Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 13
MORGU'NBL/Ð Ð .i ..... GUR 13. JÚNÍ 1973 13 Vietnam: Samkomulag í dag? París og Saigon, 12. júní. AP—NTB. KISSINGER og Ue Duc Tho halda áfram viðræðum sínum á morgun, þar sem þeim tókst ekki að ná samkomulagi á 4 tíma fundi í dag. Kissinger kom í morgnn frá VVashington, þar sem hann ráðgaðist við Nixon forseta um málið og stóð flugvél hans í allan dag tilluiin til brott- ferðar á flugvellinum, en siðdeg- is var tilkynnt að brottförinni hefði verið frestað um óákveð- inn tima. Ekkert var látið uppi um viðræðurnar í Paris. Fréttaritarar segja að sam- komulagið sé næstum tilbúið til undirriitunar, en telja að það sem helzt standi í veginum sé and- staða Thieus forseta S-Vietnams. Thieu kallaði fuM'tnia sinn í Par- xs heim i dag tii skrafs og ráða- gerða. Skv. samkomulagi þessu eiga deiluaðilar í S Víetnam að leggja niður vopn 24 klukkustundum eftir að samkomulagið hefur ver ið undirrit. ð. Skv. því e.iga here- höfðingjar aðila að hittasit þar sem átök brjötast út tii að stöðva þau og verða svæðisstjómir deilu aðila afnumdar. f>es®i tvö atriði áttu að taka giidi þegar eftir und irritun vopnahléssamningsins 28. janúar, en S Víetnamar og Viet- eong hafa ekki getað komið sér saman um framkvæmd þeirra, raunar eins og margra arunarra atriði. Vonazt er t 1 að hægt verði að und rrita samkomulagið á morgun í fundarlok. Danska stjórnin riðar: Guð ogSASgeta bjargað lýst þvi yfir að harm muni ekk' greiða frumvarpinu atkvæði og þarf því stjómin að fá atkvæði Olssns, til að frumvarpið falli ekk'. á jöfnum atkvæðum. Talsmaður SAS i Kaupmanna- höfn sagði í kvöld að þota fé- lagsins, sem tekur 152 farþega væri fulibókuð frá Syðra-Straum firði og Olsen væri ekki meðal farþega. Þó sagði hann að hugs- anlegt væri að einhver af starfs- mönnum SAS myndi víkja úr sæti fyrir Oisen. Fiugvélin á að lenda á Kastrupflugvelli um kl. 14 að dönskum tíma og nær þá Oisen í tæka tíð til þinghússins til að greiða atkvæði. Gárungar í Kaupmannahöfn sögðu í kvöld að nú væru það aðe ns Guð og SAS, sam gætu bjargað stjórn- inni frá faili. Er þar átt við að veðurskilyrði við Grænland verði hagstæð svo að SAS-vél n geti lent og komizt burtu. 5% ÁNÆGÐIR MED STJÓRNINA 1 niðurstöðum Gallupkönnun- ar, sem kunngerð var í Dan- mörku á sunnudag, kemur fram að aðeins 5% Dana er ánægðir með stjórnina, 36% nokkuð ánægðir og 51% óánægðir. Hafa Danir aldre á sl. 12 árum verið jafn óánægðir með stjóm sina. Rændu flugvél með $400.000 í Himalaya Nýju Delhi, 12. júni AP. ÞRÍR vopnaðir menn rændu flugvél i Himalayaríkinu Nepal um helgina, neyddu flugmann- inn til að lenda á yfirgefnum flugvelli á Indlandi og komust undan með peninga að verðmæti rúmlega 400.00(1 dollara. Leit sem indversk yfirvöld gera að ræfningjunum er sögð ein sú víðtækasta sem heíur verið gerð á sáðari tímum, en hún hefur engciin árangur borið. Lögreglan segir að flugvélarránið hafi verið þrauts-kipulagt. Flugvélarræningjarnir voru Nepalborgarar og virðast hafa vitað um peningana sem voru fluttir með flugvélinni. FlugvöM- uri.n n sem lent var á er í frum- Skógi í Bi'harfylki og hefur Mtið verið notaður siðan hainn var gerður í síðari heimsstyrjöldiraii. 