Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. 31 HELMINGSMUNUR hiá Val í Dortmund Gummersbach vann 16:8 Frá Steinari J.,Lúðvfkssyni í Dortmund. Það vantaði ekki að Valsmenn léku vel f fyrri hálfleiknum á móti Gummersbach f Dortmund f gærkvöldi. Að fyrri háifleiknum loknum var staðan 8:6, en seinni hálfleikurinn var svo algjör martröð fyrir Valsmennina, þeir voru hreinlega kaffærðir af Þjóðverjunum sem unnu seinni hálfleikinn 8:2 og leikinn þar með 16:8. Að leika við Gummersbach f Vestfalen-höllinni í Dortmund er ekkert grín og mörg liða hafa farið illa út úr leikjum sfnum f þessu óvinnandi vígi Hansa Schmidt og félaga. Þó höfðu Vals- menn og þeirra fylgismenn gert sér vonir um góðan árangur í leiknum þar áður en hann hófst, í leikhléi var enn von meðal Vals- mannanna, en þær voru fljótlega svæfðar svefninum langa í síðari Körfubolti í byrjun september var stofn- uð Körfuknattleiksdeild innan FH. Stofnfundur deildarinnar var fjölmennur og þá var kosið í stjórn, formaður var kosinn Björn Eysteinsson. Deildin hef- ur ákveðið að fara af stað með þrjá keppnisflokka, 2. og meistaraflokk kvenna, 4. og meistaraflokk karla. Þjálfarar flokkanna verða Ingimundur Árnason og Albert Eymunds- son. Þá hefur deildin ákveðið að fara fljótlega af stað með námskeið fyrir 4. flokk og verða leiðbeinendur valinkunn- ir landsliðsmenn úr KR. Æfing- ar hef jast 8. október. hálfleiknum. Það var sama hvað Valsmennirnir reyndu, hin frá- bæra vörn Gummersbach stöðvaði allar tilraunir Valsmanna. Lands- liðsmarkvörðurinn Klaus Kater var Val erfiður ljár f þúfu i gær- kvöldi eins og í fyrri leik Iiðanna, hann varði öll skot Valsmanna í seinni hálfleiknum, nema tvö og þau hafa án efa verið óverjandi. Það var ekki aðeins langskotin sem þessi frábæri markvörður varði, heldur einnig línuskot og tvö vítaskot. I fyrri hálfleik var leikurinn mjög jafn framan af. Valsmenn voru fyrri til að skora, Gunn- steinn skoraði strax á 2. mín. Gummersbach jafnaði og jafnt yar þar á öllum tölum upp í 5:5, en þá komust Gummersbach- menn tveimur mörkum yfir og eftir það misstu þeir ekki foryst- una í leiknum. I hálfleik var stað- an 8:6, en Gummersbach komst í 10:6 áður en Jón Karlsson skoraði fyrir Val. Valsmennirnir voru mjög óheppnir fyrstu mínútur síðari hálfleiksins og virtust brotna við mótlætið. Leikmenn Gummersbach tvíefldust hins vegar og voru þeir þó nógu ramm- ir fyrir. Staðan breyttist í 14:7, Kater varði vftakast Gísla Blöndal og nú voru Valsmennirnir hreinlega hættir, og dæmd var leiktöf á þá fyrir að gera ekki tilraun til markskots í sókninni. Gfsli skor- aði loks áttunda mark Valsmanna, en tvö síðustu mörk leiksins átti Gummersbach og leiknum lauk 16:8. Þó svo að Gummersbach hafi unnið þennan leik með miklum mun var það þó ekki að þakka handknattleiksrisanum Hansa Schmidt. Valsmenn gættu hans mjög vel og eins og svo oft áður fór Hansi í fýlu og gerði liði sínu ekki svo mikið gagn. Hann skor- aði aðeins þrjú mörk í leiknum. Valsmenn fundu aldrei í seinni hálfleiknum leið framhjá Kater í markinu, en hann var langbezti maður Þjóðverjanna f leiknum. Hraðinn var sterkasta vopn Gummersbach í þessum leik og þeir skoruðu fjölmörg marka sinna úr hraðaupphlaupum. Ölafur Benediktsson varði mark Valsmanna allan leikinn og Stóð hann sig frábærlega vel f fyrri hlutanum, en