Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 32
í þúsundum Tófratóna atlantisi FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1973. OFREMDARASTAND I VESTMANNAEYJUM Ófremdarástand rfkir nú f Vest- mannaeyjum. Eftir yfirlýsingar Viðlagasjóðs að undanförnu hefur alit hlaupið f bál og brand. Nú sfðast gaf Viðlagasjóður þá yfirlýsingu að hann bæri ekki ábyrgð á viðhaldi húsa lengur, en samt eru engir til þess að lagfæra skemmd hús, um 700 taisins. 150 iðnaðarmepn og aðrir fóru frá Eyjum í gær vegna þessa ástands og eru hættir vinnu, og einnig voru fluttar 4 gröfur vegna manneklu, en næg verkefni eru fyrir þessar gröfur a.m.k. til næsta vors. Eftir að vinnutíminn var styttur í 10 stundir á dag kom í ljós að laun manna minnkuðu það mikið frá því að þeir unnu 16—18 tíma á sólarhring, að þeir verða að borga ríflega með sér ef þeir ætla að búa í Eyjum. Þvf halda iðnaðarmenn upp á fastalandið þar sem þeir fá mun hærri laun samkvæmt uppmæl- ingu. Nú geta þeir sem vinna í Eyjum haft með 10 tím^ vinnu, eins og ákveðin er, 47 þús. kr. á mánuði. Aðeins 200 fjölskyldur eru komnar til Vestmannaeyja, en á sama tfma og Viðlagasjóður skerst úr leik eru 250—300 hús þar svo skemmd auk þeirra 400, sem eru horfin, að þau halda Niels P. Sigurðsson hvorki vatni né vindi og 400 hús hafa ekki hita eða rafmagn ennþá og liggja því undir miklum skemmdum. Allir rafvirkjar og smiðir í Eyjum hafa nú sagt upp auk margra sem unnið hafa að al- mennum störfum við endurreisn Vestmannaeyjakaupstaðar. Ástæðan? Þeir geta ekki lifað af kaupinu og á sama tíma geta þeir haft mun hærra kaup uppi á fastalandinu við eðlilegar aðstæður fyrir f jölskyldulíf. Þar sem flest hús í Eyjum eru f fyrrgreindu ásigkomulagi, eru flestar fjölskyldur Eyjamanna ennþá á meginlandinu þótt karl- Framhald á bls. 18 Fjárlögin tilbúin „Ég mun leggja fjárlagafrum- varpið fram f upphafi þings eins og venja hefur verið,“ sagði Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra er Morgunblaðið sneri sér til hans og spurði hvað liði undirbúningi fjárlaganna. Halldór sagði, að frumvarpið væri þegar fullunnið og í prentun eftir þvf sem hann vissi bezt. Hins vegar harðneitaði hann að lauma nokkrum upplýsingum um efni frumvarpsins til Morgunblaðsins svona fyrir fram „en þetta verður vel samið frumvarp eins og öll frumvörp sem ég læt frá mér fara“, sagði hann og hló við. 22 krónur kg afsíld Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær var ákveðið, að lág- marksverð á síld veiddri í reknet við Suður- og Vesturland til fryst- ingar í beitu, skuli vera hvert kg kr. 22.00. Verðið er miðað við síldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið gildir frá byrjun reknetaveiða haustið 1973 til 31. desember 1973. Sendiherra okkar aftur til London Reykjafoss mun reyna að draga Selfoss á flot Seyðisfirði 4. okt. Selfoss strandaði hér við Seyðisf jörð kl. 1 eftir miðnætti. Skipið var á útleið þegar það strandaði við Vestdalseyri, en kröpp beygja er þar á venju- legri siglingaleið stórra skipa. Þar sem skipið strandaði er sandbotn og er það því að öllum Ifkindum óskemmt. Öll áhöfnin er um borð, en ládautt er þarna inni f firðinum. Reykjafoss hélt frá Reykjavík þegar f gær til þess að reyna að draga Selfoss á flot og