Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUiNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1973
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúl
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
I lausasðlu
hf. Arvakur, Reykjavtk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
18,00 kr. eintakið.
jT'ms og kunnugt er af frétt-
^ um hafa bandalagsþjóðir
okkar í Atlantshafsbandalag-
inu að undanfömu lagt hart
að Bretum að hverfa með
herskip sín úr íslenzkri fisk-
veiðilandhelgi. Og fram-
kvaemdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, Joseph Luns,
hefur mjög lagt sig í fram-
króka til ,þess að fá þessu
framgengt. Ríkisstjórn og
stjórnarandstaða voru sam-
mála um að nauðsyn bæri til
að vísa málinu til Atlants-
hafsbandalagsins, því að helzt
væri þess að vænta, að það
gæti komið okkur að liði og
áorkað því, að Bretar hættu
ofbeldisaðgerðum sínum á ís-
landsmiðum. íslendingar
horfa því fyrst og fremst til
Atlantshafsbandalagsins, þeg-
ar þeir vænta árangurs af að-
gerðum á erlendri grund okk-
ur til aðstoðar.
Þegar hefur verið gerð inn-
an Atlantshafsbandalagsins
hörð hríð að Bretum og þess
krafizt, að þeir hverfi með
herskipin út fyrir 50 mílna
landhelgina, án allra skil-
yrða. Hafa fulltrúar Noregs
og Danmerkur þar haft sig
mest í frammi, en aðrir kom-
ið til aðstoðar. Fyrirfram var
baráttunni fyrir aðgerðum af
hálfu Atlantshafsbandalags-
ins á ráðherrafundinum í
Kaupmannahöfn.
Að vísu verða menn að
gera sér grein fyrir því, að
Bretar geta hindrað formlega
samþykkt í málinu, enda er
hún ekki aðalatriðið, heldur
hitt, að þrýstingur verði svo
mikill á brezk yfirvöld, að
þau geri sér grein fyrir því,
að þeim sé ekki lengur stætt
á ofbeldisaðgerðum á íslands-
miðum. Sá þrýstingur kemur
fyrst og fremst frá öðrum
bandalagsþjóðum, en einnig
frá almenningsálitinu, meira
að segja í Bretlandi sjálfu.
En við íslendingar hljótum
að meta mikils þann vinar-
hug, sem við verðum varir
við, bæði af hálfu bandalags-
þjóða okkar og eins almenn-
ings víða um veröld, og við
hálfu, á meðan um víðáttu
landhelginnar er fjallað á al-
þjóðavettvangi. Skýr tilboð
hafa verið gefin af hálfu ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar, og
upplýst hefur verið, að hún
bjóði Bretum að veiða árlega
117 þúsund tonn, en hins veg-
ar hafa Bretar sett fram töl-
una 145 þúsund tonn, en gef-
ið í skyn, að þeir séu tilbún-
ir til þess að semja um eitt-
hvað minna, ef samkomulag
næðist um önnur atriði.
Þannig ber vissulega ekki svo
mikið á milli að með neinum
hætti sé réttlætanlegt af
Breta hálfu að hætta viðræð-
um og grípa til þess ráðs að
beita brezka flotanum gegn
íslendingum.
Forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra hafa lýst yfir
því, að þau tilboð, sem ís-
lenzka ríkisstjórnin hefur
FUNDUR NAT0
vitað, að nokkurn tíma myndi
taka að fjalla um málið á
vegum Atlantshafsbandalags-
ins, enda eru afgreiðslur mála
hjá alþjóðastofnunum frem-
ur seinvirkar. Nú er ráð-
herrafundur Atlantshafs-
bandalagsins hins vegar að
hefjast, og þá mun skriður
komast á rnálið, enda hefur
Einar Ágústsson, utanríkis-
ráðherra, lýst yfir því, að
hann muni einbeita sér að
erum ekki sízt þakklátir, er
við heyrum sanngjarnar
raddir í Bretlandi, sem kveða
upp úr um réttmæti málstað-
ar okkar.
Ekki verður með neinum
rétti sagt, að við íslendingar
höfum sýnt óbilgirni í land-
helgismálinu. Ríkisstjórnin
hefur frá upphafi lýst yfir
því, að hún væri reiðubúin
til samninga við Breta um
verulegar fiskveiðar af þeirra
gefið, munu standa, ef brezki
flotinn fer út fyrir 50 míl-
urnar og aftur verður unnt
að setjast að samningaborði.
