Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973
„Stœrstu verk-
efnin á nœsta
ári tengdþjóö-
hátíðinni ”
Stutt spjall við
Birger Olsson
framkvstj. Hasselbghallar
„TilKant'urinn með heimsókn-
inni nú er að endurnýja tengslin
við vini oj’ kunninfíja og hitta að
máli fulltrúa íslenzkra lista-
manna,“ sagði Birger Olsson,
f ramk væmdast jóri samnorrænu
menninganniðstiSðvarinnar í
Hasselby skammt fyrir utan
Stokkhólm, í stuttu samtali við
Morj'unhlaðið í fyrradag. Olsson
kom hin«að til lands ó þriðjudag
ásamt oiginkonu sinni Brittu, og
halda þau hjón utan i dag.
Hásselbyhöllin er, sem kunnugt
er rekin sameiginlega af höfuð-
horgum Norðurlandanna og
Norræna félaginu I Stokkhólmi.
Kr kostnaðurinn greiddur i hlut-
falli við ihúatölu. Menningannið-
stöðin hóf starfsomi sína í maí
1963 og hélt því upp á 10 ára
afmæli í vor. A þessum tfma hef-
ur starfsemin verið með miklum
blóma og alls verið haldnar þar
877 ráðstefnur, sýningar og nám-
skeið. 1 Uásselby er aðstaða til að
taka á móti dvalargestum í 45
herbergjum, og þar er einnig full-
komið mötuneyti. Á þessum 10
árum hafa alls um 98 þúsund gest-
ir dvalið í Hásselbyhöll, þar af
1690 lslendingar. Vegna fjar-
lægðarinnar frá Islandi greiða Is-
lendingar mjög lágt verð fyrir
gistingu og fæði, eða um 40 kr
sænskar (800 ísl. kr) á dag.
Birger segir okkar, að ýmislegt
sé á döfinni í Hásselby á næsta ári
í sambandi við 1100 ára afmæli
Islandsbyggðar og það hafi hann
m.a. verið að undirbúa I þessari
heimsókn. Þegar hefur verið
ákveðið að halda sýningu á Is-
lenzkum málverkum og aðra á
teikningum og grafiklist. Þá er
verið að vinna að því að fá ýmsa
íslendinga til að koma og halda
fyrirlestra um íslenzk menningar
og þjóðfélagsmál. Einnig er í ráði
að halda sýningu á úrvali af teikn-
ingum íslenzkra skólabarna, i til-
efni þjóðhátiðarinnar. Verður
fyrsta sýningin væntanlega sett
upp í april. Sagði Birgir, að
stærstu verkefni þeirra á næsta
ári væru þannig tengd tslandi og
þjóðhátiðinni.
Meðal þeirra, sem Olsson hefur
rætt við nú, eru þeir Kristján
Davíðsson, Hannes Daviðsson,
Jóhann Hjálmarsson og Atli
Heimir Sveinsson, en allir þessir
menn munu á einhvern hátt vera
til aðstoðar við starfsemi Hássel-
by vegna þjóðhátíðarinnar.
Aðspurður um þátttöku Islend-
inea almennt í starfsemi Hasselbv
sagði Birger Olsson, að á þessum
10 árum hefðu, eins og fram hefði
komið, 1690 Islendingar dvalizt í
Hásselby, en Olsson sagðist
gjarna vilja, að þeir yrðu fleiri í
framtíðinni og að íslenzkir lista-
menn tækju virkari þátt í starf-
inu, svo og Islendingar almennt.
Þau hjónin lýstu mikilli ánægju
með þessa heimsókn, þau hittu
marga vini og kunningja, ferðuð-
ust svolítið, fóru í leikhús til að
sjá Kabarett og voru mjög hrifin
af sýningunni.
