Morgunblaðið - 13.06.1973, Síða 14

Morgunblaðið - 13.06.1973, Síða 14
14 MORGU1NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNf 1973 * I KULDA Góðan daginn. Ljósm. Mbl.: Brynjólfur. inmi í tjaldinu og þar var einn- ig fjöldasöniguir. Á hvítasunnudag kom hópur ungs fólks á vegum Æskulýðs- ráðs þjóðkirkjunnar og talaði og söng. Var það mjög hátíð- leg athöfn og margt ungt fólk hlustaði á og tók þátt í þesoard kristilegu stund. Fór hún fram á danspallinum, en síöar um daginn var þar júdó og lyft- ingasýniing. Þá var ei: nig sáð grasíræi á landið í kring. Á mánudagskvöld voru allir farnir heim, en Hjálparsveit skáta hafðd séð um dagskrána þann daginn. Var þá komin þíða, en utn nóttina hafði ver- ið þriggja stiga frost og fraus vatn í vatnsieiðsium. Yfirlei'tt var, að fólk, sem við ræddum við var ánægt með heligiina, þó að veðrið léti svóna. Sumir voru þó ekki eins hress- ir og var það af ýmsum ástæð- um. Einn var t.d. mjög óhress. Hann sagðiist hafa séð baksiðu- mynd i Morgunblaðiniu s.l. laug ardag af ungri, sætrl stúltou á leið í Þjórsárdal. Sagðist hann hafa klippt myndina út og far- ið af stað tii að sjá þessa fall- egu stúlku augliti til augWtis, en orðið fyrir þVi óláni að týna úrklippunni, svo að allur tim- inn hefði farið í að leita að myndinni. Fólkið hópaðist á danspallinn þegar f jöidasöngurinn var og skemmtiatriðin. Hafsteinn var mjög ánægð- ur með mótið og kvað það sýna að engin áhætta væri tekin með framkvEemd slíks móts ef vel væri skipulagt. Tók hann fram að það væri lítil'l hugur í þeim mönnum, sem ekki vildu skipuleggja meira en eins dags hátíðarhöld í tiJefni þjóðhátiðar innar 1974. í raun og veru var ekkert útiieguveður um hvitasunnu- hielgina nema fyrir fólto, sem var vel búið klæðum og öðrum útiiegubúnaði og það vantaði mikið á að slíkur búnaður væri notaður af fjöldanum, en þetta er eitt af því sem aldrei er of oft brýnt fyrir fóiki. Þátttakendur Vors í Dal byrj uðu að koma á mótssvæðið á föstudag, en mestur fjöldinn kom á laugardag. Var fólkið að koma allan daginn. Margt gat fólk gert sér tii gamans. Búið var að útbúa íþróttasvæði með knattspyirnuvölilum, körfu- kina ttleiksvölllum, hestaleiga var til staðar og var hún mik- ið notuð, þá voru tveir dans- pallar og sölubúðir voru víða. Hreinlætisaðsitaða var með á- gætum. Þá voru ýmsir dag- skrárliðir í formi leilkja og einnig var mikið um að fólk tæki liagið í tjöldum sínum. Leitt var að sjá að umgang- ur var ekki eins og bezt verð- ur á kosið, þ.e. fólk hirti lítið um. hvert það henti drasl'i og setti það leiðinlegan svip á mótssvæðið, en fólki var frjálst að tjalda þar sem það vildi á svæð.nu. Það kom greinilega fram i viðtölum við fólk að það sem ekki notaði áfengi skemmti sér bezt og lét sér ek'ki leiðast. Hiitt sat í súpu leiðinda, kulda og ráfs án árangurs. Annars var það áberandi í sambandi við drykkjuskapinn að það var fremur eldra fólk, um og yfir tví'tugt, sem mest bar á í því Frá kristilegri stund í Þjórsárdal um heigina, þegar. ungt fólk á vegum þjóðkirkjunnar kom þangað og flutti boðskap heilagrar ritningar. — (Ljósmyndir Mbl.:Árn: Jahnsen). efni. Yngra fólkið var fremur ti'l fyrirmyndar. Eitt var það sem mótsgestir kvörtuðu miklð undan, en það voru samlokurnar. Samlokum- ar sem mótsnefndin fékk keypt- ar voru hreinasta hörmung, varla nefnandi annað en þurrt hvei'tibrauð. Álegg á þeim var af svo skornum skammti að skömm var að, sérs'tatolega þar sem vitað er að sli’k fæða er oft aðalfæða fólksiins á slíkum mótum. Þetta varð til þess að mótsnefndin varð að selja sam- lokurnar út á lægra verði en hún keypti þær inn. Á kvöldin voru skemmtanir á báðum danspöllunum og dansað fram eftir nóttu. Fyrir dansi léku hljómsvei't Þor- steins Guðmundsonar, Brim- kló og Mánar og þeir sem skemmtu voru Ómar Ragnars- son, Lítið eitt og Árni Johnsen þjóðiagasöngvari, sem einnig stjórnaði fjöldiasöng þar sem a’liliir tóku lag'ið af miklum móð. Glæsileg fl'Uigeldasýning var haldin aðfairarnótt sunnudags. Á sunnudagsikvöldíð var einn- iig dansað inni í stóra tjaldínu þar sem leiktæki höfðu verið, borðtenni'S og fleira, en þegar nokkur slydduél, þunnskipuð þó, gengu yfir var ákveðið að liáta aðra hljómsveitina leika hluti mótsgesta var til fyrir- myndar, en þó sáust 13-14 ára unglingar útúrdrukknir. Lög- reglan tók um 50 manns úr um ferð af þeim liðlega 5000 gest- um, sem voru i Þjórsárdal. TJm 500 leituðu til Hjálparsveitar skáta með einhver meiðsli, eng in þó alvarleg. Alls var um 400 manna starfslið við mótið, mest félagar úr ungmennafélögun- um. Þá var f jölmennt lögreglu- lið til staðar og skátar. Hafsteinn Þorvaldsson, for- maður Ungmennafélags Islands stjórnaði hátíðinni ásamt Sig- urði Geirdal framkvæmda- stjóra mótsins og öðrum úr UMFÍ. TREKK Hafsteinn Þorvaldsson. HVITUSUNNUHAtIÐIN Vor í Dal, sem Ungmennafélag Is- Iands stóð fyrir í Þjórsárdal tókst með ágætum og sýndi og sannaði að hægt er að halda fjölmenn útihátiðarhöld með góðum brag ef vel er skipulagt. Að vísu setti kuldinn nokkurt strik í reikninginn, en fólk stóð hann af sér. Drykkjuskapur var ekki mikill á mótinu og að- eins áberandi hjá mjög litlum hluta unga fóiksins. Stærstur Körfubtilti á öðrum danspallinum um miðjan dag. Ungt og lífsglatt fólk frá Þorlákshöfn tók lagið af mikilli list.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.