Morgunblaðið - 09.06.1973, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.06.1973, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ..7 ' r RDAGUR 9. JÚNl 1973 t Dóttir okkar, móðir, systir, tengdamóðir og amma, KRISTlN SIGURÐARDÓTTIR, andaðist að heimili sínu Njálsgötu 48 A 7. þ. m. Jónína Guðmundsdóttir, Sigurður H. Ólafsson, _____og aðrir aðstandendur. t Bróðir minn, SVEINN FERDlNANDSSON, véivirki, Framnesvegi 65, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 7. júní siðastliðinn. Fyrir hönd barna hans og annarra fjarstaddra ættingja Egill Ferdínandsson. t JÓN ASMUNDSSON frá Norðtungu Þverárhlíð, til heimilis að Presthúsabraut 22, Akranesi, aodaðist í sjúkrahúsi Akraness 7. júní. Vandamenn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. JÓNS GUNNARSSONAR, Hrauni Garðahreppi, fer fram frá Bessastaðakirkju þriðjudaginn 12. júní n.k. k1. 2 e. h. Hólmfríður S. Bjömsdóttir, Gunnar Bjöm Jónsson, Gunnar Bjöm Gunnarsson, Guðríður Jónsdóttir, Benedikt Sveinsson. Sveirm Benediktsson, Jón Benediktsson, Bjami Benediktsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS MAGNÚSSON, skipstjóri, Vesturbraut 13, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 13. júni kl. 14. Þorbjörg Magnúsdóttir, Asthildur Magnúsdóttir. Magnús A. Magnússon, Ragnheiður Hadda Cummings, tengdaböm og bamabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN SIGURGEIRSSON, rakarameistari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. júní kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Blindrafélagið og Félag fatlaðra og iamaðra. María Sæbjömsdóttir, Söfn Sigurjónsdóttir, Erlingur Reyndal, og bamaböm. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR FRIÐRIKSDÓTTUR RYDEN Carl Ryden. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andl&t og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, tengda- dóttur og ömmu, RAGNHILDAR JÓSAFATSDÓTTUR Sigurður Agústsson, Didda McClintock, Jack A. McClintock, Hilmar Sigurðsson. Hallgunnur Skaptason, Esther Sigurðardóttir, öm Guðmundsson, Lilja Guðjónsdóttir og bamaböm. Karl B. Stefánsson — Minningarorð Fæddur 25. nóvember 1918. Dáinn 1. júni 1973. Hann var fæddur í Hrísum í Fróðárhreppi, sonur hjónanna Kristínar Sigurðardóttur og Stefáns Jónssonar, er þar bjuggu lengi. Karl var næst elzt ur ellefu systkina, það var mannvænlegur og glaðlyndur hópur, er þar var að vaxa úr grasi, og eru nú níu þeirra á lífi. Á þeim tima er þessi systk- ind voru t.ð alast upp, var mik- ið afrek að koma svo sfórum bamahópd ti'l manns án allrar aðstoðar. Foreldrar þeirra voru miklar dugnaðarmanneskjur og þeim tókst þetta að vísu með hláfðarlausu erfiði og þraut- seigju. Faðir hans gerðl út trillu er róið var skammt frá heimili þeirra, ennfremtir reri hann oft á árabát haust og vor, sem þá var aigengt og snemma fóru elztu drengimir hans að fljóta með. Búskap rak hann með til heimilisnota. Karl tók þvi snemma þátt í störfum föður síns á sjó og landi, þar sem hann var elztur drengjanna. Þá þóttl sjálfsagður hlutur að ung- mennum væri haldið að vinnu sem þroski þeirra leyfði. En Karl var bráðþroska og fór furðu fljótt að vinna þáu störf sem kröfust raunar meiri þroska en hann hafði aldur til. Snemma kom í ljós að drengurinn var góðum há,nsgáfum gæddur, var þá aðeins um farandkennslu i bamaskólia að ræða, og því miður stóð kreppan þá yfir og engin ráð með framhalds- nám, en hann virtist mjog jafn- vígur á námsefni bamaskól t Þökkum imndllega auðsýnda samúð og hlrjttekningu við andilát og jarðarför, Sigrúnar Jónsdóttur, Prestsbakkakoti, Síðu. Þorbergur .lónsson og böm hinnar látnu. ans, og þótti einkum sterkur í stærðfræði. Var það án efa mik- i'll skaði að svo námfús og efni- legur nemandi ætti ekki kost á