Morgunblaðið - 09.06.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1973
17
GÍSLl J. ÁSTUÓRSSON EINS OG MÉR SÝNTST
Sælustundir
i Síberíu
t>að verður gaman að vita
hvort Rússum tekst að vimda
sig gegnum ein þrjátíu ár í
kvi'kmyndasögu sem á að ger
ast eftir byltinjguna án þess
að vikja einu orði að þeirri
staðreynd að tímabilið sem
þarna greinir frá var eitt-
hvert það blóðugasta og misk
unnarlausasta sem um getur í
allri heimssögunni. Þeim sýn-
ist þó ætla að takast það. Ég
á við rússnesku framhalds-
myndina „Skuggamir
hverfa" sem sjónvarpið sýn-
ir okkur um þessar mundir,
en fjórum þáttum (af sex má
ég segja) er nú lokið og sá
fimmti verður borinn fyrir
okkur á þriðjudagskvöld.
Þetta skeytingarleysi um
hörmuleg örlög milljóna
karla og kvenna er þeim
mun merkilegra sem sagan er
látin gerast í sjálfri Siberiu,
landinu þar sem sagnfræðing
um ber saman um að mitljón-
ir fangabúðaþræla hafi bor-
ið beinin undir Staiin, þó
að menn séu að visu ennþá
að pexa um það hvort þessi
tala hafi verið milljóninni
hærri eða lægri, eins og það
skipti öllu máli hvort líkköst
urimin sem Stalin hlóð sér
hafi verið á hæð við Everest
eða „einungis“ á borð við
hæstu tindana í nágrenninu.
Svo skelíileg var ógnar-
stjórnin að sögn sjónarvotta
að um árabil var það til dæm-
is svo i Moskvu að mesta
mein.leysisfólk hafði gjaman
ferðatösku við höndina með
hlýjum fatnaði í og öðru því
nauðsynlegasta, svo að það
gæti þrifið þetta með' sér fyr-
irvaralaust þegar næsturgest
ina í svörtu bilunum bar að
garði og þessar hundeltu
manneskjur hurfu inn í fang-
elsismyllu einræðisherrans og
þaðan upp í gripavagnana
sem sáldruðu þeim að lokum
út um gaddavírsríkd harð-
stjórans þar sem segja má að
fangabúðirnar hafi varðað
hvern einasta troðndng rétt
eins og leiðarstikurnar
fylgja vegunum okkar héma
uppi á heiðunum.
Svo ótölulegan fjölda
karla og kvenna gleyptu þess
ar fangabúðir að það má
ganga út frá því sem visu að
margt af því fólki sem við
sjáum nú í „Skuggarnir
hverfa" hafi átt ættingja sem
gistu þessar slóðir sem mynd
in gerist á, en að vísu ekki
sem þeir þrautseigu og fórn-
fúsu og stundum næsta fárán
legu brautryðjendur sem þar
eru leiddir fram, heldur á
bak við gaddavír fangastí-
unnar og undir byssukjöftum
varðmannanna: þrautpdndir
vesalingar eins þess ógnarleg
asta refsi- og efnahagskerfis
sem nokkru sinnd hefur ver-
ið stofnað til á jörðinni.
Ég verð að játa að ég
fylgist með þessum tilbún-
ingi í sjónvarpinu af talsverð
um áhuga. Það skal þó strax
tekið fram að mér finnst
myndin ekki spennandi (ef
hún átti að vera það) né
stoemmtitog (ef sú var mein-
ingin) né vel gerð (ef það
vakti fyrir einhverjum) né
einu sinni að hún sé sértoga
vel toikin (ef maður er dóm-
bær á þá hluti þegar málið
er manni svo fjarræmt að
maður veit ekki hvort sögu-
hetjan er að bera upp bón-
orðið við hugprúðu stúlkuna,
eða hvort hann er að skipa
henni að hypja sig út í fjós).
Og þó er myndin svo for-
vitnileg að ég er staðráðinn í
að þrautoa hana til enda. Það
er nefnitoga eins með „sögu-
legar“ kvitomyndir eins og
svonefndar ævisögur að þær
eru stundum merkilegastar
fyrir það sem þær nefna
aldrei. í þessari mynd um
óstoaland öreiganna er svo
vandtoga sneitt hjá öllu því
sem kynni að varpa skugga á
dýrðina, að eins og ég hef
þegar tekið fram þá er nú bú
ið að sýna manni i orði
kveðnu góða tvo áratugi af
lífi þessa fólks þama austur
í Síberíu, og ekki í eitt ein-
asta skiptd hefur einu sinni
hrokkið upp úr þorpsbjálfan
um að allt landið var um þess
ar murndir nær samfelld fanga
kvi, vestan frá Úralfjöllum
og þvert yfir til austur-
strandarinnar og meira að
segja lika út í heleyjar Is-
hafsins.
