Morgunblaðið - 12.08.1973, Page 14
14
MORGU'NBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1973
Dr. Selma Jdnsdótlir:
verur
raunþúfu
duustur?
RÚSTIR þær hinar miklu, sem
bera nafnið Hraunþúfuklaust-
ur og eru í botni Vesturdals í
Skagafirði, hafa mér um skeið
þótt athyglisverðustu fornleif-
ar á Islandi.
Athygli mín beindist að rúst-
um þessum, eftír að ég komst
að raun um að hluti af býs-
anzkri dómsdagsmynd er ristur
á fjalir komnar frá Bjarnastaða
hlíð í Vesturdal, nú í Þjóð
minjasafni íslands, svo sem
nánar verður greint frá síðar.
Nokkuð hefui verið skrifað
um rústirnar í Hraunþúfu-
klaustri. Ekki verður það þó
hér allt upp talið, en aðeins
það, sem ég tel nákvæmast og
merkast.
1 Jarðabók Árna Magnússon-
ar og Páls Vídalín frá 1702—
14 segir svo: „Hraunþúfuklaust
ur heitir hér í afréttinni. Þar
sést lítið til girðinga og tófta-
leifa mikillra, svo sem þar hafi
stórbýli verið. Ekkert vita
menn til þess, nema munnmæli
segja, að í þessu plássi skuli
fundizt hafa klukka sú, sem nú
er á Goðdölum. Þetta land er í
afréttinni og brúkast frá Hofi
svo sem hennar eigið land.
Tvennar girðingar sjást hér
enn, sem ekki er nafn gefið,
meinast verið muni hafa þræls
gerði.“
Árið 1897 skoðaði Daniel
Bruun rústirnar í Hraunþúfu-
klaustri, mældi þær, gerði upp-
drátt af þeim og segir frá nokkr
um munnmælum, sem við þær
eru bundnar. Grein hans um
Hraunþúfuklaustur er birt í Ár
bók Fornleifafélagsins 1898.
Bruun tekur orðrétt upp úr
Jarðabókinni, en segir svo:
„Það [klaustrið] hefir verið
insti bær í dalnum og vestan
megin Hofsár, í fögrum
hvammi, þar sem Hraunþúfu-
kvísl rennur í hana, og langt
(nær 1 mílu) frá mannabygð-
um. Þangað koma að eins
gangnamenn á haustum og
liggja þá í helli einum í fjall-
inu fyrir norðan bæ'nn. Munn-
mæli segja, að hér hafi verið
nunnuklaustur og húsin hafi
verið svo mörg, að 50 hurðir
hafi verið á járnum. Sagt er,
að nunnurnar hafi grafið nið-
ur kistil fullan af peningum í
Hraunþúfu, sem svo er kölluð,
•n það er stór klettur efst utan
I fjallinu Hraunþúfumúla. Fjöll
in umhverfis eru snarbrött og
með háum gnípum. Sagt er, að
I einhverri rústinni hafi fund-
ist kirkjuklukka (eða öllu held
ur brot af klukku), sem síðan
var send út, til Danmerkur, og
steypt upp af nýju. Sú klukka
er nú í Goðdalakirkju.
Mér þykir ekki ósennilegt, að
hér hafi verið klaustur ein-
hvem tíma, enda þótt engin
skilríki finnist í fornum skjöl-
um um að svo hafi verið; hér
hefir verið einkar fagurt land,
er hlíðimar voru skógi vaxnar
og láglendið í dalnum grösugt.
Kirkja sú, sem hér hefir verið,
getur varla hafa verið sóknar-
kirkja annarra dalbúa, því að
þessi staður er svo afskektur,
en þar á móti er óhjákvæmi-
legt, að kirkja hafi verið hér,
ef hér hefir verið klaustur.
