Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÖBER 1973 IESIII JtorjjwnWtefoiS* ODGLECn Kröfur ASÍ: Lægstu laun hækki um 41 % Um þessar mundir er unnið af fullum krafti við framkvæmdir á bökkum Skeiðarár og hefur farvegi verið breytt vegna framkvæmdanna. Á efri myndinni sjást brúarstöplarnir á Skeiðarárbrúnni, sem verður lengsta brú landsins, liðlega 900 metra löng. í f jaska er Vatnajökull. Á neðri myndinni sést brúin yfir Súlu við Lómagnúp, sem nú er tilbúin, en hún er 420 metra löng. — Sjá frétt á bls. 2. (Ljósm. á.j.) „Þak” á verðlagsbætur og launahækkanir Seint á laugardagskvöld komst kjaramálaráðstefna Alþýðusam- bands Islands að niðurstöðu um kröfugerð verkalýðsfélaganna f komandi kjarasamningum. Helztu kröfur eru þessar: 0 Lægstu laun hækki um 40,90% og verði 35.000 kr. á mánuði. Komi þessi prósentu- hækkun á lægstu Iaunaflokka, sem nú eru f gildi allt að 31.000 kr. launum á mánuði. 500 milljónir 71, 700 núna Þegar áætlunin um vega- framkvæmdirnar á Skeiðarár- sandi vargerð 1971, átti verkið að kosta um 500 milljónir króna, en núna tveimur árum síðar er gert ráð fyrir, að verk- ið kosti 700 milljónir. Slfk er verðbólgan á íslandi. Svanbjörn Frímannsson seðlabankastjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að þegar áætlunin um vegalagn- ingu á Skeiðarársandi var gerð 1971, hafi kostnaðaráætlunin numið 500 milljónum. Þá hafi verið samþykkt á alþingi um veturinn lög, sem heimiluðu Seðlabankanum að gefa út happdrættisskuldabréf að upp- hæð 250 millj. eða fyrir helm- ingi verksins. í fyrra var þess- um lögum breytt á þann hátt, að heimilt var að gefa út happ- drættisskuldabréf að upphæð samtals 330 milljónir, og var þar um 80 millj. kr. aukningu að ræða. Búið er að selja 230 millj. í happdrættisskuldabréf- um, en nú stendur yfir sala á 100 millj. Hefur sú sala gengið frekar hægt, en er þó stöðug. Vegagerð ríkisins gerði nýja Skeiðaráráætlun í vor og sam- kvæmt henni verður kostnað- ur við vegaframkvæmdirnar 700 milljónir kr. Segja vega- gerðarmenn, að þessi áætlun muni standast og fari heildar- kostnaður ekki yfir 700 milljónir. 0 Laun, sem eru hærri en 31,- 000 kr. á mánuði, hækki um sömu krónutölu og 31.000 kr. launin. 0 Verðlagsbætur greiðist að fullu á öll Iaun, sem nema kr. 50.000 á mánuði eða lægri upphæð, en á hærri laun komi sama krónutala verðlagsbóta og á 50.000 kr. launin. 0 Auk þeirrar hækkunar kauptaxta, sem að framan getur, hækki allir fiskvinnslutaxtar um 15% þar fyrir utan. Auk þessarar kröfugerðar sam- þykkti kjaramálaráðstefna Alþýðusambands Islands ályktan- ir um skattamál og húsnæðismál j eins og fram kemur hér á eftir. Athygli vakti á ráðstefnu Alþýðu- sambands islands, að helztu verkalýðsleiðtogar Alþýðubanda- lagsins reyndu að þessu sinni að draga mjög úr allri kröfugerð, en þeir hafa jafnan verið fremstir I Framhald á bls. 18 Hafa selt fyr- ir 856 millj. íslenzk síldveiðiskip seldu afla fyrir tæpar 80 milljónir f Dan- mörku í sfðustu viku, en þá seldu skipin alls 36 sinnum. Skipin voru þvf búin að selja síld f Dan- mörku fyrir 833.4 milljónir f vikulokin. í gær seldu svo 12 skip fyrir 23.4 milljónir og er þvf heildarverðmætið kornið. f 856 milijónir og má þvf telja öruggt að skipin selji fyrir meira en einn milljarð á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu skipin selt fyrir 383.5 milljónir, þannig að áflaverðmætið nú er meir en tvöfalt hærra. Alls eru skipin nú búin að selja 34.442 lestir af síld, en á sama tíma í fyrra höfðu skipin selt 28.332 lestir. Meðalverðið er nú 24.20 kr. en var í fyrra kr. 13.54. 