Morgunblaðið - 28.09.1973, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ _ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1973
velvakandi
0 tslenzkur fatnaður f
Sjónvarpinu
Guðrún Stefánsdóttir skrifar:
Ég varð furðu lostin er ég
horfði á sjónvarpsþáttinn
„íslenzkur fatnaður“. Hvað vakti
fyrir stjórnanda þáttarins og þátt-
takendum? Að niðurlægja
islénzka framleiðslu?
Islenzkur fatnaður er fyllilega
samkeppnisfær við þann erlenda,
bæði hvað verð og gæði snertir.
Mér þótti sneitt að kynsystrum
minum, — að þær láti blekkjast
af rangri vörumerkingu er ekki
rétt. Ég hefi verið við verzlunar-
störf í hart nær þrjátíu ár og hef
aldrei orðið vör við slíkt. Ég sel
fatnað frá MAX, Sjóklæðagerð-
inni, L. H. Miiller og fleirum, og
allir þessir aðilar merkja vöru
sína, svo að viðskiptavinir fara
ekki grafgötur hvaðan þær eru.
íslenzka konan er föst fyrir og
veit hvað hún vill.
Islenzkur fatnaður hæfir ekki
síður Islenzkri hispursmeyju en
íslenzkri sómakonu.
Reykjavlk,25. sept. 1973,
Guðrún Stcfánsdóttir,
Klapparstíg 27. “
# Úttekt á Sovét.
„Húsmóðir" skrifar:
„Þegar útvarpið var stofnað á
Islandi þá átti það að vera lands-
lýðnum til fróðleiks og skemmt-
unar. Gæta átti hlutleysis í hvf-
vetna, og gekk það lengi stórslysa-
lítið. Það varð svo fyrir mörgum
árum, að þjóðin fékk kommúnísta
fyrir menntamálaráðherra. Þá fór
margt að breytast, til dæmis
þurfti þá að sækja formann út-
varpsráðs alla leið til Danmerkur.
Lengi getur vont versnað, og
flæða nú yfir þjóðina skoðanir
þeirra sænskmenntuðu, sem auð-
vitað hlustuðu á „Palme-útvarp-
ið“ I hinni hlutlausu Svíþjóð. ■
Núverandi menntamálaráð-
herra greip tveim höndum þessa
nýju heimsmenningu, og þar með
rauk allt gamalt og gott út i veður
og vind. Almenningur á Islandi
gleymir seint nýmóðis barnatím-
unum hennar Olgu Guðrúnar í
fyrra.
Blaðamaður á Þjóðviljanum var
nýlega fenginn i útvarpið til að
fræða Islendinga um lífið í Rúss-
landi, og var lýsingin eins og við
var að búast. Hann sagði m.a. frá
verkamannsf jölskyldu og var hún
auðvitað lukkuleg með líf sitt, þvi
að allt var i framför. Samt kom
fram, að húsnæðisskortur bitnaði
á þessari fjölskyldu eins og öðrum
og gamla konan drýgði tekjurnar
með 45 rúblum á mánuði. Verka-
maðurinn sætti sig við það, að
verkstjóri hans hefði um 30 rúbl-
um meira í mánaðarlaun en hann.
Þetta er nú í landinu, þar sem
allir eiga að hafa jafnt að bíta og
brenna.
Alþýða á Islandi veit, að lifs-
kjör hennar hafa batnað mikið
síðan 1917, og þá ekki sízt hvað
snertir húsakost, svo að það er
óþarfi fyrir blaðamanninn að
vera að reyna að freista islenzkra
verkamanna með sögunni sinni.
Þeir íslenzku eru að öllu leyti
betur settir, þó ekki væri nema
vegna þess, aðþeir hafa verkfalls-
rétt, en slík réttindi tíðkast ekki í
Sovétrikjunum.
Þegar verið er að lýsa högum og
háttum annarra þjóða á auðvitað
að nefna það, sem ólíkjast er þvi,
sem er hjá okkur, og þvi, sem er
einkennandi fyrir þjóð og stjórn-
skipulag i viðkomandi landi.
Þessu var alveg sleppt í umrædd-
um þætti . Ekki var minnzt á
ófrelsið, fangabúðirnar, meðferð-
ina áskáldumogvísindamönnum,
svo að eitthvað sé nefnt. Þetta er
þó nokkuð, sem almenningur á
Islandi myndi finna fyrir ef það
fyrirfyndist hér. >>Húsmó3jr„..
0 Vilhjálmur frá
Skáholti
Axel Sigurðsson skrifar:
„Ég hlustaði á þátt Vilmundar
Gylfasonar um Vilhjálm frá Ská-
holti, sem fluttur var i útvarpið
nýlega. Þátturinn var góður, svo
Iangt sem hann náði, en hálfrar
klukkustundar afgreiðsla á jafn
svipmiklum persónuleika og
minnisstæðu borgarbarni getur
að sjálfsögðu ekki orðið tæmandi.
