Morgunblaðið - 05.10.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.10.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1973. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn JóKannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6. simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. F'pidanfarnar vikur \J hafa dagblöðin vart skrifað um annað en land- helgismálið. Er það að von- um, því að þar hafa miklir atburðir verið að gerast, þótt enginn geti raunar á þessari stundu neinu um það spáð, hver niðurstaðan verður. En þrátt fyrir mikilvægi landhelgismálsins er svo sannarlega ástæða til að ræða ýmis mál önnur um þessar mundir, og einna hæst ber þá þróun verð- lagsmálanna og þá kjara- samninga, sem framundan eru, en svo til allar starfs- stéttir eru með lausa samn- inga nú í haust. Enda þótt það sé grund- vallarregla, að vinnuveit- endur og launþegar semji sin á milli um kjaramálin, er hinu ekki að leyna, að ríkisvaldið hefur oftast þurft að taka meiri eða minni þátt í gerð kjara- samninga, og nú hagar þannig til, að aðgerðir af hálfu ríkisins virðast vera óhjákvæmilegar, ef ein- hver von á að vera um samninga án verkfalla. Vegna hinnar geigvænlegu verðbólguþróunar er úti- lokað, að launamenn sætti sig við óbreytt kjör, en á hinn bóginn hafa vinnu- veitendur bent á, að í ýmsum starfsgreinum sé boginn spenntur til hins ítrasta og atvinnuvegirnir þoli ekki meira álag. Þess er einnig að gæta, að í ályktunum ýmissa verkalýðsfélaga um kjara- málin er megináherzla lögð á tvo þætti, sem ríkisvaldið hefur í höndum sér. Ann- ars vegar benda launþega- samtökin á, að skatta- áþjánin sé orðin með þeim ósköpum, að þar verði að gera grundvallarbreyt- ingu, og hins vegar er kraf- izt úrbóta á sviði húsnæðis- mála. Skattránsstefna ríkis- stjórnarinnar leikur menn nú grátt. „Hátekjuskatt- ur“, sem nálgast 60%, er lagður á meðaltekjur, þannig að allur fjöldi landsmanna verður að greiða þennan skatt af síð- ustu tekjum, sem menn afla. Þetta veldur því, að ýmsir draga af sér við vinnu, og þess eru dæmi, að miklir aflamenn eru í landi svo og svo mikinn tíma ársins, eingöngu vegna þess, að þeir vilja ekki veiða fyrir Halldór. Þá er það einnig opinbert leyndarmál, að skattsvik fara nú vaxandi, en mjög dró úr þeim á siðasta ára- tug, eftir að Viðreisnar- stjórnin hafði komið á hyggilegum skattalögum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur flutt um það tillögur aðgjörbreyta skattlagning- unni, þannig að almennar launatekjur verði skatt- frjálsar og síðan verði hóf- leg skattlagning á umfram- tekjur, en heildarskatt- lagning fari aldreú yfir helming þeirra tekna, sem aflað er. Þessar tillögur munu verða lagðar fyrir það þing, sem kemur sam- an eftir nokkra daga, og áreiðanlega mun lands- lýður allur fylgjast með því, hvernigþeim reiðir af. Um húsnæðismálin er það að segja, að verðbólgan hefur valdið því, að lán Húsnæðismálastjórnar eru nú mun minni hluti heildarbyggingarkostnað- ar en áður var. Enda þótt lánin séu nokkru hærri að krónutölu, er raunveru- lega um að ræða mjög verulega skerðingu, þannig að erfiðara er nú en áður fyrir almenning að komast yfir fasteign. Þar að auki er fasteignaverð gífurlega hátt svo og húsa- leiga, enda telja fróðir menn, að fasteignaverð á Reykjavíkursvæðinu hafi meira en tvöfaldazt í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessi tvö mál eru þannig vaxin, að verkalýðurinn krefst úrbóta, og raunar er ástæða til að ætla, að vonlaust sé að setjast að samningaborði, nema ríkis- valdið hafi frumkvæði að úrbótum í þessum tveim málaflokkum. En þó að verkalýðsfélögin hafi I ályktunum sínum vakið at- hygli á nauðsyn úrbóta, örlar ekki á því, að ríkis- valdið sinni þessum málum neitt, og raunar hefur ríkis stjórnin brugðizt þeirri lagaskyldu að taka upp samninga við opinbera starfsmenn. Vegna sinnuleysis ríkis- valdsins horfir þess vegna illa um gerð kjarasamn- inga. KJARAMALIN, SKATTARMR OG HÚSNÆÐISMÁLIN Alþjóðlegt skákmót í Norristown ÞÓTT ýmislegt megi sjálfsagt um Botoiby greyið Fischer segja, ileiikur e>kki vafi á því, að tilteik'tir hains við skák- foorðið hafa stóraukið áhu'ga heimsins á skákMstinni. Ekki á iþetta sízt við um samlanda Fischers, og nú er svo komið, að hvert mótið refcur aamað í