalagið fái því framgengt innan örfárra sól- arhrimga að Bretar komi sér á brott. Sá stuðningur, sem fram hefur komið innan Atlants- hafsbandalagsins við rétt- mætar kröfur íslendinga um að brezku herskipin hverfi á brott, sýnir svo ekki verður um villzt, að mikil vinsemd ríkir í garð okkar innan bandalagsins. Og við skulum heldur ekki gleyma því, að þótt brezk stjómvöld og tog- araeigendur svo og togará- sjómenn, séu okkur andsnún- ir í landhelgismálinu, hefur stuðningur við málstað fs- lands einnig komið fram í Bretlandi. A.m.k. þrír brezk- ir þingmenm hafa tekið upp hanzkann fyrir íslendinga og ráðlagt brezku stjóminni að kalla herskipin heim. Svip- aðar kröfur hafa komið fram frá einstaklingum í Bret- landi í lesendabréfum brezkra blaða. Vinátta og stuðningur í okkar garð í Bretlandi er mikið ánægjuefni. Atlants- hafsbandalaginu og brezku ríkisstjórninni verður að vera það ljóst, að fslendingar standa einhuga að baki þeirri kröfu, að floti hennar hátign- ar verði kallaður á brott. Það voru hörmuleg mistök hjá brezku stjóminni að senda flotann inn fyrir 50 milna mörkin og þau mistök þarf að leiðrétta hið allra fyrsta. Forsætisráðherra og utanrík- isráðherra hafa lýst yfir því, að tilboð þau, sem íslending- ar hafa gert Bretum, standi. Þessar yfirlýsingar hafa báð- ir þessir ráðherrar gefið, þrátt fyrir andstæð ummæli Lúðvíks Jósepssonar. Ljóst er, að orð forsætisráðherra og utanríkisráðherra hljóta að standa í þessu efni. En það geta engar samningaviðræð- ur hafizt á ný fyrr en her- skipin eru á brott. Það verða Bretar að gera sér ljóst og þeir verða að fjarlægja her- skipin án nokkurra skilyrða. íslendingar láta ekki kúga sig til hlýðni eða að samn- ingaborðinu. Hins vegar fer ekki á milli mála, að í síðustu samningaviðræðum bar svo lítið á milli, að góð von ætti að vera um samninga, þegar menn taka á ný til við samft- ingaviðræður. En forsenda þess, að svo megi verða, er skilyrðislaus heimköllun brezka flotans. Fyrstu viðbrögð Atlants- hafsbandalagsins í málinu lofa góðu. Nú vænta íslend- ingar þess, að viðleitni banda- lagsins beri árangur og að herskipin brezku hverfi á braut. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ 0G FLOTAÍHLUTUN BRETA Ingólfur Jónsson: Fáum ekki notið góðærisins sem skyldi vegna verðbólgu Segja má, að góðasri hafi verið hér á landi sl. 3 ár og einnig það, sem liðið er af þessu ári. Þótt þorskafli hafi minnkað að undanfömu, hafa aðrar fisktegundir bœtt það upp, sérstaklega loðnu- afli, sem hefur aukizt mikið. Verðlag á sjávarafurðum fer stöðugt hækkandi og er nú næstum því þrefalt hærra en það var fyrir fáum misser um. Otfiutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukizt milli ára um 11—13% siðustu ár. Er líklegt, að aukning verði talsvert meiri á yfir- standandi ári, vegna mikillar hækkunar á sjávarafurðum. Það mætti því ætla, að af- koma sjávarútvegsins sé góð, ef miðað er við ytri aðstæð- ur. En skoðanir manna munu vera skiptar um það, og skal ekki að þessu sinni rætt frek ar um afkomu sjávarútvegs- ins. Iðnaður er ung at- vinn'Ugrein á Islandi, en hef ur eflzt í seinni tið, og veit- ir nú þúsundum manna at- vinnu. Hefur verið ánægju- legt að fylgjast með því, hvemig ýmsar iðngreinar hafa þróazt á stuttum tima. Má meðal annars nefna skipa smíði, ullar- og skinnaiðnað, fisk- og kjötiðnað, húsgagna- smiði og margt fleira. Islenzk ar iðnaðarvörur hafa farið á erlendan markað og lík- að þar mjög vel. Hefur út- fiutningur iðnaðarvara farið vaxandi í seinni tið, en grund völlur að auknum útflutningi var lagður sérstaklega árið 1970 með aðgerðum fyrrver- andi iðnaðarráðherra, Jóhanns Hafstein. Iðnaðarvör ur voru fluttar út í auknurn mæli 1971 og 1972, með sæmi lega hagstæðu verði. Útflutn ingsverðmæti iðnaðarvara var 1164 millj. króna án áls á s.l. ári. Vegna kostnaðarverðbólgu hefur samkeppnisaðstaða iðn aðarins versnað bæði innan- lands og á erlendum mörkuð um. Nú ríkir ekki lengur sú bjartsýni í iðnaðinum, sem var almenn árið 1970, og hélzt aðeins stuttan tíma eftir það. Það verður mikið tjón fyr- ir þjóðarbúið ef iðnaðarfram leiðslan dregst saman, og ef íslenzkar iðnaðarvörur, sem