Morgunblaðið - 05.10.1973, Page 28

Morgunblaðið - 05.10.1973, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1973. 28 SAI B Al N 1 Ed McBain: 1 ó heljQfþföm 4 „Carella," sagði læknirinn, „ég sé, að þér hafið áhyggjur. Slappið af. Þér þurfið ekki að hafa áhyggjuraf neinu.“ Carella kinkaði kol!i, en það vantaði allan sannfæringarkraft. Hann fann nærveru Teddy við hlið sér, Teddy hans, Theodoru hans, stúlkunnar sem hann elsk- aði, konunnar sem hann var kvæntur. Hann stalst til að lfta á andlit hennar, umlukið svörtu hári, svart sem svartnættið sjálft, brún augun Ijómuðu nú af stolti og munnur hennar var hálfopinn. Ég má ekki skemma þetta fyrir henni, hugsaði hann meðsér. Og samt tókst honum ekki að hrista af sér efann. „Má ég upplýsa yður um fáein atriði, Carella?" spurði Randolph. „Já, en ég er...“ „Þér hafið kannski áhyggjur af barninu. Máski vegna þess að kona yðar er bæði mállaus og heyrnarlaus og fædd þannig.....ef til vil óttizt þér, að barnið fæðist einnig með þessum ágalla. Þetta er ekki óeðlileg hræðsla, Carella." „Ég...“ .......en algjörlega ástæðu- laus.“ Randolph brosti við. „Læknavísindin vaða að vísu enn f villu vanþekkingar á ýmsan hátt — en við vitum að heyrnarleysi er ekki arfgengt. Við höfum dæmi um algjörlega heilbrigð börn þar sem bæði foreldrin voru heyrnar- laus. Með góðri umönnun og með- ferð mun hún ganga f gegnum meðgöngutímann, eins og allar venjulegar verðandi mæður, og fæða heilbrigt barn. Kona yðar er hraustleikinn uppmálaður, og ef ég má gerast svo djarfur — mjög falleg kona.“ Teddy Carella las gullhamrana af vörum læknisins og roðnaði lítið eitt. Fegurð sína hafði hún fyrir löngu meðtekið sem sjálf- sagða, það var með hana eins og sjaldgæfan rósagarð sem blóm- ræktarmaðurinn er hættur að taka eftir. Þess vegna kom það ævinlega svolítið flatt upp á hana, er hún heyrði ókunnuga taia um hana á þennan hátt. Þetta var andlitið og þetta var líkaminn, sem hún hafði búið við öll þessi ár. Henni stóð nákvæmlega á sama hvernig umheiminum féll við hvorttveggja. Hún vildi ein- ungis að ein manneskja kynni að meta þessar guðs gjafir: Steve Carella hét sú manneskja. Og nú, þegar hún fann, að Steve hafði látið sér segjast og var reiðubúinn að viðurkenna þetta framlag hennar, fylltist hún óumræðilegri gleði. „Þakka yður fyrir, læknir," sagði Carella. „Minnumst ekki á það,“ svaraði Randolph. „Gangi ykkur vel báð- um tveim. Ég þarf að fá þig aftur lii iuín eftir fáeinar vikur, Theodora. Annastu hana vel.“ „Alveg áreiðanlega," sagði Carella og þau gengu út frá heimilislækninum. Þegar þau voru komin út á ganginn fleygði Teddy sér i fang hans og kyssti hann af ofsa. „Heyrðu, heyrðu!" sagði hann. „Ekkí hegða ófrískar konur sér svona?“ En Teddy kinkaði kolli með sigurglampa í augum. Með snöggum höfuðhnykk benti hún i átt að lyftunni. „Langar þig heim, ha?“ Hún kinkaði til samþykkis. „Og síðan hvað?“ Teddy varð dularfull. „Það verður að biða lítið eitt,“ sagði hann. „Fyrst verð ég að koma einu sjálfsmorðsmáli frá mér.“ Hann ýtti á lyftuhnappinn. „Ég hegðaði mér eins og erkiflón, ekki satt?“ Teddy hristi höfuðið. „Jú, svo sannarlega. Ég var áhyggjufullur. Vegna þín og barnsins." Hann þagnaði. „Mér datt svolitið í hug. En fyrst verð ég að votta frjósömustu konu þessarar borgar ævarandi virðingu mína.....“ Teddy glotti. ......Ég vil að við fáum okkur glas saman. Við skulum skála fyrir þér og barninu, ást.