Morgunblaðið - 31.07.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRÍÐJUDAGUR 31. JÚLf 197» Fa J 1 hÍL l LI 'H. 1 \ 'AiLun: 22022- RAUOARÁRSTÍG 31 14444 \U 25555 muaaifí BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 BILALEIGA CAR RENTAL TZ 21190 21188 SIMI 24460 BÍLALEIGAN EYSIR CAR RENTAL CAR RENTAL TD A11CTI BÍLALEIGA TRAUSTI ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 BlLALEIGA JÓNASAR & KARLS Ármúla 28 ■ - Sími 81315 HV SKODA EYÐIR MINNA. Skoor LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SfMI 42600. HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bilar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 86155 og 32716. FEREABÍLAR HF. Bílaleiga. - Sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m. bílstjórum). STAKSTEINAR Ingi R. spottar Lúðvík Sjónlelkurinn, sem stjórnar- fiokkarnir settu á svið í kring um Seðlabankabygginguna tekur nú á sig ae broslegri mynd. Fyrir heigi höfnuðu stjórnarfiokkarnir í banka- ráði Seðlabankans með öllu heiðni stjórnarflokkanna i stjórn Framkvæmdastofnun- ar rikisins um að fresta bygg- ingarframkvæmdum. Stjóm- arftokkarnir eru nú orðnir svo háðir sundrungunni, að þeirra í milli ríkir aigjör ein- hiigur um að Iáta einstakar valdastofnanir, er Jjeir ráða yfir, vera á öndverðum meiði, ef þeir hafa ekki i svipinn því mikilvægari mál til þess að deila um sjálfir á milli. Þannig voru stjórnarflokk- arnir fullkomiega sammála i stjórn Framkvæmdastofnunar innar iirn að óska eftir frestun byggingaframkvæmda. Og síð an voru þeir á einu máli í hankaráði Seðiabankans að hafna siíkum tilmælum. Ingi R. Heigason, sem er hægri hönd Magnúsar Kjartansson- ar, og fulltrúi Lúðvíks Jóseps sonar i bankaráði tók hlut- verk sitt meira að segja svo alvarlega í þessum sjónleik, að hann gerði einungis grin að málflutningi fiilltrúa Fram kvæmdastofnunarinnar, er þeir komu til viðræðna við Seðlabankann. Áður hafði Lúðvík Júseps- son fengið það hlutverk i þessum leik að taka afstöðu með Framkvæmdastofnuninni, eftir að hafa staðið með Seðla bankanum mánuðúm saman. Háðsglósum Inga B. Helgason ar á viðræðufimdinum si. föstudag var því fyrst og fremst beint til Lúðvíks í nýju hlutverki. Loddaraháttur Þó að sjónleikur þessi sé afar broslegur í aðra röndina, sýnir hann betur en flest ann- að þann loddarahátt, sem ein- kennir ákaflega oft athafnir þessarar rikistjórnar. Fram- kvæmdastofnun rikisins á að hafa með höndum heildarstjórn fjárfestingarmála eins og það er orðað í lögum. Þó að Framkvæmdastofnunin hafi verið þanin út meir en flestar aðrar ríkisstofnanir, hefur óstjórnin og handahófið sjálf- sagt aidrei verið meira en ein mitt nú. Stjórnarflokkunum datt þá í hug, að unnt væri að þyria <upp þó nokkru moldviðrl varðandi byggingu Seðla- bankahúss, þar eð alnianna- rómur talar jafnan gegn bankabyggingum. Stofnunin samþykkti síðan áiyktim til opinberrar birtingar þó nokkru eftir að fram- kvæmdir hófust og ýmsir höfðu þegar Iátið óánægju sína í Ijós vegna þeirra. Sam- þykktin var síðan birt með stríðsfyrirsagnaletri á forsíð- um stjómarhlaðanna, en synj- un Seðiabankans falin með loðnu orðalagi í smáfyrirsögn. Stofnunin sendi ekld öðmm ríkisstofnunum í ársbyrjun tiimæli um aðhald í þessum efnum. Henni l.om slíkt fyrst tii hugar, þegar framkvæmdir voru þegar hafnar við bygg- ingu Seðlabankans, sem tekur einn þúsundasta af fjárfest- ingu landsmanna í ár. