Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. Kverrir Haraldsson listmálari við eitt verka sinna í Kjarvals- stöðum. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. Sverrir 1 báðum sölum Kjarvals- staða Sýnir 233 verk Sverrir Haraidsson listmálari opnar sýningu í báðum sölum Kjarvalsstaða í dag og sýnir þar 233 myndir og önnur verk. Sýn- ingin spannar 30 ára listmálun- arferi! Sverris, allt frá þvf að hann 12 ára gamall málaði nátt- Urumyndir f Vestmannaeyjum og til þess, er þessi yfirgrips- mikla sýning er opnuð. Mikill hluti myndanna hefur aldrei verið 5 málverkasýningum Sverris áður, en enginn fslenzk- ur málari hefur haldið eins viðamikla yf irlitssýningu. Sýningin verður opnuð í dag kl. 18 í Kjarvalsstöðum og verð- ur opin til sunnudagsins 28. okt. Sýningartfmi er kl. 14-23 laugardaga og sunnudaga og 16- 23 alla virka daga nema nánu- daga, en þá er Iokað. Sýningin verður opnuð í dag kl. 18 í Kjarvalsstöðum og verð- ur opin til sunnudagsins 28. okt. Sýningartimi er kl. 14-23 laugardaga og sunnudaga og lfl'- 23 alla virka daga nema'mánu- daga, en þá er lokað. Sýningin heitir Myndir 1942- 73. Flest málverkin eru í einka- eign, en þó eru 10 málverk til sölu. Undirbúningur að sýning- unni hefur staðið f eitt ár, og hafa Knútur Bruun og Garðar Gíslason haft veg og vanda af undirbúningi ásamt listamann- inum sjálfum og vinum hans. Stór og glæsileg sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni sýningarinnar, og í henni eru m.a. 7 litmyndir og 25 svarthvít- ar myndir af verkum Sverris. Málverkin á sýningunni eru fengin vfða að. Sýningin er þannig úr garði gerð, að henni er ætlað að sýna helztu þróunarstig á ferli Sverris, þar með helztu breytingar, sem orð- ið hafa á málverkum hans á þessu tímabili., og er sýningin því hengd upp í nokkurri tíma- röð. I öðrum salnum, þ.e. Kjarvalssal, eru elztu myndirn- ar, þær sýna feril Sverris, frá því að hann hóf að mála í Vest- mannaeyjum og hafa ekki verið á sýningu áður, ennfremur eru þar myndir og málverk, frá því að hann var í Handíða- og myndlistarskólanum, allmargar myndir frá sýningunni 1952, málverk frá Parísarárum Sverris, þegar hann málaði geometriskar myndir: málverk frá því tímabili, þegar Sverrir málaði með sprautu, og síðan fyrstu málverk Sverris frá þe- im tíma, þegar hann sleppir sprautunni og fer að mála með pensli á nýjan leik og skiptir jafnframt um stfl og fer að ma- la figurativar landslagsmyndir. I stærri salnum að Kjarvals- stöðum eru myndir Sverris frá þvf á árunum 1966 í Casa Nova og sömuleiðis frá sýningunni 1969 á sama stað. Ennfremur eru þar málverk, sem Sverrir hefur málað frá því að hann hélt þessa síðustu sýningu sfna og allt fram til dagsins í dag, en þau málverk hafa hvergi verið sýnd áður. Þannig er þessari sýningu að nokkru leyti komið fyrir i tímaröð, til þess að áhorfendur geti frekar áttað sig á þróunarferli listamannsins. Olafur varaforseti borgarstjórnar Markús Örn kosinn í borgarráð Ólafur B. Thors Markús Örn Antonsson A fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn var kosið f em- bætti þau, er Kristján J. Gunnars- son hefur gegnt, en hann lætur af störfum I borgarstjórn og tekur við starfi fræðslustjóra f Reykja- vfk. I stað Kristjáns var Markús Öm Antonsson kosinn i borgar- ráð, og varamaður var kosin Sigurlaug Bjarnadóttir. Kristján var einnig 2. varaforseti borgar- stjórnar, og var Ólafur B. Thors kosinn íþá stöðu. í stað Kristjáns var Áslaug Friðriksdóttir kjörin f fræðsluráð og jafnframt Baldvin Tryggvason, en hann kemur í stað Þóris Einarsson, sem óskað hafði lausn- ar. Fyrirlestur Danskur ljósmyndari, Johan H. Piepgrass, sem hlotið hefur styrk frá Statens Kunstfond til ljós- myndunar hér á landi, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu n.k. þriðjudag, um starfsemi dönsku lýðháskólanna nú á dögum, og þau áhrif er danskur ljósmyndari verður fyrir, er hann kemur til tslands í fyrsta skipti. Sýnir hann einnig litskuggamyndir máli sínu til skýringar. Johan Piepgrass er kunnur ljós- myndari í Danmörku og hefur hann allvíða haldið ljósmynda- sýningar, og einnig hafa komið út bækur með myndum eftir hann og má t.d. nefna eina þeirra Kontrast-Kontrast, sem hefur að geyma myndir frá íslandi. Gunnar og Lúðvik á stúdentafundi Flokksformenn á„beinu línunni,, HLJÓÐVARPIÐ mun í þingbyrj- un útvarpa fimm þáttum af „Beinni Ifnu“, þar sem formenn stjórnmálaflokkanna munu svara spurningum hlustenda um stefnu