Morgunblaðið - 17.06.1973, Page 9

Morgunblaðið - 17.06.1973, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNl 1973 41 Grásleppu- frumvarpið Hvenær er ofsótt, og hvenær ekki? Fiskveiðiþjóð hefur ekki írekar siðferðilegt leyfi til að vannýta góo fiskimið en of- nýta þau. Málið er þó ekki auðleyst, eins og flestir vita og má um það nefna nýlegt og afgerandi dæmi, þar sem eru ummæli manns, eins og Jakobs Jakobssonar, en hann segir í upphafi greinar í 4. tbl. Ægis: „Allir útreikning- ar á ástandi fiskstofna bygg- ist á þeirri forsendu að veið- arnar hafi ekki áhrif á hrygn ingu eða klak og jafnan er miðað við meðalstóra ár- ganga.“ Jakob dregur að vonum þessa forsendu í efa og alla útreikninga þá þar af. Þegar svo er ástatt um vitn- eskju þeirra sem lærðastir eru, hvað ætli sé þá um hina, sem eru að gizka á eitt eða annað út frá eigin skamm- vinnri reynsiu og kokkabók um eða kannski nokkrum vigt amótum. En menn rífast nú samt og eins og jafnan þeir mest, sem minnst vita. Ég hefði haldið og þeir eru fleiri sem halda það, að Jón Jónsson, forstöðumaður Haf rannsóknastofnunarinnar, sé sá maður núlifandi, sem mest veit um ástandið á fiskislóð- unum í Faxaflóa. En það reyndist nú fljótlegt að af- greiða þekkingu hans og reynslu. Skagamenn sendu honum afrit af vigtarnótum til nokkurra ára og sögðu hon um að lesa þær í stað fræða sinna. Væntanlega framsendir Jón frumbækur þeirra Skaga- manna til alþjóðlegu hafrann sóknanefndarinnar sem gef- ur þær síðan út með næstu vinnuskýrslu sinni. Jón hefur sagt það sem segja þarf um ástand fiski- slóðanna hér í Flóanum og hef ég vitaskuld engu við það að bæta í fræðileg- um dúr. En ég er vísindamað- ur af sömu gráðu og Skaga- menn og nú þegar komið er fram fiskveiðilagafrumvarp sem byggist í meginatriðum á sjúklegri andúð gamalla manna á nýjustu fiskveiði- tækni, þá finnst mér gefast tækifæri til að leggja orð í beig og rétta þar með hönd þótt litlu muni í svo stóru máli — þeim hluta sjómanna stéttar okkar, sem ofsóttur er við atvinnu sína af löggjaf- anum, og búinn að vera það lemgi þó að nú taki í hnjúk- ana. HATRIÐ Á BOTNVÖRPUNNI OG DRAGNÓTINNI Hatrið á botnvörpunni og dragnót er meinsemd í grá sleppusál þjóðarinnar. Þetta eru hvort tveggja stórvirk veiðitæki, sem veiða gjarnan fyrr upp fisk, sem gengur á tiitekna fiskislóð en hand- íærið og linan. Þau eru sem sé miklu afkastameiri veiðar- færi og það tekur því styttri tíma og minni mannafla að veiða tiltekið magn í þau en á færið eða Mnuna. Nýju togaramir eru nú margir komnir og fleiri þó eft ir að koma. Það er tekið við þeim með grásleppufrum- varpi því versta síðan á dög- um Magnúsar landshöfðingja. Ég fjallaði eitt sinn lítið eitt um það í greinarkorni, sem ég var þá níddur fyrir, að erfitt myndi reynast að manna fiskiflotann okkar, þegar hann væri allur kom- inn á miðin, með þeim kaup- um og smíðum sem ráðgerð voru, erfitt myndi einn- ig reynast að fjármagna nýju skipin, og erfitt að þjón usta þau úti á smáhöfnum. Alit er nú þetta komið fram, eða er að koma fram. En ég var ekki svo forspár að sjá fyrir að