Morgunblaðið - 12.08.1973, Side 10

Morgunblaðið - 12.08.1973, Side 10
10 MORGU’NBLAÐIÐ SU'NNUDAGUR 12. ÁGÚST 1973 Hraðfrysting og útflutningur til manneldis loðnu * Forysta Islendinga á japanska markaðinum OFT hefur verið talað um hin svonefndu síldarævintýri, en nóina er það ekki síldin, heldur loðnan. Á loðnuvertíðimm s.l. vetur varð loðnuafliinn um 440.000 smálestir. A fUno var eimkum nýttur í bræðslu og frystingu. Áætlað er, að heild- arútflutningsverðmæti loðnuaf urða í ár verði um 3,5 milljarð- ar króna. >ar af er Loðnumjöi 2,5 mildjarðar króna, loðnulýsi 350 millj. króna og hraðfryst loðna 580 millj. kr. Fyrir 5—6 árum var útflutnmgsverðmæti loðnuafurða, sem voru þá svo tffl eingöngu loðnumjöl og lýsi, nokkrir tugir miffljóna króna. Nú er hraðfryst loðna til mann eidis að verða verulegur þáttur í þessum útflutniingi. Bendir rnargt tffl, að á næsta áiri geti fslendimgar selt um 30.000 smá- lestir af hraðfrystri loðnu til Japans að verðmæti á annað þúsund miilijónir króna. Til fróðleiks eru tekim hér nokkur atriði um loðmuna, fram leiðsS'una og þann markað, sem hraðfryst loðna er seld til. 1 bók Bjama Sæm undssonar „Fiskarnir", sem gefin var út árið 1926, segir svo m.a. um loðnuna: „Loðnan er lítiffl fiskur, sem verður varla lengri en 22 sm., hér er hún fuliþroskuð tíðast 13—18 sm (10 tffl 30 gr.), sjald an stærri og þá aðeins hæng- ar, sem varla fara fram úr 16 sm. Hún er fremur mjóvaxin eftir því, hvort hún er með fullþroskuðum hrognum eða gotin. Að Iokinni hrygningu sést oft mergð af loðnu inni við iand, og er hún þá, að því er viirðist, mjög aðframkomin og þróttlítil." Eftir Guðmund H. Garðarsson eflaust tíðum liangt niður í sjó inn, jafnvel tffl botns, einkum á grunnsævi. Hrygningin fer fram á vor- in og fram eftir sumrinu og þeg eur að henni líður, leitar loðn- an inn að löndum, oft afar mik- ffl mergð, i þéttum torfum, sem ná yfir löng svæði, jafnvel tugi kílómetra." Um nytsemi loðnunnar, segir Bjarni Sæmundsson árið 1926: „Loðnan er afar mikils virði sem næring fyrir ýmsar nyt- Loðnuafli Islendinga hefur aukizt úr 97.000 smál 1967 í 440.000 smál. 1973. Síðan segir Bjarni Sæmunds- son, að allt bendi tffl, að loðn- an muni deyja umvörpum að lokinni fyrstu hrygningu, þ.e. að hún hrygni aðeins einu Sinni á ævinni. Ennfremur: „Heim- kynni loðnunnar eru nyrstu höf jarðarinnar, ef til viffl hringinn í kring. 1 Norðurhafi vexður hennar vart við Novaja Semlja, Múrmanskströnd og endilangan Noreg, einkum við Fimnmörk og jafnvel inni i Kristjaníufirði, en ekki lengra suður, við Fær- eyjar (lítið eitt), Island og ausit urströnd Crænlands. Við aust- urströnd Norður-Ameriku er hún frá C. Cod, kriingum New Foundland, norður um Davis- sund og Baffimsflóa og ekki sízt við SV-strönd Grænlands. 1 Kyrrahafi verður hennar ekki vart suður að Briitish Colttmbía og Kamtsjatka. Hér er hún af- ar algeng, afflt í kringum land- ið. Loðnan er reglulegur upp- sjávarfisikur, eins og líka útlit hennar ber með sér, þó fer hún samar skepnur, einkum þorsk, auk þess sem hún hefur afar mikil áhrif á fiskigöngur. — Hún þykir ekki góð til matar, því af henni er óþægiileg römm lykt, og veiða engir hana til matar nema Esikimóar og þá þurrkuð til matar. Áður fyrr, þegar loðnu rak upp á sandana á Suðurströnd- inni (t.d. í Meðallandi og Land- eyjum) var hún hirt tiil skepnu fóðurs og stundum etin.