Morgunblaðið - 13.06.1973, Page 23

Morgunblaðið - 13.06.1973, Page 23
MORGONBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1973 23 ar Ij úfar minnlngair, og er ég þalíklátur lyrir að hafa fengið tækifæri til að vera samferða spölkorn af æviskeiðinu jafn góð nm manni og hann var. Þau eru ekki lítils virði áhrifin sem uinglingur verður fyrir frá þeim, sem hann elst upp með, og betri forskrift var ekki unnt að fá en þá er hann sýndi með eigin hreytni. Ég hlakkaði alla tíð jafn mikið til að fara niður í Veltusund og láta klippa mig. Þar stóð Sigurjón, glaður og reifur við stólinn og skipti ekki máli hvort barn eða íullorðinn sat í stólnum, viðræðurnar voru alltaf jafn ljúfmannlegar. Mér er margt í huga á þess- ari skilnaðarstund, sem ekki verður getið hér í þessum fá- tæíklegu kveðjuorðum. Ég og fjölskylda mín öll vottum að- standendum innilega samúð okk ar og Sigurjóni þökkum við sam fylgdina. Megi sú heiðrikja og hlýja sem frá ‘honum stafaði, lýsa öll- um á brautinni, sem við eigum enn eftir ófarna. Pálmar Ólason. 1 DAG verður jarðsett-ur Sig- urjón Sigurgeirsson, rakara- meistari. Hann var fæddur 30. júná 1888 að Haga í Staðarsveit, Snæfellsnesi. Sigurjón kvæntist eftirlifandi konu sinni, Mariu Sæbjömsdóttur 21. apríl 1927 og eignuðust þau eina dóttur, Sjöfn. Snemma hóf Sigurjón sjó- mannsstörf í heimabyggð sinni, en þotdi þau störf illa og flutt- ist þess vegna til Reýkjavikur árið 1918, þar sem bann hóf nám í hárskeraiðn hjá Sigurði Ólafs- syni og vann þar um 12 ára skeið. Ljúfair eru minningar mínar um Sigurjón frá þvi ég var bam að aldri og kom þá oft niður á rakarastofu föður míns, og mætti alltaf þessu hlýja brosi og vinsemd þessa góða félaga. mins og vinar frá þeim árum allt til hinztu stundar. Um það leyti sem Sigurjón hætti störfum hjá föður mínum og fór að reka sina eigin stofu í Veltusundi, byrjaði ég nám í fagi okkar, svo við unnum aldrei saman. SjáLfum finnst mór að svo hafi verið vegna þess hve oft faðir minn ræddi um Sigurjón sem frábæran starfsmann, bæði samvizkusam- an og duglegan og þegar hann var í frfium fól hann Sigurjóni rekstur stofunnar, sem hann rak á meðan eins og stofan væri hans eigin. Án þess að kasta rýrð á aðra starfsmenn stofunmar taldi faðir minn Sig- urjón einn bezta starfsmann er hjá sór hefði starfað. Síðar störf uðum við saman í MeLstarafé- lagi hárskera um langt árabil og hvort sem við hittumst á fundum eða á förnum vegi var vinsemdin ávallt sú sama, Sigurjón mætti manna bezt á fundum félagsins meðan heilsa leýfði, hann var ákveð- inn í skoðunum en ætíð tillögu- góður og samngjam, vann hánn mörg störf i þágu félags okkar, enda gerður að heiðursfélaga fyr ir mörgum árum sem þakklætis- vott fyrfr störf Sin í þágu félags okkar. Sigurjón var hamingjumaður í einkalífi sínu, átti hann góðan lifsförunaut og dóttur, sem hann unni mjög. Síðan kom-u barnabörnin, sem voru eins og sólargeisli í lífi hans. Síðast þeg ar fundum okkar bar saman vor um við báðir staddir á Þinigvöll- um sumardaginn fyrsta í fyrra, var