Morgunblaðið - 05.08.1973, Page 23

Morgunblaðið - 05.08.1973, Page 23
MORGONBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1973 23 - ÍSLAND - NATO Framtmld af bls. 13. íul'l'um kringumstæðum, varð ekki sízt til þess að NATO var stofnað. Evrópuþj óðimar höfðu mjög dregið úr herstyrk sínum, og ekkert e<r sennllegra en að Rússar hefðu lagt undir sig mestatla Evrópu ef ekki hefði verið búizt til vamar á síðustu stundu. En víkjum aftur að sbaðhæf- ingu V.Ó. um að „engin skyn- samleg rök né heimildir bendi til þess að Stalín hafi hugsað tiil liandvinninga inn á áhrifasvæði bandamanna sinna“. U'tanríkisstefna Rússa hafi „einkennzt af varicárni og ihaldssemi (með fáeinum und- antekningum á tímum Krúst- jofs)“. Hér er gert iítið úr, enda innan sviga! Sannleikur- inn er nú sarnt sá að þessar- ar „varkárni" fór fyrst að gæta eftir að NATO var stofhað. Og sagnaritun af þessu tagi verður að teljast i meira lagi frumleg. Menn munu miinoast þess að Rússar sendu á sínum tíma eld flaugar til Kúbu (er Kúba á áhrifasvæði Rússa samkv. ákvörðunum Jalta- eða annarra ráðstafana bandamanna?). Kennedy forseti skipaði að flytja eldflaugarnar burt þeg ar í stað, þar sem Kúba er rétt við bæjardyr Bandaríkjamanna, eða eiga á hættu styrjöld. Þess- ari skipun var strax hlýtt af Krústjof, en verknaðurinn var hinn sami. Annars má geta þess að Bandaríkjamenn höfðu her- stöð á Kúbu þrátt fyrir allan bægs’lagang Castros. Nei, skýringin á „varkárni" Rússa er alveg augljós. Þeir vita að frekari yfirgangi verð- ur mætt af fullum styrk Nato- riikjanna. Og einmitt á þessu sviði hefur NATO sannað til- verurétt sinn í Ijósi sögunnar og einmitt þess vegna mega ís- (lendingar ekki bregðast þess- imi samtökum með ábyrgðar- lausu hjali um úrsögn, enda mun slíkt ekki koma tál greina, jafnvel ekki undir núverandii rikisstjórn, sem þó tel'ur sig „vinstri" sinnaða. Fylgismerm NATO-aðildarinnar eru í meiri hluta á Aliþingi og munu koma í veg fyrir slíkt glapræði. Hafinn hefur verið áróður fyr ir því að ísland gangi úr NATO vegna deilumnaT við Breta. Því miður hefur þessá áróður fengið hljómgrunn víð- ar en skyldi eins og sjá má af blöðunum. Þetta sbafar af þeirri múgæsingu sem farið er að bera talsvert á. En það er maumast hægt að komast lengra í hugtakaruglingi en blanda NATO-aðfldinni saman við fisk- veiðideiiuna við Breta. NATO var stofnað sem . neyðarráðstöf un vegna undanlátssemi banda- manna við Rússa í síðari heirns styrjöldinn'i, og tókst að stöðva framrás þeirra á síðustu stundu. Og sú hætta er enn til sbaðar og kemur ekkert við deilum um einstök atriði sem kunna að koma upp meðal að- ildarríkjanna. Hins vegar er bæði rétt og sjálfsagt að kæra atferi'i Breta fyrir NATO og er vonandi að það beri árang- ur. Mig langar í þessu • sam- bandi að spyrja þá sem ráðin höfðu meðan á heimsstyrjöld- inini stóð (þar eru kommúnist- ar meðtaldir) í hvaða skyni þeir hafi haildið uppi skefjaliausum áróðri með Bretum gegn þýzku þjóðiinni í heild (hér á ég ekki við þáverandi stjórn í Þýzka- landi). Það er söguleg staðreynd að þýzkir visinda- og fræðimenn studdu okkur með ráðum og dáð í sjálfstæðisbar- áttunnd á öldinnd sem leið og lengur. Og íslenzkir rithöfund- ar mættu miinnast þess að í hvert slinn er þeir kvöddu sér hljóðs voru þeir kynntir í Þýzkalandi og margt af verk- um þeirra þýtt á þýzku og tjekknesku. Þröngsýn klíka hér hefur nú í áratugi reynt að útiloka vissa höfunda frá eri. mörkuðum, og þessi klika er svo „sveitó" að hún virðist ekki þekkja annað en Norðurlönd. Guðm. Hagalín nefindi þetta fyrirbrigði eitt sinn „sænska sýki“. En þetta var útúrdúr. — Hvað sem öðru llður