f rauninni er þetta maka-
laus mynd — þó að hún sé
það óvMjandi. Hún er mynd
af ritskoðun og hugsana-
gæzlu og þrautútfærðum
heilaþvotti. Hún sýnir okk
ur hvernig hægt er að for-
heimska heila þjóð, að taka
innan úr henni. Á sumum
sviðum veit þessi ódrepandi
þjóð nánast allt: litið á vopn
in sem hún ræður yfir og
gleymið ekki afrekum geim-
faranna. Á öðrum sviðum hef
ur hún verið svipt bæði sjón
og heyrn; hún er nátttröll á
atómöld.
Eini sannleikurinn sem
rússneska framhaldsmyndin
í sjónvarplnu hefur að geyma
er na'fnið. Boðskapurinn um
„alræði öreiganna" týniist í
skrumi áróðursvélarinnar. f
„Skuggamir hverfa" hafa all
ir skuggarnir verið vandlega
afmáðir og þess vegna ber
hún nafn með rentu.
Eigin dagvistunarstof n-
un i 192 ibúða blokk
— reka barnagæzlu fyrir 56 börn
Byggdngasamivinnufélag atvinnu
bílstjóra, sem er að byggja 192
ibúða blokkhús, að Asparfelli 10
i Breiðholti, hefur tekið upp þá
nýjung að gera ráð fyrir dag-
vistunarstofnuniun á fyrstu hæð
í einu stigahúsinu og verða þær
sameign íbúa hússins og reknar
af húsféiaginu.
Þarna er gert ráð fyrir tveim
ur deiiduim, þ.e. dagheimili, sem
getur teklð 16 börn alian dag-
inn, og leikskóla, sem er tviskipt-
ur, þannig að 20 börn verða i
hvorum flokki, fyrri og síðari
hluta dags. Alls verða þarna því
dagvistunarstofmnir fyrir 56
böm. Lanigmestur hluti fólksins,
sem verið er að byggja vfir í
þessu húsi, er ungt fólk að byrja
búskap og því verður næg að-
sókn, að minnsta kosti til að
byrjia með úr húsinu, að þvi er
Sigurður Flosason hjá byggingar
samvinnufél'ag'nu tjái Mbi. En ef
síðar verður ónóg aðsókn, verð-
ur hægt að taka böm anmars
staðar frá.
Húsið er í byggingu og er ráð
gert að dagvistunarstofniunin
taki ttí starfa haustið 1974. Sam
kvæmt nýjum lögum um barna
heimili er gert ráð fyrir að rik-
ið greiði helming stofnkostnaðair
og 30% af reksturskostnaði dag
heimtía og 20% af rekstri toik-
skóla. Sagði Sigurður, að búið
væri að sækja um það framlag,
sem þeir teldu sig eiga rétt á,
ein reglugerð væri ekki komin út.
Að öðru leyti er þessi dagvistum
arstofnun eign íbúanna í húsinu,
sem fjármagna hana um leið og
þeir byggja sínar íbúðir. Fetíur
hún inn i byggingarkostnað og
til ibúðaeigemda í réttum hlut-
föllum.
Sigurður Flosason útskýrði fyr
irkomulag, sem er þannig að þeg
ar byggingarsamvinnufélagið var
orðið of stórt, þá var því skipt
þannig að húsfélögin eru deildir
í félaginu. Þannig er þetta hús
við Asparfetí með 192 íbúðum
sérdeild í félaginu. Þar sem um
svo stór hús er að ræða, er ætlun
in að ráða húsvörð, sem sér um
húsið og reksturinn á þvi. Meira
er um sameiign en dagvistumar-
stofnunina eina, sem er 270 fer
metrar að flatarmáli. 1 einu hús-
imu er t.d. sameign, 500 ferm.
rými, sem leigt er út og í hverju
hinna stigahúsanna fjögurra er
líka sameignarrými. Mun hús-
vörður eða framkvæmdastjórt
hússins, sjá um allan þennan
rekstur, en forstöðukona verður
ráðin fyrir dagvistunarstofnan-
imar og sér hún um starfrækslu
bæði dagheimtíisins og leikskói-
anna, en ræður sér starfsfólk. Er
áætlað að þurfi 4 stúlkur^ fyrir
utan hana, auk fólks i eldhús.
Þetta er í fyrsta skipti sem
slíkar dagvistunar^Jofnanir eru
settar upp í sambýlishúsum og
reknar af íbúunum.