Sigurjón þá mjög farinn á heilsu, en kátur að vanda og i fylgd með dóttur sinni, tengda- syni og barnabörnum. Þá var sól og bjart yfir þeim helga stað, fannst mér táknrænt að þar skyidi verða okkar síðasta handartak, því þannig eru minn ingar mínar um hann. 1 nafni félags okkar þakka ég homum fyriir harns ágætu störf i þágu þess. Þegar heilsan er farin og þrekið þá er mjög gott að fá 'hvíld eftir langan starfsdag, enda þótt sárt. sé að sjá á bak ástvini sfinum, veit ég að fjöl- skylda hans skiiur að eins og komið var er gott að fá að sofna svefninum iamga. Ég sendi Maríu, dóttur hans, temgdasyni og barnabörnum mta ar inmilégustu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa ykkur öll. Páll Sigurðsson. Nokkur kveðjuorð til vinar rníns, Sigurjóns Sigurgeirssonar, rakarameistara. Fyrstu kynni mín af Sigurjóni voru 1918, þegar hann kom sem nemandi til Sigurðar Ólafs- sonar, rakarameistara, þar sem ég var fyrir. Þar hófst vinátta, sem aldrei varð rofin. Samgang höfðum við aUa tíð og oft dag- lega og bar þá ýmislegt á góma. Mér dettur í hug, að vinur miinn hafi tileinkað sér ráðlieggingar úr Hávamálum, þar sem segir: „Gáttir allar áður gangi fram of skyggnast skyli“. Já, Si'gurjón sýndi ávalit varttárni í orðum og athöfnum og var einstakt prúð- menni. Fagmaður var hann ágæt ur og heiðursfélagi í Rakara- meistarafélagi Reykjavíkur. Allt af var hann léttur I lund og veit ég, að hægt er að segja með sanni, að óvin hafi harrn engan átt. Nú skiljast vegir 1 biti, þar sem ég kveð eimn af mínum beztu vinum um stundairsaikir. Um endurfundi efast ég ekkfi, þvi Frelsarinn sagði: „Ég liffl. og þér munuð l'ifa“. Veirtu sæil, kæri vtaur og áist- Vinum þínum bið ég alrar bless unar. Eyjólfur E. Jóhannsson, rakarameistari. Undanfarta ár hefi ég verið svo lánsamur að umgangast dag lega elskulegan tengdaföður, Siig- urjón Sigurgeirsson, sem kvadd- ur er hér í dag. Margs er að minnast frá þessum tima og ber þá hæst hinn mikla kærleika og umihyggju, sem ég varð aðnjót- andi og þakka ég það hór. Hin djúpa trúarsannfærtag Sigur- jóns og vissa, sem ég varð vitni að hefur orðið mér umhugsunar- efni. „Guð hefur gefið mér mikið meira en ég bað hann um og miikið meira en ég átti skiilið", en svo var hann vanu-r að segja. Þessi orð gætu verið yfirstorift yfflir Mfi hans. Það var yndislegt að vera vitni að, hve sannfærður þú varst um það, hvernig það væri að koma heim tll Guðs. Ég trúi því, að sú dýrð hafi nú opmberast þér. Guð blessi þig og minntagu þína. Tengdasonur. Magnús ^ skipstjóri ■ Fæddur 25. júlí 1890. Dáinn 5. júní 1973. Magnús Magnússon var fædd- ur 25. júli, að Tungu í Grafn- tagi, árið 1890. Hann var næst elztur áf sjö systktaum. Foreldr aar hans voru sæmdarhjónin Magnús Sigurðsson og Guðlaug Bjömsdóttir. Fluttist Magnús með foreldr- um sínum að Halldórskoti á Hval eyri við Hafnarfjörð, um alda- mótin. Síðar fluttist fjölskyldan í húsið „Skuld“ í Hafnarfirði. Þar átti Magnús heimili þangað tál árið 1919, að hann giftist Ragnheiði Þorkeisdóttur, kaup- konu. Reistu