Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÖBER 1973. 11 Fáein orð um hjúkrunarnám á háskólastigi Rétt fyrir síðustu helgi komu fréttir í fjölmiðlum um nýja námsbraut við Háskóla Islands, þ.e. í hjúkrunarfræðum. Við nánari athugun kemur í ljós, að hér er ekki um framhalds- menntun fyrir húkrunarfólk að ræða, heldur 4 ára grunnmenntun í hjúkrun til BA prófs og ein- göngu ætlaða stúdentum. Leitað hefur verið til beggja hjúkrunar- skólanna og þeir beðnir um að taka að sér verklega kennslu. Veldur þetta því meiri undrun og vonbrigðum hjúkrunarfólks, sem þörfin á framhaldsmenntun í ýmsum greinum hjúkrunar er svo brýn, að til algjörra vandræða horfir í stéttinni. Hjúkrunarfólk hefur sýnt alltof mikla biðlund og undanfarið fengið þau svör, að framhalds- menntun væri í undirbúningi og á næsta leyti. Það er því hrein lítils- virðing við hjúkrunarstéttina, að hún skuli svikin á þennan hátt um það framhaldsnám, er kemur fram í bréfi menntamálaráðherra til háskólarektors dags. 29/6 '73, að hafi verið ætlunin að setja inn i háskólann. í bréfinu segir svo: „Eins og yður, herra háskólarektor, er kunnugt, hefur ráðuneytið bréf- lega og munnlega lýst áhuga sín- um á þvi, að hafið verði fram- haldsnám á háskólastigi fyrir hjúkrunarkonur þ.e. þær sem lokið hafa hjúkrunarnámi við Hjúkrunarskóla Islands og Nýja hjúkrunarskólann. Ennfremur, að athugaðir verði möguleikar á því, að stúdentar eða aðrir með sambærilega menntun eigi kost á hjúkrunarnámi á háskólastigi i samstarfi við hjúkrunarskólana báða. Vill ráðuneytið enn minna á þetta mál og væntir þess, að háskólinn taki það til athugunar hið fyrsta í samstarfi við ráðu- neytið." I bréfi ráðherra er lögð aðaláherzla á framhaldsmenntun á háskólastigi, en hér hafa verið höfð endaskipti á hlutunum og flanað út í að stofna 3. hjúkrunar- skólann án minnstu vitundar þorra íslenzku hjúkrunarstéttar- innar. Við erum því enn í sömu sporum og verðum áfram að sækja allt framhaldsnám út fyrir landsteinana. Þetta eru harðir kostir í svokölluðu háþróuðu þjóðfélagi, sem samtímis líður vegna skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki. Vekja má athygli á, að í Noregi er unnið að þvf að koma framhaldsnámi fyrst inn í háskólana. Norðmenn telja sig ekki hafa efni á að vanrækja svo menntun hjúkrunarfólks síns, sem íslendingar leyfa sér. En það kitlar e.t.v. hégómagirnd sumra, að ísland skuli vera fimmta Evrópulandið, sem tekur upp slíka hjúkrunarbraut við háskóla, og hverju skiptir þá, þótt annað sitji á hakanum? Það er auðfundið, að félags- mönnum innan Hjúkrunarfélags Islands eiga ekki að koma þessi mál neitt við. Það virðist álit hjúkrunarforustu okkar, að eðli- legra sé að kynna þessi mál á hjúkrunarþingum erlendis. Hvað veldur, að yfirlýsing um hina nýju námsbraut er fyrst birt opinberlega þ. 27. sept. ’73, þrátt fyrir, að ráðamönnum er vel kunnugt um, að 1. okt. hefja 100 nemendur hjúkrunarnám í Hjúkrunarskóla islands, þar af 20 stúdentar. Eiga þeir stúdentar að taka afstöðu á einum til tveimur dögum til svo mikilvægs máls, er varðar framtíð þeirra? Um leið og við lýsum vanþókn- un okkar á slfkum vinnubrögðum, er furða okkar blandin beiskum keim aðdáunar yfir hinum snögga og óvænta framgangi þessa máls. Við höfum þvf miður ekki kynnst slíkum röskleika af hálfu hins opinbera, hvað hagsmunamálum stéttar okkar viðkemur. Við megum vonandi búast við, að framvegis verði þessum rösk- leika beitt i þágu hjúkrunar- stéttarinnar og að nú þegar verði lagður grundvöllur að framhalds- menntun hér á landi. Reykjavík, 1. okt. 73. Með þökk f yrir birtinguna. Arndís Finnsson. Inga Teitsdóttir. TimUGU VESTMANNAEY- INGAR SENDA KVEÐJUR Nú með byrjun október hafa allir skólar landsins hafið göngu sina að fullu. Nýtt skólaár hefst, þessi árvissi atburður og svo sjálf- sagður sem hann er, fer hann þó ekki alveg þögull um garða hjá neinum eins og oft er raunin á um hið venjubundna og sjálfsagða. Þessi atburður snertir enda unga sem gamla. Og svo mjög eru áhrifin djúpstæð, að enn á gamals aldri er margan að dreyma sínar löngu liðnu vítiskvalir, þegar hann eða hún gengu kvfðin og næstum örvæntandi í skólann, af því að þau höfðu trassað námið meir en góðu hófi gegndi. Og hvaða hugsandi fólki verður ekki hugsað til sinnar eigin skóla- göngu, síns eigin skóla? Við, sem stöndum að línum þessum, erum tuttugu manna hópur Vestmannaeyinga, sem