Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973 31 Sandgerðisveg- urinn slysagildra? Sandgerði 15. október Búið er að leggja olíumöl á Sandgerðisveginn frá Keflavik. Var vegurinn opnaður umferð síðastliðinn laugardag. Það eru verktakafyrirtækin Véltækni h.f. og Miðfell h.f., sem hafa í sumar unnið við gerð vegarins, sem er um 8 km langur og hefur verkið gengið mjög vel. Því er að vísu ekki lokið þar eð eftir er að laga kanta vegarins og jafna meðfram honum. Vertakarnir munu í fram- haldi af þessu einnig leggja olíu- möl á mikinn hluta Strandgötunn- ar næstu daga. En eitt er við þennan veg, sem menn hér eru ekki sáttir við. Eru það gatnamótin, þar sem hann tengist Garðveginum. Þar finnst mönnum búin til óþarfa óþægindi og jafnvel slysahætta, sem því er samfara, að allir sem aka til eða koma frá Keflavík eða lengra að skuli þurfa að taka meira en vinkilbeygju. Trúlega er umferð þá leiðina vel yfir 90% umferðar til og frá Sandgerði. Sérstaklega mun þetta reynast erfitt fyrir all- an þungaflutning, en hann er geysimikill á þessari leið. USA pantar ullar- og skinnavörur fyrir 20 millj. kr. 1 aprflmánuði óskuðu 6 af smærri framleiðendum ullar- og skinnavara eftir aðstoð Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins við sameiginlega söluferð til Bandaríkjanna. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í markaðs- könnun, Albert Dalens og Hans Berggren höfðu komizt að þeirri niðurstöðu að N-Ameríka væri einna þýðingarmesti markaður fýrir íslenzkar iðnaðarvörur og þá sérstaklega ullar-og skinnavörur. Tók útflutningsmiðstöðin vel í erindi framleiðenda og fór Guðlaugur Björgvinsson, starfs- maður þar, þessa ferð í maí- mánuði með Thomasi Holton, for- stjóra Hildu h.f. Vitað var fyrir- fram að þeir yrðu nokkuð seint á ferðinni, þar sem innkaup þar í landi á vetrarfatnaði eru að mestu gerð í febrúar og marz. Engu að síður fengust pantanir, sem námu rúmlega 20 millj. kr. Utflutningsmiðstöðin fylgdist með að vörurnar yrðu fram- leiddar og afgreiddar á réttan hátt. og á réttum tíma, Og í dag eru útskipanir á þessum vörum að mestu yfirstaðnar og viðbótar- pantanir farnað að berjast. Þá má geta þess að í síðast; mánuði aðstoðaði Útflutningsmið- stöðin fyrirtækið Álafoss við sölu- ferð til Bandaríkjanna. Eftir viðræður við rúmlega 40 innkaupaaðila vfðs vegar um Bandaríkin kom í ljós, að með réttum söluaðferðum, geta vörur frá Álafossi náð mjög góðum árangri í framtíðinni. Að viðbætt- um þeim pöntunum er fengust í þessari ferð var mjög almenrtur áhugi kaupenda á verulegum við- skiptum á árinu 1974, segja for- stöðumenn Útflutningsmið- stöðvarinnar. Skugga Sveinn á Hornafirði Höfn í Hornafirði 10. október. Leikfélag Hornafjarðar hefur hafið æfingar á Skugga Sveini undir stjórn Kristjáns Jónssonar, en nú eru liðin 20 ár sfðan Skugga Sveinn var síðast settur á svið á Höfn. Aætlað er, að frumsýning verði 3. nóvember n.k. Með hlutverk Skugga Sveins fer Asgeir Gunn- arsson, aðrir, sem fara með stór hlutverk eru: Gísli Arason, leikur Sigurð bónda, Sigrún Eiríksdóttir leikur Guddu, Haukur Þorvalds- son leikur Harald, Ingibjörg Gísladóttir, leikur Ástu, Sigurgeir Benediktsson leikur Ketil, Ámi Stefánsson leikur Ögmund, Skúli Isleifsson leikur sýslumanninn. Kristján Jónsson leikstjóri hefur áður sett' á svið hjá leik- félaginu verk eins og Vængstffðir englar, Tengdapabbi og Gullna hliðið, sem sett var á svið á 10 ára afmæli leikfélagsins. Gunnar. Færeyskir stúd- entar í heimsókn Hér á landi eru nú staddir 26 stúdentar frá Færeyjum, og eru þeir að kvnna sér ýmsa þætti fslenzkra þjóðmála og arvinnumála. Hitta þeir f jölmarga aðila hér að á landi og að máli og vinna þannig skipulega að