uppfylla gæðakröfur, eru ekki seljanlegar fyrir kostn aðarverð. Fjölbreytni í atvinnulifinu er nauðsynleg til þess að at- vinna geti verið trygg og Mfs kjörin góð. Á undanförnum árum hefur mikið áunnizt í þvi að auka fjölbreytni at- Vinnulífsins. Segja má, að nýjar atvinnugreinar hafi fest rætur í þjóðfélaginu, sem veita mikla atvinnu og auka þjóðartekj urnar. Það er nauð synlegt að halda þannig á málum að ekki verði aftur- för í þeim efnum, heldur verði áfram unnið að þvl að efla atvinnuvegina og koma upp nýjum arðbærum at- vinnurekstri. Landbúnaðurinn á mik- ið undir sól og regni og hag- stæðu tíðarfari. Ef árferðið er gott, verður framleiðslan öruggari og ódýrari. Þegar vel árar, ætti hagur bænda að verða góður, eins og hiut- ur þeirra hlýtur að veráina, þegar illa árar. Á kulda og kalárunum kom þetta greini- lega í ljós. En viðskiptakjör verðlags og efnahagsmála hafa einnig mikil áhrif á af- komu landbúnaðarins. Land- búnaðurinn er ekki aðeins framleiðsluatvinnu- vegur, heldur einnig fjöl- breytt atvinnugrein, sem er háð aimennum viðskiptakjör um, kaupgjaldi og verðlagi á rekstrarvörum ekki siður en á búvörum. Ef kostnaður við búvöruframleiðsluna vex úr hófi frarn, getur orðið erfitt að fá fullt kostnaðarverð fyr ir búvörumar. Landbúnaðurinn býr við óbreyttan verðgrundvöll á búvörum frá 1. sept. 1970. Lögum samkvæmt átti endur skoðun að fara fram 1. sept. 1972. En því hefur verið frestað um eitt ár, eða til 1. sept. n.k. Þótt vel hafi ver- ið gengið frá verðlagshlið- inni 1970, og þótt lög um verð lagningu á búvöru frá 1966 séu bændum góð trygging, ber eigi síður að viðurkenna, að verðbólgam hefur raskað mörgu til óhagræðis fyr- ir bændur, sem notað var til viðmiðunar 1970. Það er oft sagt, að bænd- ur séu tekjulægsta stéttin í þjóðféiaginu. Þegar þetta er sagt, er miðað við meðaltal yfir landið. Smábúin og bú- rekstur við léleg skil- yrði dregur að sjálfsögðu nið ur meðaltalið. Þegar viðreisnarstjórnin komst til valda 1959, var hag ur bænda ekki góður. Þá báru bændur minma úr bít- um en aðrar stéttir, sem tekj ur bænda áttu að miðast við. Þá fengu bændur ekki fullt verð fyrir þær vörur, sem fluttar voru á erlendan mark að og seldar á lægra verði en innanlands. — • — í ársbyrjun 1960 voru sett lög um verðtryggingu á út- fluttri búvöru. Var það mik- iil hagur fyrir bændur og hef ur gert fært að borga síðan fullt verð flest ár fyrir alla búvöruframleiðsluna. Á ár- unum 1960—1965 og einnig mikinn hluta árs 1966 var góðæri. Heyfengur var mik- ill og afurðir í meira lagi. Þá spillti kostnaðarverðbólg an ekki góðærinu, en hagur bænda fór mjög batnandi. Árið 1965 fengu bændur sambærilegar tekjur og verkamenn, sjómenn og iðnað armenn, sem höfðu góð- ar tekjur á þvi ári. Meðan kalið og kuldinn var ráðandi á árunum 1967, 1968 og 1969, minnkuðu tekjur bænda af eðlilegum ástæðum. Strax þegar árferðið batnaði árið 1970, varð mikil breyting á hag landbúnaðarins og tekj- ur bænda fóru hækkandi. — • — 1 greinargerð, sem lögð var fram á aðalfundi stéttarsam- bands bænda árið 1971, kom í Ijós að nettótekjur bænda höfðu hækkað um 46% árið 1970. Var þetta að mestu að Ingólfur Jónsson þakka bættú Mðarfari og einnig að nokkru leyti bætt um verðgi-undvelii búvöru. Á árinu 1970 minnkaði tekju bilið mikið, sem talið var að væri á milli bænda og þeirra stétta, sem tekjur bænda miðast við. Tekjur viðmiðun arstéttanna höfðu aukizt miun minna en tekj-ur bænda. Ár- ið 1971 og 1972 var tíðarfar gott, heyskapur í betra lagi og afurðir búanna yfirleitt miklar. Verður því að ætla, að hagur bænda hafi fa-rið batnandi þessi ár. En þó virðist mikið á vanta til þess að það sé sambærilegt við árið 1970. Formaður Stéttarsambands bænda hefur sagt í blaðavið tali að tekjubilið milli bænda og annarra stétta, hafi ekki minnkað árið 1972, þótt ár- ferði haifi verið í bezta lagi. Tæplega þarf við þvi að bú- ast, að breyting verði til batn aðar á þessu ári. Bru marg- ir hræddir u-m, að kostnaðar verðbólgan hafi -slæm áhrif á afkomu landbúnaðarins og dragi mjög úr þeim árangri, sem gott tíðarfar gæti gefið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.