Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 21
21 MOftG U'ín£>iLáÐíi), V ju>. JÚíní iy<3 Hallsteinn Sig:urðss«n myndhö g'g'vari við eitt verka sinna. Ann- að sést til hiiðar. „Járniö að þéttast, steinninn að opnast" Hallsteinn Sigurðsson mynd högigvari er 28 áira gamail. Hann er með 10 skulpturverk á sýninigunm, þar af þrjár steinmyndir og tvær veggmynd ir. „Ég hef litla vinnustofu," sagði hamn, „ekki nógu stóra, en ég hef ýmsar hugmyndir um húsnæði. Ég kom í desember 6.1. firá námi, var síðast á Itafiu i 3 mánuði og einnig ferðaðist ég til Grikklands og það var eitt bezta ferðalag sem ég hef farið í. Það var stórbrotið að sjá gömJu grísku myndirnar. Aðalnám mitt var hins vegar í Englandi, í London þar sem ég nam í St. Martins school of art. Þar hef ég laert mest. Þá fór ég einnig nýlega í ferðalag til New York og víðar i Bandaríkjunum. Það var af- skaplega gaman að sjá það sem þar er á kreiki í listalifinu. Mér finnst Bandaríkjamennirn ir hafa mjög sterk einkenni úr sinu umhverfi. Það er ekki bara stærðin á myndunum, þeir hafa sterkan bandariskan tón.“ „Hvað er það sem kallar mest á þig?“ „Ég stefni nú að því að koma mér fyriir 'hér heima og ég vona að ég geti það á þann hátt að ég haifi svolitið athafnasvæði í kringum mig. Frá því ég kom heim hef ég gert þrjú verk í steinsteypu og þau eru öll hér en einnig hef ég unnið við jám. Flrá þvi um áramót hef ég þó meira unnið við steinsteyp- una en jámið, því þröng að- staða er slæm fyrir jámið. Það þarf mikið pláss fyirir jámsmíð ina, rafsuðuna og þvi sem fylg ir. Annars líkar mér að vinna við þetta jöfnum höndum, því það gefur ýmsa opna möguleika. Maður er ef til vill ekki eins bundinn. Þó finnst mér að jámmyndimar mínar séu að þéttast á sama tíma og fara og þetta verður að taka sinn tima.“ 1 einni mynd Þorgerðar er eldgos í byggð, i annarri bregð ur hún á leik og málar fólk í baðkörum og baðkörin fljóta í fjörunni. Þama er ef til vill komin upplögð hugmynd fyrir Islendinga. 1 stað þess að flandra si og æ 1 bað ti'l sólar- landanna í suðri, þá gætu menn siglt í upphituðum bað- körum við strendur íslands. „Ég hef sæmilega vinnu- stofu þar sem ég bý,“ svaraði Þorgerður þegar við inntum hana eftir aðstöðu hennar til málverksins, „annars má þetta svo sem alltaf vera betra, en það er ekkert því til fyrirstöðu að maður geti ekki sinnt því og unnið það sem maður hefur á tilfinningunni og þörf er fyrir. Það er nú þörfin sem skapair aðstæðumar." Þorbjörg stundaði nám í kunstakademíunni í Kaup- mannahöfn í 4 ár, en síðan hef ur hún unnið hér heima. Við spurðum hana hvað henni fyndist um þessa sýningu, sem þau væru að setja upp í Kjar- valsstöðum. „Það er mjög gott og gaman að sýna hér,“ sagði hún og ég held að maður fái mikið út úr þvi að stilla hér upp með 5 öðrum málurum, sem fara svo mismunandi leiðir. Lika það að hengja upp í svona stórum sal, það er mjög spennandi og í svona sal er gaman að sjá hóp af fólki sem mér finnst vera með góða hluti og vill lika ráðast i að hengja upp saman þrátt fyrir taugastríð sem því fylgir ósjálfrátt. Það hefur vantað meira að fólk hér heima ynni saman á slíkum grundvel.li, sem þess um, en það er hægt eins og þetta dæmi sýnir." Hallsteinn Sigurðsson. steinmyndirnar eru að opnast. Ég hef líka gaman af að gera veggmyndir. Mér líkar vel að fást