er ailt tínt bæði satt og logið tii árása á NATO, og engar vestrænar ríkisstjómir hafa haft neitt við það að athuga af því að orðið er frjálst. Hvernig er ástand- ið í þessum efnum í aðildar- ríkjum Varsjárbandalagsins? Mörgum þætti víst vænt um að fá undanbragðalaus svör við þvi. Dæmi Ungverja þegar Nagy lýsti yfir hiutleysi lands sins og úrsögn úr Varsjárbanda laginu er nægt svar. VII. HKR HEIMA Það eru aðeins fáir dagar sið- an tveir þjóðhöfðinigjar stór- velda sóttu okkur heim, Nixon forseti Bandaríkjanna og Pom- pidou forseti Prakkiands. Lítið er vi'tað um hvað þeiir ræddu, en telja má öruggt að fundur þeirra hafi snúizt um heimsmál in. En ekki er því að leyna að vissir hópar fólks komust I „ham“ og myndu hafa látið að sér kveða ef unnt hefði ver- ið, en lögnegiam kom í veg fyr- ir óspektir í sambandi við „hina prúðu“ mótmælagöngu. Var það dálítið annað en aðgerðaleysdð við brezka sendiráðið þar sem ailar rúður voru brotnar. 1 Tím- anum 28. maí sl. er talið að kostnaður vegna skemmdanna muni nema um 1 millj. króna. Væri til of mikils mælzt að lög- reglan fyndi upphafsmenn- ina að óskundanum og léti þá borga s'kemmdirnar ? Nógu þung ar eru byrðar skattþegnanna, þótt þeir fari ekki að borga fyr ir skemmdarverk uppæsts skrils. VIII. T.IÁNINGARFRELSI RITHÖFUNDA 1 sambandi við skoðana- og ritfrelsi er ekki úr vegi að minnast á grein i Þjóðviljan- um þ. 25. sl., en það er viðtal við Svövu Jakobsdóttur er mætti í Stokkhólmí í sambandi við framkvæmdarfund PEN- klúbbsiiins nú nýverið, en tók ekki þábt í fundinum þar sem hún er ekki meðl'imuir ísl. PEN- klúbbs dedldarininar. Á fundi þessum var rætt um tjáningar- frelsi rithöfunda og nefnd dæmi um ritskoðun og ofsóknir gegn höfundum, afrískum, grisk- um o.fl. Einni'g er þess getið að sovézku skáldunum Évtu- sjenko og Vosnésenski hafi ver ið boðið, en hvort þeir hafa mætt verður ekki séð, þar sem bagaleg brenigl eru I greinlnni og heiil málsgrein hlýtur að hafa fallið út. Mun það vera skýr- ingin á því að ofsóknir Sovét- stjómarinnar eru ekki nefndar. Eins og gefur að skilja var mjög rætt um ritfrelsi og of- sóknir gegn rithöfundum og gerðar áiyktanir í þeim efnum, m.a. gegn ofsóknum á hendur tjekkneskum og slóvakiskum höfund’um, suður-afrískum, grískum og fleirum. Tjáningar- frelsi var mjög rætt, bæði bein ar og óbeinar hömiur sem sett- ar eru á starf höfundanna, en aðalatriðið er, eins og segir orð rétt í greininni: „Það er ekki fyrr en ritskoð- un er komin í hendur yfirvalda að veruleg hætta er á ferðum." Þetta er auðvitað lauk- rétt. Þess vegna kemur það spáns'kt fyrir sjónir að í næstu málsgrein eftir þessi réttmætu orð er veitzt að Morgunblaðinu í sambandi við það sem grein- arhöf, nefnir efnahagslega rit- skoðun. Þar segir svo orðrétt: „Á bókmenntasviði kem- ur þetta fram i samfelldri við- leibni Morgunblaðsinis til að gera sem mimnst úr verkum þeirra höfunda, sem beina skeytum að afturhaldinu." Ekki er nú tekið upp í sig! Ég held að himir fjölmörgu lesendur Morgunblaðsins þurfi ekki á að halda „upplýsingum“ í þessu efni. Allir viba að rit- dómendur Mbl. hafa ekki gert upp á milli höfunda eftir því Ihvort þeir telja sig „vmstiri", eða „hægri“. Er þar ólíku sam- an að jafna og ritdómara Þjóð- viljams, sem virðist að mestu skrifa samkvæmt fyrirfratn ákveðinni pólitískri línu, að ég nú ekki tali um vissa þætti í útvarpi og sjónvarpi, sem eru algeriega eintitir. Þessi klausa ásamt ýmsu öðru í viðtalsgrein þessari verð- ur beinlinis skopleg i Ijósi þeirra vandamála sem ráðstefn an hefur fjallað um. Hér mæbbi koma nánar inm á skoðaniakúg- unina í Sovétríkjunum, þar sem er ríkisritskoðun