Bandaríkjunum. Nú fyrir skömmu lauk i iNorristown á Pennsylvaníu alþjóðlegu skákmóti, sem kennt er við Gamibone — iLeight. Úrslit urðu þau, að fjórir urðu efstir og ja-finir, þeir Hermann Piilnik (Argent.), P. Biyiasas (Kanada), Bruno Parma (JúgóslaVíu) og K. Rogoff (Bandarikjunum). Hermann Pilnik er óþarft að fcynna fyrir ís'lenzjkum skákumnend- um, hann dvaldist langdvöl- um hér á iandi á árum áður. Bruno Parana er einmig vel- iþekktur stórmeistari, en hinir tveir sigurvegaramir eru mun minna þefcktir í skák- heiminum. Peter Ðiyiasas er ungur Kanadamaður og næsta ný stjama. Hann tefcur nú þátt í millisvseðamótinu i Brasilíu og virðist hafa byrj- að vel þar, þótt heldur séu fréttir af skornum skammti. Kenneth Rogoff er tvítugur stúdent og mun talimm eimna efniliegastur ungra banda- rískra meistara í dag. Hann hefur teflt á 1. borði fyrir Bandariikim á heimsmeistara- mótum stúdenita nú siðustu árin og yfinieitt með góðum áran'gri. >eir fjóimenniingamir hlutu allir 7% vimming af 11 mögu- iegum, en röð annarra kepp- enda varð sem hér segir: 5. —6. Bisguier og Soltis (báð- ir frá Bandarí'kjumum) 7 v., 7. Commons (Bamdar.) 6% v., 8. —9. Martz og Mednis (Bandar.) 5 v., 10.—11. Chell- storp og Uzman (Bandar.) 3% v. og 12. Paoli (ítatóu) 1% V. En liitum nú á viðureign tveggja sigurvegaranna. Hvítt: H. Pilnik (Argent.) Svart: K. Rogoff (Bandar.) Sikileyjarvöm. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e6, Oetta er hið svonefnda Scheveningen-afbrigði, sem hefur notið aUmikilla vin- sælda á síðustu árum). 6. g4 (L/eikur Keresar, sem olli því, að Scheveni'ngen-af- brigðið hvarf sem næst af vettvangi um skeið. Leikur- inn miðar að sókm á kóngs- vœng jafnframt þvi sem hvítur hótar að trufia ilið- skipan svarts með því að hrekja riddárann frá f6. Vi'Iji svartur komast hjá því að kijiást við þennan teik verður hann1 að breyta leikjaröðinni og leika 4. — Rc6 í stað 4. — Rf6). 6. — h6, (Svartur reynir að tefja fyrir áfOnmum hvíts. Ann- ar al'gengur leikur í iþessari stöðu er 6. Rc6, sem stefnir að hraðri liðskipan og gagnsókn á miðborði). 7. g5 (Hvítur heldur ótrauður áfram. Spumingin er nú: sundrun hvítu peðastöðunn- ar á kóngsvæng eða teppun á ikóngsvæmig eða leppun riddaram á f6?). 7. — hxg5, 8. Bxg5 — Rc6, 9. Rb3 (Svartur má ebki fá tæki- færi ti'l að iétta á stöðu sirtni með uppsikiptum). S. - a6, 10. Bg2 — Dc7, 11. De2 — Bd7, 12. 0-0 0 — 0-0-0, 13. f4 — Kb8, 14. Kbl e-peðsins. 14. e5 gekk ekfci vegna 14. —- dxe5, 15. fxe5 _ Rxe5, 16. Bf4 — Rd3f og svartur stendlur betur). 14. — Hc8, 15. e5 (Hvítiur leggur hiklaust til sóknar, en hér kom ekki síður til 'álita að bíða átekta oig leifca t. d. 15. h4). 15. — Re8, 16. f5? (Hér gengur hvitur hins vegar fuillangt. Bezt var hér 16. Re4! og hvítur ætti efcki að þurfa að kvíða neinu. 16. —• dxe5? væri t. d. óhagstætt svörtum vegna 17. Rec5). 16. —Rxe5, 17. fxe6 — fxe6, 18. Bf4 — Rc4, (Nú þegar er ljóst, að hvít- ur hefur enga sótkm fyrir peðið. Eina vandamál svarts er nú, hverniig á að nýta liðsyíirfourðina tii sigurs). 19. Hd3 (Svartur hótaði 19. — Rxb2). 19.— Rf6, 20. Bcl — d5, 21. h3 — Bd6, 22. Hhf.l — Hhe8, 23. Ddl — Re5, 24. Hg3 — He7, (iNú er svarta staðan gulL- tryggð og hvítur getur ekki annað ien toeðið dauða síns). 25. Rie2 — Rc4, 26. Hd3 — Be8, 27. Rf4 — Db6, 28. Kal — Bf7, 29. h4 (Þessi leifcur veikir að vísu h-peðið en hvað á hvítur að taka til bragðs? Svörtu mið- borðspeðunum verður að halda i skefjum hvað sem það kostar). 29. — Hh8, 30. Del — Ka8, 31. Rd2 — Dc7, 32. Rxc4 (Hvítur nær að skipta á góðum riddara og lélie'gum en engu að síður em upp- skiptin svörtum í hag). 32. — Dxc4, 33. Ddl — Dc7, 34. Hc3 — Dd8, 35. Hhl — Hc7, 36. Hb3 — Hc4, (Nú vinnur svartur annað peð og þá er ekki að sökum að spyrja). 37. Rd3 — Hhxh4, 38. Hxh4 — Hxh4, 39. Del — Hc4, 40. c3 — Rd7, 41. Be3 — Bg6, 42. De2 — Be4, (Athafnarými hvítu mann- anna þrengist með hverjum leik). 43. Bfl —Dh4, 44. Ddl — Hc7, 45. Rf2 — Bf5, 46. De2 — Dc4, 47. Ddl — Dh4, 48. De2 — Hc6, 49. Dd2 — Re5, 50. Hb6 — Rc4, 51. Bxc4 — Dxc4, 52. Hxc6 — Dflf, 53. Rdl — bxc6, 54. Dd4 — c5, 55. Da4 — Db5, (•Gerir allar vonir hvíts um þráskák að engu). 56. Dh4 — Dd3 og hvítur gafst upp enda er má,t óverj- andi- Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.