Morgunblaðið - 05.10.1973, Side 3

Morgunblaðið - 05.10.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1973. (• cé c 5—10 milljón ára stein- gervingur á Reykhólum Vaxandi aðsókn að slysadeild Aðsókn að slysadeild Borgar- spítalans hefur farið mjög vax- andi. I nýútkominni skýrslu um Það vekur athygli, að i sjúk- dómaskrá slysadeildar er á ár- inu 1972 á skrá 31 tilfelli vegna sjálfsmorðs eða sjálfsmorðstil- rauna, en ekkí nema 23 árið áður. Einnig eru 1972 5 tilfelli vegna manndráps, en ekkert ár- ið 1971. Ráðhúsið á Höfn FRAMKVÆMDIR við Ráðhús- ið á Höfn I Hornafirði hófust i febrúar 1970. Húsið er byggt í mýri, en undir grunn þess voru reknir 180 tréstaurar, 6 til 7 metrar að lengd. Arkitekt er Ragnar Emilsson. Af húsinu eru 222 fermetrar á tveimur hæðum, hýsir neðri hæðin lög- reglustöð og fangaklefa, en einnig héraðsbókasafn. Á efri hæð hússins verður skrifstofa Hafnarhrepps og afgreiðsla, skrifstofa tæknifræðings, toll- gæzla, skrifstofa Rafmagns- veitna rikisins, skrifstofa lög- reglustjóra, fundaherbergi og kaffistofa. Slökkvistöð verður i viðbygg- ingu við húsið, svo og geymslu- herbergi. Um siðustu áramót voru lögreglustöðin og slökkvi- stöðin teknar í notkun, skrif- stofur voru teknar í notkun í júnímánuði síðastliðnum, en héraðsbókasafnið flyzt væntan- lega í húsið um næstu áramót. — Fréttaritari. 1 Ráðhúsið áHöfn I Hornafirði. —Ljósm.: Elfas Jónsson. þetta. Sagði Sveinn, að fyrir um það bil 7 árum, þegar stein- gervingurinn fannst hefði Náttúrufræðistofnun verið boðinn hann, en fyrir einhver mistök hefði hann ekki verið sóttur. Hefðu náttúrufræðingar mikinn áhuga á að geta rann- sakað hann, en til þess þyrftu þeir að hafa hann. Þetta væri mjög merkilegur gripur. Tilefni fyrirspurnar blaðsins var eftirfarandi frétt frá frétta- ritara Mbl. á Reykhólum, Sveini Guðmundssyni: — Nýlega afhentu hjónin Aðal- heiður Jónsdóttir og Þórarinn Kristjánsson bóndi á Hólum I Reykhólasveit formanni byggðasafnsnefndar A-Barð. stórmerkilegan trésteingerv- ing, sem þau fundu I landi sfnu. Þessi steingervingur mun vera frá þvl á tertiertfma. Þessi steingervingur er sennilcga sá stærsti og fegursti sinnar teg- undar, sem fundizt hefur hér á landi og verður ekki metinn til fjár. Þar sem undirrituðum er málið skylt, færir hann þeim hjónunum þakkir og vill jafn- framt geta þess, að þetta er ekki f fyrsta skipti, sem þau hjón rétta fram hönd sfna til eflingar raunverulegum menningarmálum. — Sveinn. 38 milljónir í Eyjasöfnun SÖFNUN Göteborgs-Posten vegna hamfaranna í Vest- mannaeyjum er lokið — að þvf er blaðið segir frá. Alls söfnuðust 1.915.698,79 sænskar krónur og er það jafnvirði 37,8 milljóna fslenzkra króna. Full- trúar dagblaðsins, sem komu til tslands sfðastliðið sumar af- hentu forseta Islands, herra Kristjáni Eldjárn, 1,5 milljón sænskra króna, en nýlega af- henti fulltrúi blaðsins aðal- ræðismanni Islands f Svíþjóð afganginn, rúmlega 415 þúsund sænskar krónur. Ekki eru öll tilfellin alvarleg. Af slysadeild voru lagðir inn á spítala á árinu 1.404 sjúklingar, þar af 991 á Borgarspítalann, 230 á Landspítalann, 167 á Landakot og 16 á aðra spítala. Einn fallegasti steingerv- ingur, sem fundizt hefur hér á landi, er kominn f byggðasafn Austur-Barðastranda-sýslu á Reykhðlum. Er steingervingur þessi úr tré, sem telja má f 300 árhringi og hefur þvf sennilega verið yfir 400 ára gamalt, en steingervingurinn er 5-10 milljón ára gamall að þvf er Sveinn Jakobsson, forstöðu- maður Náítúrufræðistofnunar tJkði Mbl., er við bárum undir hann frétt frá Reykhólum um MfcS ^ ■■■ 's • - Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þennan frávilling út af Langa- nesi f fyrradag. Hann var að sjálfsögðu brezkur. Morgunblaðið var þarna á ferð um það leyti sem brezku freigáturnar voru að koma sér út fyrir fimmtfu mflurnar. (Mynd: Brynjólfur) Aðeins 32% neyzlu- vara í fyrsta flokki 1 ársskýrslu heilbrigðismála- ráðs Reykjavfkur fyrir árið 1972 kemur fram, að heil- brigðiseftirlitið flokkaði f þrjá flokka 451 stað, er fæst við framleiðslu, sölu og dreifingu neyzluvara f borginni. 1 fyrsta flokk voru flokkuð fyrirtæki, sem eru til fyrirmyndar varð- Heyrnarskertir af hávaða Atvinnusjúkdómadeild lét með aðstoð heyrnardeildar mæla heyrn árið 1972 hjá 59 starfsmönnum í Reykjavík, sem vinna í hávaða. Af þeim reynd- ust heyrnarskertir35. andi hreinlæti, umgengni og meðferð nej’zluvöru. 1 annan flokk fyrirtæki, er stöðugt þurfa aðhald, en framkvæma fyrirmæki eftirlitsins um úr- bætur yfirleitt án IftiIIa tafa. 1 þriðja flokki eru hins vegar staðir, þar sem reglur um góða umgengni, ræstingu og með- ferð neyzluvara eru meira eða minna brotnar og illa gengur að fá eigendur þessara fyrir- tækja til þess að bæta úr ágöll- um. Ógæfilega mikill tfmi fer til eftirlits með þessum léiegu stöðum, segir f skýrslunni. Niðurstaða flokkunarinnar var sú, að f 1. flokki reyndust vera 32% af þessum 451 stað, f 2. flokki 55-58% og f 3. flokkí 10-13% árið 1972 kemur í ljós, að það ár komu á slysadeild 27.194 sjúkl- ingar, sem er nær 3 þúsund fleiri en árið áður. Það kemur í ljós, að börn og unglingar eru þar i meirihluta og tveir aldurs- flokkar tíðastir þ.e. 14,2% sjúklinga eru undir fjögurra ára aldri og 14,1% á aldrinum 15—19 ára. En allir aldurs- flokkar upp að tvftugu eru tíðir gestir á slysadeild. PIONEER HLJÓMTÆKIN sem ENGAN SVÍKJA HLJOMTÆKJA OG PLÖTUDEILD TÍZKUVERZLUN UNGA FÖLKSINS KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SIMI* 13630

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.