“ Eggert Ólafsson segir í frá- sögnum sínum, að loðnan hafi verið veidd og söltuð till matar í Eyjafirði á vorin áður fyrr. Sem matfiskur hefur loðnan aldrei verið í háum metum hjá íslendingum og Evrópubúum al menmt. Um nytsemi hennar hef ur hins vegar aldred verið deílt, svo sem sjá má af framan- greindum frásögnum. Þá hefur loðna löngum þótt góð til beitu. Á síðari árum, sérstaklega eft- ir að síldin hvarf við íslar.d, hafa loðnuveiðar í bræðsiu stór aukizt. Framleiðsla ioðnumjöls sem skepnufóðurs nemur nú tugum þúsunda smálesta á ári. Viðhorfin tffl nytsemi loðnunn- ar tffl matar hafa affcur á móti tekið miklum breytingum á sið ustu 2-—3 árum og eru afflt önn ur en þegar hiinn merki vísiinda maður skrifaði bók sína fyrir tæpri hálfri öld. Ekki hafa Is- lendingar sjálfir breyfct um neyzliuvenjúr, né þjóðir Vestur- Evrópu og Ameríku, hvað loðn una snerti.r. Til skjalanna hefur komið þjóð, sem fáir létu sér tffl hug- ar koma að Islendingar gætu átt nokkur útflutninigsvi'ðslkipti við. Eru það Japanir. Áður höfðu íslendiimgar átt nokkur viðskipti við Japan. Þaðan höfðu verið keyþtar síldarnæt- ur, fiskinet o.þ.h. á síldarupp- gangstímabili síðasta áratugar, en það sem á móti fór í vöru- útfliutningi frá Islandi var svo ti!l ekkert. Fáar þjóðir eru fjær íslandi en Japan. Siglimg þangað tek- ur rúmlega 40 daga. Með þotu, sem flygi yfir Síberíu með við- komu í London og Moskvu, tek ur flugið tffl Tokyo um 14 klst. Japan — Land sólaruppkom- unnar — var fram eftir ölduni land leyndardómamnia, og Iokað framandi þjóðum. Jesúítar og Portúgalar náðu þar nokkurri fótfestu á 16. og 17. öld, en eftir 1640 er Landið lokað hvít- um mönnum. Þó fengu Hofflend ingar að stunda þar nokkra verzlun. Um miðja 19. öld er Landið opnað á ný fyrir atbeina Bandaríkjamanná, em utanað- komandi áhrif voru eftir sem áður Mtil á japaniska memnimgu og stjómarfar. Það er fyrst á þessari öld eft- ir 1930, þegar Japanir hernema Manchuríu og með innrás þeirra í Kína 1937, sem Japan lætur til sín taka í alþjóðamál- um. Hámarki nær útþenslu- stefnan í árás Japana á flota- stöð Bandaríkjanna, Pearl Har- bour, 7. desember 1941 og stríðs rekstur þeirra í Suð-austur Asíu og á Kyrrahafi 1941— 1945, er lauk með algjörum ó- sigri. Við þessa atburði verður þessi fjölmenna, smávaxna þjóð virkur þátttakandi í atburða- rás heimsmálanna og hefur ver ið svo síðan. Japönsku eyjarnar eru 370. 000 km2 og er íbúafjöldi þeirra 104 milljónir manna. Þéttbýli er því mikið, eða 282 íbúar á ferkílómetra. 19% ibúamna lifa á Landbúnaði og sjávarútvegi, en 40% á iðnaði. Þrátt fyrir skort á hráefnum er Japan þriðja mesta iðnaðarveldi heimsins. Helmingur allra skipa smíða heimsins eiga sér þar stað. Lífskjör eru talirn góð í Japan og hafa laun og kjör verkafólks bafcnað miikið á síð- ustu árum. Samkeppniisstaða Japans er góð á heimsmörkuðunum. Er það m.a. að þakka mikfflM iðju- semi samfara nægjusemi, sem enn er ríkur eðlisþáttur í þess- um austuriandabúum. Tækni- framfarir hafa orðið óhemju- miklar. Þá eru Japanir frægir fyrir „viðskiptainnirásir“ sínar inh í einstök lönd og álfur. Koma þeir oft í hópum og grannskoða allar aðstæður og viðskiiptamöguleika, og ryðja slðan vörum sinum braut inin á markaðina með sama hætti og tíðkast í velskipulögðum hem- aðaráætlonum. Yenið — gjald- miði’ll þeirra — er nú ei.nn verð mesti gjaldmiðiffl heimsinis. Japanir búa við þingræði og er þdng þeirra samansett af tveim deildum. Efri deild, er tel ur 250 þingmenn, sem kjömir eru tffl 6 ára og fuffltrúadeild Þurrkuð loðna á boðstólum í japönsUum vörumarkaði. 