verður skipið tæpa tvo sólarhringa á leiðinni austur. Selfoss er með lítinn þunga f lestum, aðeins 600 tonn af frystum fiski. Fjara var þegar skipið strandaði. Selfoss situr réttur á strandstaðnum og fjarar undan honum aftur að brú. —Sveinn. Sýslan er að síga undir Þingeyingum! Norður- og austurhluti Þingeyj- arsýslu lækkar um hálfan milli- metra á ári til suðausturs sam- kvæmt mælingum, sem prófessor Eysteinn Tryggvason hefur gert með aðstoðarmönnum sfnum. Mælingamenn voru í þrjár vikur í sumar við mælingar f Laxárdal og nágrenni, og voru settir þar 40 hælar til að mæla eftir, að sögn Hróars Björnssonar mælingamanns. Einnig voru gerð- ar mælingar við Heklu og Kötlu, en þar varð ekki vart við miklar breytingar þótt einhver hreyfing væri á flestum stöðunum, að sögn Hróars. I allri norðanverðri og austanverðri Þingeyjarsýslu virðist landið vera á hreyfingu, eins og áður er getið, en sigið er um 1/2 mm á ári á hvern km. I öskju t.d. er hins vegar meiri öldugangur á hreyfingu landsins, en engar mælingar voru gerðar þar f sumar, vegna þess hve illa viðraði, er mælingamenn komu þangað. „Við skulum segja," svaraði Hróar aðspurður um ástæðuna fyrir landsiginu, „að landið sé að gliðna austur á mesta sprungu- svæðinu við Gjástykki á austan- verðri Reykjaheiði og lækki um leið og það gliðnar." Prófessor Eysteinn er um þessar mundir að vinna úr mælingum sumarsins f Banda- rikjunum, en fjórir menn unnu við mælingarnar s.l. sumar. Vararæðis- maður HINN 10. ágúst sl. veittu frönsk stjórnvöld hr. William Withell formlega viðurkenningu til að vera vararæðismaður íslands f Lyon. Trén skyggðu á sólina í Svíþjóð „Eg mun fara til London um helgina,“ sagði Nfels P. Sigurðs- son sendiherra f samtali við Morgunblaðið f gær, en hann var þá staddur á öryggismálaráð- stefnu f Genf. Sendiherrann hefur ekki komið til London síðan 23. maí s.l. er hann var kallaður þaðan vegna landhelgisdeilunnar við Breta. Nfels kvað Árna Tryggvason sendiherra í Bonn mundu leysa hann af á ráðstefnunni f Genf. „Það leggst mjög vel í mig að fara aftur til starfa í London," svaraði Níels aðspurður,“ og ég vona að samningar takist f land- helgisdeilunni, að þessi för for- sætisráðherra leiði til þess að samkomulag náist, það er vonin.“ Sendiherrann kvað það verða eitt af sínum fyrstu verkum í London að undirbúa fund Ölafs Jóhannessonar forsætisráðherra með Edward Heath, sem yrði 15. okt. aðöllu óbreyttu. Vestmannaeyjabátur renndi inn til hafnar í Svíþjóð fyr- ir skömmu. Áhöfnin brá sér f skemmtigöngu snemma dags og endaði sú ganga með því að öliu liðinu var boðið heim til óðals- eiganda nokkurs. Var þar farið í sólbað og teiti hafin á verörid óðalsins. Þegar degi tók að halla fóru menn að kvarta yfir því að trén skyggðu á sólina og hús- bóndinn tók f sama streng. í sama mund og einn gestanna var á leið til skips í leigubíl, hvarf húsbónd- inn frá lífi um sinn. Næsta morg- un vaknar óðalseigandinn við það að óvenju bjart er í stofunni. Gætti hann að á veröndinni og sá að gestirnir voru komnirí sólbað, en það var hins vegar Eiríkur, sem hafði brugðið sér til skips, náð í skipöxina og höggið burtu trén sem f 20 ár höfðu paufast við að skyggja á sólina. Hélt svo fram teiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.