“ Hann tók hana í arma sér. „Þína "I ■ I þýðingu Björns Vignis. skál vegna þess, að ég elska þig svo heití. Og skál barnsins vegna þess, að það kemur til með að deila ást okkar beggja." Hann kyssti hana á nefbroddinn. „Og siðan fer ég beint í sjálfsmorðið. Verður það þá allt og sumt? Nei, ekki aldeilis. Þetta er eftirminni- legur dagur.* Þennan dag varð fallegasta kona Bandaríkjanna, nei, heimsins, skollinn hafi það, algeimsins, — þess áskynja að hún var með barni. Þess vegna...“ Hann leit á úrið. „Ég ætti að vera kominn niður á stöð aftur um sjö leytið í siðasta lagi. Viltu hitta mig þar? Ég verð fyrst að skila skýrsiu, en síðan förum við út og borðum saman, á ein- hvern rólegan stað þar sem ég get haldið í höndina þína og lotið að þér til að kyssa þig hvenær sem mér sýnist svo. Ertu til? Klukkan sjö?“ Teddy kinkaði hamingjusöm kolli. „Og siðan förum við heim. Og þá.... er viðeigandi að elskast.... með ófrískri konu á ég við? “ Teddy kinkaði ákaft kolli, og gaf í skyn, að það væri ekki aðeins viðeigandi heldur fyllilega eðli- legt, siðferðilega réttmætt og hrein nauðsyn. ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á 3000 m af „Ductile''-pípum fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Útboðsskilmálar eru afhentir i skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 30. október 1 973, kl. 1 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 velvakandi Velvakandi svarar í síma 10- 100 kl. 10.30—11.30, frá mánu- degi til föstudags. 0 íslenzkt sauðfé — islenzk ull Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi skrifar: „Það hefur mikið verið skrifað og skrafað um sauðfé og ullina undanfarið, en lítið um úrbætur. Já, hún á það sannarlega hjá okkur sauðkindin, að hennar sé minnzt. Hún hefur fætt okkur og klætt í þúsund ár, og sagnir herma, að helzti kaupeyrir okkar Islendinga hafi verið vaðmál allt fram á 14. öld, og þjóðin miðaði beinlínis kauplag sitt við það (alin vaðmáls). En nú er sagt að 5 tonn ullar liggi ónothæft i geymslu. Því er þessu ekki sökkt í saltan mar eða brennt til ösku heldur én að festa dýr hús undir þetta illyrmi, sem ekki er nothæft í stopp, hvað þá annað? Já, það er mikið rausað og skammað, en fátt um úrbætur. Sem betur fer eigum við íslendingar enn mörg heimili, þar sem fénu og ullinni er sómi sýnd- ur. Furðulegt að. Búnaðarsam- bandið eða ríkið skuli ekki fyrir löngu hafa komið upp einu fyrir- m\ndarheimili, þar sem fá má rétta og heilbrigða meðferð á fénu og ullinni? Fyrst eitt í land- inu, síðan eitt í hverjum fjórð- VERKSMIÐJU ÚTSALA! Opin þriöjudaga kl. 2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. Á UrrSÖLjUNNI: Flækjulopi Vefnaðarbútar Hespulopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabutar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikmgar reynið nyju hradbrautina upp i Mosfellssveit og verzliðá utsolunm. ÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT ungi. Sauðféð á það hjá okkur margfaldlega — og ullin — að því sé sómi sýndur. Utlendingar, sem vit hafa á, segja islenzku ullina allri ull betri! Þeír segja, að það sé farið að flytja inn útlenda ull og að það sé ullarskortur! Ilamingjan góða! Látum nú sjá, íslendingar, hvort ykkur er alvara með um- bætur. Halldóra Bjarnadóttir." 