í seinni hálf- leiknum fékk hann ekki við neitt ráðið. I vörninni stóðu Valsmenn sig mjög vel framan af, en í seinni hálfleik réðu þeir ekki viö hraða andstæðinga sinna. Jón Karlsson var líflegur i sókninni og sá eini sem reyndi eitthvað í seinni hálf- leiknum, en hann hafði þó ekki árangur sem erfiði. Fyrri leik Vals og Gummers- bach lauk með 11-10 sigri Gummersbach og heldur liðið því áfram i Evrópukeppninni með samanlagða markatölu 27:18. Leikurinn í gærkvöldi fór fram í Vestfalen-höllinni i Dortmund að Gunnsteinn Skúlason skoraði fyrsta mark leiksins. viðstöddum rúmlega 6000 áhorf- endum. Mjög mikil harka var f leiknum og gerðu leikmenn Gummersbach það sem þeir gátu til að æsa Vals- mennina upp. Tókst þeim það eins og annað í þessum leik og í sfðari hálfleiknum voru leikmenn Vals orðnir það skapheitir að handknattleikurinn varð nr2. Mörk Vals: Bergur Guðnason 3, Jón Karlsson 2, Gísli Blöndal 2, Gunnsteinn Skúlason 1. Evrópuknattspyrnan Hauks- söfnunin Norsku Víkingarnir hafa þegar tryggt sér Noregsmeistaratitilinn f knattspyrnu, þó að enn sé nokkrum leikjum ólokið. Höfðu Víkingarnir forystu frá upphafi mótsins og liðið tapaði ekki sínum fyrsta leik fyrr en um miðja seinni umferðina. Viking hefur hlotið 30 stig úr 20 leikjum, en um annað sætið berjast Rosenborg, Start og HamKam. Niður f aðra deild falla Lyn og Fredrikstad. í Danmörku er keppninn enn þá mjög jöfn og í rauninni opin Badminton hjá KR Æfingar eru hafnar í badminton hjá KR i KR-húsinu. Unglinga- tímar verða f vetur á laugar- dögum frá 13.20 — 15.00, meistaraflokkur frá 15-17 og byrjendatímar frá 17-19. Enn eru nokkrir tímar lausir, og ættu þeir, sem vilja fá tfma, að hafa sam- band við Öskar Guðmundsson í KR-húsinu í dag frá kl. 16-18. Glímuæfingar Víkverja Glímuæfingar Ungmenna- félagsins Vfkverja hófust í gær- kvöldi. 1 vetur verða þær á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum á milli klukkan 19 og 20, i minni salnum i húsi Jóns Þor- steinssonar, Lindargötu 7. Áherzla verður lögð á alhliða líkamsþjálfun, og mun Kjartan Bergmann Guðjónsson annast kennsluna. f báða enda. Hvidovre hefur for- ystuna sem stendur með 20 stig, en markatala liðsins er heldur skárri en KB, sem hefur hlotið jafn mörg stig. Meistararnir 1972, Vejle, eru svo í þriðja sæti ásamt Köge og Randers Freja. AGF og Frem standa verst að vígi í 1. deildinni dönsku. Þrátt fyrir að Atvidaberg hafi tapað leik sínum í 1. deildinni í Svíþjóð i síðustu umferð, hefur liðið þó enn örugga forystu, og virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur þess í deildinni úr þessu. Atvidaberg varð sænskur meist- ari í fyrra. Staðan í Bundesligunni þýzku breyttist ekki um síðustu helgi, öll toppliðin töpuðu stigi. Borussia gerði jafntefli við FC Köln á heimavelli, 1-1. Bayern Munchen og Eintracht frá Frank- furt deildu stigunum í leik sínum. Borussia Mönchengladbach hefur nú forystu með 14 stig, Frankfurt hefur 13, Bayern og Bochum 12. Bændaglíma í Grafarholti I íþróttafréttum Morgun- blaðsins á fimmtudaginn sögðum við frá bændaglimu hjá hinum ýmsu golfklúbbum. Einhverra or- saka vegna var ekki sagt frá bændaglímu GR, sem hefst á Grafarholtsvellinum klukkan 13 í dag. Þar verða bændur þeir Guðjón Einarsson og Halldór Sig- mundsson. Þá verða einnig bændaglima unglinga og drengja, og