Morgunblaðið - 05.08.1973, Síða 12
. 12
MOR'GU'NBT.AÐIÐ — SUN'NUDAGUR 5 AGOST 1973
Jón Björnsson rithöfundur:
ÍSLAND — NATO
i.
UMBÆÐUR UM NATO OG
VABNABMÁL
Ég hef nýlega verið að blaða
í „Samvinnunni", 1. hefti þessa
árs. Kennir þar margra grasa,
en meginefni heftisins er helg
að utanríkisstefnu Isiands und
ir heitin'U „ísland, Nato og
Evrópa“. >að er að sjálfsögðu
gotí eitt um það að segja
að þessi mál séu rædd út frá
sem flestum hliðum í víðlesnu
tímariti. Ritsitjóranum, Sigurði
A. Magnússyni, ber að þakka
áhuga hans á því að sem flest
sjónarmið komi í ljös, enda þótt
„leiðararnir" séu stundum
helzti einhliða og geti þannig
viiit um fyrir lesendum
um „stefnu" tlmaritsins, sem
margir héldu að væri allt önn-
ur en hálfgerður sænsk-finnsk
ur kommúnismi sem þorir ekki
að líta dagsins ljós ógrímubú-
inn. En sleppum þvi að sinni.
>að verður ekki hjá því kom
izt að fjalla örlítið um forystu-
grein ritstjórans, þar sem hann
kemur með þá „persónu-
legu játningu" að hann
hefði verið einn þcirra „sem
trúðu á heiðarlega og undir-
málslausa samstöðu vestrænna
rikja gagnvart tröllrikinu í
austri — allt þar til staðreynd-
ir samtimans þvinguðu mig tii
að fordæma þær blekkingar sem
ég hafði verið svæfður
með“. >annig farast S.A.M. orð
í forustugreininnd og vio þetta
er ekki margt að athuga eins
og ljóst mun verða.
En að sjálfsögðu hlýtur það
að gleðja alla réttþenkj-
andi menn að náunginn játi
hreinskilndsdega yfirsjónir sdn-
ar, sem fylgja okkur eins og
draugar vegna þess að við er-
um öll „fædd i erfðasyndinni".
>etta veit Sigurður A. Magnús
son að minnsta kosti. En ósann
indi eru ævinlega hvtmieið, en
verst eru þó þau ósannindi sem
óyggjast á „endurfæðingu" eða
svonefndri „frelsun" frá viilu
sins vegar, eins og augljóst er
af fyrrnefndri forustugrein, af
þeirri einföldu ástæðu að ég
veit að S.A.M. veit betur, eins
og skýrt kemur fram í mörg-
um af þeim ágætu greinum sem
birtar eru í sama hefti tíma-
riitsins. Ég vildi því góðfúsleg-
ast benda S.A.M. á að játning-
ar ættu menn ekki að gera að
lítt athuguðu máli og sízt af því
tagi sem grein ritstjórans ber
vott um. En sleppum þvi að
sinnd.
Nú tel ég það engan veginn
í verkahring minum að fjalia
um ritgerðir „Samvinnunnar“
um þetta afmarkaða efni, en
geta má þó þess í leiðinni að
hér gera menn úr öllum stjóm-
málaflokkum grein fyrir skoð-
unum sínum, og því ber að sjálf
sögðu að fagna. En ég hef eigi
að síður lúmskan grun um að
fólk almenmt veitd þessum mál-
um ekki þá athygii sem skyldi
vegna meira aðkallandi vanda-
mála sem og er eðlilegt. >að hef
ur löngum verið svo hér hjá
okkur að alit of margir hafa
látið sig varða utanríl.ismálln
minna en eðlilegt er.
En sleppum nú öllum almemn
um hugleiðingum um þetta mál
svo sem „játningum" og fleiru í
þeim dúr, sem ég efast þó ekki
um að séu settar fram af heil-
um hug. En gæta ber þess samt
sem áður að heiðarlegar játning
ar eru og hafa oft verið byggð-
ar á misskiiningi. >að sem kom
mér tid að skrifa þessar línur
er ein grein í nefndu hefti,
grein Vésteins Ólasonar lekt-
ors er hann nefnir „Herstöðv-
ar og öryggi". Ég er hræddur
um að við getum ekki orðið sam
mála um niðurstöðurnar að því
er meginatriðin snertir og skal
nú vikið að þvi örfáum orðum.
II.
SÉRKENNILEG
FULLVEI,DISRƻA
Áður en greim Vésteins Óla-
sonar lektors verður lítidiega
tekin tii athugunar finnst mér
rétt að víkja örfáum orðum að
ræðu þeirri sem Sigurður A.
