Morgunblaðið - 05.10.1973, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.10.1973, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1973. 19 Dagblað frjálst á ný Buenos Aires, — AP Ríkisstjórn Argentínu hefur á ný leyft Utgáfu hins vinstri sinnaða dagblaðs E1 Mundo, en skrifstofum þess var lokað á föstudaginn fyrir að hafa birt yf- irlýsingu Byltingarhers alþýð- unnar, en sú skæruliðahreyfing er bönnuð i landinu. I yfirlýsingu þessari neitaði hreyfingin að eiga aðild að morðinu á verkalýðsleið- toganum og perónistanum Jose Rucci. Stjórnvöld refsuðu einnig sjónvarpsstöð einni fyrir sömu sakir og fékk hún aðeins að leika hljómlist í tvo sólarhringa. Blaða- mannafélag Argentínu fordæmdi báðar þessar refsingar stjórn- valda. RÓS DAUÐANS. ' Portland, Maine—AP Thomas Laprino, 21 árs að ^aldri, var 1 ökuferð með stúlkunni sem hann elskaði, Barbara Aube 25 ára. Hann lyfti annarri hendí af stýrinu til að rétta henni rós sem tákn ástar sinnar. Laprino sagði lögreglunni að hann hefði um leið misst stjórn á bifreiðinni og klesst hana á brunahana. Bar- bara Aube lézt samstundis. Klasi af gervihnöttum. Moskvu—AP Sovézka ríkisstjórnin tilkynnti á miðvikudag að hún hefði sent á loft átta gervihnetti, og segja vest- rænir sérfræðingar að þetta líkist hringsólandi fjöloddaeldflaugum. Er gervihnattaklasi þessi sendur á loft með einni og sömu eldflaug- inni. Undankoman. Perth, Ástralíu—AP Michael Edward Priscoe, 23 ára Suður-Afrikubúi, sem var að af- plána fimm ára fangelsisdóm fyr- ir marijuanasmygl til Ástralíu, var sniðugur er tækifæri gafst að stinga af. Óskað var eftir þvi að Briscoe fengi að taka þátt I knatt- spyrnuleik einum, og var það leyft. Þegar á knattspyrnuvöllinn kom og spenningur vegna leiksins var að komast í hámark, gerði Briscoe sér lítið fyrir og smaug út af leikvanginum. Gerir lögreglan nú leit að kappanum. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN ARGERÐ 1974 ER KOMIN V.W. kostar aðeins frá Kr 358,600,— benzineySsla er í lágmarki. OG AKIO OG SPARIÐv w ..‘SÍSS og viðgerðaþjónusta er örugg og ódýr OG AKIÐ OG AKIÐ LÆKKUÐ VERÐ - SPARIÐ OG AKIÐ VOLKSWAGEN ^HEKLAhf tauqaveqi 170—172 — Sim 21240 ver taugavegi 170—172 — Siru 21240 LOKAÐ eftirhádegi, föstudaginn 5. okt., vegna jarðarfarar, Júlíusar Ólafssonar. H/F Brjóstsykursgerðin Nói, Barónstíg 2. LJós h.f. Útsalan Laugavegi 20 lýkur næsta laugardag. Allt á að seljast, þar sem verzlunin hættir störfum. HF. ÖLGERDIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.