15 farþegar voru í flugvélinni og þá sakaði ekki. Flugvélin var í innanlandsflugi. Sáðast sást til flugvélaarræningj anna á hlaupum i frumslkógin'um með peningakassana. Peningamir voru í eigu Nepalbanka. W atergatemálið: Stans neitar allri vitn- eskju um málið Washington, 12. júní AP—NTB. MAURICE Stans, fyrrverandi viðsk iptaráðhejra Bandaríkj- anna kom í dag fyrir rann- sóknarnetfnd Öldungadeildar- innar í Watargatomálinu, eftir að lögfræðingi hans hafði mis- takizt að fá dómstól til að losa hann undan mætingarskyldu. Stans sagði fyrir nefindinni að hann hefði ekkert vitað um siímahleranir, eða brot á kosn- imgalögum. Hann sagði að hugsanlegt hefði verið um að ræða einhver óviljandi, minttii- háttar brot á kosningalögum, er kveða á um fjáröfliunarleiðir framlbjóðenda, en að öðru leyti hefði hann ekkert að segja nefndinini. Lögfræðingur Stans hafði reynit að komia í veg fyrir að skjólstæðingur sinn kæmi fyrir nefndina á þeim forsend- um að spurnimgar þar gætu haft áhrif á stöðu hans gagn- vart dómstáli í New York, þar sem mál hefur verið höfðað gegm honum í samibandi við leynilegar peningagjafir í kosn- ingasjóð Nixons. Nefndin féllst hiins vegar á að spyrja Stans efcki spurniniga í sambandi við það mál. Alrikisdómari í Washington. neitaði i dag að veirða við til- msalum Archibald Cox, sérstaks saiksóknara í Watergatemálinu um að bannað yrði að sjónvarpa beint frá yfirheyrslum öld- ungdeildarnefnidarinnar. Cox sagði a-ð hætta væri á að ýmis- legt kæmi fram í yfirheyrslum nefindarinnar, sem gæti útilok- að að hægt yrði að velja kvið- dómendur í samibahdi við máls- höfðanir, sem kynnu að rísa síðar vegna Watergatemálsins. Dómarinn, Sirica að nafni taldi sig ekki hafa vald til að banna beinar fréttaútsendingar. Sam: dómari tryggði í dag John Dean, fyrrverandi lögfræði ráðunauti Nixons forseta, að ekki yrði hægt að nota gegn hon um við réttarhöld, það sem hann kann að segja er hann kerour fyrir rannsóknarnefndina n.k. þriðjudag. Maurice Stans kemur aftur fyr.r nefndina i dag, mið- vikudag, og síðar um daginn J. S. Mogruder. Þegar Anna Bretaprinsessa var á ferð í V-Þýzkalandi fyrir skömmu hitti hún auðvitað unnusta sinn Mark Phillips, sem dvelnr í Þýzkalandí í brezka hemum. Hér sést Phillips kveðja unniistu sína með kossi á flugveliinum i Hannover. Kaupmannahöfn, 12. júnS. NTB. HEIMILDIR 1 Kaupmannahöfn seint í gærkvöldi, sögðu að m.k- ill spenningur ríkti nú í höfuð- borginni yfir því hvort Moses Ol- sen næði í tæka tíð f ra Graanlandi á morgtm, miðvikudaig, til að bjarga ríkisstjórninni frá falli í atkvæðagreiðsl'Uinni um nýju ibúðalögin. Þingmaðuæ jafinaðar- manna, Erhard Jakobsen, hefur Átta gervitungl Moskvu 9. júní. AP. TASS frétta-stofan tilkynnti á laugardag að að Sovétmenn hefðu skotið á loft átta Kos- mos gervitunglum með einni eidflaug. Fréttastofan sagði að skot- ið hefði gengið vel og gervi- tunglin, seæn eru númeruð 564 til 571, hefðu öll komizt á áætl aðar brautir. Um hlutverk gervituniglanna var ekki getið, nema hvað að þau væru á- framhald á núverandd geim- ranmsóknum. Óeirðir á Helsingjaeyri Kaupmannahöfn, 9. júnS. NTB—AP. ÓEIRÐIR