Það er með öllu óvíst, hvar
kirkjan hefir verið, en munn-
mælin segja, að það hafi verið’
tóftin 1, sem er þrískift og 5x5,
10x7 og 5x7 skref. Þá er tóftin
2, sem er 5x10 skref; tóftin 3 er
ógreinileg og tóftin 4 er opin
í annan enda og hefir liklega
verið kví eða rétt. Tóftin 5 er
stærst, 24x12 skref, og hafa
þar eflaust staðið mörg hús
saman í þyrping; þar hefir Mk-
lega verið bærinn. Tóftirnar 6
og 7 eru ógreinilegar; hin fyrri
getur hafa verið fjárhús með
heygarði.
Fulla nauðsyn bæri til að
grafa upp þessar tóftir, en það
mundi kosta ærið fé, bæði sök-
um fjarlægðarinnar og stærðar
tóftanna."
Þá er nákvæm lýsing á um-
hverfi og staðháttum í Hraun-
þúfuklaustri, ásamt gömlum
munnmælum, rituðum af Hall-
grími Jónassyni í Árbók Ferða
félagsins 1946. Þar segir svo:
„Austan megin í dalnum er
enn þá vitað um þessi eyðibýli
m. a.: Stafn, Þrælsgerði, Hringa
nes, en vestan Hamarsgerði
(fram og yfir frá Giljum),
Hrafnsstaði, Skóga, Tungu og
Tungukot — og innst við botn
Vestardalur í Skagafirði. Rústir Hraumþúfuklausturs þar sem örin bendir
rennur Hofsá, fyrir ofan rústir nar. — Ljósmynd: Landmæling ar íslands.
Eftir dalnum
dalsins býlið, sem á sér ein-
kennilegasta sögu allra þeirra,
er í dalinum hafa staðið. Þetta
býli er Hraunþúfuklaustur ...
Þegar fram í Lambatungur
kemur, — en þar er farið yfir
ána, — verður ekki riðið nema
fet fyrir fet sökum vegleysu,
en rétt áður en botni dalsins
er náð, víkkar hann litið eitt.
Liggja grónar eyrar að ánni að
vestan, en upp frá þeim lyng-
og hrismóar, þýfðir. Þar er lítill
gangnamannakofi. Áður var
skýli leitarmanna í helli ein-
um efst í Runuhlíð og heitir
Háabaðstofa. Skammt hér inn-
an við klofnar Vesturdalur. Úr
suðvestri kemur hamragil ægi-
djúpt ofan í megindalimn. Um
það fellur Hraunþúfuá. Suð-
austan þess hefst Hraunþúfu-
múli, en handan hans fellur
Runukvísl, einnig í m klu gili,
og ganga austan að því Neðri-
og Efri-Bakkar.
En í hrismóunum ofan við
gangnamannakofann sér enn
móta fyrir óljósum rústum eða
tóttum. Það eru rústirnar af
Hraunþúfuklaustri.
Hrauriþúfug'l eða Hraun-
þúfnagil, eins og það er líka
kallað, er með fiughömrum i
báðum börmum, en umdir viða
stórurðir. Hæsti barmur gljúf-
ursins að norðan heitir Hóló-
fernishöfði ...
En nú skulum við hverfa
stutta stund út í móana aftur,
að hinum ævafornu bæjarleif-
um, er e-iga sér svo kynlega og
— því miður — óljósa sögu.
Gömul niunnmæli.
Hér átti að hafa verið
munkaklaustur og bú allstórt.
Kistill fullur af silfri á að vera
grafimm í Hraumþúfu. Þann fjár
sjóð fór ábótinn með þangað
og hafði smala búsins með sér.
Að greftrinum loknum fóru
þeir upp á hæsta höfðann, norð
an gilsins. Þar hratt ábóti smal
anum ofan, svo að hann yrði
ekki til frásagnar um hið fólgna
fé. Smalinn átti að heita Hóió-
fernis. Önnur munnmæli eru á
þá leið, að smalinn hafi þreytzt
svo með smjörstrokkimn á bak-
inu, — þar sem rjóminn strokk
aðist á hlaupunum, — að í ör-
vilnan hafi hann gengið fyrir
hamra til að binda endi á þá
prísund.
Og munnmæl'm segja meira.
