Morgunblaðið - 09.06.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 09.06.1973, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1973 SAI BAI N Anne Piper: 1 Sncmma í háttdnn 1. JACK. Ég giftist þeim nú flestum áð ur en lauk. Það er skrítið að hugsa um það, svona eftirá, hvemig það b.yrjaði allt saman. Ég var svo tepruleg stelpu- skjáta, þegar ég missti foreldra mína 1930, að ég skil ekki í því enm, hvernig ég hafði manndóm í mér til þess að setjast að al- eim i Percystræti, í stað þess að fara til hennar May frænku í Putney. Ég býst við, að hefði ég gert það, hefði ég bara orðið yngri piparkeMingin þar og væri enn í litla húsinu, þar sem átta klukkur tifuðu í sifellu og slóu svo þess í milii allam lið- langan sólarhiringinn. Ég hafði atvinmu í búð í Ox- fordistræti, einni þessara stóru, og ég var vön að ganga þangað yfir Rathbonetorgið á hverjum morgni. Ég var alltaf klædd í svart og grátt, aískaplega skikk anlega, og með stóran, hvítan kraga. Þetta voru sorgarklæði til að byrja með og ég hélt áfram með þenman búnimg, af UM HEIM ALLAN ER ÞENNAN MIÐA AÐ FINNA A KORATROISl BUXUM, EINNIG ÞAR SEM ÞÉR KJÖSIÐ HELZT AÐ VERZLA pressed and shaped torever þvi hann gerði mig eitthvað svo dugnaðarlega, og ég vonaðist eftir að verða gerð að innkaupa stjóra. Þar sem ég bjó svo skammt frá vinnustaðnum, þurfti ég ekki að fara mjög snemma að heiman, og hafði þvi tírna til að laga til hjá mór og fara I búðir, áður en ég fór að heiraan. Bg var breykin af ibúð- inni minni, sem var ein stofa með einhvers konar þvottahúsi þar sem var eldavél og vaskur með einum krana. Einn morguninn kom ungur maður inn i búðina, með ein- hverjar teikningar undir hand- leggnum. Hann var hávaxinn og með þessi prakkaralegu brúnu augu, en bara of grannvaxinn. Ég var þá í karlmannafatadeild inni, næst dyrunum og hann gekk beint til mín og leit fast á mig. — Góðan daginn, ljóska, sagði hann, en mér líkaði ekki svona kveðja og svaraði þvi heldur kuldalega. — Get ég nokkuð gert fyrir herrann, sagði ég og hrtnglaði í hrúgu af lásnæium, rétt eins og ég væri önnum kafin. — Já, þakka þér fyrir. Segðu mér, hvert ég get farið með þessar teikningar. Br ekki ein- hver auglýsingadeild héma? Ég sagði honum það og hann fór, en eftir hálftíma var hann kominn aftur. „Öfuigur út um dyrnar,“ sagði hann glaðklakkalega. — Hvem ig væri að borða með mér kvöld mat og halda hátíðlega þriðju fýluferðina miina þessa vikuna? Hann studdi olnboganum á axlabandahrúgu og glotti til miin. Ég gat séð umsjónarkon- una koma, svo að ég svaraði og var snefsin: — 1 guðs bæn- um verið þér ekki með svona vit leysu! — Þetta skil ég eins og já, og þess vegna ætla ég að vera hérna við bakdymar þegar búð inni verður lokað, og svo rétti hainn úr sér og var horfinn út um dyrnar áður en ég gæti átt- að mig. Ég var alveg frá mér numin. Ég hafði aldrei áður farið út með ungum manni, og ég vissi ekki, hvort ég ætti að gera það, þar sem við höfum ekkert kynnzt öðruvísi en eins og þeg- ar er sagt. Ég vissi ekkert, hvem ég ætti að spyrja ráða, því að engin stúlknanna þama var eiginlega vinstúlka mín, og það þýddi litið að spyrja hana May frænku, sem hefði hiklaust sagt nei. Ég gat ekki staðizt þessi augu. Ég hugsaði um þau alian daginn. Þegar ég kom út, stóð hann við dyrnar og mér þótti vænt um öfundaraugun, sem hinar stelp- uirnar sendu mér, þegar ég stakk hendinni undir handlegg- inn á honum, rétt eins og við værum aldavinir. — Ja, óg verð bara að segja, að þú ert ekki ragur, sagði ég, um leið og við gengum framhjá Frascaiti. — Ég vildi, að ég gæti boð- ið þér hingað inn, sagði hann, þó að það væri nú ekkerí svar. — Satt að segja, héit hann áfiram, — þá vildi ég, að ég gæti boðið þér í kvöldverð, bara einhvers staðar. En sannleikur- í þýáingu Páls Skúlasonar. inn er sá, að þegar ég var að bjóða þér út í dag, stóð ég í þeirri trú, að ég ætti pundseð- il geymdan heima hjá mér en þegar ég kom heim, fann ég, að þar hafði mór skjátlazt. Ég Sleppti handleggnum á honum, og þama stóðum við og horfð- um hvort á annað. — Hvers vegna komstu þá? sagði ég. — Ja, ég vildi ekki láta þig halda, að ég hefði bara gleymt því. Ég vildi standa fyrir máli minu, svo að þú fengir ekki verra álit á mér. Ég hélt áfram að horfa á hann — hann var svo elskulega skrít- inn á svipinn. — Hvað heitirðu? sagði ég. — Jack. En þú? — Jenny. Hvað ætlarðu þá að gera, viðvíkjandi þessum kvöld mat? — Liklega fá okkur te og bollu i A.B.C. Ég hugsaði mig ofurlitið um. Fólkið hélt áifiram að strjúkast frambjá okkur, og stundum á milli okkar, en við stóðum þama rétt eins og við værum al- ein í öllum heiminum. Eftir nokkra stund sagði ég: — Ef þú vilt korna með mér, get ég gefið þér te -og bollu heima hjá mér. Það er hérna rétt hinum megin við homið. