Morgunblaðið - 05.08.1973, Side 4
4
MORGUiNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1973
® 22-0-22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTÚN 29
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
Tf 21190 21188
AVIS
SIMI 24460
c-
BÍLALEIGAN
5IEYSIR
CAR RENTAL
SAFNAST ÞEGAR
. SAMAN
§ SAMVINNUBANKINN
K€
EMUR
Einangrun
Góð plasteinangrun hefur hita-
lei&ni'Staðal 0,028 til 0,030
kcai/mh. °C, sem er verulega
minni hitaleiini, en flest önn-
ur einangrunarefni hafa, þar á
meðal glearM, auk þess sem
plasteinangrun tekur nálega eng
an raka eða vatn í sig. Vatrrs-
drægni margra arvnarra einangr-
unarefna gerir þau, ef svo ber
undir. ac mjög létegri einangrun
Vér hófum fyrstir al'lra, hér á
landi, framleiðslu á einangrun
úr plasti (polystyrene) og fram-
leiðum góða vc-ru með hag-
stæðu verði.
Reyplast hf.
Armúla 44 — sími 30978.
^ ■ GUNNAR JÖNSSON
vV J lögmaður
löggiltur dómtúlkur og skja’a-
þýðandi í frönsku.
Grettisgata 19a - Sími 26613
Við
gluggann
eftlr sr, Árelius Níelsson
HÖFUÐBÖLIN við Breiða-
fjörð og saga þeirra er snar
þáttur í menningarsögu Is-
lands. Það er eitt af því, sem
átthagafélögin ættu að taka
til framkvæmda að skrá þær
sögur, ekki sízt, þar sem sveit
ir eyðast nú óðum. að mann-
fólki, og þá ekki sízt því
fóiki, sem þar kann bezt skil
á. Eitt elzta, helzta og merk-
asta höfuðból Islands er Skarð
á Skarðsströnd. Og jafnframt
talið eizta óðal landsins. Sum
ir telja að þar sé uppspretta
átthagatryggðar á Islandi og
hennar sterkasta taug og
sama ætt hafi búið þar allt
frá landnámsöld.
Eitt er víst, sama ættin hef
ur setið Skarð í meira en átta
aldir. Meiri meðmæli á vart
nokkur jörð. Þar hefur einnig
verið búíð af rausn og mynd-
arskap alla tíð, sannkallað
höfðingjasetur.
Ber þar hæst Ólöfu ríku,
sem frægust er af deilum við
Breta, eftir að þeir höfðu orð
ið Birni hirðstjóra manni henn
ar að bana.
Útsýni frá Skarði einkum
að kvöldi er hafið yfir allar
lýsingar. Þar eiga við orðin:
„Eins og heilög Guðs ritning
lá hauður og sær, allt var
himnesku gull-letri skráð.“
Þar er talið fegurst bæjar-
stæði við Breiðafjörð, og er
þá mikið sagt. Á staðnum er
stórt tún, grösugar brekkur,
gróðursælir ilmandi hvamm-
ar, skjólsælar lautir, undar-
legir og dularfulllir álfhamrar,
silfurtær á, söngur fugla og
báruhjal.
En hér er ekki tími né tök
til að lýsa Skarði né skrá þess
sögu. Það var aðeins eitt þar
og eitt hið merkasta, sem vak
in skyldi athygli á, ef verða
mætti til blessunar þeim, sem
þar búá, þótt síðar yrði og þá
um leið aiþjóð á Islandi.
Við vorum svo lánsöm 72
úr söfnuði hér í Reykjavík
að geta komið í Skarðskirkju
í sumar, 8. júií, og lesið þar
saman faðir vor og sungið
sálmavers.