Magnússon flutti á fullveldis-
fagnaði íslendinga í Kaup-
mannahöfn síðastliðið haust.
Ástæðan er sú að mér virðast
margar af þeim skoðunum sem
þar koma fram vera táknræmar
fyrir þann hóp mannr sem viija
halda þvi fram að „kalda stríð-
inu“ sé lokið, og af því leiði að
áhættulaust sé að halda áfram
á þeirri línu sem kommúnistar
og aðrir af þeirra sauða-
húsi hafa verið að prédika um
mörg ár. Nú vita allir sem fyligj
ast með heimsmálunum að
þessu „kalda striði" er alls
ekki lokið, þótt hávaðinm sé
miinni í biid. Og því strdði verð
ur ekki lokið fyrr en smáþjóð-
ir þær með sjálfstæða tungu og
menningu — rétt eims og íslend
ingar — sem voru kúgaðar und
ir ægivald heimsvaldastefnu
Rússa eftdr síðari heiimsstyrjöld
ina, sem er í reyndimni ekkert
annað en imperíalismi rússn-
eska keisaradæmisins, fá full-
komið sjálfstæði aftur. Fyrr en
það hefur gerzt ættu kommún-
istar — undir hverju
nafni sem er — að hafa hægt
um sig, og svo mikidlar sómatil-
finningar ætti að megá krefjast
af þelm að þeir nefndu aldrei
framar ísland eða sjálf-
stæði okkar í samanburði við
kommúnistiskar aðferðir, t.d. í
Tjekkóslóvakíu.
í nefndrd ræðu minnist
Jón Björnsson
S.A.M. á Einar >veræing, senni
lega í þeim tilgangi að nota nafn
hans sem tákn I sambamdi við
„nýja“ stefnu í sjálfstæðismál-
um smáþjóða og þá fyrst og
fremst íslands. Síðan ræð-
ir hann um fsland og Tjekkó-
slóvakíu, rétt eins og kúgun
Rússa þar eigi eitthvað skylt
við stöðu okkar og aðild að
NATO og vamarsamninginn
við Bandaríkin 1951. Sl'ík-
ur samanburður er að sjálf-
sögðu út í hött og ekki svara-
verður. Röksemdir fyrir þess-
ard staðhæfingu minnd eru kunn
ar hverju mannsibarmi á íslandi.
Rússar gerðu vopnaða innrás í
Tjekkóslóvakíu (sem að visu
var búin að vera lepp-
ríki þeirra frá árinu 1948)
vegna þess að Dubcek gekkst
fyrir meira freisi, afnam rit-
skoðun o.s.frv., en þetta þoldu
valdhafamir í Kreml ekki og
hindruðu þessa þróun í skjóld
skriðdreka. En hvað hefur
gerzt á Islandi sem á að vera
„leppríki" Bandarikjanna sam-
kvæmt skoðun þessara spek
inga? Hvaða innrás hefur ver-
ið gerð hér? Eru ekki gamlir
Moskvukommúndstar í ríkis-
stjórn, óáreittir af Bandaríkja-
mönnum? Komi þessir aðil-
ar svo með samanburð og
standi vlð hann eins og þeir
hafa vit til. Að vísu tel-
ur S.A.M. meginmuninn á
Bandarikjamönnum og Rússum
vera þann að Rússar þviniga
beint og „ætla að nota lepp-
stjómina (í Tjekkóslóvakíu)
tíl að koma til leiðar sömu þró-
tin og hér hefur orðið án beinn
ar þvingunar (leturbr. mim.
J.B.)“. >etta finnast mér nú,
eins og S.A.M. viðurkennir að
visu, stór orð. Og það er stund-
um erfiitt að standa við stóru
orðin. Ailt tal um samamburð á
þessum stórveldum er út i hött
eims og hver læs maður hlýtur
að sjá, en alvarlegast við þetta
er þó það að álíka kennimigar
og þessar hafa komizt inn í
skólana, svo að ekki sé nú tal-
að um útvarpdð, og afleið-
ing þessamr starfsemi er m.a.
að Æskulýðssamband fslands
hefur klofnað.
III.