rannsóknum f vikutfma. Tillögur ASÍ; Persónufrádráttur einstaklings verði 300 þúsund krónur Eins og fram kemur f frétt á baksfðu Morgunblaðsins f dag, komu aðildarfélög ASl sér saman um kröfugerð í kjara- samningum þeim, sem eru á næsta leiti, á ráðstefnu fyrir helgina. Hér fara á eftir f heild kröfur verkalýðssamtakanna, ályktun um skattamál og hluti samþykktarum húsnæðismál. KRÖFUR ASl 1. a) Lægstu laun verði kr. 35.000,- á mánuði, sem gerir 40,90% hækkun. Mánaðarlaun með vísitölu 139,54 (núverandi laun) allt að kr. 31.000,-, hækki um sama hundraðshluta. Laun, sem eru hærri en kr. 31.000,- á mánuði, hækki um sömu krónu- tölu og kr. 31.000,- launin. b) Laun þau, sem um semst, verði grunnlaun og kaup- greiðsluvísitala verði sett = 100. c) Verðlagsuppbætur greiðist samkv. kaupgreiðsluvísitölu að fullu á öll Iaun, sem eru kr. 50.000,- á mánuði eða lægri, en á laun, sem eru hærri en kr. 50.000,- sama krónutala og á 50.000,-. 2. Auk almennra hækkana kauptaxta komi 15% hækkun á alla fiskvinnslutaxta. 3. a) Atvinnurekendur tryggi verkafólki, sem unnið hefur hjá þeim í 4 vikur föst viku- laun, sem svari til 40 klst. í dagvinnu, skv. þeim launa- taxta, sem viðkomandi vinnur eftir. b) Þegar verkafólk hefur áunnið ser framangreindan rétt, skal það hafa einar viku uppsagnarfrest með sömu kauptryggingu. c) Verkafólk, sem vinnur að staðaldri hluta úr degi njóti hlutfallslega sömu réttinda til kauptryggingar og sama upp- sagnarfrest. d) Verkafólk, sem ráðið er til vinnu vertíðarbundið á fisk- vinnslustöðvum, sem fjarri eru þeirra lögheimilum, njóti þess- ara réttinda viku eftir að það mætir til vinnu. 4. Verkalýðsfélögin fái full umráð yfir lífeyrissjóðunum. 5. 40 klukkustunda vinnuvika verði unnin á 5 dögum. 6. Tryggingafjárhæð við dauða og örorku af völdum slysa breytist þannig, að í stað kr. 500.00,- við dauðaslys, komi kr. 1.500.000,- og T stað kr. 750.000,- við varanlega 100% örorku komi kr. 2.000.000,- og tryggingarskilmálar endur- skoðaðir. 7. Launagreiðslum til starfs- manna í veikindaforföllum þeirra skal haga þannig: A fvrsta ári 1 dae fvrir hvern unninn mánuð, eftir það 60 daga á hverjum 12 mánuðum, eftir 5 ára starf hjá sama vinnu- veitanda 120 daga á hverjum 12 mánuðum, og eftir 10 ára starf hjá sama vennuveitanda 180 daga á hverjum 12 mánuðum. 8. I fræðslusjóði verkalýðs- félaganna greiði atvinnurek- endur fjárhæð. sem svarar til 0,25% af launum, reiknað á sama hátt og gjald til orlofs- og sjúkrasjóða f élaganna. 9. Athugað verði af aðilum vinnumarkaðarins, í samráði við ríkisvaldið, með hvaða hætti unnt er að verðtryggja almenna lífeyrissjóði. SAMÞYKKT UM SKATTAMAL Við gerð hverra nýrra kjara- samninga leitast verkalýðs- hreyfingin við að tryggja sem bezt varanleika þeirra kjara, sem um semst, svo sem kaup- mátt launa. Verkalýðshreyfingin hefur ávallt lýst því yfir og gerir enn, að hún meti ekki siður en beinar kauphækkanir hverjar þær ráðstafanir, er tryggi kjarabætur eftir öðrum leiðum og þá sérstaklega ef þær væru síður verðbólguvaldandi. Ráðstefna ASl, haldin í Reyk- holti 27. og 28. ágúst s.l., gerði kröfu um, að gagnger breyting yrði gerð á skattlagningu i land- inu, þannig að af almennum launatekjum yrðu skattar veru- lega lækkaðir. Verkalýðshreyfingin Itrekar nú þessa kröfu og telur nauð- synlegt: a) AÐ persónufrádráttur til skatts fyrir einstakling verði ekki lægri en kr. 300.000,- Fjárhæð þessi er miðuð við nú- verandi kaupgjald og vísitölu, en breytist síðan í samræmi við almennar kaupbreytingar og framfærsluvísitölu. Sama hlut- fall haldist milli persónufrá- dráttar einstaklings og hjóna, eins og nú er. Auk þessa fái verkafólk, er vinnur við fisk- vinnslu sérstakan