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Ljóðalestur í Útvarpi „Ljóðelskur maður" skrifar: „Velvakandi góður. Þetta er sennilega ekki í fyrsta skipti, sem minnzt er á það mál', sem mig langar nú til að gera að umtalsefni, en það er Tjóðalestur í útvarpinu okk- ar góða. Concord lySlflQ Concord loiTipÍ Hflfbúdin AuðbreKKu49. 4 2120. Við Islendingar erum allra manna snobbaðastir fyrir hvers kyns ljóðlist, hvort heldur það eru stökur og ýmiss konar „lát- laus“ kveðskapur eliegar þá há- alvarieg „póesía“. Þetta mjög svo indæla áhuga- mál okkar er að sjálfsögðu sett við háborð í fyrrnefndum fjöl- miðli, og er það vel. ' Hins vegar er meðferð þess- arar listgreinar ekki ailtaf með jafn ánægjiutegium hætti. Feng ið er fóik til þess a ðlesa upp að því er virðist sitt úr hverri átt innii og það aliltof oft fólk, hvers rödd ætti aldrei að beyr- ast, nema kannski í þess eigin öldhúsi. Til eru fjölmargir frábærir upplesarar. Sumír eru útlærðir leikarar og lesa þeir flestir mjög vel, þó með nokkrum und- antekningum. Ég vil undir- strika það, að til þess að njóta megi ljóðatesturs, er frumskil yrði að vel sé með farið. Mig langar til þess að minn- ast á það hér, að sá maður, sem mér finnst fara allra manna bezt með Ijóð í útvarpinu nú um þessar mundir, er mér vit- anlega ekki útlærður upples- ari. Þessi maður er Þorleifur Hauksson. Hrein unun er að hlýða á lestuir Þorieifs og vona ég, að við fáum að heyra sem oftast í honum í framitíðinni. „Ljóðelskur maður“.“ 0 Þjónustan við vírusinn Guðrún .Jakobsen skrifar: „Agæti Velvakandi! Mig langar að minnast á dlálítið málefni, þótt ekki fái eins rausnarlegan hljómgrunn og þorskurinn uim þessar mund ir, sem stendur hjarta „lítillar, vopnlausar smáþjóðar“ næst — eins og við tithim okkur sí og æ i landheligisstriðinu við hinn annars ágæta Breta, svo við liggur að þær reykvísku ung- frúr, sem enn ganga með reist spruð líkt og meistard Þórberg- ur orðar það svo listilega, legg- iat á alla fjóra. En hvað um það — vonandi mun þessi sam- einingarhvati, btessuð björgin í sjónum, tengja Mf þorsksims í bráð og lenigd, svo ekkd fari fyr ir honuim eins og síídinni forð- um. Nú, nú. Svo er mál með vexti, að hér í borginni er ein dáindis lagteg fuglabúð, sem búdn er að þrauka gegnum þykkt og þunmt á annan áratuig. — Og í öll þessi ár hefur maður arkað þangað vongóðiur inn, ég, þú tesandi góður, eða einhver ann- ar til að kaupa sér söngelskan smáfuigl, þvl ekki er gott að maðurinn sé einn — eða þá kjaftforan páfagauk, sem þó er ekki eins hættuiegur ann- arra manna gluggarúðum og pólitískir lýðæsingamenn. — Og alltaf mæta manni sömu teshlutirnir. — Allt fæst til lík- amsræktar og sportiðkana fuglsins, speglar, baðkör, rólur, rennibrautir og slár — vantar bara skíðin —. 0 Bannað að flytja inn „gæludýr“? Vissutega á búrfiugMnn ekki eins marga nána ættingja og ís- lenzki þorskurinn — samt sem áður. — Hvað veldur innflutn- ingsbanni heilhriigðisnefndar Reykjaviikur? Ég veit það ekki. — Vegir einnar nefndar geta verið öllu órannsakanlegri en alMr afleggjarar Drottins sam- anlagðir — því fuldyrði hún að hvitt sé svart, eims og til dæm- is drifaihvítur, tandiurhreinn smáfugl, þá er það lögfest, reglugerðm stimpluð, innsdigluð og fest upp á vegg um tima og eilífð. Amen. Nú langar mig til að spyrja ykkur, góðir hálsar, sem lesið þessar Mnur — og enga hlut- drægni sko. — Teljið þið fróð- an og skemmtitegan gauk i búri varasamari heimilisvírus en til dæmis tóbak og brenni- vin, skemmdar appelsínur, grænan silung, brúnt saltket, gamalt kex, ólseiigan „ung- hana“, eða svarta langreyði, sem tveggja fóta asnar innan við búðarborðið selja stundum fólki, sem nýtt og ósnortið edns og sjálfian meydóminn? Eða hvort mun istenzka kven- fólkinu hollara að gera gælur við snotran smáfugl, sem vask- ar sig tvisvar á dag, en fá kossageit af skítuigum strák? Já, frelsi vorrar frúar, íslenzku frúartnnar til að veija og hafna í hollustuháttum, er ekki að- e'ns klippt heldur skorið svo við nögl, að maður er stundum í vafa urn — ekki hver það er, heldur HVAÐ það er, sem held- ur um stjómvölin hér á Islandi í málefnum dýrelskandi fólks. Guðrún Jacobsen."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.