sumir hinna miklu áhugamanna um togara útgerð myndu taka á móti nýju togurunum með þvi að rýra athafnasvæði þeirra og auka enn á mannavand- ræði stærri flotans alls með aukinni og efldri smábátaút- gerð. Sagan frá nýsköpunar- árunum ætlar að endurtaka sig í þessu efni. Nýsköpunar- togararnir voru flæmdir af beztu miðum sínum skömmu eftir að þeir komu. Þessi þversögn í útgerðar- málum okkar er náttúrlega mál út af fyrir sig. Menn spyrja eðlilega hvursu það megi bera til, að sömu menn berjist fyrir togarakaupum og síðan því að reka þá af mið- unum. Ástæða er þó til að færa sjávarútvegsráðherra þakkir fyrir að beita sér fyr- ir því að áður nefnt frum- varp dagaði uppi á þessu þingi og ef honum endist til þess ráðherralíf, þá treysti ég honum til að drepa það ásamt Pétri Sigurðssyni og fleiri góðum mönnum. GETUM VID LIFAÐ Á S JÓST ANG A VEIÐI ? Vitaskuld skilja allir lands menn sjónarmið manna, sem róa smábátum frá heimabyggð sinni. Þeir eru hverjir í sinni vík að berjast fyrir sinum hag og sinna. En bezt er að allt sé innan skaplegra marka og þessir menn verða líka að skilja sjónarmið reyk vísku togveiðimannanna á bátunum, sem fiæmast undan nokkrum landsbyggðarat- kvæðum af sínum eigin fiski- slóðum og verða að róa frá fjarlægum höfnum eða róa ails ekki. Það er alls ekki mín mein- ing að sá smábátafloti sem nú er fyrir landi sé látinn fúna í nausti til skaða eigendum sín um, heldur verði þess gætt, að hann hafi skaplega söknarmöguleika. En ég er al gerlega andvígur þvl og tei það skaðlegt að þessi floti sé efldur, eins og nú virðist horfa. Það er mín skoðun, að hand færi og beita fullnýti aldrei neina fiskislóð og hafi aldrei gert. Þau geta það ekki, aí því að fiskur tekur illa beitu nema hann sé í ætisleit. Það vita það allir fiskimenn, að það er hægt að vera með linu og handfæri dag eftir dag án þess að fá bein, þó að nógur fiskur sé undir og botnvarp- an eða dragnótin nái honum vel í sama mund. Ég vil minna á tvö sögufræg dæmi um þetta. Eldeyjar-Hjalti var vorið 1906 staddur á skútu sinni Svift fyrir austan Vestmanna eyjar. Hann lá þarna í byr- leysu og þeir urðu ekki var- ir, en allt í kringum þá lágu ensku togararnir í aðgerð — það er með full dekk af fiski og urðu að hætta veiðum til að gera að. Það hefur verið mikið tal- að um það, að fiskur gengi ekki hér í Flóann vegna drag nótar eða botnvörpu. Jón Jónsson hefur eins og ég sagði fyrr svarað því fjasi, en mig langar til að spyrja einnar sögulegrar spuming- ar. Ég hef nú víst spurt henn ar áður en minnist þess ekki að hafa fengið svar. Það var ördeyða í 10 ár af 12 hér við Flóann frá 1884 til 1895 (bæði árin meðtalin). Þá var hvorki botnvarpa né snurrvoð komin til sögunnar. Togararnir kömu svo 1895 og mokuðu hér strax upp fiski og alian næsta áratug og leng ur. Þó var stundum svo krökkt af þeim, að ganga hefði mátt þurrum fótum af Skaga og yfir í Garð, eins og einhver orðaði það. Nú væri fróðlegt að vita, hvort heldur hafi verið, að fiskur hafi ekki gengið í Flóann á íyrra tímabilinu af einhverj- um náttúrlegum orsökum eða Skagamenn og Garðverjar