Morgunblaðið - 31.07.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1973, Blaðsíða 14
14 MORGÖNí-LAÐIÐ — ÞRItíJUDAGUR 31. JÚLÍ1973 „Af stað burt i fjarlægð“ EFTIR nokkra daga fer 1 hönd einhver mesta útiveru- og umferðarhelgi ársins. Þús- undir ferðamanna leggja þá leið sina út á þjóðvegina og halda til hinna fjölmörgu og fögru staða islenzkrar nátt- úru. Margir leita kyrrðarinn- ar á öræfum, aðrir þreyta kapp við sporðhvatan fisk í ám og vötnum. Hinir verða þó fleiri, sem halda til mann- fagnaða á skipulögðum móta- svæðum, þar sem fómfúst sjál'fboðastarf hefur verið innt af hendi í lengri tíma, bæði á nóttu sem degi, til þess að búa sem bezt í hag- inn fyrir þá, er þangað leita. Hvert svo sem leiðir kunna að liggja er margs að gæta og að möru að hyggja. „Fæstir kunrna sig heiman í góðu veðri að búa“ er stað- reynd, sem allir ættu að festa sér vel í minni. Ferðaáætlun og undirbúningur er upphaf ferðarii.nar, og hvernig slíkt tekst, er forsenda þess, að farsæd ferðalok hljótist. Margir eru þeir, sem núna leggja upp í sína fyrstu úti- leguferð, og eiga því margt óreynt og ólært. Þá er áreið- anlega stór hópur ferðalanga, sem hefur í hyggju að kanna nýjar leiðir um áður óþekkt landssvæði. Þeirra bezta veganesti er að leita ráða hinna reyndari um hagkvæm- an klæðnað og öruggan út- búnað. Stðareyndin er sú, að „oft skipast veður skjótt í lofti", og afleiðingarnar hafa, því miður, orðið allt of oft hinar örlagarikustu. Útbúnað- ur má hvorki íþyngja eða verða til trafala og óþæginda í fjallaferðum og á öræfaleið- um. Haldið hópinn og fylgizt náið með ferðum hvers ann- ars. Leggið þeim lið, er mið- ur mega sín. Ef ferðaáætlun er breytt, önnur leið valin og dvölin framiengd frá því, sem í upp- hafi var ákveðið, þá komið boðum um það til þeirra, er heima bíða. Það er sjálfsögð tillitssemi og nærgætni, sem ávalit á að sýna vinum og venzlamönnum. Slík viðbrögð eru þakksamlega þegin og koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur og eftirgrennslanir. Þegar komið er á áfanga- stað, er tjaldið heimili ferða- mannsins og tjaldstæðið garð- urinn hans. Gangið því um aí stakri prýði minnug þess, að „umgengni lýsir innri rnanni". Að undanfömu hefur verið haft á orði, bæði í ræðu og rt:, hvað umgengni ferða- manna hafi hraikað, og ekki að ástæðulausu. Frá mörgum hinna fegurstu staða eru sagðar miður fagrar sögur um sóðaskap í umgengni, spjöll á gróðri jarðar og skemmdarverk á ýmsum hlutum. Hér þarf átak, sam- stöðu og samhug alls fjöld- ans um hirðusemi og vand- virkni. Allur trassaskapur og hirðuleysi er augljós slysa- valdur, hvar svo sem er. Sétstakrar aðgæzlu er þörf í meðferð gastækja meðan á útilegunni stendur. Því mið- ur hafa allt of mörg óhöpp hent, sem rekja má til þekk- irgarleysis og vankunnáttu um meðferð og notkun slíks búnaðar. Tjaldbrunar hafa oft á tíðum skilið eftir sig mikil og djúp sár. Hafið hug- fast, að öll gerviefni eru afar eldfim. Farið þvi ávallt var- lega með eldinn, hvort heldur er inni í tjöldunum eða utan þeirra. Sofnið aldrei út frá logandi eldi. Sumri er tekið Verið varkár varizt slysin að halla og siðsumarrökkrið sezt snemma að. Hafið hand- hægar liuktir meðferðis ti! að lýsa ykkur inni í tjöldunum, þegar gengið er til náða. Slysavarnafélag ísdands ósik- ar öllú ferðafólki góðrar feröar, ánægjulegrar útivistar og ágætrar heimkomu Hannes Þ. Hafstein. Innilegar þakkir til allra þeirra er heiðruðu mig á 70 ára af- mælisdegi mínum, 22, júlí, með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum. — Guð blessi ykkur öll. Jóhann Baldvinsson, Inniiegt þakklæti vil ég færa ölium þeim, sem glöddu mig með gjöfurn, skeytum og heimisóknum á áttræðisaf- mæli mínu þann 20. júllí sl. Guð blessi ykkur um alla framtíð óskar Skagaströnd. Guðtnundur Guðmundsson, Nesvegi 39. Tryggió líf yðar og framtíð fjölskyldunnar Allir þeir, sem annt er um fjárhagslegt öryggi fjölskyldu sinnar, líftryggja sig hjá Sjóvá. Nú er hægt aó velja milli fjögurra tegunda af áhættu- líftryggingum á STÖRLÆKKUÐUM iögjöldum. Athugiö aö allt að 19.200 króna iögjald er frádráttarbært til skatts. Hafiö samband við aðalskrifstofuna eða næsta umboðsmann og leitiö nánari upplýsinga. SJÓVÁ INGOLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK UMBOÐSMENN UM LANO ALLT Glerslípun & Speglagerð TILKYNIMA. OPNUM AFTUR EFTIR SUMARFRÍ MIÐVIKU- DAGINN 1. AGÚST. . STORR , GLERSLÍPUN & SPEGLAGERÐ HF„ Klapparstíg 16. Hafnarfjörður Til sölu 4—5 herb. íbúð um 115 ferm. á neðri hæð í tvíbý-lishúsi við Öldutún. Sérhiti og sérinngangur. Verð um kr. 3 millj. Útborgun um kr. 2 millj. ARNI GUNNLAUGSSON, HRL., Austurgötu 10, Hafnarfirði. Sími 50764. LÖGFRÆÐIÞJONUSTA — FASTEIGNASALA TIL SÖLU: Við Kársnesbraut Lítið timburhús, hæð og ris, samtals 4 herb. í góðu standi. Verð 2,5 m. Skiptanleg útb. 1500 þ. Við Hraunteig Efri hæð um 120 fm. 5 herb., nýlega standsett. Friðsæll staður, gróinn trjágarður. Verð 4,3 m. Skiptanleg útb. 2,7 m. Vrð Reynihvamm Jarðhæð um 80 fm, 3 herb. í nýlegu húsi. Bílskúr. Verð 2,5 m. Skiptanleg útb. 1500 þ. Við Öldutún Jarðhæð, um 117 fm. 5 herb. íbúð í góðu standi. Verð 3 m. Skiptanleg útb. 2 m. Á Patreksfirði Jarðhæð. um 140 fm. 4 herb. íbúð í steinhúsi. Verð 2 m. Skiptanleg útb. 1 m. Urval af sumarbústöðum í Vatnsendalandi. Verð 650—900 þ. Útb. eftir samkomulagi. Spildur undir sumarbúsfaði við Krókatjörn, Silungatjörn og í landi Miðdals í Mosfells- sveit. Verð 95 þ. til 600 þ. Heildverzlun í mörgum arðvænlegum viðskiptasamböndum. Verð 1,5 m. Útb. eftir samkomulagi. Stefón Hirst hdl. Borgartúni 29, sími 22320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.