Morgunblaðið - 17.06.1973, Side 2

Morgunblaðið - 17.06.1973, Side 2
34 MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGÍR 17. JÚNl 1973 — Dyrhólaey Framhald af bls. 33 stuttu máli um umboð til rannsókna, verksvið, tilgang og niðurstöður: VERKSVIf) Gerðar eru tvær tillögur að höfn við Dyrhóiaey. Þess- ar tillögur ber að líta á sem frumdrög, en þær eiga að sýna hverjir möguleikarnir eru og hver liklegur kostnað- ur yrði við gerð hafnar við Dyrhólaey, fyrir fiski- og farmskip að s'tærð allt að 6000 rúmlestir (BRT). Til grundvallar tillögunum voru gerðar umfangsmiklar mæling ar og rannsóknir. Mælingar voru gerðar á sjávardýpi O'g öldulagi, sjávarfölium og at- huganir á jarðlögum, sand- burði með ströndinni og veðr áttu. Undirbúningsvinna þessi hefur staðið allt frá ár- inu 1957. Verkið var unnið af Hafnarmálastofnun ríkisins og hafði Magnús. Óiafsson deildarverkfræðingur umsjón \ieð gerð lokaskýrslu. TILGANGUR Áhugi hefur lengi verið fyrir byggingu hafnar við Dyrhólaey og hugrnyndir uppi þar um allt frá því um aldamót. Landið við Dyrhóla- ey liggur vel við einum beztu sveitum landsins og fengsæl fiskimið eru skammt undan. Erfið hafnarskilyrði hafa hins vegar komið í veg fyrir að hafizt hafi verið handa um hafnargerð. Áður en mik- il vinna er lögð í athuganir, rannsóknir og útreikninga vegna lokahönnunar hafnar við Dyrhóiaey, er rétt að tek in sé ákvörðun um, hvort hafnargerðin komi yfirleltt til gre'ina nú, vegna erfiðra aðstæftna og mikils kostnað- ar. Ef bygging hafnarinnar verður talin möguleg, þarf nokkurra ára rannsókni.r og undirbúningsvinnu áður en að lokahönmiun hafnarinnar verður komið. Meg iwtilg angur þessarar skýrslu er að auðvelda vald höfurn að taka ákvarðanir um framgang þessa máls, með því að upplýsa um tækniaega óg kostnaðarlega . hlið. hafn- argerftar við Dýrhólaey. NIÐURSTÖÐUR Með nútíma tækni er hægt að óyggja örugga höfn við Dyrhölaey fyrir vörufiutn- inga- og fiiskiskip. Miðað er við, að höfnin sé alltaf fær til inn- og útsigl- ingar fyrir skiip allt að 6000 rúmlestir (BRT), nema í af- tökum fáa daga á ári, og að öruggt lægi sé í höfninni í öllum veðrum. Hafnargerð við Dyrhólaey er hins vegar mjög örðug við fangs. Hafrót er mikið við ströndina og ölduhæðir með því mesta er gerist, þar sem hafnir hafa verið byggftar. Stormar eru tíðir. Miikill sandburður er með strönd- inni, sem breytt getur sigl- ingaleiðum á grunnsævi skyndilega. Vegna hafróts og sandburðar verfta ytri garð- arnir, hinir eiiginlegu brim- og sandvarnargarftar, að ná út á mikið dýpi, ella brotnar aldan í og framan hafnar- mynnisins. Sigling imn og út yrði þá oft ófær, ef hafnar- garftar næðu ekki langt út, auk þess sem mikili sandburð ur yrði við hafnarmynnið, sem kosta myndi þrotiausar dýpkanir. Áætlað er að hafn armynníð verði á um 12 metra dýpi miðað við meðalstór- straumsfjöru. Stór ytri hofn er auk þess nauðsynleg, svo hafaldan nái að deyfast það mikið að nægileg kyrrð skap- ist við hafnarbakka I dnnri hafnafkvíum. Kostnaður við ytri garða er áætlaður 1704 milij. kr. í Til- lögu I, en 1814 millj. kr. í Tii lögu II. Innri mannvirki, þ.e. innri garðar, strandvörn, 360 m langir hafskipabakkar, fyr ir skip allt að 6000 tonn og 450 m langir hafskipabakkar fyrir fiskiskip, með dýpkun hafnarinnar, er áættað að kosti 460 millj. kr. í Tililögu I, en 324 millj. kr. í Tiilögu II. Rannsóknakostnaður er i báðum tiillögunum áætlaður 70 millj. kr. Hér til viðbótar kemur kostnaður við öll mannvirki í landi, frystihús, fiskimjölsverksmiðjur, vöru skemmur o. ffl., ásamt öJlum kostnaði við byggingu bæjar, er risa verður til að nýta mannviirkin. Til glöggvunar á því hve miklar upphæðir er um að ræða, má geta þess, að skemmur o.ffl., ásamt öllum hafnagerðum á landinu með landshöfnum og dráttarbraut um, utan Reykjavikur, hefur verið um 200 millj. kr árlega undanfarin