hafi ekki náð honum. Senni- lega hefur nú þarna hvort tveggja gerzt. Ég veit að minnsta kosti um eitt dæmi um siðara atriðið, sem gamall Garðverji sagði mér að Garð- verjar beittu beztu beitu, krækiingi, sem hægt var að íá, en náðu fiski hvorki á iin una eða færin, þó að togar- arnir mokuðu upp fiski, Þetta að fiskurinn tók ekki beitu þarf ekki að hafa ver- ið orsökin öll aflaleysisárin, orsökin getur hafa verið af náttúrunnar völdum — eins og fyrr segir. Hver sem orsök in hefur verið, þá var fiski- ieysið á fyrra timabilinu ekki botnvörpu eða dragnót að kenna. FALSKUR TÓNN Það er mikið talað um frið- un þorskstofna nú til dags og víst er það gott tal, en það vill stundum verða ein- kennilega hjáróma. __ Ég man ekki betur en ráðs menn okkar færu ekki dult með það, þegar verið var að bollaleggja um togarakaupin að við ætluðum okkur að taka til viðbótar afla okkar nú um 100 þús. tonn og væru þá eft- ir „friðuð“ um 200 þús. tonn, ef miðað er við þann afla, sem útlendingarnir sem við er um að reka burtu, veiða nú árlega. Þetta sýnist flestum ærin friðun á fiskstofnunum. Ef við ætlum að bæta við ár- lega þorskafla okkar um 100 þús. tn., þá getur ekki náð neinni átt að hamla afköstum stói-virkustu veiðiskipanna. Það væri enn ein mótsögn- in i útgerðarmálunum. En það eru viðar mótsagnir hjá frið- unarmönnunum, sem svo kalla sig, af því að það er nú vin- sælt heiti. Af hverju leggja þeir aldrei til að friða fyrir stórvirkasta veiðarfærinu, þorskanetunum, sem veiða um 40% af heildarþorskaflanum. Eru þar ofmörg atkvæði í húfi? Skyldi Skagamönnum aldrei hafa dottið í hug að netagirðingamar á vertíðinni heftu göngur inn í Flóann? Botnvarpan, togbátar og tog- arar, veiða ekki nema rúm 30% árlega af heildaraflanum, sem stafar vitaskuld af því í og með, að veiðarfærið er ekki fullnýtt — en samt er barizt miklu hatrammar gegn þessu veiðarfæri en netunum. Enn hatrammar er þó barizt gegn dragnótinni, hún er banvæn fyrir fiskveiðar í land inu, það veiðarfæri veiðir þó ekki nema sem svannar 1,5% af árlegum þorskfiskafla. Mest var þó æpt á það veiðar færið, þorsknótina, sem veiddi ekki nema tæpt 1% af þorskfiskaflanum. Mér finnst skorta all mjög á sam ræmi í málflutningi friðunar- manna. NÚ ER ÞAB REGLUSTIKAN Landhelgislínan var dregin umhverfis landið — gegn mót mælum fjölda manna, sem fylgdu landgrunnsstefnunni — með hringfara. Nú hefur reglustikan verið uppgötvuð. Hún er enn fljótvirkara og þægilegra tæki. Allar linur, sem nefndin, sem að frum- varpinu stendur, hefur dreg- ið, eru beinar línur og flest hóifin rétthymd. Það virðist engin hliðsjón hafa ver- ið höfð af lögun fiskislóð- anna. Togslóðirnar hér við landið fylgja engan veg- in ferhymingsreglunni í hornafræðinni. Víða er dreg- in bein lína yfir ála og skil- in eftir blá totan, sem kannski er ágætis togslóð og aidrei kemur annað veiðar- færi á en botnvarpan. Þegar iitið er á uppdrátt- inn, þá sýnist ekki mik il kúnst að toga við Island, sem er þó í reynd versta tog- slóð í heimi að sögn víðförulia. Nefndin vill að togað sé bein ar stefnur og snúið í vinkil