þar verða bændur þeir Sigurður Pétursson og Kristinn Ölafsson. Duisburg, Hamburg og Schalke eru í neðstu sætunum með sex stig. í Belgíu sigraði lið Asgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, hið sterka lið Anderlecht, 1-0, og er Standard nú í efsta sæti í 1. deildinni belgísku. í Hollandi urðu úrslit í síðustu umferð meðal annars þau, að Ajax gerði jafntefli við AZ 67 á útivelli, og virðist Ajax-liðið hafa dalað tals- vert eftir að það missti hinn snjalla Johann Cryuff. Þó að Haukssöfnuninni sé í rauninni lokið berast henni enn gjafir. Nýlega var efnt til leiks á Eskifirði milli Austra og Þróttar, Neskaupstað, ágóðinn af þeim leik, krónur 10.000, rann til Haukssöfnunar. Þá hefur Knatt- spyrnufélagið Valur gefið rausn- arlega til söfnunarinnar, eða krónur 50 þúsund. í dag fer svo fram á Melavellinum afmælisleik- ur Faxaflóaliðs og unglingalands- liðs, og rennur ágóðinn af þeim leik í Haukssöfnunina. IBK rær aftur á brezk mið Eftir að Joe Hooley hvarf svo skyndilega frá störfum sfnum hjá IBK fóru Kefl- vfkingar strax að athuga með annan þjálfara. Hafa Kefl- vfkingar sérstaklega einn mann ( huga, enskan þjálfara, sem f fyrravor var reiðubúinn að gerast þjálfari hjá iBK, en þá höfðu Keflvfkingar ráðrð Joe Hooley. Var það í gegnum enska knattspyrnusambandið, sem Keflvfkingar komust í samband við þennan þjálfara. Auk þess er svo fram- kvæmdastjóri skozka liðsins Hibernian, Turnball, að athuga með skozkan þjálfara fyrir Keflvfkingana, og kvaðst hann vera viss um að geta fundið góðan þjálfara fyrir tBK f Skotlandi. Breytingar gerðar á Ólympíuleikunum Þessa dagana stendur yfir f Varna f Búlgarfu fundur Al- þjóða Ölympfunefndarinnar, IOC. Eru þar mörg mál og merkileg til meðferðar, og í gær var þar gerð samþykkt, sem miðar að þvf að Olympfu- Ieikar framtfðarinnar verði ekki eins umfangsmiklir og risavaxnir og þeir hafa verið. Á fundi nefndarinnar f gær var ákveðið að fella niður 10 keppnisgreinar. Eitt fórnar- lamba niðurskurðarins var 40 ára gömul keppnisgrein, 50 km ganga. Aðrar greinar, sem felldar voru niður, voru 200 metra fjórsund karla og kvenna, 4x400 metra boðsund karla, tveggja manna hjólreið- ar, skotfimi af 300 metra færi og allar fjórar greinar svigs á húðkeipum. Þá var einnig ákveðið að fækka greinum í fimleikum, þannig að keppendur og verðlaun í fram- tíðinni verði færri. Talsmaður IOC sagði, að fimleikakeppni ÖL minnkaði nú um 10%, en þessi breyting á eftir að fá sam- þykki Alþjóða fimleikasam- bandsins. Dr. Harold Henning, for- maður Alþjóða sundsambands- ins, tókst að hindra fleiri breyt- ingar, sem fyrirhugaðar voru á sundkeppni Ólympíuleikanna. Dr. Henning var kallaður fyrir IOC, og kom hann í veg f yrir, að keppendum frá hverri þjóðyrði fækkað úr þremur í tvo í hverri grein sundkeppninnar, en á það höfðu rússnesku fulltrúarnir lagt mikla áherzlu. Þá voru ýmsar aðrar breyt- ingar gerðar á fundi IOC I gær. Ákveðið var, að í Montreal 1976 skuli 12 þjóðir keppa í hockey í stað sex. I skylmingum á Ölympíuleikum framtíðarinnar verða keppendur í hverri sveit 20 í stað 18 og í bogfimi verða aðeins tveir keppendur frá hverri þjóð, en voru áður þrír. Þá má loks geta þess, að í Montreal munu 16 lið keppa til úrslita i knattspyrnu, en ekki 12 eins og í MUnchen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.