Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 7
Hér fer á eftir spil frá leiknum milli Frakklands og Úngverja- lands i Evrópumótinu, sem fram fór I Belgíu í septembermánuði s.l. Norður. S. Á-8-3 H. Á-K-7 T. 9 L. Á-10-9-8-6-2 Vestur. S. 10-9 H. D-10-8-6-4-3 T. G-8-6-4-2 L. — Austur. S. G-7-4-2 H.G-9 T. Á-K-D-7-5-3 L. 4 Suður. S. K-D-6-5 II. 5-2 T. 10 L. K-D-G-7-5-3 Lokasögnin f þessu spili var sú sama við bæði borð eða 5 spaðar, og var suður sagnhafi. Spilið vannst við bæði borð, þar sem austur fann ekki beztu vinnings- leiðina. Vestur lét út tigul, austur drap með drottningu og hvorugur varnarspilaranna lét næst út laufa 4, en sé það gert, þá trompar vestur og lætur næst út tígul, sagnhafi trompar i borði, og það verður til þess, að austur fær slag á tromp og spilið tapast. Þetta fór þó á annan veg og spilið vannst við bæði bop?. Augljóst er, að 6 lauf er bezta Iokasögnin og er einkennilegt, að hvorugt paranna skuli hafa náð þeirri sögn. 60 ára er í dag frú Rannveig Wormsdóttir, Úthlfð 16, Reykjavík. 80 ára var í gær Bogi Stefánsson, leiktjaldasmiður, Barðavogi 44. Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Lang- holtskirkju f kvöld eftir kl. 20.00 í dag verða gefin saman í hjóna- band í Stóra-Núpskirkju af séra Sveinbirni Sveinbjörnssyni, Halla Guðmundsdóttir, leikkona og Viðar Gunngeirsson, stud. theol. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band Bjarghildur Atladóttir, Hvassaleiti 11, og Bragi Guðlaugs- son, Kaplaskjólsvegi 71. Heimili ungu hjónanna verður að Álfta- hólum 8, Reykjavík. SMÁVARNINGUR Bóndi: Hvernig ferðu að því að selja eggin þfn? Annar bóndi: Ja, ef ég á að segja eins og satt er, þá hef ég oft furðað mig á því sjálfur. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. ■7 DAGBOK BARIVAWA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame I. kafli — Arbakkinn „En er þetta ekki dálítið leiðinlegt líf á stundum?“ spurði moldvarpan með mikilli varúð. „Þarna ert þú alltaf ein með ánni og enginn til að spjalla við.“ „Og enginn til að ...nei, ég má ekki dæma þig of hart.“ Sagði rottan full umbyrðarlyndis. „Þú ert ókunnug hérna, svo þú þekkir þetta ekki. Árbakkinn hérna er orðinn svo þéttsetinn, að margir hafa tekið þann kostinn að flytjast burt. Nei, það er af sem áður var. Hér eru otrar, hornsíli, akurhænur og allt er þetta á fleygiferð allan daginn, og alltaf þykist þetta eiga erindi við mann.. .eins og maður hafi ekki nóg með sjálfan sig.“ „Hvað er þetta þarna?“ spurði moldvarpan og benti með annarri framlöppinni á skóglendi handan við mýrina öðrum megin við ána. „Þama! Þetta er Stóriskógur,“ sagði rottan stutt í spuna. „Við árbakkabúar förum ekki oft þangað.“ „Eru íbúar þar hættulegir?" spurði moldvarpan dálítið óttaslegin. „J-a-a-a-a,“ sagði rottan, „við skulum sjá.. .jú, hérarnir eru ágætir og kanínurnar.. .eða sumar þeirra að minnsta kosti, því það er misjafn sauður í mörgu fé. Og svo er auðvitað greifinginn. Hann á heima í miðjum Stóraskógi og vill hvergi búa annars staðar, þótt honum væri borgað fyrir. Greif- inginn veit líka, hvað hann syngur. Enginn þorir að ónáða hann og það er líka ráðlegast að láta hann í friði.“ „Nú, hvern langar svo sem til að gera honum ónæði?“ spurði moldvarpan. „Það eru.. .ýnis fleiri.. .dýr.. .í skóginum,“ sagði rottan eins og hún hikaði við að segja orðin. „Hreysikettir... og refir... .og fleiri. Það er ef til vill ekkert illt um þessi dýr að segja.. .ég er þeim vel kunnug.. .á stundum með þeim dagstund, þegar við hittumst af hendingu.. .en stundum verða þau hamslaus. Því ber ekki að neita, og þá... .er þeim ekki treystandi. Það er alveg áreiðanlegt." Moldvarpan vissi vel, að það er ekki góðra dýra siður að tala óþarflega mikið um mögulegar hættur FRflMHflbÐS&fl&flN framundan, eða jafnvel gefa þær óþarflega mikið f skyn. Svo hún hætti að tala um þetta. „En hinum megin við Stóraskóg.. .hvað tekur þar við?“ spurði hún,,,Þar sem allt sýnist blátt og dimmt og grillir í eitthvað, sem gæti verið hæðir og gæti verið reykur frá húsunum, en gæti llíka verið ský.“ „Handan við Stóraskóg tekur við hin víða ver- öld,“ sagði Rottan. „Og hún snertir hvorki mig né þig. Ég hef aldrei komið þangað og ég ætla aldrei að fara þangað og ekki þú heldur, svo framarlega sem þú hefur nokkurt vit í kollinum. Viltu gera það fyrir mig að minnast aldrei á það framar. Jæja, þá erum við komnar í lygnuna og hér ætlum við að borða hádegisverð." Rottan reri út úr aðalstraumnum og inn á lygnu, sem í fyrstu virtist eins og lítið vatn, umgirt landi á allar hliðar. Árbakkarnir beggja vegna voru grasi- vaxnir alveg niður að vatnsborðinu. Það sá á brún- ar trjárætur undir lygnu vatninu en framundan glampaði á freyðandi öldur í stíflunni við myllu- hjólið, sem snerist letilega, þar sem það hékk utan í þilinu á grámálaðri myllu. Um loftið bárust seið- andi hljóð og ómar og við og við glaðværar raddir. Þetta var svo fagurt og friðsælt, að moldvarpan fórnaði framlöppunum og tautaði: „Mikil dæma- laus.. .mikil dæmalaus blessuð dýrð.“ Fyrsti tebollinn Sagan segir, a3 það hafi verið kfnverskur keisari sem fyrstur manna „uppgvötvaði“ te. Það á að hafa átt sér stað fyrir meira en 4000 árum. Keisarinn var að sjóða sér vatnssopa. Fyrir tilviljun féll lauf af grein, sem hann notaði sem eldivið, ofan í vatnskerið, sem yfir eldinum var. En keisarinn lét sig hafa það og drakk vatnið þrátt fyrir laufblaðið. Og hann fann, sér til mikillar undrunar, að vatnið var mjög bragðgott og það ilmaði. En þetta var fyrsti tebollinn sem drukkinn var f heiminum, þvf í Ijós kom, að laufblaðið, sem hafði „óhreinkað“ vatn keisarans var af tejurt. SMÁFÓLK Lífið er sjaldnast allt á einn Sumt heppnast, annað mis- veg, Kalli. heppnast. Virkilega? Væ, það væri flatt!! FERDINAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.