Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 28
28
MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JIJNÍ 1973
SAI BAI N Anne Plper: 1 Snemma í hágtrinn
2
Ég veit nú enn í dag ekki,
við hverju hann bjóst eða hafði
reiknað út, en svona varð það
nú samt og hann virtist harð-
ánægður.
— Þú ert ágæt, sagði hann,
— og ég lofa að gefa þér vel
að borða i næstu viku, þegar ég
er búinn að selja einhverjar
teikningar.
Herbergið mitt var á þriðju
hæð og stigauppgangurinn af-
skaplega sóðalegur, með eilifri
kattalykt. Jack snuggaði á leið-
inni þangað upp.
— Þetta er skritinn staður fyr
ir fallega stúlku að búa á
alein. Hann leit forvitnislega
kring um sig, þegar við komum
upp. Á dökkrauða gólfteppið,
gulu gluggatjöldin og eina hæg-
indastólinn. Ég hafði tekið með
mér sitt £if hverju úr búi for-
eldira minna, en selt afganginn.
Hann reyndi fyrst hægindastól-
inn, en settist svo á rúmið.
— Taktu ofan hattinn, sagði
hann. — Það er synd að vera að
fela þetta tunglskinsíhár þitt.
Ekki eir því að neita, að lista-
menn geta komizt fallega að
orði. Þetta var í fyrsta sinn sem
riokkur maður hafði kallað mig
fallega, hvað þá heldur tekið
eftir hárinu á mér.
Ég gekk inn í þvottahúsið til
að athuga, hvað ég ætti matar-
kyns. Þarna var eitt brauð, eitt-
hvað af osti, og eitt egg, svo að
ég harðsauð það og skar það í
tvennt.
Jack var úti við gluggann að
teikna, þegar ég kom aftur.
hann hafði teiknað marglitu
húsin, sem sáust út um glugg-
ann, með krit.
— Þetta er fallegt, sagði ég.
— Mér lízt vel á þetta.
— Þú átt margt eftir að læra,
Jenny. Stúlkur eru fallegar, en
það eru myndir aldrei — að
minnsta kosti ekki mínar mynd
ir — þær sem ég kæri mig helzt
um.
— Hvað komstu með í búðina
í dag? Hann fleygði í mig tösk-
unni sinni og ég skoðaði í hana
— Þetta voru mest stúlkna-
myndir í alls konar búningi og
stellingum. Mér leizt vel á
myndimar — ég á við, að það
mátti vel sjá, að þetta átti að
vera kvenfólk — og búningarn-
ir voru snotrir.
— Mér finnst óskiljanlegt, að
þeir skyldu ekki vilja þasr,
sagði ég.
— Það vill þær þá einhver
annar — en búðin þín hafði fast
an teiknara. Ég teikna nú svona
myndir aðeins til þess að hafa
upp í húsaleiguna, en annars er
ég alvörumálari.
Við settumst niður við brauð-
ið og ostinn, tebolla og hálft
egg. Ég færði borðið, svo að
Jack gat setið kyrr á rúminu,
og ég sat andspænis honum á
eina bakbeina stólnum mínum.
— Þú ert skrítinn kvenmað-
ur, sagði hann með munninn full
an af egginu.
— Hvemig það? sagði ég.
— Að búa hér, svona ráðsett
.ttELLESENSj
L BA7TERIES J
og skikkanleg mitt í Soho, hrein
eins og nýfallin mjöll, er ég viss
um, og býður svo bósa eins og
mér heim til þin, upp á kvöld-
mat.
— Hvað ætti að vera því til
fyrirstöðu. sagði ég.
— Ekki annað en það, að
stúlkur eins ög þú gera það
ekki venjulega, nema þá þær
séu alls ekki eins og þú. Guð
minn góður, hvað andlitið á þér
er fallegt, jafnvel þó þú sért að
tyggja — alveg furðulegt!
Hann studdi olnbogunum á borð
ig og faststarði á mig, þangað til
ég var orðin kafrjóð, af þvi að
mér hafði svelgzt á matnum.
Hann seildist til og barði i bak-
ið á mér, en tautaði eitthvað
um leið við sjálfan sig: — Nei,
ekki alveg Botticelli. Kannski
Memling að nokkru leyti, en
þú ert nú bara ekki strákur, en
þú ættir að klippa hárið á þér
stutt, það er of mikið sleikt aft
ur fyrir eyru með þessum hnút.
Það ætti að falla beint niður
stutt og slétt — kannski eins
og á einhverjum strák eftir Bell
ini. Láttu það falla niður.
— Strax? sagði ég, heit og
rjóð, en hann kinkaði kolli, svo
að ég tók úr þvi nálamar og
það féll niður um mig alla, eins
og tíðkaðist í þá daga.
— Það er þá loksins eins og
vorið, sagði hann lágt. —
Hreyfðu þig nú ekki! Og svo
tók hann blýant og fór strax að
teikina. Það gat nú verið allt í
lagi, en ég var svöng og hann
leyfði mér ekki að hreyfa mig i
stiheilan háliftíma. En ég verð
að segja að þetta var góð mynd.