— Minning Marteinn Framhald af hls. 22.
brjóstsykurspoki, eftir öllum
inundi hann og ölltnn vildi hann
vel. Ga-tum við afkomendur hans
komizt með tærnar þar sem hann
liefði hælana, værum við betri
inanneskjur á eftir.
Kar þú í friði, friður guðs þig
blessi, liafðu þökk fyrir allt og
alll.
Ilann var fieddur að Stafafelli í
laini, sonur hjónanna Jóninti
Ofeigsdóttur og Þorsteins
Marteinssonar bómla að Svinhól-
tiin i sömu sveit. /Ettir hans má
rekja til presta og annarra
merkra nianna og kvenna. Þor-
steinn fluttist skömmu siðar að
Steinaborg á Berufjarðai’strönd
og þarólst Marteinn upp.
Ungur fór Marleínn i Búnaðar-
skólann i Olafsdal og nant þar
kennsln. Þar drakk hann í sig
áhrif hins hiigmyndastóra fram-
lara- og ágætismanns Torfa skóla-
stjóra. Ahrifin frá Torfa í
Olalsdal kveiktu i hinuiii gáfaða
unglingi athafnaþrá og stórhug,
sem entust honutn til loka. llann
gerðist bariiakennari i Berunes-
hreppi, <‘ii varð jafnframt for-
maður á árabát og stundaði eftir
það útgerð i 50 ár.
Arið 1920 stofnaði hann fyrir-
Itekið Martein Þorsteinsson Uo. á
Eáskrúðsfírði, ásamt mági sinum
lljörgvin Þorsteinssyni, er varð
áhrifarikt og athafnasamt at-
vinnufyrirtieki, allt þar til
Marteinn fluttist til Reykjavikur
1951.
Þann 4. jiiní 1905 kvauitist
Marteinn Rósu Þorsteinsdóttur.
si'iii hann lifði með i farsadu
hjónahiindi, þar til lnin lézt 14.
ágúst 1956. Marteinn vnr fremur
hlédra'gur og sóttist ekki eftir
frama, en mannkostir hans urðu
þess valdandi, að hann var kosinn
i hreppsnefnd Káskniðsfjarðar-
hrepps, aftur og aftur, formaður
Búnaðarfélagsins, gjaldkeri
Sparisjóðs Eáskrúðsfjarðar,
inoðan hans naut við á staðnum,
áluigaiuiiður uin málefni k'iski-
félngs Islands, og sat á fiskiþingi.
llann var gla'silegur
drengskaparinaður, hrókur alls
fagnaðar, þar sem það átti við,
orðvar en skemmtilegur og
fróður. Mörg hin siðari ár fékkst
hiinn við ættfra'ðisöfnun. og
íni! n u eftir hann liggja eftir-
tektarverð söfn i þeim efmun og
fleira, er snertir Suð-Austurlnnd.
Marteinn Þorstoinsson var góð-
ur inaður og sanng.tarn. sem naut
trausts og vírðingar iiitinnlaiids
og utan.
l.öngu og inerku ævistart'i er
lokið.
Kg votta aðstandendiim hans
hliittekningu Eirfkur Bjarnason
Að kvöldi 6. október andaðist að
heimili sinu, Laugarnesvegi 108,
einn af máttarstólpum atvinnulífs
á Austfjörðum fyrra hluta 20.
aldar, Marteinn Þorsteinsson,
kaupmaður og útgerðarmaður á
Eáskrúðsfirði, sem stýrði fleytu
sinni farsællega gegnum atvinnu-
leysis- og kreppuár á fyrstu ára-
tugum aldarinnar, eftir að sildin
hvarf frá Austfjörðum og veru-
lega tók að syrta í álinn fyrir
útgerðarmönnum eystra, að
minnsta kosti móts við það, sem
áður var.
Marteinn fæddist á Stafafelli í
lzíni í Austur-Skaftafellssýslu 23.
april 1877. Eoreldrar hans voru
Jóhanna Ofeigsdóttir, bónda að
Svinhóluin og Þorsteinn
Marteinsson, Erlendssonar,
Arnasonar bónda á Könibum i
Stöðvarfirði.