löngu er kominn af skólaaldri. En við fullyrðum, að við metum engu að sfður mikils þýðingu skóla- lífsins. Við þekkjum af reynslunni, að til þess þarf mjög að vanda, sem vel og lengi á að standa. En allt skólastarf er vandasamt og krefst vandvirkni. Megi því samhugur, skilningur og samvinna dafna og fara dag- vaxandi með foreldrum, kennur- um og nemendum, svo að þjóðin öll vakni til dagsins, sem aldrei lfður að kvöldi, hvað snertir þegn- skap og andlegan þroska. Að við tjáum hug okkar til skólaæskunnar og skólalífsins, er vegna þess, að við, eða þessi um- getni tuttugu manna hópur Vest- manneyinga, eigum heillandi minningar frá því í sumar, sem eru tengdar .einum af skólum þessa lands, Kvennaskólanum að Löngumýri í Skagafirði. Svo er nefnilega mál með vexti, að dagana frá 20. ágúst til 1. sept. í sumar dvöldum við þarna í boði Hjálparstofnunar Þjóðkirkju Islands. Þarna fundum við þann yl og þann anda, sem hlýtur að vera eitt með sál þessara húsa- kynna, sumar og vetur. Kvennaskólinn að Löngumýri hefur verið rekinn nokkra undan- fama áratugi af miklum dugnaði og myndarbrag, en síðustu árin hefur hann verið á vegum kirkjunnar. Núverandi skóla- stjóri er ungfrú Margrét Jónsdóttir. Þessi tfu daga dvöl var mjög vel heppnuð, sannkölluð sæluvika, hjálpuðust enda að bæði Guð og menn til þess að gjöra samveru- stundirnar ógleymanlegar. Með línum þessum var ætlunin að þakka Hjálparstofnun Þjóð- kirkjunnar fyrir þá rausn að bjóða okkur í þetta einstæða ferðalag og eftirminnilegu dvöl. Jafnframt þökkum við forstöðu- konunni innilega fyrir það Framhald á bls. 25. ^^..bílar ALLT UM BÍLA eðaþví sem næst 1974 árgerðir hinna ýmsu bfl- gerða streyma nú til lansins — Bandarfkjamenn sjálfir, sem hafa verið allra manna hrifnastir af stórum vélum, framleiða nú smærri bfla og vélar en áður til að minnka bensfneyðslu og mengun. — Það kostar 350 kr að aka Land- Rover 100 km vegalengd, ef ekið er á 60 km/klst hraða og ingöngu tekið tillit til bensfn- eyðslu, krónutalan er sfzt lægri fyrir aðra jeppa. — Mazda RX 500 heitir nýr sportbfll, sem er Wankel-knúinn og ætlað að keuoa við Datsun 240Z. Bílaframleiðendur og raunar margir aðrir framleiðendur velta nú fyrir sér, hvernig gera megi verksmiðjuvinnu skemmtilegri. Færi- bandavinnan er það, sem hér um ræðir, og er svo til- breytingarlaus og einföld og krefst svo lítillar hugsunar, að sumir hafa haldið því fram að kenna mætti öpum störfin. Við- leitni framleiðenda til að reyna að auka fjölbreytnina er hins vegar litin tortryggnisaugum af verkalýðsforystunni, sem telur, að einungis sé verið að auka vinnuálagið. Ford Cortina hefur nú verið framleidd í næstum 3 millj. ein- taka. Cortinan er mest seldi bíll Bretlands. A 1974 árgerðunum hafa litlar breytingar verið gerðar, nema þær sem óhjákvæmilegar mega teljast á nýrri árgerð. Þess má geta að 1600 rúmsm vélin sem nú er völ á, er ný með yfirliggjandi knastás. — Fyrsta bílútvarpið kom á markaðinn 1929. Það var í bíl, er nefndist Stutz, og tækið kallaðist Transitone. — Reo bílaverksmið.iurnar konju Firestone framleiðendurnir hafa átt f f járhagsorðugleikum. — Neðsta myndin er af einum af beztu bflum heims Porsche, en á efstu myndinni sést inn i nýja lúxusútgáfu af Ford Cortinu. fyrstar bílaframleiðenda með sjálfskiptingu. Það gerðist árið 1934. — Fyrsti framdrifni bíll sögunnar var svonefndur Cord L-29 árgerð 1929. — Snúnings- vélin (rótary) var uppgötvuð af Þjóðerjanum Dr. Felix Wankel árið 1954. Tími bílasýninganna er hafinn. Hin árlega bflasýning f London verður að venju í október, dagana 17. til 27. (Jt í heimi velta menn þvf fyrir sér, hver verði nú bezti bíll ársins og hver lakastur. Samtímis láta menn hér sér nægja að spyrja um ryðið og púströrið, hvort til séu varahlut ir og hvað bíllinn kosti. Skotinn Jackie Stewart er nýbakaður heimsmeistari i kappakstri í ár og er það í þriðja sinn, sem hann vinnur titilinn. Heimsmeistarakeppnin f kappakstri fer fram f Formúlu I bílum (Grand Prix), sem eru háþróuðustu bílar heims. Jackie Stewart hefur einnig náð því marki að sigra oftar i Grand Prix keppnum en nokk- ur maður annar, 27 sinnum, og hann er ekki enn hættur að keyra. — Nú er rétti tíminn til að láta mæla frostlagarstyrkinn á bilum ykkar. Gætið þess einnig að ekki frjósi á rúðusprautun- um. Búið bilana vel undir veturinn. Br. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.