og þá „auð- vi'tað veruleg hætba á ferðum“, eiins og segir á einum stað í greinimmi, en öll þau mál eru svo kunn að slíks gerist ekki þörf. Margt má sjálfsagt finna lýð- ræðisrí'kjunum ttl foráttu, en hvað sem um það er fyrirfinnst ekki opinber ri'tskoðun hjá þeim. Rithöfundar þurfa ekki að óttast að verða settir á geð- veikrahælii þótt þeiir skop- ist að eða gagnrýni valdamenn okikar og þjóðfélagið. Þetta er muntirinn á vestrænu lýðræáM og einræði komnuinisnians. Hitt er svo annað mál að jafnvel hér hefur örlað á tilraumum til skoðanakúgunar, eins og Þor- steinn Thorarensen sýnir fram á í föstudagsgrein sinni í Visi þ. 8. þ.m. Al’lir frjálsbuga menn ættu þvl að sameinast úm að standa vel á verðinum. Til að vernda þetta frelsi var NATO upphaflega stofnað, og þó mörgu sé ábótavaimt i ýms- um með'limaríkjum þess, hagg- ar það ekki þeirri staðreynd að samtökin hafa stöðvað út- þenslustefnu stórveldis'ins í austri, og þar sem ísland er mikilvægur hlekkur I þessari varnarkeðju (bæði í eigiin hag og nágrannaríkja okkar) er það meira en ábyrgðarlaust að lába sér koma til hugar að yf: irgefa samtökin vegna landhelg ismális'ms, þar sem sigurinn er okkur vís — e.t.v. að einhverju leyti fyrir atbeina NATOs. Jón Björnsson. — Merkir f rumkvöðlar Framhald af bls. 13. aðar, pólitíkur og alls þess, er mammlegt var, að meginstarf hans, kennslan og skólastjórnin, gátu ef tifl vill beðið við það ein- hvern hnekki, en þeim var þó einnig sannarlega áv'nningur að þessum margháttuðu áhugamál- um. Honum var ekkert mannlegt óviðkomandi, ekki heldur í ríki náttúrunnar. Það litla sem ég er og hef orðið, á ég honum að þakka, voru óbreytt orð þessa lærisveins. Ýmsa fleiri nemend- ur Arnórs og Helgu hef ég heyrt komast svipað að orði. Yfiirleitt ber þeim öUum saman um, að þeir hafi í tíð þeirra hjóna á Breiðumýri og Laugum sótt þang að svo mikilvæga þætti í þroska sinn, að þeir fái það aldrei full- þakkað. Á þetta eigi síður við komur en karla, hvaðan sem þau hafa komið af landinu. 1 Hávamálum er þessi visa: Esat maðr alls vesall, þótt 'hann sé illa heill. Sumr es af sonum .sæll, sumr af frændum, sumr fé ærau, sumr af verkum vel. Litum að lokum á, hversu hægt er að heimfæra speki þessa tifl Itolgu og Araórs, fyrst orð- takið um heilsuna. Það fer viðs fjarri, að þau hafi nokkura tima verið „alls vesöl“. Hvorugt hefur þó ætíð verið fulllkomlega hei'lt heillisu, sem að líkum lætur. Ég man til dæmis eitt sinn, að Helga var flutt fárveik frá Laug- um á sjúkrahús. En hún fékk góðan bata. Og mér er kunnugt um, að á einu timabili ævinnar var Arnór „illa heill“. Það var meðan stjórn Laugaskóla hvíldi á herðum hans. Þá liðu svo miss- iri, að honum var meinuð seta við skrifborð stundu lengur sök- um vanheilsu. En honum batn- aði smám saman. Þá kemur spuraingin, hvort þau hjónin eru „af sonum sæl“, eins og segir í vísunni? Ég er ekki í neinum vafa um það. Mér eru í fersku minni börn þeirra Amórs og Helgu, þegar þau voru ung, dætur jafnt og synir, glöð og yndisleg að leikum sinum. Og ég hef samnspurt, að börain hafa á fullorðinsárum efnt það i ríkum mæli, sem þau lofuðu ung. Helga og Amór eru því bæði af dætrum og sonum sæl. Um hitt get ég hins vegar ekki dæmt, hvort þau eru að sama skapi sæl af öllum öðrum frænd um símum. Ýmsir þeirra eru mér of nákomnir til þess. Ofmælt hygg ég þó varla, að nafnfrægt fólk sé til í beggja ættum, likt og Kári Sölmundarson komst að orði um Bergþórshvolsfeðga við þá Grím og Helga, er fundum þeirra bar saman í fjörðum Skot- lands. Með nafnfrægð einni er þó engin sæla tryggð. En eitt er ég sannfærður um, að þau geta verið sæl af nemenöum