467 þingmanna, kjömir til 4 ára. Stærsta borgin er Tokyo, höf uðborg landsins, sem ásamt hafnarborginni Yokohama er balin telja 27 millljónir íbúa. Japanir eru miklar fiskætur. Sfcunda þeir miklar fiskveiðar á flestum höfum heimsins, auk mikifflar fiskræktar í Japan. Heffldarfiskafli Japana árið 1971 var rúmlega 9 miffljónir smálesta. Árieg fiskþörf var þá um 10 mfflljónir smálesta. Inn- fliutningsþörf var því um 1 miffljón smálesta. Leita þeir fanga víðsvegar, m.a. í Sovét- rikjunum, Indlandi, Noregi, Kanada og á síðustu árum á Is- landi. Áætlað er, að þörf þeirra fyr ir sjávarafurðir verði 14 mifflj- ónir smál. árið 1980 og að eig- in framleiðsla verði þá um 11 mifflj. smál. Þurfa þeir þvi að brúa um 3 mffllj. smálesta bil til að fúfflnægja eftirspu.m íbú- anna eftir þesisari milkilvægu matvælategund í neyzln þjóð- arinnar. Þá er talið, að hlut- deild frystra sjávarafurða muni aukast 1 neyzLunni eftir því, sem lífskjörin batna, dreifing- arkerfið eflist og frystiskápa- eign verður almennari. Við öflun hráefna fyrir heima iðnaðinn og matvæla fyrir þjóð ina gætir sama dugnaðar hjá Japönum eins og við fram- leiðslu og sölu iðnaðarvam á heimsmörkuðum. Þegar þörfin jókst fyrir fiskafurðir erlendis frá m.a. vegna minnikandi veiða ákveðinnar loðnutegund- ar á heimamiðum, beindu þeir athygli sinni að möguleikum tffl fiiskútvegunar hjá fiskveiðiþjóð um Evrópu. 1 grein í Marguinblaðinu þann 14. apríl 1970, eftir Elínu Pálma dóttur, biaðamann, um neyziu og söln loðnu í Japan, segir konsúll Islandis í Japan, hr. Kunitoshi Okazaki, að hann hafi átt hugmyndina að því, að Japanir hófu kaup á frystri ioðnu frá Islandi. Árið 1967 var send tveggja smálesta tilraunasending til Japans. Fyrir loðnuvertíðina 1968 gerðu síðan S.H. og SÍS samn- img við japamska fyrirtækið Tokyo Maruichi Shoji Co. í Tokyo um sölu á 500 smálest- um af frystri loðnu. Síðan hafa þessi viðskipti aukizt jafnt og þétt, eimis og sýnt er í línuriti merkt tvö. Árið 1973 tekur þessi útflutningur stórt stökk og er sjöfalt meiri en árið 1972 miðað við verðmæti. (Sjá töfluna neðst á síðunni) Fyrstu árin voru raumvera- lega tilraunaár í sölu ísdenzku loðnunnar i Japa-n, en árið 1972 er Ijóst, að hún fefflur vel i markaðimn. Fyrirtækið Tokyo Maruichi Shoji (TMS) hafði unnið gott sölu- og markaðs- starf og hraðfrystffliúsum S.H. og SÍS hafði tekizt að fram- ieiða góða og örugga vöru, sem hinm japanski neytandi gat treyst á. Hraðfrystiihús S.H. framleiddu um 80% magnsins 1973. Um framleiðsluna er það frek ar að segja, að loðman er fryst í 8 kg öskjur og flokkuð i 7 gæðaflokka. Verðmesti flokkur iinm samanstendur af 100% kven loðnu (hrygnu) með hrognum. Síðan flokkast loðman í 90— 100%, 80—90%, 70—80% hrygnu o.s.frv. afflt miður í 40—50%. Verðmunur á hæsta flokki — 100% hrygna og hin- um lægsta — 40—50% var i ár um 3 á móti 1. Áf hálfu hraðfrystffliúsamna er lagt kapp á að framieiða sem mjest í verðmætuisitu ffloíklkana, Frainhald á bls. 20. Ár/land Island Noregur Sovétríkin Kanada Samtals 1967 2 2 1968 500 400 900 1969 760 500 1.260 1970 1.020 25 1.000 2.045 1971 3.800 1.600 50 5.450 1972 4.800 2.700 2.200 200 9.900 1973 16.000 14.000 10.000 200 40.200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.