frekari menntun, sú var raunar saga margra á þeim tíma. Þeg- ar þessi kynslóð var á unglings- aldri var sú þjóðræknishugsjón, sem ungmennafélögin boðuðu, skýrari í vitund unga fólksins en nú, eða með öðrum hætti. Um miðjan fjórða áratuginn var end- urreist ungmennafélag þar í sveitinni sem hafði um nokkurra ára bil hætt allri starfsemi. Voru flestir meðlimir hins endur reista félags, unglingar sem höfðu enga reynslu í félagsmál- um. Karl varð strax mjög virk- ur í félagsstarfinu og varð fljót lega formaður félagsins, og var það unz hann fór að heiman. Þeir eigiinleikar er einkenndu hann alla ævi, komu fljótt í ljós í félagsstarfinu. Hann var fé- lagslyndur maður, djarfur, fljót ur að ná valdi á viðfangsefn- inu og var létt um mál, og var greinilega efni i góðan fundar- mann. Ekki undi Karl þvi að reyna ekki að afla sér einhverr- ar starfsmenntunar. Fór hann laust fyrir síðari heimsstyrjöld- Minning: Valgerður sen Vala okkar er dáin. Hún lézt í Tönsberg föstudag- inn 29. maí 1973. Vala fæddist i Auðsholti í Biskupstungum 22. ágúst 1896, dóttir hjónanna ÓJafíu Ólafsdóttur og Þórðar Magnússonar sem þar bjuggu. En Vala ólst upp hjá föðursyst- ur sinni og nöfnu Valgerði Magn úsdóttur í Gróf í Hrunamanna- hreppi. Sagði Vala mér það að hún hafi verið sér sem bezta móðir, enda skildu þær ekki fyrr en 1921, er Vala fór til Noregs. I>ótti það nú meira ferðalag en þykir í dag, en Vala var framsýn og viddi sjá slg um i heiminum. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ðmmu, MARÓLlNU GUÐRÚNAR ERLENDSDÓTTUR, Mávahlíð 17. Sgurður Halldórsson, böm, tengdaböm, barnaböm og barnabarnaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu mirmar, móður, tengdamóður og ömmu, MARlU FRIÐFINNSDÓTTUR, Asvallagötu 55. Óskar Sigurðsson, böm, tengdaböm og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lengafa, ÞORSTEINS F. ARNDAL, Vitastíg 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakots- spítala. Guðrún S. Arndal, Jónina Þ. Arndal, Guðbjartur Benediktsson, Sigurður Þ. Arndal, Steinþóra Þ. Arndal, Albert Þorsteinsson, Brynhildur Kristinsdóttir, Jón Gunnar Arndal, bamaböm og bamabamaböm. ina á hið minma mótornámskeið. Var síðan vélstjóri á bátum um hríð, unz hann tók síðar hið meira vélstjórapróf með mjög góðum árangri. Var nú sjórinn ennþá hans vettvangur, sem hann hafði raunar alizt upp Við, þótti okkur félögum hans og jafnöldrum Karls, skaði að tapa honum úr hópnum sem nú tók raunar að tvístrast, er alvara og annir fullorðinsáranna kölluðu að. Karl giftist Jenny Ásmunds- dóttur frá Neskaupstað, hófu þau búskap í Reykjavík í kriing um árið 1944, eignuðust þau sex börn, fjórar stúlkur og tvo drengi. Kari var talinn mjög vel fær vélstjóri og var í því starfi Framhald á bls. 21 Johannes- Hún vann við sauma í Osló, enda tíðkaðist það þá að stúlfkur iærðu til sauma. Árið 1926 giftist Vala Oskarl Johannessen, og settust þau að í Tönsberg, og bjó hún þar æ sið- an. Vala missir mann sinn árið 1962 og eftir það má segja að hún hafi skipt árunum á milii Islands og Noregs, þvi hún dvaldi alltaf veturlangt hjá syst- ur sinni og mági, Maríu og Ingi- mari í Skipasundi 86, Reykjavík. Var þar oft glatt á hjalla þvl Vala var hrókur alls fagnaðar, enda víðlesin og hafði frásagnar- gáfu svo af bar. Vala var svo handlagin að alit sem hún tók sér fyrir hendur var sem steypt í mót. Val'a min, það sannast sem mál tækið segir: Þar sem hjartarúm er, þar er nóg húsrými. ÞaO fundu landar þinir og aðr- ir sem sóttu þlg heim að Gutt- ormsgade 22, þar var alltaf nóg pláss. Vertu svo kært kvödd og guðl á hendur faldn, og hjartans þökk fyrir ailt og allt. Það mæli ég fyrir mina hönd og vina þinna á Fróni. Jónina Bjömsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.