1 síðustu viku seldu skipin 2.705 lestir af síld fyrir tæpar 80 milljónir eins og fyrr segir og þá var meðalverðið kr. 20.55, sem Framhald á bls. 18 Varpa þess belgíska var allt of smáriðin Komið hefur í Ijós, að belgískir togarar, sem stunda veiðar á Islandsmiðum, nota alltaf smáriðnar vörpur, og að auki hafa belgfskir togaramenn klætt poka varpanna að innan með smá riðnu nylonneti. Þetta kom allt í ljós, „Aðalatriðið að fá olíuna” Samið við Sovétmenn um olíukaup Hinn 12. október var undir- ritaður f Moskvu samningur milli viðskiptaráðuneytisins og Sojuz- nefteexport um kaup á brennslu- olfu og bensfni á næsta ári, Samið var um að Islendingar keyptu 300.000 tonn af gasolfu, 110.000 tonn af fuelolfu og 80.000 tonn af bensfni. Er hér um að ræða ailar áætlaðar þarfir landsins af fuelolfu og bensfni og rúmlega 80% af áætluðum innflutningi af gasolfu á árinu 1974. Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri var einn þeirra manna, sem tóku þátt í samninga- viðræðunum af íslands hálfu. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að þetta væri um 20% meira magn, en þegar sfðast var samið um olíukaup frá Rússlandi. Verð á olfunni væri að sjálfsögðu hærra en áður, en sem kunnugt væri hefði olía hækkað gífurlega í verði að undanförnu. Sagði Þórhallur, að aðalatriðið hefði verið að tryggja að landið fengi næga olíu. Mikil vandræði væru fyrirsjáanleg víða um heim vegna olíuskorts, og skömmtun væri víða fyrirsjáanleg. 1 frétt frá viðskiptaráðuneytinu, sem Mbl. barst í gær segir m.a.: Vegna þeirrar óvissu, sem ríkir á olíumörkuðunum, er mikilvægt að hafa með þessum samningi tryggt landinu nægilegt magn af brennsluolíu og bensíni á næsta ári. Olíuverð á heimsmælikvarða hefur farið ört hækkandi á þessu ári . . . 1 samningnum eru verð og flutningsgjöld, eins og áður, byggð á alþjóðlegum skráningum, sem breytast eftir markaðsað- stæðum. Miðað við núgildandi verðlag er heildarverðmæti samingsins 2675 milljónir króna. I samningaviðræðunum tóku þátt af Islands hálfu auk Þórhalls Asgeirssonar, dr. Oddur Guðjóns- son sendiherra ásamt fulltrúum olíufélaganna, Indriða Pálssyni, Vilhjálmi Jónssyni, önundi Ásgeirssyni og Áma Þorsteins- syni. þegar veiðarfæri belgfska togarans Henriette 0 — 236 frá Ostende voru mæld á Höfn f Hornafirði mánudaginn 8. október s.l. Skýrsla um málið hefur nú verið send yfirstjórn Landhelgisgæzlunnar og að sögn Péturs Sigurðssonar forstjóra Landhelgisgæzlunnar verður það sent dómsmálaráðuneytinu, sem mun að Ifkindum kæra það til Belgfu. Togarinn Henriette kom til Hornaf jarðar með veikan mann 8. október s.l. Að beiðni Benedikts Guðmundssonar, mælingamanns Landhelgisgæzlunar var farið um borð í togarann og möskvastærð vörpunar mæld. Fyrst fóru þrír menn uin borð í togarann, þeir Ingólfur Waage lögregluþjónn, Haukur Þorvaldsson, neta- gerðarmeistari og Elías Jónsson varðstjóri í tollgæzlunni á Höfn. Við mælingu á pokanum kom í ljós, að hann reyndist vera tæpir 100 mm, neðri helmingur belgsins reyndist vera 90 mm og efri hluti hans 120 mm. Þá reyndist poki vörpunnar vera „klæddur“ að innan með nylonneti, sem reyndist hafa 75 mm möskvastærð. Vængir vörpunnar reyndust vera af eðlilegri möskvastærð. Eftir þetta var haft samband við Björn Jónsson, skipstjóra á Ólafi Tryggvasyni og stýrimann sama báts, Ólaf Gestsson. Fóru þeir um borð í togarann ásamt Elíasi Jónssyni, en þá var „klæðningin" í pokanum horfin. Þegar mennirnir voru farnir í land, ætlaði skipstjóri togarans að strjúka úr höfn. Lagði hann af stað á skipi sínu, en ekki var togarinn kominn mjög langt þegar hann strandaði. Varð nú skipstjórinn að kalla á hjálp og fóru menn á lóðsbátnum út. Fljótlega tókst að snúa togaranum og var honum leyft að halda áfram ferðinni, en lóðsinn fylgdi togaranum út úr ósnum. Menn á Hornafirði segja, að á dekki togarans hafi verið mikið af smáum humarklóm, og margt bendi þvf til þess, að togarinn hafi verið með eitthvert magn af smáum humri í lestinni. Samkvæmt samþykkt Norður- Atlantshafsnefndarinnar skal möskvastærð á vörpum, sem notaðar eru í N-Atlantshafi vera 120 mm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.