Þegar Marteinn fæddist voru
foreldrar hans í vinnumennsku á
Stafafelli, en fluttust tveim áruni
síðar að Steinaborg á. Beru-
fjarðarslrönd. Aður hafði faðir
hans dvalið á ýmsuin bæjuni í
Ixíni, m.a. Valskógsnesi og Hlíð í
lxíni hjá Stórbóndanum Jóni
Markússyni, kom þangað 18 ára
gamall. Þaðan fór hann eftir 5 ár
að Stafafelli og dvaldi þar til
þrítugsaldurs, að hann kaupir
Steinaborg af Antoniusi Eiríks-
s.vni, er fór til Ameriku, cftir sölu
Steinaborgar. Það, sent hvatti
föður hans að fara frá Stafafelii,
var hihn langi gangur inn Ejöllin,
þar sein venja var að hafa féð á
beit, en þangað er stífur kklukku-
tima gangur frá Stafafelli. Hann
er ekki sá eini, sem flúið hefur
þessa fjárgæzlu. Þaðer mér kunn-
ugt um, sem rita þessar línur.
Marteinn stundaði fjárgæzlu
(lij ásetu) fyrir foreldra sína f ram
til 12 ára aldurs. Þá varð hann að
ganga að heyskap nteð fullorðna
fólkinu. Tveim árum síðar, þegar
Marteinn var 14 ára, var hann
ráðinn til að stunda sjó hjá Lúð-
víki bónda Lúðvíkssyni á Karls-
stöðum. Með Lúðvíki stundaði
hann sjó i þrjú sumur og sjóaðist
þá nokkuð, þótt ekki væri far-
kosturinn til stórræða. Eftir það,
árið 1895, fór hann til Eáskrúðs-
fjarðar, gerðist fyrst háseti um
tinia. Keypti síðan skektu. flutti
hana suður til Steinaborgar og
stundaði unt tínia sjó á henni,
ásamt uppeldisbróður sínum, Þor-
steini ögmundssyni.
Marteinn lýsti nánti sínu á
barnsárunum á þann veg, að til
foreldra sinna hefði kontið ntaður
að nafni Baldvin Sveinbjamar-
son, sem að viðurnefni var kall-
aður Baldvin skáldi, enda var
hann urýðilega hagmælt-
ur. Ljóðmæli hans, sem öll
eru í handskrift, eru nú komin á
Landsbókasafnið. Baldvin hafði
óskað eftir því við for-
eldra Marteins, að mega hafa
heimilisfang á Steinaborg,
enda urðu menn á þeim tíma
að hafa einhvers staðar fast lög-
heimili, lögum samkvæmt.
Baldvin lagði með sér fyrir
heimilisvist og tók að sér að fræða
Martein. Jafnaldri Mareins, Gisli
Sigurðsson í Krossgerði, fékk
einnig að njóta tilsagnar hans og
ef til vill fleiri. Auk þess naut
hann lftilsháttar tilsagnar í
almennum fræðum umfram
fermingarundirbúning. Prestur-
inn, sem fermdi hann var séra
Benedikt Eyjólfsson í Berufirði.
Sú tilsögn, sem Marteinn hafði
þannig notið, varð til þess, að
hann, ásamt tveim drengjum á
líku reki, hóf að gefa út hand-
skrifað sveitablað, sem gekk um
Berufjarðarströnd. Annar þess-
ara pilta var Halldór Halldórsson
á Krossi, siðar nefndur Halldór
skáldi, enda var móðir hans, Anna
Björg, vel hagmælt. — Mér er
minnisstætt, að þegar ég var 6—7
ára gamall, komu þeir Marteinn
og Gfsli í Krossgerði iðulega á
heimili foreldra minna, sögðu
mér til í reikningi og skrifuðu
upp dæmi, sem ég átti að vera
búinn að reikna, næst þegar þeir
kæmu. Þetta þótti mér mikill
fengur, því ég hafði mjög gaman
af að glíma við að leysa reiknings-
dæmin. — Gísli var síðan um
langt skeið barnakennari í Beru-
nessókn.