Það var dýrðleg stund á
þessum forna kirkjustað, með
gröf Ólafar ríku undir altar-
inu? og minningar hvíslandi
úr öllum áttum frá ásjónu-m
hinna sýnilegu og dýrmætu
minjagripa þessa musteris,
en þó ekki síður frá heimi
þagnar og fortíðar. Sjálfsagt
er kirkjan enn á sama stað
þar sem Ólöf gekk til guðs-
borðs og varði Illuga unnusta
sinn, einstæðinginn fræga.
En sú kirkja, sem þar er
nú, er reist af Boga föður Elín
borgar húsfreyju, sem enn
býr á Skarði, en tengdaföður
Kristins Indriðasonar manns
hennar, sem er nýlega látinn.
En þessi gestrisnu höfðings
hjón hafa lengst búið á Skarði
á þessari öld.
Nú var þó skarð fyrir skildi
á Skarði, þar sem Elínborg
var ekki heima og enginn
Kristinn, sem. leiddi okkur í
kirkju með fræðandi orðræð-
um og ljúfmannlegu fasi.
Lítil stúlka úr Reykjavik á
að gizka tólf ára gömul og
tveir litlir drengir, annar
kannski yngsti sproti ættar-
innar á Skarði fylgdu okkur í
kirkjuna.
Var litla stúlkan leiðsögu-
maður og furðulega fróð af
svo ungum að vera, um auð-
legð og dýrgripi kirkjunnar.
Væri gott ef unga fólkið
gengi sem flest í spor þessa
barns úr borginni með því að
þekkja og virða hið aldna og
helga.
Ég sagði auðlegð og dýr-
gripi, en þau orð eru af að-
dáun sögð og um leið undrun.
Þarna eru gersemi, sem
vandfundin yrðu hérlendis og
miðað við, að þessi gersemi
eru islenzk finmast þeirra lík-
ar ekki erlendis. Kannski eru
þarna hliðstæðir gripir við
Skarðsbók ef rétt væri að gáð.
Um verðmæti í aurum veit ég
ekki, en vel mætti þar nefna
orðið milljónir annars vegar
og óbætanlegt tjón hins veg-
ar.
Vængjataflan yfir altarinu
er líklega skorin í tré og sam
kvæmt upplýsingum litlu
stúlkunnar margra alda göm-
ul, og sýnir brúðkaup, fæð-
ingu og skím, fyrstu spor inn
í kirkju Krists.
Sagt er að Ólöf ríka hafi
gefið kirkjunni þennan grip.
Og einu sinni var hún lánuð
út úr kirkjunni sinni, og kom
auðvitað skemmd aftur heim.
Þetta eru vandmeðfarin hnoss.
Dýrindis Ijósahjálmur er
líka í kirkjunni, sem litla stúlk
an sagði, að væri úr Hóla-
dómkirkju. Þá er einnig pre-
dikunarstóllimn forn og merki
legur, með vængjahurðum og
myndatöflum.
Myndirnar voru sagðar af
fyrrverandi höfðingjum á
Skarði Daða Bjamasyni og
Amfríði konu hans Benedi'kts
dóttur. En þau bjuggu á
Skarði á 17. öld. Én sanmar-
lega væri nauðsyh að hressa
upp á letur myndánna. Það
er erfitt lestrar ókunnugum.
Messuklæðin eru líka forn
frá tið Skúla sýslumanns
Magnússonar, Ketilssonar.
Sjálfsagt eru í kirkjunni
margir fleiri dýrgripir, sem
við ekki sáum né tókum eftir.
I garðinum eiga margir
merkismenn hinztu hvílu og
flestir gleymdir nú. Það væri
mikil og prúð fylking, ef hún
gengi framhjá, búin sínu feg
ursta í blóma lífs. En sjálf-
sagt mundum við helzt kann-
ast við Geirmund landnáms-
mann heljarskinn, landflótta
prins, sem fyrstur bjó á
Skarði, Ólöfu ríku og Kristjám
kammeráð.