sínum. Al'lir elska þeir þau og virða. Og sá frændagarður er stór. 1 hon- um er ekkert skarð. Hvað næstu undirrót sæluboð- skapar Hávamála, efnahagnum eða „æmu fé“, viðvíkur, þá heyrði ég orð á þvi gert nyðra forðum, að Arnór þætti lítilt fjár málamaður. Hið sanna I þeim efnum hygg ég þó vera það, að ónógt var búið að fjárhag Lauga skóla af ríkisvaldinu að minnsta kosti sum árin, er hann stjóraaði honum. Mun þá Arnór hafa látið hag skólans sitja fyrir sinum hag, liíkt og foreldrar gjarnan fórna sér fyrir böra sin. En mér fannst alltaf, að Arnór li'ti á skól ann sem hold af sinu holdi og blóð af sínu blóði. Og Helga var sama sinnis. Eftir að þau létu af húsbændavaldi yfir Laugaskóla mun því hagur þeirra hafa farið æ batnandi sem lengur leið. Hef ur þar komið til ráðdeild og dugn aður beggja, enda munu þau vera þekktari af öðru en því að eyða fé til fánýtis ellegar sitja með hendur 1 skauti. Kem ég nú að síðustu sæluor- sök Hávamálavisunnar góðu, þeirri sem á uptök í verkunum. Hygg ég, að önnur hamingju- lind hafi tæpast reynzt heiðurs- gestum vorum heiUadrýgri, enda hjá hvorugu hjónanna um nein meðalmannsverk að ræða, hvort sem I hl'ut eiga fræðaiðkanir Arnórs eða húsmóðurstörf frú Helgu. Ásamt stofnun og stjóm Laugaskóla mun sagnaritun Am- órs tvímælalaust halda nafni hans lengst á loft, eins og Ásgeir Ásgeirsson gaf óbeint í skyn og ég gat um í upphafi máls míns, en þjóölegheit, tryggð og trú- mennska nafni frú Helgu, og hver veit hvað. En ánægjulegast finnst mér, að þessi ágætu störf skuli að mjög miklu leyti vera unnin í tómstundum og eftir að flest fólk á þeirra aldri hefur setzt í helgan stein, þvi að vissulega eru þau enn i fullu starfi. Sannast því á Helgu og Amóri það, sem hann hélt fram ungur, að mann- imn beri fyrst og fremst að meta eftir því, sem hann gerir fram yfir skyldu sina. Ég er sannfærður um, að vel- flest fólk getur orðið hvað ham- ingjusamast á efri árum, ef það bemur sér hið rétta lífsviðhorf. Með aldrinum getum vér öðlazt meira jafnvægi hugans en áð- ur, aukinn skilning á sjálfum oss og lífinu yfirleitt. Dómar vorir um mennina verða sanngjaraari en löngurn fyrr. Mótlæti og von- brigðum getum vér tekið, af mun meira þolgæði, gleðjumst hjartan legar við hverja sólskinsstund og fyllumist innilegra þakklæti yfir fegurð lífsins og öðrum gjöfum þess. Óvíða kemur þetta fagurlegar fram en í ljóðum sænska skálds- ins Karlfeldts. Ég hef tekið mér fyrir hendur að þýða eitt þeiirra, sem fjallar um viðhorfið til ald- urdómsiins. Það heitir á sænsku Du ler (Þú hlærð). Leyfi ég mér að t'leinka þýðinguna frú Helgu, með hliðsjón af því, hve oft ég hef látið hrífast af hjartanlegum ' hlátri hennar, en ætið græsku- lausum og góðlátlegum, svo og vegna þess, að hún hefur flest- um fremur varðveitt andlega æsku sína langa ævi. Læt ég fylgja þýðingunni beztu heillaósk ir ti’l hennar og Arnórs á merk- um tímamótum í ævi þeirra. ÞÚ HLÆRÐ Þú hlærð, er loftið ljómar og laufgast rós og eik, svo fjall hvert endurómar. Þig aldrei gleð'n sveik. Þú lyftir léttum örmum, og leiftrum slær frá hvörmum sem fyrst í lífsims leik. Þér entist æskan lengi við unað, ifjör og sön.g með hjairtans góða gengi og gjöful andans föng. Kom, gleymum sorg og sárum frá saknaðs liðnum árum um dægrin ljós og löng. Oft lesa má í ljóðum, að Mði gæfuár. Það satt fimnst sjúkum þjóðum en særir ungar þrár. Oss hef ja vængir vorsins og voniir æskuþorsins, þótt gerist grá vor hár. Kópavogsbúar Leikskólinn og dagheimilið Kópaste nn við Hábraut verður lokaður miðvikudaginn 8. ágúst vegna við- gerða. FORSTÖÐUKQNA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.