Þegar Marteinn er orðinn 22
ára, finnur hann sárt til þess að
hafa ekki hlotið nægilega mennt-
un, fannst honum hann ekki hafa
fengið nóga menntun hjá sr.
Benedikt. Margra kosta var ekki
völ. Ymsir kunningjar hans voru
farnir til náms í Möðruvallaskóla,
en honum fannst hann vera
orðinn heldur gamall til að fara
þangað.enda hafði hann þá kom-
ízt að þeirri niðurstöðu, að
búskapur hentaði sér bezt. Eftir
miklar vangaveltur og heilabrot
sótti hann um skólavist hjá Torfa
i Olafsdal Bjarnasyni, enda hafði
hann heyrt vel af þeirn skóla látið
og að Torfi væri framfaramaður
mikill. Hann fékk jákvætt svar
við umsókn sinni, og til farar með
honum vestur réðst nágranni
hans, Jón Sigurðsson í Kross-
gerði, bróðir Gfsla, sem áður er
minnzt á. Eftir tveggja ára nám
þar hurfu þeir aftur austur. Síðar
gerðist Jón skrifari hjá Jóni
Magnússyni bæjarfógeta i
Re.vkjavík og síðar skrifstofu-
stjóri hjá Knud Zimsen borgar-
stjóra, en Marteinn hugðist nota
þá þekkingu, sem hann hafði
aflað sér í Ólafsdal, en það reynd-
ist torsótt til lífsviðurværis — og
þar með var sá draumur búinn. —
Arið 1902 bauðst honum starf
hjá verzlun örum & Wulff á
Fáskrúðsfirði. Þetta starf þáði
Marteinn og stundaði verzlunar-
störf hjá öðrum nokkuð á annan
áratug.
Árið 1920 stofnsetti hann á
Búðum, ásamt mági sínum Björg-
vin Þorsteinssyni, fyrirtækið
Martein Þorsteinsson & Co., sem
bæði var verzlunar- og útgerðar-
fyrirtæki, sem hann rak óslitið til
ársins 1951, en seldi Björgvin
það þá í hendur og fluttist
til Reykjavfkur, alfarinn
af Austurlandi. Eftir að hann
kom til Reykjavíkur, rak hann
þar verzlun um þriggja ára skeið.
Hætti þá verzlunarstörfum, en
gerðist skrifstofumaður.
Samhliða verzlunarstörfum
eystra, gerðist hann bóksali
frá 1912. Var hann einn af fáum
sem gerðu ávallt skil fyrir janúar-
lok og greiddu hverjum útgef-
anda það, sem honum bar. Reglu-
semin virtist þar vera í bezta lagi,
svo mun og einnig hafa verið á
öðrum sviðum.
Árið 1905, 4. júní, meðan
Marteinn var við verzlunarstörf i
Búðakaupstað á Fáskrúðsfirði,
kvæntist hann unnustu sinni
Rösu Þorsteinsdóttur. Foreldrar
hennar voru Gróa Þorvarðsdóttir
frá Núpi á Berufjarðarströnd og
Þorsteinn Jónsson, Hóli Stöðvar-
firði. Gróa var hálfsystir Sigurðar
hreppstjóra í Krossgerði og
systkina hans.
Börn þeirra Rósu og Marteins
eru:
Jóna, gift Elís Þórðarsyni skip
stjóra, sem nú er dáinn.
Jóhanna, gift Jóhannesi Þórðar-
syni, vélstjóra.
Steinþór, kvæntur Unni
Ármann.
Sigurbjörg, gift Sigursteini
Guðjónssyni, húsverði.