ár. Allur kostnaður í áætlum- inni er miðaður við verðlag sumarið 1972. Þegar lokið er ytni görð- um, er unnt að viinna að imnri mannvirkjum eftir þvi sem þörf krefur, en stækkun- armöguleikar hafnarinnar eru næstum ótæmandi með því að grafa hafnarkvíar imn í landi. Sjálift landið upp að hafnarstæðinu er talið hent- ugt til uppbyggingar. Ef talið er að hafnargerð komi til greina, þrátt fyrir mikíinn kostnað, áður en unnt er að nota höfnina, eru mörg atriði, sem þarfnast nánari at hugunar. Þjóftfélagslegar at- huganir þurfa að fara fram á þorf og möguleiku/n nýs bæj- ar á Suðurlandi. Meta verður áhrif á atvinnuiíf og byggð á Suðurlandi, og landinu í heild. Athuga þarf höfnina með tilliti til nýtiingar fiski- stofnanna, fjárfestingar og ótal annarra atrifta. í þessari skýrslu eru þessum atriðum aðein gerð lauslega skil, raunar helzt til að umdir strika, að hér eru atriði sem athuga þarf. Að þeim athug- unúm loknum þarf að meta á ný hlutfall kostnaðar og óhag ræðis á móti þeim hagsbótum er gerð hafnarinnar hefði fyr ir þjoðarheildlna. Ef sú niður staða verður jákvæð, og bygging hafnarimnar ákveðin þurfá umfangsmiklar rann- sóknir á straumum, ölduhreyf ingum, sandburði, botnlagi og jarðlögum að fara fram áður en lokahönnun hafnanimmar getur hafiz-t. Við Dyrhólaey er við hrikaöfl náttúrunmar að etja, og allar breytingar á eðlilegu jafnvægi geta haft óf y rirsj áanlegar afleiðingar ef ekki er farið að öllu með gát. Færi svo, að af hafnargerð yrði ekki á næstunni, hafa þær athuganir og rannsókn- ir sem gerðar hafa verið og gerðar verfta, samt mikið gildi fyrir landið, bæði frá hagrænu og vísindalegu sjón- armiði, þar sem þær eiga ekki aðeims við Dyrhólaeyjarsvæð it heldur meginhluta Suður- strandariinnar. ★ Það er Ijóst að þegar lokið hefur verið við ytri hafnar- garða við Dyrhólaey eru óteljandi möguleikar á feiiki- lega mikilli innri höfn. Gerð hafnar við Dyrhóltaey hefst þegar við teljum okkur hafa efni á því að hugsa til fram- tíðarinnar og þó er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Hvenær hættum við að bíða og hefjumst þess í stað handa þar sem mikið er í húfi. — á.j. Ilyrhólaey og svaeðið í kring. Víkiirkaupstaður lengst til hægri. „Ár í Tékkó- slóvakíu“ Sýning í Laugardalshöll I GÆR laugardag var opnuð tékknesk vöru- og landkynningar sýning í Laugardalshöilinni, er ber heitið „Ár í Tékkóslóvakíu“. Sýningin verður hins vegar opn- uð almenningi í dag kl. 3 og verður opin daglega til kl. 10 til 1. júli n.k. Sýningin á ekki að vera vöru- sýning samkvæmt hefðbundnu formi siíkra sýnimga, að sögn Amtoruí Surka, eins af forsvars- mönmum sýningariimmar, heldur er ætiumin að sýna l'ífið i Ték’kó- slóvakíu. Þesis vegna verða vör- ur f.a.m. ekki kynntar endilega I hefðbundnum neytendaumbúð- um heddur reynt að bregða upp mymd af vörunum í temgslium við daglegt líf x Tékkóslóvakíu og hvernig almennimgur þar notar þeisisiar vörur. Þar af iedðandi spannar sýn- Lmeriin vfir mún stærra svið en edla og þess vegna verða kynntar á sýningunni margvíslegar vörur, svo sem bækur, hljómplötur, hitjómfflutningstæki, ísskápar og þvottavélar, seguibönd og krist- alimunir, skartgripir og prentvél- ar, bílar, traktorar og matvæli, svo að eitthvað sé nefnt. Eirnnig verður haldið uppi land kynningu á þessari sýnimgu, þar sem leitazt er við að undirstrika, að Tékkóslóvakí'a sé falliegt land, sögufrægt land, þróað iðnaðar- iand, lan<ibú naftarlaind og liamd sem heldur vimsamlegum Scim- skiptum við önnur lönd. Við opnun sýnimgarinmar mun tékknesk lúðrahljármsiveit leika, en hún er skipuð um 75 hljóð- færaleikurum. Tékkar hiafa sjálf- ir amnazt uppsetnimgu siýniinigar- iinnar, og hafla um 20 tékkmeskir iðnaðarmienn unmáð aft því verki að undamförnu. Wm>, ,Ár í Tékkóslövakíu' llnnift við að koma upp sýningunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.