við rúmið fyrir framan mig, massanum og möguleikun um með hann, en jámið finnst mér í sjáifu sér vera meira æv intýri. Það er gaman að fást við þetta sterka og trausta efni,“ sagði Hallsteinn um leið og hann fór höndum um svert smíðajárn. „Það er líka frem- ur hægt að byrja á einhverju, sem maður veit ekki alveg hvað er í upphafi, þegar mað- ur sinnir jáminu. Það verður meiri leikur i því, maður er bundnari við steinsteypuna, þvi hún kallar á meiri ögun. Mér likar samt að vinna við hvort tveggja, það er gott að hafa þetta ekki of bundið.“ ,,Að ná broti af sannleikskorni" Magriús Kjartansson er 23 ára gamall, en hann er með 15 myndir á sýningunni. „Ég skal segja þér um myndimair mín- ar,“ sagði hann þegar við vor- um seztir á gólfið út við vegg og horfðum á myndir hans handan. „Upphaflega", hélt hann áfram, „gerði ég myrídir í einum lit á móti hvitum og myndimar minar í Norræna húsinu voru siíkir ávext- ir. Grundvallarbreytinigin nú er fól.gin í því að nú hugsa ég myndfletina út frá litrænu sjónarmiði. Svart og hvitt er hlutlaust, það gefur ekki geð- rænar sveiflur eða áhrif, en eft ir að ég fór út til Danmerkur í nám hjá Mortensen þá fór ég i ríkairi mæli að velta fyrir mér litunum og hreyfingum lit- anna. Þarna er t.d. mynd, sem heitir Totem, en það eir nafn á einhverjum af þessum út- skomu staurum sem indíánar halda upp á. Satt að segja ligg ur eitthvað trúarlegt á bak við það sem ég hef verið að gera með Jitina í myndum mínum. Það er eitthvað sem mað- ur þekkir ekki sjálfur en er samt. Ég hef pinuMtið trúarlegt inntak, mér finnst það og ég er að reyna að færa það út i stemmninguna. Þessir ákveðnu fletir eins og uppstilltir kirkju hlutir eða hugtök í siðfræði. Þetta eru mín orð í litum, en samt er þetta bara eitthvað á leiðinni, einhver útúrdúr, sem ég vildi samt. Ég hef Framhald á bls. 5. Magnús Kjartansson. Gunnar Örn Gunnarsson. ,,Að sjá landið í manninum sjálfum4* Gunnar Örn Gunnarsson rjálaði svolitið við fingurinn á sér, horfði á eina mynd sína af annarri og fór síðan yfir í orðin: „Það er þetta með ís- lenzku einkennin, fjöllin, og náttúrustemmninguna. Ég hef svo oft fundið þessi áhrif þegar maður er úti í íslenzku náttúrunni. Hún er svo stór- kostileg og hún æsir mann svo, æsir tiil þess að hegða sér eins og fljótið sem ryður sig fram, eins og skýin sem sigla í storrn um eða eins og blómið við jök- ulinn. Ég hef oft hugsað út í það hvort ekki sé hægt að end urskapa þessa stemmningu í manninum sjálfum, eða hvoirt ekkert gildir nema fjöilin sjálf sem eru núin þessu öllu. Nei, tilfinningin fyrir Islandi þairf ekki bara að vera endurmót- un í formi fjallanna og þess sem þar er innifalið, hún get- ur einnig verið í formi manns- ins sjálfs, tætingnum, sunduir- leysi-nu. Þú þekkir ekki sjálf- an þig nema takmarkað. Það er það erfiðasta sem til er að þekkja sjálfan sig. Þetta er ég að reyna að gera, teygja fegurðina yfir í annað fegurðarskyn. Ég llít á myndlist ina sem spennu. Hún þarf að segja okkur eitthvað, hún má ekki bara vera stóll eða molla, hún verður að kalia á sálræna íh'ugun. Auðvitað verður stóll- inn að vera með, en það þarf meira til. Þó er ég ek'kert að kalla á mína túlkun sem stofu- Framhald á bls. 5. Þorbjörg Höskuidsdóttir við niynd sína öfugstreyini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.