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—II frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjómistu Morg- unblaðsins. KÁÐHF.BBABÚSTAÐUBINN Ásta Jónsdóttir, Eskihlíð 22 A, spyr: Hv.er teiknaði ráðherrabú- staðinn við Tjamargötu? Og hver reisti hann upphaflega fyrir vestan? Hvenær var hann fluttur til Reykjavíkur? Til að leita svara við spurn imgum þessum var farið eftir ábendingum Húsameistara rík isins um að fletta upp í bók- inrai „Stjómarráð íslands“ eft ir' Agnar Kl. Jónsson. Þar stendur m. a.: „Fyrst eftir að Hannes Haf- stein fluttist til Reykjavíkur árið 1904, bjó hann í Ingólfs- hvoli á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Sumarið 1906 var Tjamargata fram- lengd suður með Tjörninni með uppfyllingum úr Tjarnar brekkunni. Byggðu þá nokkr- ir embættismenn þar íbúðar- hús og var Hannes Hafstein eiinn þeirra. Syðst í götunni, þar sem hún hækkar svolítið suðvestur af Tjörninni, reisti hann stórt og myndarlegt hús, sem bar af öðrum hús- um, sem þama voru byggð þetta sumar. Mun húsið áður hafa staðið vestur á Önundar- firði og verið í eigu hins þekkta norska hvalveiðimanms Hans Ellefsens, er var mikill v'nur Hannesar Hafstein og aðdáandi. Fékk hann húsið hjá honum og flutti það tiil Reykjavíkur og reis það nú upp við Tjörnina, stækkað og endurbætt. Sómdi það sér vel sem ráðherrabústaður og raunar allt fram til þessa dags.“ Nánar er hægt að lesa um ráðherrabústaðiinn í fyrr- greindri bók á blaðsíðum 937 — 943. VEIÐILEYFI OG NET 1 ÞINGVALLAVATNI Guðmundur Árnason, Brekkugötu 34, spyr: 1) í sambandi við starf Þing vallanefndar: 1 lögum nr. 59 frá 7. maí 1928 um friðun Þingvalla, seg- ir, að mörk hins friðhelga lands að sunnan séu frá hæstu brún Arnarfells í beina stefnu á Kárastaði. Af hverju eru veiðileyfi, sem nú eru út- gefin af hálfu þjóðgarðsins með öðrum mörkum? 2) Hefur Þingvallanefnd leitað heimildar Alþing's til að ganga í hagsmunasamtök veiðibænda við Þingvalla- vatn? 3) Hver á netadræsumar, sem liggja á Presthólasund- inu? Séra Eiríkur Eiríkssou, þjóðgarðsvörður, svarar: 1) Hér er um mistök a3 ræða við gerð veiðileyfa á veg um Veiðifélags Þingvalla- vatns, sem munu verða leið- rétt. 2) Ekki er undirrituðum kunnugt um, að leitað hafi verið slíkrar heimildar. 3) Öll net á þjóðgarðssvæð- inu eru stranglega bönnuð og hafa veiðiverðir verið beðniir að taka öll slik net upp, sem kynnu að vera á fyrrgreindu svæði. Þess skal getið, að það mun vera skoðun Þingvallanefndar að lögum samkvæmt beri þjóð garðinum skylda til að vera í Veiðifélagi Þingvallavatns. Ljósmyndavél Til sölu er litið notuð Ijósmyndavél. Rolleiflex SL 66. Fylgi- hlutir: 1 linsa 80 mm og sólhlíf, 1 linsa 150 mm og sólhlíf, handgrip, magnifying-hood, polarizing-filter, R.1.,5. litfilter, Soft-focus, smátaska og stór, vönduð leðurtaska. Upplýsingar í síma 12644 — 43415. Til sölu er 80 fermetra einbýlishús í Höfnum. Góðir skilmálar ef samið er strax. Sími 92-6923. Chevrolet Vega 1971 Til sölu er Chevrolet Vega, árgerð 1971, Fastback. Góður einkabíll. Ekinn 35 þús. km. Til sýnis að Kleppsvegi 50. Upplýsingar í síma 83851 eftir kl. 5 daglega. Raðhús til leigu Nýtt raðhús á Stór-Reykjavíkursvæðinu er til leigu nú þegar. 3 svefnherbergi, 2 stofur, sjónvarpsskáli. eldhús, bað, þvotta- hús og geymsla. Glæsilegt hús. Arsfyrirframgreiðsla. Tilboð um hugsanlegt leiguverð sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt: „Góð umgengni — 8207". Vandað einbýlishús um 80 ferm. að grunnfleti, kjallari og 2 hæðir alls. Nýtízku 7 herb. íbúð í austurborginni til sölu. Tvennar svalir á efri hæð. Sérstaklega fallegur trjágarður. Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12. — Sími 24300. Félag landeigenda Mosfellssveit Fundur verður haldirm í Glæsibæ kl. 8:30 mið- vikudaginn 1. ágúst. Þeir, sem eiga lönd eða sumarhús við veginn frá Dallandi upp hjá Króku og Silungatjörn og við Selmerkurveg, vinsamlegast mætið allir. Fundarefni: Vegamál. ELÍAS HANNESSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.