Morgunblaðið - 31.07.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1973, Blaðsíða 17
17 MORGU'NBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 19TT3 Áhöfnin á Gissnri hvíta. Þessi mynd var tekin í Skagen tftlið frá vinstri: ísak Valdimar sson, skipstjóri, Þórður Víglutuls son, stýrintaður, Sveinn Kristinsson, Sigurður Hálfdánarson, Ragnar Seheving, stýrimaður, Þorsteinn Hálfdánarson, Svavar Ólafsson, Bjarki Þórlindsson, vélstjóri, Hinrik Halldórsson, Ei- ríkur Ólafsson, vélstjóri, Haraldur Jörgensen kokkur og Reynir Jónsson. — Ljósm. Mbl. Þór- leifur Ólafsson. Nótin dregin. Þó svo að veður sé gott, þá er betra að vera í stökkunum, þar sem sjórinn rennur viðstöðidaust úr garninu. r þegar stað, sem nýlega var keyptur þangað frá Hornafirði, en sem kunnugt er lenti þessi bátur á hliðina og varð fyrir miklum skemmdum þegar Skipalyftan á Akranesi lét sig fyrir ©inu og hálfu áiri síðan. Gert var við bátinm á Seyðisfirði, og lauk þeirri viðgerð að fullu siðari hluta júnímánaðar. Kaupendur bátsins eru sjö ung'r Narðfirð- ingar, og eru sex þeirra á bátn um, en þessir menn allir hafa verið meira og minna saman á sjó áður. En þetta var nú útúrdúr. Við héldum áfram i góðu le'ði í átt að Færeyjum og eftir 19 tíma sigiingu voru eyjarnar komnar vel inn á radarinn, og um leið byrjaði að bræla. Þegar við komum að 'junurn var kom- irm þó n< ’ ' ' >r og vind- styrkurinn '.ta sjö til átta vindstig. S 7 n 'r um sund- ið á miílí Sa •* ieyjar og Suður- eyjar, en i ’ en u sund' eru þær fra:gu eyjar Stóri- og Litli- Dimon, sem meiira að segja í þokunni þarna í sundtnu voru fallegir. Veðrið skánaði ekkert og er v'ð komum á miðin tæp- um tveim sólarhringum eftir að við lögðum úr. höfn á ís- landi var komin bræla á þeim slóðum, þar sem íslenzku bát- amir höfðu haldið sig vestur af eynni Foulu, sem er vestasta eyja Hj altlandseyjaklasans. Þarna sáum við strax nokkur rússnesk sk'p, þar á meðal eitt 15—20 þúsund lesta móðurskip, þá gat að líta nokkra færeyska síldarbáta og marga báta frá Noreg'. Þarna á miðunum urð- um við að slóa i rúman sólar- hring en er leið á seinni daginn fór veður að skána og hægt var að byrja að leita. Erfitt aö eiga við hana Eftir því sem leið á dag'nn batnaði veðrið, og þegar búið var að leita i smá tíma, fóru síldartorfur að koma inn á sjálf leitarann. Voru þær skoðaðar betur jafnóðum, en þær fyrstu, sem fundust voru á of djúpu vafni og því ekki kastandi á þær, en það kom að því að ein torfa fannst nær yfirborðinu. Og skynd'lega var kallað „klár- ir“, þetta gamalkunna orð, sem þýðir að nú eiga allir að koma á dekk. Fljótt gekk að koma skottinu út fyr'r, og þegar bát- urinn var kominn réttur fyriir vindin var kallað ,,lagó“ og nót- in byrjaði að renna út. Þessar nútíma síldarnætur eru engin smáfyr'rtæk’, og fyr'r 15 árum eða svo, hefði varla nokkum mann órað íyrir því, að næturn ar ættu eftir að vera 300 faðma langar og 100 faðma djúpar. Þetta fyrsta kast okkar gekk ekfci sem bezt og endaði það með því, að við þurftum að snurpa á öðrum, sem kallað er, en það þýðir að ekki er hægt að spóla vírnum inn á báðar tromlumar samtímis. Nótin rifnaði einnig í þessu kasti og það tók okkur langan tíma að gera aftur klárt fyrir næsta kast. Margir færeyskir bátar voru að kasta þarna í kringum okkur, en árangurinn var mis- jafn. Torfurnar voru farnar langar leiðir áður en búið var að snurpa og sumar voru reyndar komnar út af sjálfleit- aranum áður en báturinn var komimn hrimgiinn. En þeir, sem á annað borð náðu torfunni, fengu yfirleitt ágætis köst. Fær ■eysku bátarnir, sem þanna voru, ísuðu síldina ekki í kassa til manneldis, heldur voru þeir á bræðslufiskiríi, og sigldu þeir með aflann til Fuglafjarðar, þar sem síldin er brasdd. Þeir bátar, sem fiska síldina til bræðslu þurfa miklu meiri afla til þess að ve'ðarnar bargi sig, en þeir sem stunda kassaveið- arnar. Af þessari ástæðu eru margir á móti bræðsluveiðun- um, þar sem þær koma miklu meira við stofninn, sem ekki getur talizt sterkur um þessar mundir. Annað kast'ð okkair gekk heldur ekki of vel. Torfan slapp, en nú vorum við fljótir að spóla nótina inn ag stuttu se'nna yar kastað aftur. Hún er inni Að þessu sinni, slapp torfan ekki, alia vega náðum við hluta af henni, og eftir röskan hálftima var búið að þurrka að silditnni, og nú var farið að dæla s-íldinni nn á dekkið. Sild Haraldur kokkur og Þórður stýrimaður ræða