Auk þessa áttu þau tvær upp-
eldisdætur.
Þær eru:
Jóhanna Björnsdóttir, sem nú
er hjúkrunarkona á Landspftal-
anum, og
Rósa Sigursteinsdóttir, sem gift
er Jóni Friðsteinssyni banka-
manni.
Auk þess að sinna verzlunar-
störfum, hóf Marteinn Búskap
árið 1907 á Hóli í Stöðvartr. ði.
Ekki mun hann þó hafa rekið
búskap þar lengur en þrjú ár, því
þá hvarf hann aftur að verzlunar-
störfum, enda voru honum þá
greidd betri laun en áður.
Eigendur verzlunarinnar töldu
það sinn hag að fá hann aftur til
starfa við verzlunina.
Marteinn hlaut i fyllsta mæli
traust samborgara sinna, sem bezt
sést á því, að hann var kosinn til
margs konar starfa. Má því til
sönnunar m.a. nefna, að í 15 ár
var hann í hreppsnefnd, ýmist
formaður eða gjaldkeri búnaðar-
félags frá 1904, í stjórn Spari-
sjóðs Fáskrúðsfjarðar frá stofnun
og ætlð verið gjaldkeri. Enn-
fremur var hann einn af stofn-
endum Slysavarnafélags Islands
og sölusambands íslenzkra fisk-
framleiðenda.
Alla ævi var Marteinn mjög
gefinn fyrir ættfræði, enda afar
fróður á því sviði. Skráði hann
mikið hjá sér af þeim fræðum,
bæði um skyldmenni og vanda-
lausa.
Þeim, sem kynnu að vilja
fræðast nánar um ýmsa þætti úr
ævi Marteins og frásagnargleði
hans og ritlist, vil ég benda á
grein í Lesbók Morgunblaðsins
12. og 19 apríl 1970, eftir Ásgeir
Jakobsson. Ennfremur bókina
Gengin spor, sem flytur sagna-
þætti eftir Þorstein Matthíasson
kennara. Bókin kom út árið 1969.
Frásögnin heitir: „Frá liðnum
dögum“ og hefst á bls. 69.
Þegar Marteinn var i búnaðar-
skólanum í Ölafsdal, var þar gefið
út skrifað skólablað, sem Máni
nefndist. Það flutti m.a. palla-
dóma um ýmsa skólapilta. Ég
Ieyfi mér að birta hér með glefsur
úr palladómi um Martein, áður en
hann kvaddi skólann:
„Hann er Iaglegur, heldur
hörundsbjartur, snar og liðlegur i
lund og talhreifur, og þar af leið-
andi oft skemmtinn, enda ör-
gerður og fáanlegur til að taka
þátt í umræðum, hvers efnis sem
þær eru . . . Félagsmaður er
hann ágætur, enda góður til að
vera flokksforingi. Hneigður er
hann jafnt fyrir landbúnað sem
siávarútveg og til hvors þess vel
fær. Á fundum talar hann vel,
ber ræður sínar fram með áhuga
og festu, enda stefnufastur og
skoðanagóður og tekst vel að
verja sitt mál.“
Loks skal þess getið, að á
árunum 1956—1962, hefur hann
skrifað minningar sínar, sem
hann nefnir Dægradvöl og til-
einkar syni sínum. Þetta er
handskrifað verk i tveim bindum,
alls um 600 skrifaðar siður í
kvartbroti. Þetta snertir að mestu
menn og málefni á Austfjörðum
allt frá árinu 1880. Kennir þar
margra grasa. Geymir ritverk
þetta fjölþættan fróðleik um
alhliða búskap og atvinnuhætti,
framfarir og baráttuvilja um
nærri heillar aldar skeið.
Ég og kona mín þökkum
Marteini fyrir ánægjulega
samfylgd og viðkynningu á jarð
vistarsviðinu.
Sendum ástvinum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jón Þórðarson.