Með hamingj-
una að veði
Skyldu ekki ftestir foreldr
ar einhvera tima standa yfir
rúmi sofandi barns síns, velta
fyrir sér framtíð þess og gefa
þvi faltegar óskir í veganesti.
Hvað sjáum við faltogra en
andlit saklauss sofandá barns.
Al'lir hafa jafna stöðu í upp-
hafi, því ötí byrjum við sem
saklaus böra. En hvers vegna
eru svo margir óhamingjusam
ir og með syndabakka í för-
um? Hvar á lífsleiðinni og
hvers vegna fómar fólk ham-
ingjunni? Hvar og hvers
vegna, það eru spurningar,
sem þráláttoga eru settar
fram, en alltaf verður jafn
stirt um svar. Við vitum þó
hvað veldur mestu óhamingj-
unni, það er áfengið. Það er
merkitogt, hve margir fóma
hamingjunni á altari vínbúð-
anna og „kaupa“ sér óham-
ingju fyrir vikuhýruna.
Til að forðast drykkjulæti
ungliniga um hvítaswnnuna
er skipulagt mikið mót í
Þjórsárdal. Drykkjulæti skap-
ast ekki nema unga fólk-
ið hafi áður getað viðað að
sér góðu magni af víni, en
samkvæmt lögum á það ekki
að vera hægt fyrir 20 ára og
yngri.
Á síðasta ári fór 15 ára
stjórnarmeðlimur Sambands
bindindisfélaga í skólum i vin
búð og keypti áfengi án
nokkurra hindrana. Forsætis-
ráðherra var gefin flaskan.
Árið áður fór 19 ára félagi Is
tonzkra ungtemplara og
keypti áfengi. Ektoi var það
erfiðara það árið. Sú flaska
var afhent ráðuneytisstjóra
dómsmálaráðuneytisins. Fyr-
iir notokru sagði fram-
kvæmdastjóri áfengisverzlun
arinnar að útálokað væri fyr-
ir unglinga undir lögaldri að
fá afgreitt vin á útsölustöð-
um ÁTVR. Mér þykir toitt að
þurfa að segja að fram-
kvæmdastjórinn hefur ekki
rétt fyrir sér. Fyrir nokkru
stöðvaði ég ungan pilt fyrir
utan vlnsölu og spurði hann,
hvort hann vildi bjór í tond-
ið. Hann svaraði að bragði,
„nei, ekki á meðan það er
svona auðvelt að kaupa ván.“
Ég vtí ekki álasa af-
greiðslumönnunum, það væri
að hengja bakara fyrir smið.
Þeir vinna vjð óviðunandi að-
stæður. Búðin er full af fólk-i,
sem bíður óþolinmótt eftir af
greiðslu. Afgreiðslumennirn-
ir hafa ekki undan við að af-
greiða, hvað þá að þeir geti
beðið annan hvern roann um
að sýna skírteiná.
Lausnin liggur ekltí í þvi
að afgreiðslumennimir hafi
eftirlitið, heldur verður að
krefjast skirteinis við dyrn-
ar. Það þarf ekki að vera
kostnaðarsamt að breyta inn-
gönigunni í búðinnar, og ef
einn maður annaðist eftirlit
við dyrnar létti mikið á þeim
er fyrir innan borðið standa.
Sagt hefur verið, að ef
unglángar undir 20 ára aldri
fái ektoi lengur vin á hinum
„löglegu“ stöðum, fari leyni-
vínsalarnir að dorga x feitu
og mata krókinn. Það að
vera leynivínsali og selja
unglingum vín á upp-
sprengdu verði er eitt það
auvirðitogasta starf, sem
nokkur maður getur lagt fyr-
ir sig. Það eru menn, sem eiga
efalaust erfitt með að horfa á
saklaust barn í svefni, þeir
hljóta að llta undan, sam-
vizkan segir til sín.
Ef itígresið á ekki að
drepa gróðurinn verður að
reyta það. Auka verður eftir-
lit með toynivinsölum að
miklum mun. Nota á sömu að
ferð og hefur gefist svo vel í
baráttunni við Bretann,
taugastrið, gefa þeim aldrei
frið og toyfa þeim aldrei að
vera öruggum.
Það getur verið, að það séu
skiptar skoðanir um það, að
hægt sé að banna 18—20 ára
unglingum að kaupa áfengi,
en við verðum að gera okk-
ur grein fyrir þvi, að á með-
an lagagreinin er fyrir hendi
verður a% róa að því ötíum ár
um að framfyigja henni. Það
eitt að vera ósammála lögun-
um skapar engan rétt til að
brjóta þau eða viája ekkí
framfylgja þeim.
Sveinn H. Skúlason.