0 Skólasund Ari Matthíasson, 9 ára, hringdi: Hann spyr, hvers vegna krökkum er ekki leyfður aðgangur að sund- stöðum borgarinnar nema í fylgd með fullorðnum þegar þar fer fram skólasund. Velvakandi hafði samband við Stefán Kristjánsson, fþróttafull- trúa Reykjavíkurborgar. Hann sagði, að þessi ráðstöfun væri vegna þess, að einfaldlega væri ekki rúm fyrir önnur börn en þau, sem væru í skólasundinu meðan það slæði yfir. I Sundhöllinni væri m.a.s. ekki hægt að leyfa fullorðnum aðgang að sundlauginni þegar sund- kennsla færi þar fram. I Sund- höllinni færi fram sundkennsla frá mánudegi til föstudags, að báðum dögum meðtöldum, á tíma- bilinufrá 10 fyrir hádegi til 4 eftir hádegi frá því i september og fram í maí, nema þegar löng frí væru um hátíðar. 1 öðrum sundstöðum Reykja- víkurborgar væri kennt frá kl. 8.30 fyrir hádegi til 4 eða 5, sömu daga, en þar fá fullorðnir aðgang meðan á sundkennslu stendur. 0 Erfiðar strætisvagna samgöngur í Miðborginni „Strætófarþegi“ skrifar: „Kæri Velvakandi, Ég er ein þeirra mörgu, sem aldrei hafa lært að aka bil, og mun umferðin vera dálítið öruggari þess vegna. Eg verð því oft að ferðast með Strætisvögnum Reykjavíkur, og hefur mér líkað það alveg prýðilega. Nú er þó breyting á orðin til hins verra, eða siðan svonefnd göngugata var opnuð, en jafnframt lokuð fyrir okkur strætófarþegum. Finnst mér vera komið hálfgert járntjald milli vesturs og austurs eða vestur- og austurbæjar, hvað strætisvagnaferðir snertir. Það er líka einkennilegt, að meðan keppzt er víða að gera brautir beinar og sneiða af alla hlykki og skrykki úti á þjóðvegum landsins, skuli vera lögð slík lykkja á leið þessara stóru og þungu vagna. Þetta eykur umferðaröngþveiti Jll HÚSIÐ 1. HÆÐ: Byggingavöru- kjördeild Hér fáið þér veggfóðrið frá Decorene, Mac-gregor og Vymura og Tónalitina frá Sjöfn. Flísar á veggi og gólf, veggdúk, gólfdúk og ameriskar loftaplötur í miklu úrvali. OPIÐ TIL KL. 10 IIIJÓN LOFTSSONHF H Hringbraut 121 10 600 gamla miðbæjarins að miklum mun, sem var þó nægilegt fyrir. Að sama skapi minnkar öryggið, sem á þó alltaf að vera framar íílln píns oet segir 1 auglýsingun- um. Samgönguæðar borga og sveita samsvara æðakerfi f lfkama mannsins, og nú hefur Reykjavík greinilega fengið slæma kransæðastíflu við gamla hjartað sitt. Aðalæðin lokuð, aðrarþrengri teknar við. Einhver stífla er lfka í Lækjargötunni, þegar gangstéttin er yfirfull af fólki, sem bíður eftir vögnum, sem eru langt á eftir áætlun. Ekki er hægt að reiða sig á vagnana, eins og áður var. Auk þess er miklu leiðinlegra að híma í Lækjargötunni en í Austur- stræti, og sést verr til vagnanna þegar þeir koma. Á hinn bóginn finnst mér ekkert á móti því að loka götunni fyrir minni bílum. Göngugötur eru mjög skemmti- legar, en þurfa að vera meira á hlið við aðalumferðaræðar. Þá kemur mér í hug, hvers vegna tíðkast nú ekki skemmtigöngur í Hljómskálagarðinum lengur, sem voru svo mjög f tízku í mínu ungdæmi, og eins konar fram- lenging á gamla rúntinum? Vertu nú sæll Velvakandi minn, og ég vona að þú vakir yfir borginni okkarsem lengst. Strætófarþegi.“ I í HIBltruHŒTIHl HIHIHIHIHI Fi m IHIHIH rFTTFU HTHl VT l'HHI Þegar aðeins það bezta nægir er notað: DALE baby 4áBJL baby Orlon Takið tillit til, að húð barnsins er viðkvæm, og notið aðeins Dale garn. i i r i i r BARNALITIR! UPPSKRIFTIR! Verð kr, 1 09 per 50 gr. Fæst hjá: Egill Jacobsen, Austurstræti. Verzl. Hof, Þingholtsstræti. Hannyrðabúðin, Akranesi. Hannyrðabúðin, Linnetstíg Hafnarfirði. Kf. Borgfirðinga, Borgarfirði. Mosfell, Hellu. Kyndill, Keflavík. LI—111—lll 11hrl 11 111 11r—ili iii iir—iii iii-HieHihHlt—III—111—lit—lll IIMTFTTfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.