þegar komið sé inn að lín- unni, sem hún hefur dregið. STÆRÐARMÆLINGIN Nefndarmenn hafa mið- að veiðiheimildir sinar við tonnatölu skipanna. Ég hélt að ailir vissu að rúmmálsmæl ingin innan á bönd væri orð- in tóm hringavitleysa og eng in leið að miða eitt eða neitt við hana. Við eigum samt enn dálítið í land til að ná Norð manninum i þessu efni, ef marka má frásagnir og frétt sem ég ias ný- lega í norsku blaði. Þar var verið að lýsa nýju síldveiði- skipi og það sagt 400 tonn að stærð. En í lok klausunn- ar stóðu þessi fleygu orð. „Lestin tekur 1000 tonn.“ Það er ekki hægt að byggja veiði löggjöf á rúmmálsmælingu eins og hún er núna fram- kvæmd í reynd. Það verður að taka upp burðarmagnsmæl ingu (deaa weight) eða sæ- rýmismælingu (deplacement). Ef það er ekki gert þá er miklu eðlilegra að miða veiði- heimildir við togkraft skips- ins, það er vélarafl á skrúfu þess, heldui en rúmlesta töl- una. Það segir miklu meira um hvaða togslóð skipið get- ur nýtt en snarvitlaus rúm- iestatala. Það getur ekki sæmt alþingismönnum að Oyggja ný lög á úreltu mæl- ingakerfi. STAÐARÁKVARÐANIR Með þessum flóknu veiði- heimildum, þegar svo við bæt ist afmörkuð línu- og neta- svæði, þá veitir svei mér ekki af góðum staðsetningartækj- um. Reyndar skil ég ekki að togaraskipstjórinn geti neitt sinnt veiðunum, hann verður alltaf að vera að gera staðar ákvarðanir. Hér er nú ekkert staðarákvörðunarkerfi nema misgott lórankerfi ætlað mest til úthafssiglinga eins og það kerfi yfirleitt. Og skilyrði oft slæm hér við land. Staðar- ákvarðanir eftir ratar eru heldur ekki nákvæmar þegar kemur I 12 sjó- mílna fjarlægð frá landi, það getur skakkað upp i mílu. Ef íslenzki löggjafinn hef- ur einhverja ánægju eða þörf til að elta íslenzka fiskimenn við atvinnu sina eins og óbótamenn um allan sjó á rán dýrum varðskipum og flugvél um, þá ætti sá sami löggjafi að sjá sóma sinn í því að koma hér upp nákvæmu stað arákvörðunarkerfi. HAGNÝTINGAR- SJÓNARMIÐEÐ Það hlýtur að verða megin stefna okkar í útgerð að nýta fiskimið okkar sem næst því að þau séu fullnýtt og þá með eins hagnýtri útgerð og kostur er á. Það er al- veg öfug stefna við alla hag- nýtingarþróun að ætla að draga stórlega úr afköstum botnvörpunnar, og þá nátt- úrlega ekki sízt, þegar við höfum keypt fyrir hana fjölda rándýrra skipa. Við ná um aldrei að nýta miðin okk- ar án þessa veiðarfæris og ég vil endurtaka það sem ég sagði i upphafi, að fiskveiði- þjóð hefur þær skyldur ekki aðeins við þegna sína heldur hinn sveltandi heim að full- nýta miðin sin. Þvi má bæta við, að ef það spyrðist að við ætluðum að nota beztu fiski- mið á Norður-Atlantshafi nánast fyrir sportveiði, þá þætti áreiðanlega mörgum vin um okkar erlendis málflutn- ingur okkar taka að gerast flókinn. Það eru nefnilega ail ar þjóðir, sem eru að færa út, sammála um það, og það hélt ég að við værum líka, að þeim beri skilyrðislaus skylda til að íulinýta miðin, sem þess- ar þjóðir tækju sér umráð yf ir. Að öðrum kosti misstu þær réttinn til umráða yfir fiskislóðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.