Vel unnin kvöldvaka hefði verið
Villa vini mínum sæmandi.
Heldur var fátæklegt spjallið
við Guðjón Halldórsson, enda
varð hann oft að geta þess, að
hann hefði ekki fylgzt með Vil-
hjálmi á þeim hluta ævi hans, sem
mönnum er einna minnisstæðast-
ur, og þegar hann setti hvað mest-
an svip á borgarlífið. Hefði verið
nær að kalla til Helga Sæmunds-
son eða Matthias Johannessen.
Það hefði verið á færi þeirra
manna að draga upp fyllri og
meira fræðandi mynd af skáld-
inu, blómasalanum, drykkju-
manninum, umbótasinnanum, já,
og trúmanninum Vilhjálmi Guð-
mundssyni.
Sjálfur var ég svo lánsamur að
kynnast Villa nokkuð náið, og á
ég margar góðar endurminningar
frá gönguferðum okkar um mið-
borgina á fögrum vor- og sumar-
nóttum þegar náttúran og um-
hverfið skörtuðu slíkri fegurð og
kyrrð, að ekki var unnt sig frá að
slita. Þá var margt rætt, og var
sönn nautn að hlýða á skáldið tala
hispurslaust um málefni dagsins
og samtíðarmenn.
Ég man einnig fagran morgun-
inn þegar skáldin tvö, Vilhjálmur
og Matthías Johannessen (þá
óbreyttur blaðamaður) sátu á
stéttinni fyrir framan Morgun-
blaðshúsið og ræddu saman.
Sigfús okkar Halldórsson hefði
vafalaust getað gefið umræddum
þætti mikið gildi, hefði hann kom-
ið þar fram og sagt frá sér og
Vilhjálmi. Sigfús samdi gullfall-
egt lag við eitt fegursta kvæði
Vilhjálms, íslenzkt ástarljóð.
Ekki er víst, að allir viti, að þetta
kvæði varð til eftir að Villi sá
unga frænku sína, fimmtán ára
gamla, með dáta upp á arminn.
Þetta tók mjög á skáldið, og fall-
egt kvæði varð til. Ráðlegg ég
mönnum að lesa það i Ijósi þessa,
og fær það þá meira gildi.
Ég vona, að siðar verðí
tekin saman góð dagskrá, lengri
en umræddur þáttur, um Vil-
hjálm frá Skáholti, svo að þeir,
sem ekki fengu að vera honum
samferða geti átt þess kost að
kynnast þessu merkilega skáldi
og manni.
Axel Sigurðsson.“
SMJÖRLÍKID
SEM
ALLIR
ÞEKKJA
Hagkaup auglýsir
Rósóttar dömublússur úr indverskri bómull ný-
komnar.
Amerískar „eskimóa” úlpur í barnastærðum.
Buxur, peysur og vesti í úrvali.
Fallegir dömu- og telpnagreiðslusloppar, nýtt
snið, ný efni.
Glæsilegir frottesloppar herra.
Herra- og drengjaskyrtur I úrvali.
Jerseybuxur og jakkar fyrir dömur i úrvali, einnig
stórar stærðir.
Aldrei meira úrval af gardínuefnum.
Sængurfataefní í úrvali, hóje-krepp, damask,
einlit og mynstruð léreft.
Einlitt buxnaterylene nýkomið.
Stórkostlegt matvöruúrval — viðskiptakortin
vinsælu.
Op/ð til kl. 10 i kvöld
Sfratfnril
0
SÁFE COMPANY LTO.
E N S K I R
PENINGASKÁPAR
þjófheldir — eldtraustir
heimsþekkt —
viðurkennd framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
SUÐURG'O’TU 23 — HAFNARFIRÐI — SlMI 50152
HfTM'| HI rA IHI HI M I HI HTH'lFt'Im í e-i'i i—i I H’l Hi'IA'Tr7TrfTrT!T'lTTT!Tf
Það þekkja flestar konur
hin frábæru gæði MDale“
prjónagarnsins.
i
i
i
i
í
í
FASAN - HEILO - BABY ULL
M
TlZKULITIR UPPSKRIFTIR
Verð:1 50-kr. per 1 00 gr.
Fæst hjá:
EGILL JACOBSEN,Austurstræti.
VERSL. Hof, Þingholtsstræti.
HANNYRÐABÚÐIIM, Linnetstíg, Hafnarfirði.
HANNYRÐABÚÐIN Akranesi.
KF. BORGFIRÐINGA, Borgarnesi.
MOSFELL, Hellu.
KYNDILL, Keflavík.
I
I
I
í
i
i
i
i
i
í
i
i
í
i
TFHFI'I H nHTH IHIHIH IHIHIH IH I MI M l H IM I I-l IH l M' H1 F-iL