Þau láta klaustrið leggjast nið-
ur í svarta dauða. En löngu
seinna áttu að finnast í rúst-
um þess þrir hlutir a. m. k.:
kirkjuklukka, kaleikur og kop-
arhringur. Var hringur sá síð-
an notaður í kirkjuhurðina í
Goðdölum. Bn um klukkuna er
til skráð heimilld í ævisögu
séra Jóns Steingrímssonar.
Hann segir, að Guðný, afasyst-
ir sín, — en hún lifði á fyrri
hluta 18. aldar, — hafi „séð þá
klukku, er fannst í jörðu að
yfirhvolfdu kjaraldi i nokkuru
plássi fyrir framan Hof í
Skagafjarðardölum. Skyldi þar
áður hafa verið eitt klaustur
og eyðilagzt í stóru plágunmi
1404. Veit nú enginn til þessa.
Á greindri klukku stóðu þessi
orð: Vox mea est bamba, poss-
um depellere Satan. Það þýðir
Mitt hljóð er bamba, burt rek
ég Satan." Klukka þessi átti
svo að hafa verið flutt burtu,
steypt upp og síðan notuð i
Goðdalakirkju. — Samhljóða
þessari frásögn séra Jóns Stein
grímssonar eru enn þá lifandi
mumnmæli í Vesturdal ...
Nú eru tóttarbrotim á
Klaustri að hverfa undir lyng
og hrís. Að fáum árum liðnum
sér þe'rra lítinm éða engan
stað. Þetta dularfulla öræfaset-
ur er þá að fullu horflð. Munn-
mælin ein eru eftir, óljós, tví-
ráð, efasöm, — og þau gleym-
ast líka fyrr en varir. Efalaust
kostar það nokkurt fé og fyrir-
höfn að grafa upp rústirnar á
Klaustri, en ekki væri það með
öllu ósamboðið „söguþjóð",
eins og íslemdimgar eru stund-
um nefndir, enda veit ég, að
fróðir menn og mætir hafa á
þvi áhuga. — Dalsins og
Klaustursins er nokkru nánar
getið í bókinmi Frændlönd og
heimahagar. Og ef til vill verð-
ur lokið við uppgröft rústanna,
þegár línur þessar koma fyrir
almemnings sjónir."
Báðir þeir Bruun og Hall-
grímur, telja nauðsyn á því að
grafa þessar miklu rústir upp.
Eftirtektarvert er það, að Hall-
grímur telur rústirnar hafa
farið í auðn miklu fyrr em
munmmæliin segja. Þessi skoð-
un Hallgrims hefur fengið
stuðning, eftir að Sigurður Þór
arinsson og Jón Hnefill Aðal-
steimsson grófu í rannsóknar-
skyni nokkrar holur í rústimar
árið 1970. Sigurður telur að
rústirnar hafi verið komnar í
eyði fyrir Heklugosið 1104.
Hann sagði mér, að hann værl
viss um að rústirnar væru æva-
fornar.
Eins og að framan greinir,
hafa þeir Árni Magnússom,
Daniel Bruun og Sigurður Þór-
arinsson allir talið að í Hraun-
þúfuklaustri hafi verið miklar
byggingar að fornu. Munn-
mæli þau, sem lifað hafa um
þennan afskekkta stað, herma
að þarna hafi verið klaustur,
og Daniel Bruun segir að sér
þyki ekki ósennilegt að þarna
hafi verið klaustur e'inhverm
tíma, þó að þess sjáist ekki get
ið í fornum skjölum. Nafn stað
arins bendir einnig til þess.
En nú vaknar sú spurning,
hvers vegna klaustur hafi ver-
ið stofmað á þessum afskekkta
stað, sem var ekki aðeims úr
álfaraleið, heldur einniig þamnig
í sveit settur að erfitt var að
komast þamgað. Engar fornar
ritaðar heimildir eru til um
Hraunþúfuklaustur, en aftur á
móti hefur ekki verið sparað
að halda á lofti stofnun ann-
arra klaustra á Islandi. Þau
klaustur voru ekki stofnuð á af
skekktum stöðum, heldur voru
þau reist í blómlegum sveit-
um í þjóðbraut, og létu sögu-
ritarar ekki sitt eftir liggja að
geta um stofnemdur þeirra.