saiviau á lami- stiminu. ardaslumar eru ekki lengi að dæla 40 tonnum, tekur þær að- eins nokkrar mínútur. En nú var aðalstarfið eftir, að koma sildinni í kaissana. Fóru nú flestir niður í lest, og strax var byrjað að kassa áWina. Þetta er mikið verk, og tekur það ekki skemur en 10—12 tíma að setja síld í 2000 bassa. Raða þarf öllum kössunum upp jafn óðum og sildin er sett i þá, og kasta þarf ís í botninn ag eins ofan á síldina um leið, ag hún er kornin í þá. Svona gengur þetta þangað til annað hvort er búið að setja í þá alla eða síld- in úr kastinu er 'búin. Við þessi störf þurfa menn að vera snögg ir ef eitthvað á að ga.nga, og hér þýðir ekkert að vimna eftir neinu timavinnuketrfi — hl-ut- dmir verða að ganga betur en það. Að fimm tómum loknum var síildin komin í kassana, og SÍLDVEIÐAR í NORÐURSJÓ 2. grein reyndust 950 kassar hafa verið í þessu kasti. Ekki var kastað aftur eftir að búið var að taka sildina inn, þar sem síldin hafði lagzt við botninn stuttu seimna. Og nú gátu menn farið og laigt sig, aðrir en þeir, sem áttu vakt. Sildin gaf siig ekki aftur fyrr en um kvöldið, ag í fyrsta kastinu búmuðum við. í öðru kastinu gekk allt miklu betur til að byrja með. Torían virtist öll véra inni, en því miður ri’fm aði nótin af einhverjum ástæð- um er við vorum að verða bún- ir að draga. Um leið fór nótin á svarta kaf, og sOdin flæddi bæði út um gatið á nótinni og yf-ir korkateininn. Það var því ekki svo lítið bast, við gizkuð- um á 200 tonn. — En þvi mið- ur slapp megnið af sSldinni og náðum við aðeims silld, sem var nóg til að fylia 800 kassa. Nót- in rifnaði það illa, að við gát- um ekki gert við hana um borð og þvi var ekki hægt að kasta aftur tid að fylla þá 350 ka-ssa, sem eftir varu um borð. Það var þvi ekkert að gera en að leggja af stað til Danmerkur, sem er um tvegigja sólarhriniga sigling. Beðiö fyrir utan landhelgi Á meðan strákarnir voru niðri að koma síldinni í kassa, var lag-t. af stað í átt til Dan- merkur á hægri ferð. Stefmam var sett á milli Megineyju (Mainiand) Hjaltlandseyjaklas- ans. og Fjáreyj-u, sem er 15 mll- -um sunnar. Ekki var hægt að setja á fulla ferð strax, þvi v-ið náliguðumst landhelgi Bretlamds óðfluga og ekld var enn búið að ganga frá allri síld'.nni. Það er víst betra að fara ekki inn fyr- ir brezka landhelgi um þessar mundir — á meðan ekki er bú- ið að ganga frá aflanum — það er ekki vist að íslendingar yrðu meðhöndlaðir neitt blíðlega ef þeir yrðu teknir fyri-r iinnan brezka land-helgi á meðan þors'kasti'íðið við Breta varir. Þegar við vorum í 14 míina fjarlægð frá ströndinni, var slegið af og beðið þar i hálf- tóma, á meðan strákarnir luku við að koma sildinmi í kassana. Eins og á Costa del Sol Það er lítið að gera fyrir áhöfnina á þessum löngu stím- um. Helzt gera menn sér það tii dundurs að lesa, en þegar Mða tók á anna-n sólarhring sigi ingarimnar, þá brauzt sólin fram úr skýjunum og um leið hlýn aði óðum. Menn fóru nú að koma sér út á dekk og sleiik-tu sólina, eftir beztu getu, enda varð brátt næstum óbæridegur hiti i borðsalnum, maður hélt helzt að við værum að koma að Miðjarðarhafsströnd Spánar. Þetta lagaðist þó, þegar vél- stj órarn'ir voru búnir að koma fyrir aukaviftu, og þá kepptust menn við að sitje í svalanum, sem kom frá viiftunni. Við kom- um til Skagen í Da-nmörku -um miðnæturskeið á sunnudags- kvöldi, og þá var hitinn nærri 20 gráður, og þótti okkur veðr- ið svalt m-iðað við það, sem vair fyrr um daginn. Strax og kom- ið var í höfn vajr hafizt handa við að koma síldarkössunum í land. Kössum er landað á þax tii geiðum brettum, og eru sett ir 10 kassar á hvert bretti. Yfir leitt gengur iöndunin mjög vel, ag á bryggjun-ni eru alltaf hafð ir iyftarar tii að færa brettin jafhóðum og þau koma á land I markaðshöllina, en í Skagen tekur höllin 13 þúsund kassa. Aðeins einn annar íslenzkur bátur var að landa i Skagen er við komum og var þvl ekki mjög mikid sild á markaðnum þar, Nokkrir bátar voru þó í Hirtshals, þannig að samtaLs voru um átta þúsund kassar af síld á markaðnuim. Það fór sem Danimir höfð-u spáð, að verðið á sildinni yrði ekkert sér staklega hátt, samt fengum við 1,17 danskar kr. fyrir hvert kíló og heildarsalan nam rúmum 1100 þúsund íslenzkum, sem hefði þótt mjög gott í fyrra, en bara sæmilegt á þessu sumri. — ÞÖ. Iliiirik l'a'i ir einn sildarkassann til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.