Hins vegar hafa íslenzku
stjórnmálaflokkarnir allir
lýst yfir því, að ekki komi
til mála að hefja neinar samn-
ingaviðræður við Breta, með-
an þeir beita íslendinga of-
beldi. Og allir þeir, sem af
velvilja vinna að lausn máls-
ins, verða að gera sér grein
fyrir því, að fyrsta skrefið
hlýtur að vera, að Bretar
hverfi með herskipaflota sinn
úr íslenzkri fiskveiðiland-
helgi. Án þess getur ekki orð-
ið um neitt samkomulag að
ræða.
En íslendingar hafa ekki
einungis sýnt, að þeir vilja
teygja sig langt til lausnar á
þessari deilu með tilboðum
um viðamikil fiskveiðirétt-
indi um stundarsakir. Þeir
hafa jaifnframt verið reiðu-
búnir til þess að koma til að-
stoðar, ef slys eða sjúkdóma
hefur borið að höndum á
brezku togurunum, þótt þeir
stunduðu hér ólöglegar veið-
ar. Og svo langt var gengið
nú um helgina, að tekið var
við brezkum sjóliða af einni
freigátunni, sem ver land-
helgbrjótana, til þess að
bjarga lífi hans og heilsu.
Næstu daga reynir á það,
hvað Atlantshafsbandalagið
getur gert til að koma í veg
fyrir valdbeitingu af Breta
hálfu. Íslendingar munu
fylgjast af áhuga með fram-
vindu þess máls. Og vissu-
lega hljóta allir þeir, sem
vilja, að íslendingar standi
dyggan vörð um sameiginleg-
ar hugsjónir vestrænna lýð-
ræðisþjóða og starfi áfram
innan Atlantshafsbandalags-
ins, að vona og treysta, að ár-
angur náist af þeim viðræð-
um, sem fram fara í Kaup-
mannahöfn og óska utanrík-
isráðherra alls hins bezta í
för hans þangað.
Stofnun lýðveldis
í Grikklandi
Eftir Alvin Schuster
Fyrstu merkín um að örlög gríska
konungdæmisins væru ráðin sáust á
hádegi föstudaginn 1. júní, er skjald
armerki krúnunnar var tekið niður
í herskólanum við Aþenu og- í stað-
inn sett upp merki hershöfðingj-
anna, þar sem fugiinn Phönix stígur
upp úr öskunni.
Klukkustund síðar hélt Papado-
poulos forsætisráðherra útvarps-
ræðu, þar sem hann lýsti yfir af-
námi konungdæmis í Grikklandi og
stofnun forsetalýðveldis og skipaði
jafnframt sjálfan sig forseta. 1 lok
ávarpsins lofaði hann kosningum ein
hvern tíma á næsta ári.
Þar með var lokið 9 ára valda-
ferii Konstantins konungs. Mennim
ir, sem hann á svo klaufalegan hátt
hafði reynt að bola frá völdum með
gagnbyltingu í desember 1967 höfðu
endanlega svipt hann krúnunni.
—í ræðu sinni sagði Papadopoulos:
„Konungur hefur með framferði
sínu á eriendri grundu sýnt ófyrir-
gefanlegan óþroska af fullorðnum
manni að vera og hann hefur unn-
ið með endurskoðunarsinnum úr öll-
um áttum, þrátt fyrir aðvaranir rík
isstj ómarinnar. “
En ástæöumar fyrir brottrekstri
konungs eru fleiri. Alveg frá því
að núverandi ríkisstjórn komst til
valda og einkum eftir byltingartil-
raun konungs, hefur stjórninni staf
að hætta af honum. Hann
hefur aldrei notið sérstakra vin-
sælda í Aþenu, en dvöl hans í Róm
var tákn stjómmálalegrar andstöðu,
hann var maður, sem reyndi að fá
hershöfðingjastjórnina til að láta af
völdum.
Auk þess stóð hann í vegi fyrir
framtíðaráformum hershöfðingjanna,
um að ráða Grikklandi um ókomna
tima. Þeir gerðu sér grein fyrir því
að sá dagur kynni að renna upp að
konungur sneri aftur til að
taka virkan þátt í stjómmál-
um landsins. Slikt hefði þýtt lok
byltingarinnar frá 1967, hugsanlega
áður en þjóðin hefði verið mótuð í
það óljósa form, sem hershöfðingj-
amir hafa í huga. Það er staðreynd,
að stjórnarskráin, sem hershöfðingj
amir létu semja 1968 gerði ráð fyr-
ir því að konungur myndi snúa aft-
ur við fyrstu kosningar, sem hluti
af lýðræðislegu konungsríki. 90%
þjóðarinnar samþykktu þessa stjórn
arskrá.
