Morgunblaðið - 16.10.1973, Side 1

Morgunblaðið - 16.10.1973, Side 1
32 SIÐUR OG 8 SIÐUR IÞROTTIR Olafur Jóhannesson eftir viðræðurnar við Heath: r „Eg er heldur bjart- sýnn á sanlkomulag,, Ráðherrarnir samþykktu að vinna að gerð bráðabirgðasamkomulags London 15. október frá blaðamanni Morgunblaðsins Magnúsi Finns- syni. „Mér virðist vera vilji fyrir þvf hjá Heath, að þjóðirnar nái samkomu lagi í landhelgisdeilunni," sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í viðtaii við Morgunblaðið hér f London í dag. „Mér fellur persónulega vel við Heath og það er gott að tala við hann, “ sagði forsætisráðherra ennfremur, en bætti við: „En það er margt, sem Heath þarf persónu- lega að taka tillit til f þessari deilu.“ Morgunblaðið náði snöggvast f Edward Heath, er hann kvaddi Ölaf á tröppum Downingstreet 10, eftir fyrsta fundinn og spurði hann hvað hann vildi segja í tilefni fundarins. „Ekkert,“ svaraði forsætisráðherrann og gekk aftur inn f bústað sinn. Fundur forsætisráðherranna hófst í forsætisráðherrabústaðn- um, Downing Street 10 í morgun, 15 mínútum fyrir ellefu. Ólafur Jóhannesson og aðstoðarmenn hans, Hans G. Andersen þjóð- 17.000 tonn r r • €% a arií í FRÉTT, sem blaðinu barst rétt fyrir miðnættið frá AP, og skrifuð er af fréttamanninum Arthur Gavshon, sem kunnug- ur er ísienzkum málefnum, segir, að f viðræðum forsætis- ráðherra Island: og Bretlands hafi f kvöld þokast f átt til bráðabirgðasamkomulags, sem miðist við takmörkun afla- magns Breta innan 50 mflna markanna á næstu tveimur ár- um. Segir f fréttinni að sér- fræðingum ráðherranna hafi verið fallið að leggja f nótt drög að samkomulagi, sem sfð- an verði tekið fyrir af forsætis- ráðherrunum áður en Ölafur Jóhannesson heldur heim um hádegið f dag. Hefur Gavshon það eftir fs- lenzkum heimildarmönnum, að hráðahirgðasamkomulagið muni sennilega fela f sér tak- mörkun árlegs aflamagns Breta innan 50 mflna, og er þá helzt miðað við 120.000 tonn árlega, brezkir togarar munu veiða f sérstökum hólfum inn- an markanna f samræmi við friðunarmálin, og þá er gert ráð fyrir að bráðabirgðasam- komulagi þessu muni ljúka um 1975, og að unnt verði að semja á ný um aflatakmarkan- ir cftir þann tfma. Lögð er áherzla á f fréttinni, að óvfst sé, hvort ráðherrarnir sam- þykki þetta, en sfðan verði samkomulagið lagt fyrir stórn- ir beggja landa. réttarfræðingur, Níels P. Sigurðs- son sendiherra og Hannes Jóns- son blaðafulltrúi, komu til fundarins fimm mínútum áður en hann skyldi hefjast. Heath forsætisráðherra kom út til þess að taka á möti gesti sínum og gengu þeir síðan tveirsaman inn í bústað Heaths. Fundurinn stóð í um það bil tvær klukkustundir. I fréttatil- kynningu, sem blaðafulltrúinn í Downing Street gaf út, segir að fundurinn hafi hafizt með 'A klst. einkaviðræðum forsætisráðherr- anna og hafi þar engir embættis- menn komið nærri. Síðan haf i em- bættismennirnir komið inn á fundinn, sem stóð eftir það f 90 mínútur. Brezki blaðafulltrúinn sagði, að viðræðurnar hefðu verið vinsamlegar og uppbyggjandi. Ráðherramir hefðu orðið sam- mála um að vinna að því að skapa skilyrði fyrir bráðabirgðasam- komulagi. „Það er of snemmt að tala um nokkurn árangur," sagði Ólafur Jóhannesson, „ég held að vilji sé fyrir hendi um samkomulag hjá Heath, en hvað hann hrekkur til er erfitt að siá nú. Enn hafn pncur beinar tillögur komið fram — menn eru svona að unairbúa jarð- veginn, og hef ég gert grein fyrir hugmyndum mfnum.“ Ólafur sagði, að ekkert hefði verið rætt um siðustu tilboð máls- Framhald á bls. 18 Forsætisráðherrarnir ganga til fyrsta fundar síns í Downing Street 10. Loftbrú frá Banda- ríkjunum til Israels Tel Aviv, Kairó, Beirut, Washington, Moskvu og vfðar, 15. október. AP — NTB. 0 Bandarfkjastjórn tilkynnti f dag, á 10. degi strfðs Araba og tsraels, að hún hefði um helgina hafið flutninga á vopnum og her- gögnum til tsrael, til þess að endurnýja hergagnakost landsins og vega upp á móti hinum „gífur- legu“ loftflutningum Sovét- manna á vopnum til Araba- landanna, sem annars myndu „trufla hernaðarjafnvægið á þess- um slóðum", eins og Robert McCloskey, talsmaður utanrfkis- ráðuneytins í Washington sagði. • Þá var skýrt frá því í Moskvu, að Sovétríkin væru „staðráðin í að veita alla hugsan- lega aðstoð“ við tilraunir Araba til að frelsa landsvæði þau, sem Israel hefur hernumið, að þvf er Tass sagði. Tilkynningin kom í kjölfar leyniviðræðna milli Houari Boumedienne, forseta Alsír og Brezhnevs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, og fleiri ráðamannu i Mo.ikvu. % Á vígvöllunum geisa bar- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.