Ég á hana enn og hún er í dag
hundrað punda virði, að ég
held. Nú varð mér það ljóst í
fyrsta sinn, að ég var falleg. Og
ég varð hissa. Foreldrar minir
höfðu aldrei vikið að þvi orði,
þvi að þau voru ströng við mig
þegar ég var lítil og sikólastelp-
ur segja ekki slíkt hver um aðra,
og eins og ég sagði, þá var
Jack fyrsti karlmaður, sem ég
hafði nokkum tima farið út
með. Jæja, það var þá svona, ég
í þýóingu
Páls Skúlasonar.
var tvítug og munaðarleysingi,
og laglegum manni fannst ég
vera falleg. Ég hélt áfram að
borða eins og ekkert væri, en
ég ölgaði öll innvortis eins og
kampavín.
— Þú átt eftir að gera mig
rikan, sagði Jack. — Ég ætla að
teikna þig i krók og kring, aft-
an og framan, ofan og neðan, al-
klædda og svo nakta áður en
lýkur.
— Nei, það skaltu aldréi gera,
sagði ég með ákafa. — Aldrei
hef ég nú heyrt annað eins.
— Jæja, þá, kannski ekki
nakta en alílt hitt. Hann hélt
áfram að teikna meðan hann tal
aði og eftir stundarkorn fleygði
hann myndinni í mig. Hann
hafði teiknað rúmið mitt með öll
um fjórum stólpunum og tusku-
teppinu og myndinni af Ljósi
heimisins uppi yfir, en ofan á
teppið hafði hann komið fyrir
stúlku með hendur fyrir aftan
hnakka og ekki í nokkurri spjör
en með andlitið mitt! Ég varð
bálvond.
— Snáfaðu út héðan! sagði
ég, — og komdu aldrei aftur. Ég
sé mest eftir þvi, að ég skyldi
bjóða þér heim, en ég er bara
allls ekki svona stúlka. Og svo
för ég að gráta, af þvi að ég var
alveg frá mér af æsingi, og
enn var ég óvön þvi að vera fal
leg. En hann tók mig bara upp
og settisit í hægindastólinn með
mig á hnjánum og strauk blíð-
lega um hárið á mér.
— Aumingja Jenny. Fyrir-
gefðu mér. Ég er bölvuð skepna.
Laugardalsvöllur
1. DEILD
KR — Fram
leika í kvöld kl. 20:00.
KR.
velvakandi
Velvakandi svarar i sima
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Eftir helgina
Þá er hvitasunnuhelgin af-
staðin, stórslysalaust og varpa
nú flestir öndinni léttar. Að
vísu mun Jónas útvarpsökufól
hafa keyrt sig og sina í klessu,
en sú fjölskylda er öllu vön i
þeim efnum, þannig að ein
bylta til eða frá skiptir kannski
ekki ölilu máli.
Tiðindi bárust af aðskiljan-
legum rúðubrotum. Þess vegna
er ef til vill ekki úr vegi að
spyrja, hvort það væri ekki
skynsamleg fjárfesting hjá hér
lendum bifreiðaeigendum, að
hafa óbrjótandi framrúður í
farartækjunum, svona eins og
lífhrædd stórmenni hafa í sín-
um, enda þótt kostnaðurinn
kunni að vaxa einhverjum í
augum.
0 Borg í dvala
■ Ekki var margt fólk á al-
mannafæri um þessa helgi,
fremur en aðrar „stórhelgar".
Möguleikar til þess að láta hafa
ofan af fyrir sér eru ekki marg
víslegir um hátíðir, þannig að
hver og einn verður að bjarga
sér sjálfur, e.t.v. þó með hjálp
vina og vandamanna, og að
sjálfsögðu, útvarps og sjón-
varps. Lofað hafði verið svo-
kölluðu „Iéttu efni“, til þess að
menn féllu ekki í andlegan
dróma. Vonandi hefur árangur
imn verið eins og til var ætlazt.
0 Áróðursmerki
Erla Magnúsdóttir hafði sam
band við Velvakanda. Hún saigð
ist hafa tekið eftir því, að mang
ir genigju um með merki í föt
um sínujn, þar sem á stæði
„Herinn burt“.
Margt af þessu fólki væru
smákrakkar, sem sýnilega bæru
þessi merki, án þess að gera
sér grein fyrir merkingumni. —-
Erla vildi koma þeirri uppá-
stungu á framfæri, ef einhver
vildi sinna henni, að búin væru
til merki, sem á væri letrað, til
dæmis: „Tryggjum öryg,gi Is-
lands“ eða eitthvað í þá átt.
0 Löggæzla í Breiðholti
„Hrafn og Ágúst“ skrifa á
þessa lieið:
„Við viiljum aðeins undir-
strika orð „Breiðholtsbúa", er
hringdi í Velvakanda fyrir
skömmu, veigna lögigæzlu í
Breiðholtinu, Síðan lögreiglan
herti svo mjög á eftirliti í hverf
inu sem raun ber vitni, hefur
varla nokkurt umtalsvert af-
brot átt sér stað hér. Vafalaust
er það að þakka góðri frammi-
stöðu lögreglunnar."
Spor í rétta átt
KÓPAL í NSCJUM OG,
MARGFALT BETRI TCDNALÍTUM
máMagfl
MÁL.NIIMQ