þau sér myndar- llegt hús að Vesturbraut 13 i Hafnarfirði, en þar rak Ragn- heiður verzlun í 40 ár, eða þar tiíl hún lézt 1961. Var lát konu hans mikið áfall fyirir Magnús. Hann taldi það hafa verið sta mesta gæfá i líf- inu, að hann eignaðist Ragnheiði fyrir konu. Enda var sambúð þeiirra hjóna frábær og heimilið þeirra hlýtt og notalegt, þvi hjartagæzkan pg ylurinn streymdi frá þeim báðum. Þau Ragnheiður og Magnús eignuð- ust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Þau eru: Þorbjörg, Magnús Aldan, Ásthllidur, Ragn- hieiður Hadda, en soninn Guð- laug Hafstein misstu þau í sjó- tan aðetas 19 ára að aldri. Var þeim það hin mesta sorg. Einnig bjó hjá þeim öl'druð móðir Ragn- heiðar, er Sigurbjörg hét, og var eimstiatolega gott samband á milld hennar og Magnúsar. Magnús stundaði sjómennsku ÖM starfsár sín, en heilsuna mlssti hann um 1940. Hann stund aöi nám í Stýrimaninasíkólanum og tók þaðan farmanna- og fiski manmapróf árið 1915. Lengst af var hamn skipsitjóri á staum eigin skipum, og stundaði útgerð á- samt vini s'ínum Birni Þorstetas- syni eða þar fii Björn lézt. Miagnús var einn af stofnendum skipstjóra- og stýrimannafélags- tais „Kára“ í Hafnarfiirði, og var hann virkur félagi þess í mörg ár. Eitt sumar var hann fenginn til að kenna Færeyingum veiði- skap. Magnús var heiðraður á sjómannadaginn fyrir nokkrum áirum síðan. Hann var saninur sjáMstæðisimaður í orði og verki og studdl þann stjörnmáJaflokk með ráðurn og dáð. Hanm unmi mjög byggðarlagi sinu og gat Aagnússon - Minning ekki hugsað sér annars staðar að vera. Magnús hafði miklum sáiarstyrk yfir að ráða og var kjarkmitoilil, ráðagóður, stórhuga og stöðuglyndur. Hann missti heiisuna um 1940, en enginn heyrði hann kvarta yfir því. Allt af var hann jafn glaður og með bros á vör, en talaði aldrei um veikindi sín, og var þó oft sár þjáður. Hann bar þjáningar sínar með einstakrf karlmennsku og hugarró. Hann æðraðist ekki. Nú hefur Magnús gengið sina ævibraut á enda á þessu tilveru- stigi og við fáum ei lengur notið féLagsstoapar hans, en við getum glatt ok-kur við margar góðar og skemmti'legar minmngar frá liðn um dögum, og þökkum þær. Síð- ustu ævidagarnir voru orðmir honum fjarska erfiðir. Honum var nú orðin mikil þörf hviMar eftir 1-angt og hart veiikindastríð. Einlæga samúð votta ég ást- vtaum hans og vandiamönnum, og honum sjálfum óstoa ég vel- farnaðar og guðs blessunar á þeirri braut, sem hann nú hefur lagt út á. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Kr. G. MAGNÚS í Skuld er diáinn. Á æSkuárum mtaum kynntist ég honum og sú fagra og milda mimntaig þeirra daga, verður aldrei miáð úr huga mínuim. Þeir Skuldarbræður voru fjór- ir og systur þeirra þrjár, miikið kjarnafólk, annálað fyrir dugnað og drengskap, enda voru foreldr ar þeirra hinir ágætustu Hafn- firðingar, rótvaxnir og lofaðir, og um þau er getið í merkri bók Magnúsar Jónssonar, rithöfund- ar, „Bær í byrjun aldar". A vordögum mínum um sum- arda-ga bjarta, þurftum við skóla- sveinar ungir að vinna okkiur