og störf flokkanna á Alþingi f vetur. Fyrsti þátturinn verður miðvikudaginn 10. okt., er þing kemur saman, næstu tveir þættir 11. og 12. okt. og loks tveir þættir f næstu viku á ef tir, 17. og 18. okt. 1 viðtali við Mbl. í gær sagði Einar Karl Haraldsson, annar um- sjónarmaður þáttanna, að þetta væri gert í tilraunaskyni. „Það hefur oft verið talað um það, að þunglamalegt form væri á út- varpsumræðum úr þinginu, þær væru kappræðukenndar og fólk fengi lítið út úr þeim. Þessi til- raun er engin opinber breyting á meðferð útvarpsins á þingumræð- um, heldur er þetta hugmynd frá okkur sjálfum, sem hugsanlega gæti orðið til að hressa upp á þingumræðurnar." Dýrum pelsi stolið Ung stúlka varð fyrir því að glata fatageymsluspjaldi sxnu í Veitingahúsinu við Lækjarteig á laugardagskvöldið. Sá, sem fann spjaldið — eða stal — fékk af- hentan nýjan kanínupels stúlkunnar og hvarf með hann á braut. Pelsinn er hvítur með svörtum flekkjum. Þeir, sem kynnu að vita um hvarf hans eða hvar hann er nú að finna, eru beðnir að láta lögregluna vita. Einar sagði, að talið hefði verið heppilegast að hafa þættina með sem skemmstu millibili; of langt væri að láta 1/2 mánuð lfða milli þess, að formenn flokkanna svör- uðu spurningum hlustenda. Akveðið hefur verið, að Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokks- ins, sitji fyrir svörum í fyrsta þættinum, á miðvikudagskvöld, en kvöldið eftir kemur fram Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, og á föstudags- kvöld Hannibal Valdimarsson, formaður SFV. Síðan kemur að Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum í næstu viku á eftir. 50 króna meðal- verð í Þýzkalandi Verð á ísfiski er mjög gott í Þýzkalandi þessa dagana, og fara íslenzku togararnir ekki varhluta af bví. Oftast nær hefur meðal- verðið verið frá 45—55 kr., sem teljast verður einstaklega gott. Skuttogarinn Karlsefni seldi í Bremerhaven í gær 133,4 lestir fyrir 194.700 mörk. Meðalverðið var 50.46 kr. Úranus seldi í Cuxhaven í fyrradag 99.7 lestir fyrir 105 þús. mörk. í dag á skuttogarinn Bjarni Benediktsson svo að selja í Ost- ende í Belgíjj. „Umfram áætlun” — Fjöldi þeirra nemenda, sem stunda nám við barnaskólann í Vestmannaeyjum, er mun meiri en gert var ráð fyrir í síðasta mánuði, sagði Magnús Magnússon bæjarstjóri í viðtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagði, að upphaflega hefði ekki verið gert ráð fyrir, að skipta þyrfti bekkjadeildunum, en nú væri svo komið að skipta þyrfti öllum bekkjardeildum við barnaskólann nema einni, og sýndi þetta dæmi, hve ör fólks f jölgunin væri f Eyjum. 100 bækur á uppboði Knútur Bruun heldur 16. list- munauppboð sitt 8. október n.k. og verður það haldið f Atthagasal Hótel Sögu, og hefst klukkan 17. Þetta er fyrsta uppboðið á þessu hausti, en á uppboðinu verða seldar 100 bækur. Áætlað er að halda þrjú bóka- uppboð fyrir áramót og önnur þrjú eftir áramót, þannig að þá fækkar uppboðunum úr 8 í 6 á vetri. Á uppboðinu á mánudaginn verður margt merkra bóka og rit- verka selt, en helzlu flokkarnir eru: Staða- og héraðsrit, leikrit, ljóð, trúmálarit, ferðabækur og landfræðirit, þjóðsögur og þjóð- leg fræði, tímarit og fornritaút- gáfur og fræðirit. Enn meðvitundarlaus ÞRIGGJA ðra drengurinn, sem varð fyrir bfl f Breiðholtinu á mánudagskvöldið, er enn meðvit- undarlaus, en þó heldur léttara en í upphafi, að sögn lækna. Stúdentafélag Háskóla tslands boðar til almenns borgarafundar um lanhelgismálið. Fundurinn fer fram f Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 7. október kl. 2. Frummælendur á fundinum verða Lúðvfk Jósepsson, sjávarúf- vegsráðherra og dr. Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Fundarstjóri verður Jón Sigurðsson. Gunnar Thoroddsen Þetta mun vera fyrsti borgara- fundurinn um landhelgismálið, sem haldinn er sfðan landhelgin var færð út f 50 mflur og þar sem frummælendur eru fufltrúar mis- munandi sjónarmiða um, hvernig beri að haga meðferð þess máls nú og f framtíðinni. Að loknurn ræðum framsögu- manna verða almennar umræður. Lúðvfk Jósepsson Sjálfboðalíða vantar í nýja Sjálfstæðishúsið Sjálfboðaliða vantar til starfa við byggingu nýja Sjálfstæðishússins í dag kl. 13.—18.00. Mikill fjöldi sjálfboðaliða kom til starfa sl. laugardag og gekk vinnan vel. Nú bfða stærri verkefni og er því nauðsynlegt, að sjálfstæðismenn, bæði karlar og konur, leggi hönd á plóginn f dag. Mætið kl. 13.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.