Morgunblaðið - 20.07.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1973 23 vetrja stórfúlgum til hervama? Ef engiin ástæða er til að óttast ásælni Sovétríkjanna, hvernig skyldi standa á því að Svíar, þessi ’hlufilausa bræðraþjóð okk- ar á Norðurlöndum, snúa öllum sínum hervörnum til austurs, en ekki í áttina tiíl þeirra, sem þeir gagnrýna hvað mest á alþjóða- vettvangi ? Ef það er rétt, að við eigum mesta samleið með þjóðum þriðja heimsins, er þá ekki tími til kominn að tiigreina nánar, hvaða þjóðir er verið að tala um, og í hvaða efnum við eiigum sam leið með þessum þjóðum? Fáar munu þær vera, sem við gætum tékið okkur til fyrirmyndar í stjórnarfarslegu tilliti. Og hvað öryggiismál snertir, hefur engin þessara þjóða, svo að ég viti, gert sér óvopnað hlutleysi að leið arljósi. Þvert á móti verja þær flestar mjög háum upphæðum til hermála, hlutfallslega séð, og tryggja öryggi sitt með samning- um við önnur ríki. MANNFJÖLDI A ÍSLANDI Að lokum langar mig til að drepa á eitt mál, sem í raunimni snertir landhelgismálið óbeint, þótt fæstir muni hafa hugleitt það í því samhengi. Á ég þar við fjölgun íslendinga og spurnimg- una um, hvað talizt geti æski- legur fólksfjöldi á Islandi í fram tiðinni. Ölium hlýtur að vera ljóst, að jafnvel þótt við fáum með tíman- um fuli umráð yfir öllu land- grunninu um'hverfis Island, verð- ur aldrei mögulegt að veiða nema takmarkað magn af fiski hér við land. Eftir því sem þjóð- in verður fjölmennari, hlýtur að verða erfiðara að sjá henni far- borða af fiskveiðum fyrst og fremst, og verður þá í vaxandi mæli að leita að öðrum leiðum. Þessi þróun er þegar hafin, með aukinni fjölbreytni í atvinnuveg- um, og er ekki nema gott eitt um það að segja. En sivaxandi fólksfjölda fýlgir aukin sókn í hvers kyns auðlindir og hráefni, sem ekki eru óþrjótandi, hvorki innanlands né utan. Hvað erlend hráefni snertir, munum við fljót- lega finna fyrir því, að mörg þeiirra verða ekki lengur til skipt- anna. Eftir því sem áherzlan inn anlands færist yfir á atvinnu- greinar iönaðar, og þá sérstak- lega stóriðju, munum við einnig rekast á ýmis vandamál svo sem mengunarvandamál, sem erfitt er að finna lausn á. Spurningin er þvi sú, hvort ekki sé tíma- bært að við Islendingar förum að bugleiða annað svar við þeim vanda, sem fyrirsjáanlegur er, það er að segja takmörkun fólks- f jöildans. Ég veit, að mörgum mun finn- ast það hin mesta firra, að Is- lendingar þurfi að hugsa um fðlksfjölgunarvandamál í svo strjálbýlu landi. Þvert á móti hafa menn oft leitt rök að því, að fámennið skapaði okkur ýmsa erfiðieika, og margs konar starf- semi yrði okkur ódýrari og hag- kvæmari, ’ef þjóðin væri fjöl- mennari. Þetta er vissulega rétt. En ef við hugleiðum málið nán- ar, hljótum við llíka að sjá, að mörg af erfiðustu vandamálum okkar stafa af fjölgun fólks og þeirri útþenslu, sem fjölguninni fyigir á öllum sviðum. Skipulags kraftar þjóðarinnar fara að mestu í að sinna útþenslunni, en fegrun og fullkomnun á einstök- um sviðum verður að sitja á hak anum. Með hinum aukna fólksfjölda glötum við líka smám saman þeim verðmætum, sem okkur eru kærust og aldrei verða metin til fjár, þeim verðmætum sem fólg- in eru í frjálsu umhverfi og hinni ósnortnu náttúru, sem fámennið hefur tryggt okkur hngað til. Mín skoðun er sú, að Islending ar ættu nú þegar að reyna að gera sér grein fyrir, hvaða há- mark þeir vilji setja ibúafjöld- anum í landinu og taka síðan upp skipulega baráttu fyrir því, að ekki verði farið yfir það hámark. Hér er það ekki aðeins fjölgun Islendinga sjálfra, sem máli skipt ir, heldur einniig aðflufiningur er- lendra manua. Um hina æskilegu hámarks- tölu íbúa má auðvitað lengi deila, og ég á ekki von á, að allir verði mér sammála, þegar ég vil halda þvi fram, að við séum þegar komnir mjög nærri þeirri tölu, sem hæfilegt væri að miða við. Á undanförnum fimmtíu árum hefur fólksfjöldi á Islandi tvö- faldazt. Ef sú þróun heldur áfram, má búast við því, að þeiir, sem nú eru á æskuskeiði eigi eftir að li'fa það, að fjöldi Islend- inga fari yfir 500 þúsund. Auð- vitað getur þróunin orðið eifit- hvað hægari en þetta. En slikt gæfi ókkur aðeins örlítið ienigri umihu gsunar f res t. Vöxtur Reýkjavikur og byggð- arinnar í kring er umræðuefni út af fyrir sig, því að sá vöxtur er miklu örari en sem svarar fjölgun landsmanna. Ibúafjöld- inn á höfuðbongarsvæðinu hefur nú þegar náð þvi marki, sem margir sérfræðingax telja hag- kvæmast fyrir þéttbýliskjarna. Stærri borgum fylgja sérstök vandamál, bæði tæknileg og fé- lagsleg, sem betra er að vera laus við. Þótt einhverjir kunni að hafa aðrar skoðaniir á þessu máli eða öðrum, sem ég hef minnzt á hér í kvöld, leyfi ég mér að vona, að orð mín hafi gefið þeim tilefni til frekari hugleiðinga um þessi efni. EINBÝLISHÚSALÚOIR til sölu EINBÝLISHÚSALÓÐIR á bezta staösunnanvert á SELTJARNARNESI, einnig einbýlishúsalóð viö SKERJA- FJÖRÐ. Upplýsingar á skrifstofunni. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hafnarstræti 11. Kaktusklald # i«l w* karamellusósu KRAKKAR LITIÐ SJALF Klippið hér meófram.p^ Litið síöan myndina eins og ykkur finnst fallegast.^áfg^Þegar því er lokió, getið þið ^%fest auglýsinguna */ upp á vegg, eða notað ®\jjp5nana í næsta/^búðarleik. Nú eruó þið búin að æfa ykkur svo vel og getið þess vegna reynt að^Pgera auglýsingu sjálf til að segja frá nýja Emmess klakanum og að bananatoppurinn sé núna með karamellusósu. / Sendið auglýsingarnar, sem þið gerið, ásamt\ (Jmióanum hér í horninu, / til Emmess,/^ pósthólf 635, Reykjavík. Við drögum úr innsendum / miðumog ^jrhinir 200 heppnu fá send stór plakötfrá Emmess. // 3.23 AU0Ó5IN&A.ST0FA KRIS71NAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.