fyr ir vetrarforða og vistarveru vetr arlangt í skóla. iÞá þekktust ekki vasapenimg ar t.l skólabarna eða ókeypis skólavist. I Hafnarfirði var mikil kreppa og neyð við bæjardyr verka- manna, þröng í búi, og atvinnu- leysi geysimikið eftir að Bootoles hinn brezki fór alsiglandi með flota sinn frá Hafnarfirði 1926 og bj argarskortur einn blasti við framtið verkalýðsins í þá daga. Þá var það meyðarbrauð nokkru síðar keypt dýru verði í Hafnarfirði, að leyfa Hellyers- bræðrum afnot af beztu útgerðar stöð í bænum með vildarkjörum. Þeir bræður komu með sex út- hafstogara til Hafnarfjarðar. — Skemmri var sú viðdvöl en vonir voru um. Allur flotinn og þeir sjálfir bræður hurfu á einni nótt-u til heimahafnar í HuH, þegar gróði þeirra var ekki lenigur auð- sóttur á íslandsmið. Þá var enn á ný neyð í Hafn arfirði og vinnufúsar hendur og alsjáandi augu horfðu til úthafs ins á gjafmildi sjávar, sem ávallt hafði verið matarbúr bæjarbúa, allt frá því að Hrafna-Flóki og Herjól'fur sigldu fleyi sinu fyrst- ir landnámsmanna til Hafnar- fjarðar. Nú voru fleyin fá, en fátæktin í algleymingi. Atvinn-uleysi svarf þungt að hiaim'lunum í Hafnar- firði. Fjölskyldufeður og fyrirvinnur fóru á bryggjurnar með háfa og drógu á land sandkola til þess að seðja sárasta sult hinna svöngu og húsmæðumar leituðu að mold arbingjum í hraiunbollum Hafn arfjarðar með börnum sinum til þess að grafa í jörðu útsæðiskart öflur til soðningarbætis veiði- afla húsbændanna, sem dorguðu við bryggjurnar í Hafnarfirði. Á þessum árum, þúsund árum siiðar en Alþingi Islendinga hið forna var stofnað að Þin'gvöllum við öxará, eða árið 1930, var hug að að stofnun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og hrint í fram- kvæmd tiil þess að vísa vá at- vinmuileysis frá dyrum bæjarbúa og nokkrir Mnuveiðarar höfðu verið keyptir til bæjarins, en ör- lög þeirra urðu ekki til langlífis, vegna síendurtekins tapreksturs útgerðar í þá daga, og skiptu þeta oft u-m eiigendur. Mér er mtanisstætt, er þeir gömlu vinir í Vesturbænum í Hafnarfirði, Magnús Magnús- son, skipstjóri frá Skuld og Bjöm Þorsteinsson, bryggjuvörður í Hafnarfirði keyptu línuveiðarann Málrney til útgerðar á síldveiðar norðanlands árið 1931. Ég kom þá til Magnúsar, sem var nágranni foreldra minna, og bað um skipspláss, og tók ha-nn mér vinalega og bætti við ertadi mitt í orðum hlýjum og góðri hugsun sinni, að hann hygðist helzt vilja fá skólastráka í skips rúm hjá sér. Sú varð raunin. Við háskóla nám voru næsta vetur fimm ski-p verjar, tveir við verzlunarnám og einhverjir áður i kvöidskóla hjá Kristni E. Andréssyni og Hall- dóri M. S.gurgeirssyni. — Auk þeirra búfræðingur og yfirmemn á skipinu útlærðir úr Stýrimanna skólanum og Vélskóla ísiands. Við lögðum af stað úr Hafnar- firði, e'nni klukkustund eftir kl. tó-lf á miðnætti mámudaigs, enda þótt skipið hafi verið íerðbúið fi-mm klukbustundum fyrr. Magn ús skipstjóri sagðist aidrei leggja úr höfn í vertíðarbyrjun á mámudegi. Þannig voru margir sjómenn, hjátrúarfullir, en trú- menn