Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1973, Blaðsíða 1
H- 6 f ' 17. júní 1973 jllttgtitiÞIfifrifr Blað II Dyrhólaey: „Hsegt að byggja örugga höf n f yrir vöru og fiskiskip" — seglr í skýrslu sérfræðinga Hngmyndin að höfn í Dyr- hólaey er til siðan um síðustu aidamót og iíklega fyrr. AvaJIt hefur verið mikill áhugi ■ nærliggjandi sveitum fyrir höfn, enda vantar lík- lega hvergi á landinu eins til finnanlega höfn. Hin langa hafnlausa strönd Suðurlands hrópar hreinlega á höfn. <jti fyrir eru einhver auðugustu fiskimið landsins og sveitirn- ar upp af þessari hafnlausu strönd eru byggileg»istu svæði fslands að miklum hluta óhyggð. I>að er ljóst að það mun koma höfn við Dyrhólaey, en það er hims vegar ekki Ijóst hverjir verða svo framsýnir að hrinda þeirri framkvæmd af stað. Það er lika Ijóst að þegar höfn verður komin við Dyrhólaey mu.n myndast þar næsta þéttbýlissvæði á Is- landi. Litlu munaðd að höfn yrði byggð við Dyrhólaey um sið- ustu aldamót. Þá vildu Bret- ar byggja þar höfn og fá i staðinn að veiða fisk í land- helginni þar í kring í ákveð- TILLAGA I Yfirlilsmynd inn tima og þetta mál komst svo langt að vera lagt fyrir Alþingi, en þar var það fellt með jöfnum atkvæðum þing- manna. Undanfarim ár hefur áhugi Skaftfellinga aukizt mjög á ný fyrir hafnarframkvæmd- um við Dyrhólaey og á hverj um fundi sýslunefndar s.l. 10 ár a.m.k. hefur ávallt verið gerð einhver samþykkt sem varðar gerð hafnar við Dyr- hóiaey. f>að er sagt að gerð hafnar við Dyrhólaey sé stærsta mál Vestur-Skaftfell- inga og Eyfeilimga. Nú eru um 1400 manns í sveitum Vestur-SkaftafellssýsJti og um 1000 í Eyjafjöliumum og nágrenni. Máltð varðar þó miklu fleiri og það er mjög athyglisverð spurndng hvort bygging hafnar við Dyrhóla- ey og uppbygging byggðar þar i kring myndi ekká losa Reykjavikursvæðið við það mikia álag, sem á þvi er, og veldur því m.a. að þar býr fólk sem er ef til vill orðið þreytt umfram ástæður og vist eru það samnimdi að fóik ið á Stór-Reykjavikursvæð- inu sækir stöðugt meira í það form að það flýtir sér og flýt- ir sér utan vimnutímans og eftir því sem vimmutímmn verður styttri þeim mun meiri hraði. En við skulum láta hafnargerð mamnlífsins liggja á milli hluta um sinn. Utan bátahafnanna við Eyr arbakka og Stokkseyri er strönd Suðurlands hafnlaus frá Ölfusá að Höfn á Horna- firði. Fyrr á timum um lamg- an aldur var útræði með ára- skipum stundað víða með ströndinni, en með vaxandi vélvæðingu og tækni fer þessi útvegur undir súð og syngur sitt sáðasta um 1940. Þær kostmaðaráætlanir, sem Hafnarmálastofnunin hef ur gert í Ijósii ranmsókna við Dyrhólaey gera ráð fyrir lið- lega 2000 millj. kr. kostnaði við gerð hafskipa- og fiski- Skipahafnar við Dyrhólaey og er fjallað um tvo mögu- leika, austan eða vestan Dyr- hólaeyjar. Aðrir aðilar hafa einnág gert athuganir og t.d. má nefna að Pálmi Jóhannes- son verkfræðdngur hefur gert áætlun um gerð hafnar við Dyrhólaey, en hamn hefur m.a. unnið sérstaka ritgerð um gerð hafnar við Dyrhóla- ey og er hans kostnaðaráætl- un iiklega um 700 miMj. kr. lægri en Hafnarmáiastofnun- arinnar. Minna má nú gagn gera, en ljóst er að rammsókn- um er ekki lokið til þess að hægt sé að hefjast handa um byggingu mannvirkja. Hér fer á eftir úrdráttur af Skýrslu Hafnarmálastofn- unar ríkisins, sem fjallar í Framhald á bls. 34 TILLAGA Tt Yfirlitsmynd fOO 0 100 200 300 400m Dyptortölur fró 1971 Myndin sýnir tillögur I og II sem imi er rætt I greininni. Dý ptartölur em frá 1971. HÖFN 'VIÐ DYRHÓLAEY TILLÓGUR AÐ HAFNARSTÆ-Ðl HAFNAM'ALASTOFNUN MYND r'ikisins 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.