skattfrá- drátt, þannig að þeir, er vinna í allt að 20 vikur á ári fái 9% og þeir, er siarfa 20 vikur á ári eða lengur 18%. b) Að á viðbótartekjur umfram persónufrádrátt, allt að hálfum persónufrádrætti, verði skatthlutfall stór lækkað. c) Að fyrirframinnheimta op- inberra gjalda verði miðuð við skattvísitölu, er fylgi fram- f ærsluvísitölu, og að við útborg- un launa verði aldrei meira frádregið til greiðslu beinna op- inberra gjalda hvers árs en rtemi 2/5 hlutum launa. d) að heimildarákvæði um lækkun og/eða niðurfellingu fasteignaskatts, sem nú nær til elli- og örorkulifeyrisþega, nái einnig til ekkna, ekkla, ein- stæðra foreldra og þeirra, sem búa við langvarandi veikindi, eða verða f yrir slysum. e) Húsaleiga af íbúðarhús- næði verði að hluta frádráttar- bær til skatts. f) Tannlækningakostnaður verði frádráttarbær til skatts. g) Að vaxtafrádráttur til skatts verði takmarkaður við ákveðið hámark. h) Að heimildarákvæði í 52. gr. laga um tekju- og eignaskatt verði rýmkuð. i) Hraðað verði undirbúningi að því að taka upp staðgreiðslu- kerfi skatta. Heildarinnheimta opinberra aðila verði ákveðin af meiri til- litssemi til þegnanna en gert hefur verið, og að framkvæmd- ir og starfsemi hins opinbera verði aðhæft eðlilegri tekju- öflun. Jafnframt lýsir verkalýðs- hreyfingin yfir fyllsta stuðn- ingi við hverjar þær ráðstaf- anir, sem gerðar væru til að koma f veg fyrir skattsvik. SAMÞYKKT UM HUSNÆÐISMAL Til úrbóta á vanda húsnæðis- málanna leggja verkalýðssam- tökin megin áherzlu áeftirtalin atriði: I. Gerðar verði þegar í stað ráðstafanir til þess að bæta úr fjármagnsvöntun byggingar- sjóðs á yfirstandandi ári. II. Byggingarsjóði rfkisins verði fengnir nýir tekjustofnar, sem geri unnt að standa undir skuldbindingum sjóðsins. Tekjur af launaskatti gangi óskiptartil sjóðsins. III. Gerð verði athugun um land allt, á árlegri íbúðaþörf launafólks og í framhaldi af því, framkvæmdááætlun til t.d. 4ra ára um íbúðabyggingar á þeim stöðum, þar sem vöntun er á íbúðum, hvort sem er vegna endurnýjunar eða eðli- legrar aukningar. IV. Gildandi löggjöf um hús- næðismál verði endurskoðuð i nánu samráði við verkalýðs- hreyfinguna, með það fyrir augum sérstaklega, að félagsleg byggingastarfsemi verði skilin frá hinu almenna lánakerfi og stuðningur hins opinbera við íbúðabyggingu á félagslegum grundvelli stór aukinn frá því, sem nú er. Oddsskarðsgöng tilbúin til umferðar næsta haust ,,Við eigum aðeins eftir að sprengja um 100 metra af göngun- um, og ætlum okkur að verða komnir í gegn sfðari hluta nóvem- bermánaðar," sagði Ólafur Gísla- son verkfræðingur, þegar við spurðum hann um gerð Odds- skarðsganganna f gær. Ólafur sagði, að gerð ganganna hefði gengið vel í sumar, og hefði bergið verið sæmilegt viðureignar i seinni tíð, og vonuðust menn til. að svo yrði áfram. Göngin sjálf verða 450 metrar. A næsta sumri verða byggðir tveir miklir skálar út frá gang- munnanum. Norðfjarðarmegin verður byggður 120 metra langur skáli, en Eskifjarðarmegin verður skálinn 60 metrar. Verða þvf göngin, fullkláruð, samtals um 600 metrar. Skálana tvo verður að byggja vegna mikilla snjóþyngsla þar sem gangopin eru. I vetur verður unnið við göngin þar til sprengingum lýkur. Næsta vor verður hafizt handa við byggingu sjálanna sem verða klæddir stálgrindarbogar. Um leið verður hafizt handa við að fullgera veginn eftir göngunum, en sjálf eiga göngin að verða til- búin til umferðar næsta haust. Jafnfallinn snjór var á Odds- skarði í gær og 7 stiga frost. Fyrir 10 dögum var þar sól og sumar og hitinn 17 stig. Tuttugu manns vinna nú við gangagerðina og vinna mennirnir á tviskiptum vöktum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.