miklir, oig svo var um Magnús. Logn var og fagurt veður um Jónsmessuleyti þetta ár, er við sigldum Faxaflóa, rennisléttan og straummildan áleiðis til Breiða- fjarðarála. Ég var þá á vöbu og átti að stýra skipinu. Magnús skipstjóri brá sér þá niður í eldhús, en kom skjótlega til baka og sagði við mig, með sinni hlýju gamansemi um leið og hann leit á kom.pás- inn. „Við skulum ekki fara land- leiðina norður." Ég hafði þá nálgazt ískyiggi- lega mikið Mýrarnar á þeim slóð um er rannsóknaskipið Pour- qois Pas? fórst miklu siðar. Við Mlálmeytagar öftaðum þetta suimar tæpar átta þúsund fcunnur af síld og fór mest af aflanum í bræðslu, bæði til Krossaness og Siiglufjarðar. Þetta var andlátsár síldareinka sölunnar sálugiu og greiddar voru þá tvær krónur fyrir hvert siíld armál, og töldust þeir hólpnir og heppnir, er fengu aura sína greidda fyrir gjaidþrotið mikia. Húsbændur miínir, Magnús og Bjöm, báru skarðan hlut frá þeim skiptum, og bátur þeirra tekinn að sjóveði sbuidakröfu- manna. Þetta sumar var saltað á Svalbarðseyri hjá öndvegisbónd anum þar, Bimi Líndal, alþingis manni og greiddi hann átta krón ur fysrir hverja uppmælda tunmu, sem var meira verð, en aðrir borguðu. Þegar til af.sk'punar kom, neit aði Síldareinkasalan Bimi bónda á Svalbarðseyri um útflutnings- leyfi og reið það fjárhag hans að fuUu, og varð það einnig hans gjaldþrot. Ég hefi hér að framan dregið upp í stórri umge.rð mynd af at vtanulífi islenzku þjóðarinnar, eftir að heimskreppan kom að vestan árið 1929. Þess skal i dag minnzt að Magn ús Magnússon frá Skuld í Hafn arfirði er allur. Horfinn úr sam- ferðahópi okkar, sem eftir lifa. Ég gleymi aildrei þungum harmi þeirra hjóna, Ragnheiðar Þorkelsdóttur og Magnúsar Magnússonar, er þau misstu efn 'sson sinn, Guðlaug Hafstein, í hafið utan Hafnarfjarðar, en þá var hann nýskráður stýrimaður á vélbátinn Jón Magnússon frá Hafnarfirði. Aldrei sá ég Magnús horfa bjartan dag eftir sonarmissinn þennan dag. Magnús í Skuld var mér góður vinur. Hollur og traustur, aliltaf beztur þegar báran gaf á bátinn. Ég man eitt sinn er við sigld- um inn Eyjafjörð, með drekkhlað ið skipið og gárurnar grettu sig framan í okkur. Þá var norð- lenzkt veðurfar. Magnús skipstjóri kaliaði i mig og sagði hógvær að vanda, eins og hann var vanur allt sitt líf: „Þetta verður okkar síðasta afflaár. Farðu með kallana aftur á „hekk“ og vertu tilbúinn að skera nótabátana frá Málm-ey. Lensportin eru lokuð og lítt til bjargar frá borði, ef veður versn ar.“ Þan-nig var Magnús frá Skuld ail-a ævi sína, alltaf aðgætinn, góður drengur og fús þeim að hjálpa, er við bágind'. bjugigu, og þannig skal hann meta. Magnús var gæfumaður. Hans m,innist ég. Meigi han-n í Guðsriki ævistunda njóta. Adolf Björnsson. Stríð í Asíu um landhelgi Manila, 8. júní — AP SJÓHER Filippseyja hefur tekið 20 fiskiskip frá Taiwan og Japan síðan 17. maí fyrir að sigla ólöglega inn á haf- svæði Filippseyja að sögn yf irmanns flotans, Hilario Ruiz fiotaforingja í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.