Ekki veit ég hver á þessa
gripi og ræður þessum mdnj-
um. Nú er víða mannfæð í
söfnuðum sveita og erfitt um
vik við þjónustu í kirkjum
landsins. Eldra fólk, sem unni
þessu og dáði, vissi sögu
kirkna og gersema þeirra,
flytur nú ýmist á elliheimill
eða beint undir græna torfu
í garðinum, inn í hóp þagnar-
innar.
Þegar við ókum burt inrni-
lega hrærð í huga og í hjart-
ans þökk fyrir stundina í
musteri strandarinnar á þessu
höfðingjasetri og báðum alla
vel að lifa, þá spurði einhver:
Hvað verður um alla þessa
minningagripi og minninga-
dýrð, þegar gamla fólkið er
horfið?
Hvað verður um öll þessl
listaverk svona fágæt og dýr-
mæt, ef þessi kirkja fýkur af
grunni eða þá að kviknar í
henni ?
Hvað?
En samt má helzt ekki
flytja þá burtu. Hér eiga þeir
heima. Sólin signdi Skarð
geislafingrum vestan yfir fló
ann.
SKARÐSKIRKJA Á
SKARÐSSTRÖND
ÍSLENZKI vinsældalistinn þessa vikuna samkvæmt út-
reikningiun þáfctarins Tíu á fcoppmim:
1 (6) YOUNG LOVE Donny Osmond
2 (3) GOING HOME Osmonds
3 (8) SEE MY BABY JIVE Wizzard
4 (10) ALL BECAUSE OF YOU Geordie
5 (—) SKWEEZE ME, PLEEZE ME Slade
S (7) RUBBER BULLETS 10 c.s.
7 (1) MAMA LOU Les Hnmphries Singers
8 (2) BAD BAD LEROY BROWN Jim Croce
9 (4) YESTERDAY ONCE MORE Carpenters
10 (9) FLAKKARASÖNGURINN Yngvi Steinn
Af Hstanum féllu fimm lög:
Give me love — George Harrison (—); Gypsy man —
War (—); Here I am (Come and take me) — Al Green
(—); Welcome home — Peters & Lee (—); I belive in
you (You believe in me) — Johnnie Taylor (—).
Ný lög á lista.mim eru fimm:
11 DON’T TRY TO FOOL ME Jóhann G. Jóhannsaon
12 MINNING UM MANN Logar
13 ALBATROS Fleetwood Mac
14 DIRTY SHOES West, Bruce og Laing
15 SAY, HAS ANYBODY SEEN MY SWEET
GYPSY ROSE Dawn
□□aaao
Brezki vinsældalistinn þessa vikuna, samkvæmt útreikn-
ingum Melody Maker:
1 (I) I’M THE LEADER OF THE GANG
' (I AM)
2 (6) ALRIGHT ALRIGHT ALRIGHT
3 (2) WELCOME HOME
4 (3) LIFE ON MARS
5 (5) GOING HOME
6 (14) GAYE
7 (4) SKWEEZE ME, PLEEZE ME
8 (18) YESTERDAY ONCE MORE
9 (7) SATURDAY NIGHT’S ALRIGHT
FOR FIGHTING Elton John
10 (8) RANDY Blue Mink
Gary Glitter
Mungo Jerry
Peters & Lee
David Bowie
Osmonds
Clifford T. Ward
Slade
Carpenters
Bandaríski vinsældalistinon Ixwsa vikiuia., samkvæmt út-
reiknlngum Cash Box:
1 (2) YESTERDAY ONCE MORE
2 (1) BAD BAD LEROY BROWN
3 (3) SMOKE ON TIIE WATER
4 (8) TOUCH ME IN THE MORNING
5 (4) SHAMBALA
6 (7) GET DOWN
7 (16) THE MORNING AFTER
8 (9) DIAMOND GIRL
9 (11) LIVE AND LET DIE
10 (10) MONEY
Carpenters
Jim Croce
Deep Purple
Diana Ross
Three Dog Night
Gilbert O’SulIivan
Maureen Mc-Govem
Seals & Crofts
Wings
Pink Floyd