Einmitt þegar hugmyndin um brott
rekstur konungs átti mestan hljóm-
grunn meðal hershöfðingjanna, kom
tækifærið til að láta til skar-
ar skriða. 23. maí tilkynnti' ríkis-
stjómin að upp hefði komizt um
uppreisnaráform innan flotans.
Margir yfirmenn voru sagðir hafa
undirbúið að nota skip sín i áætl-
un um að steypa stjóminni, kalla
konung heim og gera Constantine
Caramanlis að forsætisráðherra, en
Caramanlis er fyrrverandi forsæt-
isráðherra og hægrimaður, sem bú-
ið hefur i París sl. 10 ár.
1 upphafi gerðu talsmenn stjórn-
arinnar litið úr málinu, en sama dag
inn og lýðveldisstofnuninni var lýst
yfir, lagði stjómin fram harðar ásak
anir á hendur konungs og Caraman-
lis um að þeir hefðu tekið beinan
þátt í undirbúningi samsærisins. Tek
ið var sérstaklega fram að konung-
í i
ur hefði persónulega lagt blessun
sína yfir þátt flotans, þrátt fyrir við
varanir frá ýmsum flotaforingjum
um að lítil von vseri til, að tækist
að hrinda áætluninni í framkvæmd
hvað þá að hún heppnaðist. Á blaða
mannafundi í Róm næsta dag neitaði
konungur eindregið þessum ásökun-
um og lýsti því yfir að hann væri
fullviss um að hann myndi snúa aft-
ur til Grikklands. Konungur lýsti
einnig yfir furðu sinni á ásökunum
hershöfðingjanna.
Hvað sem rétt hefur verið í mál-
inu, höfðu hershöfðingjarnir ákveð-
ið að timi væri kominn til að láta til
skarar skríða gegn konungi. Þetta
mál myndi draga athygli grisku þjóð
arinnar frá öðrum vandamálum svo
sem verðbólgu og stöðugt þreytu-
legra útliti einræðisstjórnarinnar.
Auk þess myndu aðgerðirnar ryðja
úr vegi hugsanlegri hindrun gegn
áframhaldandi yfijrráðum þeirra í
Grikklandi.
Papadopoulos hefur nú lofað
grísku þjóðinni að i lok 1974 verði
hún búin að ganga tvisvar til kosn
inga. Fyrir 29. júlí fær þjóðin tæki-
færi til að samþykkja brottrekstur
konungs, sem er raunar aðeins mála
myndaatriði, sem sýnir að hægt er
að fá grisku þjóðina undir einræðis
stjóm til að samþykkja brottrekst-
urinn með yfirgnæfandi meirihluta,
4% ári eftir að hún samþykkti með
yfirgnæfandi meirihiuta stjórn
arskrána um iýðræðislegt konung-
dæmi. Fvrir lok næsta árs hafa hers
höfðingjarnir siðan lofað þingkosn-
ingum, en öll atriði er varða fram-
kvæmd þeirra kosniniga eru mjög
óljós.
Margir fyrrverandi grískir stjóm
málamenn eru mjög reiðir út i hers-
höfðingjana og segja að valið nú sé
ekki á milii. lýðveldis og konung-
dæmis, heldur milli lýðræðis og ein-
ræðisstjómar. Vegna loforðanna um
þingkosningar og litiila vinsælda
konungs, telur stjórnin að ákvörðun
in muni verða vinsaal og treysta
valdastöðu þeirra.
Hershöfðingjarnir hafa alltaf
byggt á stuðningi hersins og her-
sveitir þeirra eru staðsettar á mikil-
vægum stöðum umhverfis Aþenu.
Þeir hafa sambönd í öllum deildum
hersins og þess vegna komst upp
um samsærið svonefnda og er það
vitnisburður um vel skiputagt
njósnakeirfi þeirra. Yfir 200 yfir-
menn i flotanum eru sagðir í fanig-
elsum og orðrómur er stöðugt á
kreiki um að fleiri séu á handtöku-
listanum. Landgönguliðar eru sagð-
ir umkringja ýmsar stöðvar flota og
flughersins, en ekki er vitað hvers
vegna.
Staðreyndin er hi-ns vegar sú að
breytingar koma aðeins þegar hers-
höfðingjarnir vilja þær og það sem
hefur breytzt nú er að þeir hafa
samþykkt að lengja vaidaferil sinn.
Konstantín fyrrverandi Grikklandskoniingur og 1‘apadopouios, forseti, for-
sætisráðherra, varnarmáiaráðiierra og utanríkisráðherra Grikklands.