VÉSTEINS ÞÁTTUR
ÓLASONAR
Grein Vésteins Ólasonar
lektors „Herstöðvar og öryggi",
virðiist mér veru táknræn fyrir
þann áróður sem rekimm hefur
verið af offorsd miklu nú um
skeið. Segja má að aðalinntak
greiinarinnar sé að reyna að
koma lesendunum í skilning um
að aldt tal um útþenslustefnu
Rússa sé fjarstæða ein, og mér
skiilist að bak við það sé eim-
hvers konar trú á rétt-
mæti Jaltaráðstefnunnar, þar
sem sigurvegaramdr komu sér
saman um að Skipta Evrópu i
áhrifasvæði. (>etta voru auð-
vitað hreim svik við ailt sem
heitir lýðræði og sjálfsákvörð-
unarréttur þjóðanna, en sam-
kvæmt þeiirri bugsjóna-
stefnu, sem sumir virðast telja
úrelta, hlaut ísland sjálfstæði
1918). >ess þarf naumast að
geta, a.m.k. frá sjónarmiði vest-
urveldanna, að þetta var aðeins
hugsað sem bráðabdrgðalausn
þar til friður yrði sam-
inn. Rússar höfðu þvl ekki snef
il af rétti til að stofna „alþýðu
lýðveldi" undir járnihæl rauða
hersims eftir að „þeir höfðu
frelsað þessi ríki undan oki
Hitlers“. En til hvers? Var það
til að unddroka þau á jafn sví-
Þóroddur Guðmundsson:
Merkir frumkvöðlar lýð-
háskólahreyfingarinnar
Helga Kristjánsdóttir og Arnór Sigurjónsson.
HJÓNIN Arnór Sigurjónsson og
Helga Kristjánsdóttir fylltu bæði
8. áratuginn á þessu vori, hann
1. mai, híin 16. júní.
Ásgeir forseti lét svo um mælt
S mín eyru, eitthvert sinn, að
Amór Sigurjónsson væri bezt
að sér núlifandi manna í því, sem
vajrðar atvinnullf Islendinga fyrr
og sáðar, og ég hef fyrir satt, að
hann hafi ekki farið með fleip-
ur. >essa staðhæfingu get ég þó
ekki rökstutt, sem að líkum læt-
ur. Hins vegar hef ég haft nokk-
ur kynni af Amóri sem skóla-
manni, því að ég var tvö ár nem
andi hans og önnur tvö samstarfs
maður, tel mig því geta nokkuð
satt sagt um vinnubrögð hans
og Helgu á þeim vettvangi.
>egar ég heyrðd þeirra fyrst
getið, var ég bam að aldri eða
tiltölulega ungur. Um þau fór
Hólmfríður föðursystir mín
þeim orðum, að þau væru „mæt-
ar“ manneskjur. Ég man það al-
veg orðrétt, eins og verið hefði
í gær. Og ég tók þau orð bók-
staflega svo sem véfrétt. Ég
skildi þau sem hæstaréttardóm,
er ekki verður áfrýjað og síður
en svo hefur breytzt með árun-
um, sem eftir það hafa liðið fram
hjá eims og lest.
Fyrstu kynni mín af þeim Am
óri og Helgu urðu svo nokkrum
árum eftir, að Hólmfriður lét
mér ógleymanleg orð sin falla,
eða veturinn 1922—23, þegar ég
var nemandi þeirra á Breiðu-
mýri, og urðu mér harla minnds-
stæð, enn þá minnisstæðari en
námsvetur minn á Laugum
þrem árum siðar, þó að ég muni
hann líka mjög vel. Vistin á
Breiðumýri var í raun og veru
fyrsta spor mitt á menntabraut-
inni, að sumu leyti mjög þungt,
en þess vegna einmitt eftirminni-
legra. Ég var nefnilega haldinn
vamtrausti á sjálfum mér og
sáru óyndi mestan hluta vetrar.
En Arnór og Helga sáu fyrir því,
að ég hefði nóg að gera, enda
var það bezta lækningin við óynd
inu. Ég hafði kviðið mjög fyrir
skólavistinni og minnist-oft far-
arinnar suður Aðaldals- og
Reykjadalsbraut, gangandi,
ásamt >órgný bróður minum til
fylgdar, með hest og kenru og
koffortdð mitt á kerrunni. Mér
fannst þessi leið aldrei mundi
taka enda.
Litið sem ekkert man ég nú
úr skólasetningarræðu Amórs í
þinghúsi Reykdæla á Breiðu-
mýri. Frú Helga hélt líka ræðu
við það tækifæri. Henni fórust
meðal annars orð á þá leið, að
vér værum alin upp við íslenzka
stórhrið, oss þyrfti þvi ekki að
koma frumstæð og örðug aðbúð
á óvart, enda reyndist hún svo.