brutnst út á Hels- ingjaeyri á föstudagskvöld, þegar unglingar réðust á tyrkneskan verkamann og kveiktu í bifreið hans, til að hefna fyrir morð á dönskum leigubilstjóra kvöldið áður. Annar tyrkneskur verka- maður hafði verið handtekinn og grunaður um að hafa fram ið morðið. Þegar lögreglan hugðist koma Tyrkjanum til hjálpar, réðusit unglimgamir gegn henni og bárust áflogin fljótt um götur bæjarims. Lög reglan varð að sækja liðsauka til Kau pmannahafnar til að geta bælt niður óeirðimar en unglingarniir köstuðu óspart bensáns'prengjum. Um klukk- an tvö á laugardagsmorgun tókst að koma á kyrrð en þá höfðu fjórtán verið handtekn- ir, en einn lögregluþjónn slas- aðist iilla er hann varð fyrir bensiínspiengj u. Hiroshima og Nagasaki mótmæla Tokyo, 9. júní. AP. POMPIDOU Frakklandsfor- seta bárust i dag mótmæli frá einu borgum heims, sem varp að hefur verið á kjarnorku- sprengjum, Iliroshima og Nagasaki, gegn fyrirhuguð- um kjaraorkutilraunum Frakka á suðurhluta Kyrra- hafs. And-kjarnorkuvopnanefnd Hiroshima, sagði í skeyti til forsetans að „sem fómarlamb sprengjunnar, mótmælum við frettir í stuttu máli með mestu vandliætingu fyrir- hugaðri tiiraun og krefjumst þess að henni verði tafarlaust aflýst." Svipuð skilaboð bár- ust forsetanum frá Nagasaki. Kína kaupir hveiti Washington, 9. júni. NTB—AP. SAMKVÆMT upplýsingum bandariska landbúnaðarráðu- neytisins hafa Kínverjar gert samning iim kanp á 2,5 millj- ónum lesta af hveiti og einni milljón lesta af maís frá Bandarikjunum. Afhending kornsins fer fram frá 1. júlí n.k. og stend- ur fram á næsta ár. 1 fyrra keyptu Kínverjar 1,2 milijón ir lesta af komi frá Bandaókj unum. Landbúnaðarráðuneyt- ið bendir á að aukning á korn kaupum Kínverja stafi ekki af aukinni þörf heldur hafi Bandaríkitn náð stærri hluta kínverska markaðarins. Orörómur um heim- sókn Sovétleiðtoga til Kairó Kairó, 10. júní. AP. SÁ orðrómur hefur farið vax- andi, að einhver sovézkra leiðtoga muni heimsækja Egyptaland í þessari viku, áð- ur en Brezhnev fer í hina op- inberu heimsókn sína til YVash ington þann 16. jiiní nk. Fékk orðrómurinn byr und- ir báða vængi þegar sovézki sendiherrann í Kairó átti fund með háttsettum egypzkum emhættismönnum sl. laugar- dag, en sendiherramn hafði síð ustu fimm daga átt tvo fundi með Sadat forseta Egypta- lands og Ismail, aðairáðgjafa Sadats um öryggismál. Sovézk og egypzk yfirvöld hafa neit- að að tjá si'g um frétt í eirvu egypzku dagblaðanna, þar sem gefið var í skyn að Pod- gomy, forseti Sovétríkjanna myndi fara til Egyptalands einhvem næstu daga. 1500 farast í fárviðri Jakarta 9. júni. AP. UM fimmtán hundruð sjó- menn fórust í röð fellibylja, flóða og brotsjóa, sem gengu yfir Sundaeyjar (lagana 29. april til 2. maí að því er sam- - göngumálaráðuneytið í Ja- karta hefur tilkynnt. Erfiðlega hafði gengið að fá nákvæmar upplýsingar um tjón á fólki og eignurn, en sam kvæmt opinberum tölum eru skemmdir á mamnvirkjum metnar á 7,2 milljónir Banda- rikjadala. Rauði kross Indó- nesíu hefur hjálparflug á mánudaginn frá Jakarta til Sundaeyja með fatnað og iyf að verðmæti 1,2 milljónir dala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.