Vatnið fraus á gólfinu í skóla-
stofunni á morgnana, þegar það
var þvegið, áður en stóri ofninn
fór að hitna og bræddi klakann,
slíkt hið sama vatn í könnum á
svefnherbergjunum ofnlausu und
ir súðinni. Öll skulfum vér meir
og mánna, svo að sætin hristust,
þegar vér neyttum matar í borð-
sal kjallarans imdir skólastof-
unni.
Mér fundust orð Helgu við
skólasetninguna hughreystandi.
Ekki varð heldur löng bið á, að
Amór segði við mig eitt og ann-
að til örvunar. Hið fyrsta og
minniiisstæðasta var það, sem
hann skrifaði undir fyrstu heima
ritgerð mína, þegar hann skilaði
henni, sem voru orðin „mjög góð
ur stíU“ og lét fylgja nokkur
munnleg viðvirkenningarorð. >au
féllu ldkt og vordögg á þyrsta
sál unglingsins, léku sem þýðu-
gola um vangann, enda varð ég
var við, að ýmsir hinna nemend-
anna öfunduðu mig af þessari
fyrstu viðurkenningu, sem ég
fékk fyrir ritstörf mín. Ég hygg,
að fátt hafi haft önnur eiins áhrif
á þroskaferil minn. >að væru
þá helzt lofsyrðin, sem séra Her-
mann Hjartarson á Skútustöð-
um lét falla í minn garð fyrir
annan stil. En séra Hermann tók
að sér kennslu við skólann á
Breiðumýri seint um veturinn í
stað Amórs, þegar hann brá sér
suður til að afla Alþýðuskóia
>ingeyinga fylgis hjá þingi og
þjóð. Ég segi þetta ekki sjálfum
mér tdl drambsamlegs heiðurs,
heldur þessum ágætu kennurum
mínum til verðugs lofs. Af hvor-
ugu hrósinu, Amórs eða Her-
manns, ofmetnaðist ég. En báðir
sáu þeir, hvað sveininum kom
bezt, svo að hvergi hallaðist á:
öivun tii að auka honum sjálfs-
traust.
Hvað Helgu Kristjánsdóttur
viðvék, þá lét hún ekki heldur
sitt eftir liggja með alveg frá-
bæra kennslu. Meðal námsgreina
sem hún kenndi, var danska. Ein
hverju sinni sem oftar vair hún
að skila dönskum stilum, sem
hún hafði leiðrétt, og lét þess sér
staklega getið upp yfir alla, að
mér væri mjög að fara fram við
stffiaigerðina þá. Auk þess væri
rithönd min fögur og eftirbreytni
verð og spurði, hver eáginlega
hefði kennt mér að skrifa svo
vel, sem ég gerði. Ég sagðist
eiga það mest að þakka svönun-
um á Sandvatni. >á fór Helga að
hlæja, enda var hún með afbrigð
um hláturmild, en skær og hrein
rödd hennar naut sín einkar vel,
þegar hún hló, og spurði, hvern-
ig svo mætti vera. Ég sagði, sem
var, að lengi hefði skrift mín
verið mesta hrafnaspark. Uglu-
pennarnir oddhvössu sem ég
hefði notað við skriftarnámið hjá
farkennaranum, hefðu stöðugt
viljað stingast gegnum pappír-
inn. >á sagðisit ég hafa fundið
álftarfjöður einn góðan veður-
dag, hiirt hana og skorið staf
hennar til með skegghníf, sem ég
hefði tekið traustataki einhvers
staðar, og eignazt þannig mjúk-
an penna og fengið með honum
þá rithönd, sem ég hefði öðlazt.
Vakti lýsingin á lærdómsaðferð
minnii öskipta aðdáun og eftir-
tekt þeirra, sem á mál mitt
hiýddu.
Elskulegust fannst mér þó
Helga í minn garð, þegar hún
tók upp á þvi að kalla mig „>ór-
odd frænda", þó að við værum,
mér vitanlega, lítið eða ekkert
skyld. >á var ég kominn að Laug
um. Ástæðan till þess að mér
þótti svo vænt um þetta, var
meðal annars sú, að ég var lengi
vel ekki með öllu laus við af-
brýðisemi i garð innsveitunga, af
því að mér fundust þau Helga
og Arnór taka Fnjóskdælinga,
Reykdæli og Bárðdælinga fram
yfir mig, útsveitarsveininn frá
hraunjaðrinum við Skjálfanda,
sem auðvitað var tóm ímyndun.
En þegar Helga var farin að
kalla mig frænda, þóttist ég þola
samanburð við Jón á Víðivöllum,
Tómas Tryggvason, Sigrúnu Ing
ólfsdóttur og Kára í Víði'keri, að
dómi hinna valinkunnu hjóna.
>ví að valinkunn voru þau,